Þjóðviljinn - 06.04.1946, Side 1

Þjóðviljinn - 06.04.1946, Side 1
Öldungadeildarþing- maðurinn Pepper: Bandaríkja- stjórn á að beita sér fyrir brottílutningi erlendra her- sveita frá öll- um hersetnum löndum Bandaríski Öldungadeildar- þingmaðurinn Pepper gerði nýlega að umtalsefni dvöl er- Iendra lierja í ýmsum lönd- um. Kvað hann Bandaríkja- stjórn verða að beita sér fyr- ir því, að allar erlendar her- sveitir færu sem fyrst úr löndum þeim, sem nú eru hersetin. Um ástandið í liinum ná- lægari Austurlöndum sagði hann að nú, er Sovétríkin hefðu Iofað að fara með her sinn frá Iran, yrði að krefj- ast þess að Bretar færu með her sinn frá Irak, Sýrlandi, Palestínu og Egyptalandi. Fiskveiðasjóðs- frumvarpið fer til 3. umræðu - með nýju nafni vegna valdsboðs Lands- bankans Atkvæðagreiðsla við 2. umr. Fiskveiðasjóðsfrumv. fór fram í neðri deild Alþíngis í gær. Voru aiiar breytingartillögar aðrar en tillögur msirlhluta sjávarútvegsnefndar tekna- aftur til 3. umr. Voru þær allar samþykktar gegn atkv. sósíalista. Jóhann Þ. Jósefsson lýsti enn yfir, er hann gerði grein i'; rir atkvæði sínu um aðalbreytinguna, þá að fá Landsbankanum fram- kvæmd laganna, að honum hefði að öllu leyti verið það geðfellara að framkvæmdin hefði orðið hjá Fiskveiðasjóð Islands eins og tilætlunin hefði verið, en hann hefði séð þá eina leið færa til að mr g n- efni frumvarps'ns gengi fram, að setja Landsbankann í stað Fiskveiðasjóðs. Kom hér enn fram sú furðuléga undirgefni er þingmenn hafa sýnt í þessu máli, að láta sannfæringu sína víkja fyrir vaidboði utan- þingsafla, — Landsbankaklík- unnar. Frumvarpið 'r.eitir nú: ,,Frumvarþ til laga um stofn- lanadeild sjávarutvegsins við Landsbanka íslands." 11. árgangur. Laugardagur 6. apríi ÍJ-IG. Sáttmáh milli Sovétríkjanna og Iran Samkonmlag um olíumálin og Aserbedsjan í gærmorgun var tilkynnt í Teheran, að þar hefði verið undirritaður sáttmáli milli Sovétríkj- anna og Iran. Sovétríkin skuldbinda sig til að vera farin með allan her sinn frá Iran fyrir 6. maí. Þá viðurkenna Sovétríkin, að Aserbedsjanmálið sé innanríkismál Iran, en Iranstjórn lofar að leysa það með friðsamlegu samkomulagi við Aserbed- sjanbúa. Iranstjóm lofar að leggja frumvarp um stofnun sovét-iransks olíufélags fyrir þing Iran. Sáttmálinn er undirritaður af Saltaneh, forsætisráðherra Iran og Saluikoff, sendi- 'herra Sovétríkjanna í Teher- an. Hafa þeir unnið látlaust að sáttmálagerðinni tvo und- anfarna sólarhringa. Stjórn Iran samþykkti sáttmálann með samhljóða atkvæðum. Umbœtur í Aserbedsjan. Iranstjórn hefur lofað að koma á nauðsynlegum þjóð-1 félagsumbótum í Aserbedsj- an í samráði við Asenbedsj- anbúa. Frumvarpíð um sóvét-ir- anskt olíufélag á að leggja fyrir þing það, sem kosið verður í Iran á næsíunni. — Heitir Iranstjóm að leggja frumvarpið fyrir þingið eigi síðar en er ótá mánuður er liðin frá brottför Sovéther- sveita frá Iran. Óryggisráðið þa rf ekki að rœða málið frekar. Saltaneh forsætisráðherra lét svo ummælt í gær, að þar sem Sovétrík'n hefðu heitið að fara með lið sitt frá Iran án allra skilyrða, þá væri ó- þarfi að Öryggisráðið ræddi það mál frekar. Firuz prins, talsmaður Iranstjórnar, sagði í Teheran í gær, að eftir væri að ganga frá einstökum at- riðum varðandi stofnun olíu- félags'ns. Kvað hann Iranbúa fagna þessu samkomulagi og vona, að það yrði upphaf nýs og farsæls tímabils í sambúð Sovétríkj-anna og Iran. Bretar slíta stjórnmálasam- bandi við Áibaníu Brezka stjórnin hefur slitíð stjórnmálasambandi við Al- baníu. Stjómir Bretlands og Al- baníu höfðu ákveðið að skipt- ast á sendiherrum nú á næst- unni, en brezka stjómin hefur afturkalað þá ráðstöfun. Kveðst hún gera þetta vegna fjandskapar, sem Albanir hafi sýnt brezkum sendimönnum. j *-------------------- Æ. F. FÉLAGAR! Farið verður i Rauðhóla um ! helgina. Lagt af stað fré Skólavörðustíg 19 kl. 