Þjóðviljinn - 07.12.1945, Side 6
6“
ÞJOÐVILJINN
=
Föstudagur 7. des. 1945.
Bernskuminningar
Pabbi er enn svo lasinn, að enginn segir hon-
um neitt, sem honum mundi falla illa. Þess vegna
hefur heldur enginn sagt honum það, sem allir
þykjast vita — að ég hafi orðið hrifin af heima-
trúboðskenningunni, daginn, sem ég hlustaði á
Pál Anderson prédika í gistihúsinu.
Það getur þó vel verið, að hann frétti það ein-
hverntíma. Og hvað á ég að segja, ef hann spyr
mig, hvers vegna ég sé að lesa biblíuna? Eg má
hvorki skrökva né segja sannleikann.
En birtan á kvöldin kemur sér vel. Þegar
mamma hefur hlustað á okkur lesa bænirnar og
Anna er sofnuð, læðist ég á fætur, sezt við glugg-
ann og les.
Nú er pabbi kominn heim aftur og við erum
öll ánægð, því að hann er orðinn albata, alveg
jafn hraustur og hann var, áður en hann fór í
ferðalagið og var látinn sofa í köldu rúmi, þar
sem hann gisti.
Það eru margir gestir heima: Schenson frændi,
Ernst. Kláus, Alma, Hammergren frændi, Nana
frænka, með Teodór, Otto og Hugo, Oriel frændi
og Georgina frænka með Elínu og Allan. Svo er
hann Kristófer frændi, sem er ókvæntur.
Aline og Emma Laurell eru hér líka. Auðvitað
4--------------------------«
M. s. Dronning
Alexandrine
fer héðan um miðjan desem-
ber til Færeyja og Kaup-
j mannaliafnar. Þeir farþegar,
| sem pantað hafa far með
I; skipinu, eiga að sækja far-
seðla i dag, annars seldir öðr-
um. Fæðispeningar greiðast
um leið og fargjaldið. Allar
}
i| smásendingar, (jólagjafir),
; sem fara eiga sem „Fragt-
gods“, þurfa að koma í dag
‘j og á morgun.
1 Skipaafgreiðsla J. Zimsen
' — Erlendur Pétursson —
Sími 3025
Þess skal getið
sem gert er
Framh. af 3. síðu.
átt í þroska þessarar vinsælu
íþróttar með húsi sínu. Hann
lánaði það á síðkvöldum sem
óneitanlega hefur raskað ró
heimilisins, og auk þess haft
af því mikinn átroðning. Þó
við séum að þessu leyti kom
in í rýmri húsakynni en hús
Jóns er megum við' aldrei
gleyma hans þætti sem ofinn
var aðeins úr ástinni á leikj-
um og íþróttum og áhuga
hans fyrir líkamlegri velferð
unga fólksins.
í þessum stóra auðuga bæ
er það svo að ef hús Jóns
hefði ekki verið til hefði
handknattleikur verið á göt-
unni eins og svo margt ann-
að. Það sannar enn einu
sinni að það sem hlúð er að
dafnar og vex og þeim sem
það gera, ber heiður og þökk.
Röskur sendisveinn
óskast fyrir hádegi.
Þjóðviljinn
’-Hkólavörðustíg 19, simi 2184
færðist aftur í andlit hans.
Augu hans urðu snör og
skær og störðu út í bláinn.
Það færðist aftur afl í kné
hans, og hann baðaði sig 1
ánni eins og áður. En þar eð
hann sá ekkert nema vatnið
í kringum sig, vissi hann
ekki, að Hilary og Marteinn
skiptust á um að gæta hans,
ef til þess kæmi að hann
settist á vatnsbotninn og
gleymdi tímanum. Þeir voru
alltaf í hæfilegri fjarlægð,
af ótta við. að hann teldi sér
ekki samboðið að þyggja af
þeim greiða.
Þegar hann hafði borðað
hafragraut og drukkið kakó á
morgnana, sópaði hann gólf-
ið og ræsti herbergið. Rétt
fyrir klukkan tíu heyrðist
djúpur andardráttur hans
langar leiðir, þegar hann var
að tylla sér á tá, teygja sig
og beygja til að búa sig und-
ir dagsverk sitt.
Hann fékk hvorki bréf né
blöð, sem trufluðu þessa við
leitni hans til að vernda líf
sitt í þágu bræðralagshug-
sjónarinnar.
Bréf fékk hann ekki, vegna
þess, að fáir vissu, hvar hann
átti heima, og hann hafði
ekki árum saman svarað
þeim fáu bréfum, sem hann
fékk. Blöð las hann ekki
nema einu sinni í mánuði,
á opinberu bókasafni. Hann
sat þar þá um stund og las
fjögur síðustu blöðin af viku-
riti nokkru, til þess að kynna
sér siði og háttu „þeirra
tíma“. Hann hreyfði varirn-
ar, á meðan hann las, eins
og hann væri að biðjast fyrir.
Freistaðist einhver til að
líta inn, sá hann höfund
bókarinnar „Alheimsbræðra-
lag“, standa með steikta kart
öflu í annari hendi en bolla
með heitri mjólk í hinni. Á
borðinu lágu egg tómatar,
appelsínur, bananar, fíkjur,
sveskjur, ostur og rúgbrauð-
Að máltíðinni lokinni var
mr. Stone vanur að leggja
af stað í vaðmálsfötunum
sínum með gamla grænleita
hattinn á höfðinu — eða í
gulum regnfrakka með sjó-
hatt af sama tagi, ef rigning
var. Hann hafði dálltla tága-
körfu í hendinni.