5,30 síð- degis í dag. Munið að hafa með mat og svefnpoka. Fjölmennið! Stjómin. Sovétríkin selja Frökkum korn Sovétríkin hafa selt Frölikum 400.000 tonn af hveiti og 100.000 tonn af byggi. Er búist við skipi með fymta kornfarminn frá Sovétríkjun- um til hafnar í Frakklandi á hverri stundu. Rúmenía slítur stjóramálasam- bandi við Franco Ltvarpið í Búkarest skýrði frá því í gær, að Rúmeníu- j stjórn hefði ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við Franeó stjórnina á Spáni. Pólska stjó?nin hefur ákveð ið að taka upp stjórnmálasam band við útlagastjórn Josá Gírals í París. Standard Oil heimtar olíu- lindir Bandaríkjastjórn krcfst Jes> að Sovétyfirvöld skili banda- rískum olíufélögum öllum olíu lindum, sem þau eiga í Ung- verjalandi. Standard Oil mun eiga flest ar þessar olíulindir, sem Sovét yfirvöld hafa starfrækt undan farið samkvæmt samningi við ungversku stjómina. Sovéther f arinn frá Borgundar- hólmi Seinustu Sovéthersve’.tirnar fóru frá Borgundarhólmi I gær. Er skipin fóru frá landi skutu þau kveðjuskotum og þúsundir Borgundarhólmsbúa, sem safnast höfðu saman við höfnina hrópuðu húrra fyrir Rauða h.ernum. Moskvablaðið Isvestia gerir í gær samanburð á framkomu Rauða liersins, sem er a far- inn frá Borgundarliólmi og Bandaríkjaliers, sem enn situr á ísiandi þrátt fyrir skuldbind ingu Baiularíkjastjórnar, im að herinn skyldi fiuttur burt strax og styrjöldinni væri lok- ið. Bidault hlut- skarpari en Gouin Franska stjórnin hefur á- kveðið að slá í engu af kröf- um sínuin um aðskilnað Ruhr- héraðs og Þýzkalands. Þessi ákvörðun var gerð á stjórnarfundi í gær. Gouin forsætisráðherra hafði talið það nægja, að Ruhr yrði sett fjárhagslega updir alþjóða- stjóm en Bidault utanríkisráð herra vill að alþjóðastjórnin verði bæði fjárhags- og stjórn arfarslega. Studdu kommúrí- istar og kaþólskir stefnu Bidaults. 81. tölublað. Er verið að storka íslendingum? Bandaríska her3tjómin hef- ur boðið Islendingum rð * ,,skoða“ Keflavíkurflugvötlinn. í dag, vegna hátíðisdags flug- hers Bandaríkjanna. Bandaríkjaher er hér á landi enn þvert ofan í skýlaus lof- orð Roosevelts forseta og Bandaríkjastjórnar um brott- flutning liðsins í stríðslok. Það er því vægast sagt ó- viðeigandi, að Bandaríkjaher- inn sé að halda sýningu á stöðvum sínum, og verður vart tekið öðruvísi en storkun við Islendinga, sem vilja engar herstöðvar hafa í landi sínu. Verða úrslit grísku kosning- anna ógilt? Vinstri fiokkar Gr'likiands liafa sent stjórnum Bre'.lands, Sovétríkjanna, Bsndaríkjanna og Frakklands áskorun um að láta ógilda úrslit kosninganna í Grikklandi. Benda þeir á, að 55% kjós- enda hafi ekki gieitt atkvæði í kosningunum og auk þess hafi komið berlega í ljós að kjörskrárnar hafi verið falsað ar. Damaskinos rikisstjóri hef i:i’ scnt Georg konungi lausn- arbeiðni sína, en talið er lík- legt, að hann verði beðinn að sitja áfram. Blöð grískra kon- ungssinna heimta ákaft að hreinsað sé til í stjórnarkerf- inu og „þjóðlega hugsandi11 menn settir í öll embætti. Þá heimta þau þungor refsingar fyrir alla, sem teknir voru fastir af liði ELAS í borgara- styrjöldinni. Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur algerlega andvígt herbækistöðvum á Íslandi 1. „Funduriim skorar á ríkisstjórnina að leita sam- komulags við stjórn Bandaríkjanna um, að öll skjöl og orðsendingar varðandi tilmæli Bandaríkjanna verði birt sem allra fyrst.“ 2. „Fundur í Alþýðuflokksfélagi Reykjavikur lýsir sig algerlega andvígan því að Bandaríkjunum eða nokkru ödru ríki verði veittar herbækistöðvar hér á landi og skorar á miðstjórn og þingmenn Alþýðuflokksins að beita áhrifum sínum til þess að krefjast þess að Bandaríkin standi við öll gefin loforð, um að fara burt með herlið sitt, þar sem stríðinu er nú lokið og því hættuástandi sem það skapaði."

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.