Þannig búinn hélt hann til
vöruhússins Rose & Thoms.
gekk inn og staðnæmdist hjá
fyrsta afgeiðslumanninum.
sem hann sá, rétti honum
körfuna, nokkra smápeninga
og litla bók. í bókinni voru
sjö blöð með nöfnum allra
vikudaganna og á hvert blað
voru skráðar nokkrar fæðu-
tegundir, sem hann keypti
alltaf þann dag. Síðan stóð
hann kyrr með framrétta
höndina, reiðubúinn að taka
við körfunni, og horfði í
leiðslu á einhvern hlut í búð-
innt Þegar hann varð þess
var, að hann hélt á körfunn'i
í hendinni, sneri hann sér
við og hélt af stað.
Búðarmennirnir brostu góð
látlega; af vana. Þeir fundu
það ósjálfrátt, að þessi und-
arlegi maður, sem var þeim
svo ólíkur. treysti þeim í
blindni. Þeim hefði aldrei
dottið í hug að draga af hon-
um hálfan eyri eða vega hon-
um of léttan ostinn. Og dytti
einhverjum búðarmanninum
í hug að draga dár að gamla
manninum, létu hinir hann
vita. að honum „færist ekki“.
Að þessu loknu ráfaði
gamli maðurinn heim á leið
og hallaðist ofurlítið á þá
hliðina, sem karfan var.
Þegar klukkan nálgaðist
fjögur, hætti hann að skrifa
og tala við sjálfan sig. Hann
gekk út að glugganum og
horfði út, þar til Fyrirmynd-
in kom í augsýn og leit upp
í gluggann — ekki hans
glugga, heldur Hilarys.
Stone gamli sneri sér þá
frá glugganum, horfði til dyr-
anna og beið þess, að hún
kæmi inn. Og þegar hún
kom. sagði hann rólega:
„Nú er mikið að skrifa. Eg
setti stólinn yðar þarna. Eruð
þér tilbúnar? Hlustið þér á“.
Rödd hans varð allt í einu
róleg og mild, þegar hún
var komin og roðinn í andliti
hans, sem kom af æstu skapi
hvarf alveg- Annars var enga
breytingu á honum að sjá,
engin merki þess að rauna-
legt andlit hennar og fag-
urvaxinn líkami vekti hjá
honum dularfulla aðdáun.
Þau eyddu stundarfjórð-
ungi í tedrykkju og samtal.
Hann tók ekki eftir því, að
hún hlustaði stöðugt eftir
því, sem heyrðist utan að.
Honum var það nóg, að í
nærveru hennar óx honum
viljaþrek til að vinna og ná
því marki, sem hann haf?i
sett sér.
Þegar hún var farin — von
svikin og döpur, vegna þess,
að Hilary hafði ekki látið sjá
sig, — settist mr. Stone í
stól og féll í mók. Ef til vill
var hann að dreyma von og
ótta æskunnar, sem flögra í
sál mannsins löngu eftir að
æskan er liðin hjá.
Það var bjart yfir draum-
um hans á bak við elligrímu
tærða andlitsins og hann
hreyfði fingurna, eins og
þegar veiðihundur iðar tán-
um í svefni og dreymir, að
hann sé að veiða.
Klukkan sjö reif vekjarinn
hann upp úr fasta svefi til að
matbúa. Þegar hann hafði
borðað kvöldmatinn, gekk
hann um gólf, talaði við sjálf
an sig og skrifaði á víxl.
Þannig varð hún til, bókin,
sem átti að bera af öllu, sem
veröldin hafði heyrt hingað
til.
En unga stúlkan, sem kom-
til hans döpur í bragði og
færði honum hugarró, fór
sjálf jafn döpur aftur. Hún
hvorki sá né heyrði þann,
sem hún saknaði.
Upp frá þeim degi, sem
hann hafði yfirgefið hana svo
skyndilega, var hann alltaf
að heiman seinni hluta dags-
ins og kom ekki heim fyrr
en klukkan að ganga sjö.
Hann gerði þetta til þess að
forðast hana og sjálfan sig.
Honum var orðið það ljóst,
að hann varð að forðast sjálf
an sig líka.
Hann hafði fundið það
þessa litlu stund, sem þau
sátu saman á bekknuni og
þögðu bæði, að tilfinningar,
sem hann hélt, að væru kuln
aðar, höfðu vaknað á ný. Og
það voru engir óljósir draum
ar, heldur ákveðnar óskir.
Því lengur sem hann hugsaði
um þetta barn alþýðunnar,
því ljósara varð honum, að
tilfinningar hans voru ekki
með öllu sálrænar.
Þeir, sem þekktu hann vel,
fundu, að hann var breyttur-
Hann hafði alltaf verið prúð-
mannlegur, gamansamur en
frekar dulur. En vinum lians
fannst alltaf, að hann mundi
hussa sem svo: „Ef þig lang
ar til að sesia mér eúthvað,
þá segðu það bara. Mér dett-
ur ekki í hug að dæma þig.“
Nú var hann orðinn allur
annar maður afskiptalaus og
þunglyndur.
Breyting sú, sem bafði oið
ið á framkomu hans og út-
litf. hlaut að vekja athygli
Biöncu, þó að hún hefði frek-
ar viljað deyja en að viður-
kenna, að hún tæki eftir
nokkru því, sem honum kom
við. Þetta var eins og á
kyrrum sumardegi, þegar líð-
ur að kvöldi og loftið er
þungt og hlaðið rafmagni.
Allir finna að óveðrið er í að-
sigi.
Hilary sá Fyrirmyndina að
eins tvisvar allan þann tíma,
sem Hughs var í fangelsi.
í annað skiptið mætti hann
henni, þegar hann var að
koma heim í vagni. Hún roðn
Aði og augu hennar urðu
skær. Öðru sinni gekk hann