Þjóðviljinn - 06.04.1946, Síða 3
Laugardagnr 6. april 1946.
Þ JOÐVT.L JINN
Gengið í hús
Stuðningur Álþýðublaðsins við
Sölumiðstöð íslenzks
s
• r
Eg geri ráð fyrir að það séu
til einhverjir, aðallega með-
al hinna eldri, sem ekki er
kunnugt um, hvernig hagar
til innan veggja skólanna.
Það eru reyndar ekki all-
ar stundir né dagar eins, því
ekki er sama, hver námsgrein
in er, og eftirtektin er því
miður, oft misjöfn.
Margir hafa ýmugust á
dönskunni, finnst hún svo
létt og lík íslenzkunni, að
þeir sleppa að lesa hana,
nema þeir sem kunna að
læra, en það eru alltof fáir-
Tíminn verður allur undir
heppninni kominn hjá þeim
ólesnu. Glósur eru gripnar
alls staðar frá, og sessunaut-
arnir hjálpa hvor öðrum í
nauðum.
Loksins þegar einkunnar-
bækurnar koma, rekur sér-
hver upp stór augu, yfir þ-ví
að fá ekki fyrir ofan sjö, —
ef tíu er gefið.
Námsgreinar fara rnikið eft
ir kennurunum. Ef þeir eru
strangir læra nemendurnir
af hræðsl-u, og þó er það
vaíasöm fræðsla, en hún
gengur ef til vill vel á með-
an á henni stendur.
Tímarnir verða líka þreyt-
andi og taugaæsandi, ef allir
eru á glóðum út af þeirri
yfirvofandi hættu, að verða-
kannski teknir upp.
Miklu varðar það líka, að
vingjarnlega sé talað til
nemandans og honum hjálp-
að af stað með blíðu og
trausti.
Þá gengur allt betur og
kunnáttan eða kunnáttuleys-
ið kemur auðveldlega 1 ljós.
Venjulega er það óútreikn-
anlegt hversu oft og á hvaða
tíma nemandi er tekinn upp.
Til þessa dugar jafnvel ekki
heili góðs reikningsmanns.
Tilfinningin ein getur gef-
ið hugboð um sldkt, en því
miður hafa örfáir slíka að-
vörun, sem að haldi kemur.
Eg held a. m. k. miklum
hluta skólafólks finnist skól-
arnir leiðigjarnir, og tvímæla
laust taka allir fegins hendi
við fr-ídögum, — líka „dúx-
arnir“.
í rauninni er það ekki ó-
skiljanlegt, að fólki leiðist
að ganga eins og vél dag frá
degi.
Mannlegt eðli þarfnast til-
breytingar, og ég held að eng
um geðjist að öllu, sem verð-
ur eins á morgun eins og það
var í dag, nema því aðeins
að íhl-utaðeigandi elski starf
sitt, þá get ég skilið það.
Einn -venjulegan skóladag
vorum við beðnar um að
safna fé fyrir Hallveigarstaði.
Sumir vildu gera það, aðrir
ekki.
Eg var með þeim fyrr-
nefndu, mig fýsti í tilbreyt-
ingu og auk þess hafði ég
aldrei gengið um með söfn-
-unarlista. Mig langaði að
kynnast íbúum Reykjavíkur,
athuga viðmót þeirra og um-
hverfi.
Klukkan tíu mættum við,
nokkrar skólastúlkur á til-
teknum stað, rigningarlegan
föstudagsmorgun.
Götunum var skipt á milli
okkar, venjulega fjmm nið-
ur á hverjar tvær, eða eftir
því sem hver óskaði.
Eg valdi mér fljótt nokkr-
ar stuttar götur, og hafði þær
ein, en göturnar voru fimm
talsins.
Eg hélt að ég myndi ekki
verða lengi með þær, en þeg-
ar á daginn leið, komst ég að
annarri niðurstöðu.
Mér var hér um bil alls
^staðar vel tekið. Fólkið var
yfirleitt -greiðugt og tók mér
betur en ég hafði búizt við-
Mér var ekki ólíkt innan-
brjósts eins og ég áMt inn-
heimtumann vera, sem á að
krefjast peninga af bláfá-
tæku fólki.
Nýle-ga hafði gengið um
gjafalisti til nauðstaddra
barna í Þýzkalandi og safnað
ist heilmikið fé.
Það væri ekki að undra, þó
fólk fengi leið á þessum sí-
felldu hringingum, og list-
um, sem bornir eru fram,
næstum daglega.
Það var mjög mismunandi
að líta inn til fólksins. Sum-
staðar, -og á alltof mörgum
stöðum, skorti mikið á hrein-
læti. Mest af öllu tók ég eft-
ir lvktinni, sem var inrii á
heimilunum, og ég -held að
ég hafi aldrei fundið fyrr,
hve það er mikið atriði að
lyktin inni í íbúðunum sé
góð. Eg er ekki að tala um
ilmvatnslykt, sem dreifð er
út um herbergin, heldur þá
lykt, sem ska-past af góðu
hreinlæti.
Það var eftirtektarvert,
hversu efnaminni konur voru
fúsar að gefa. Reyndar lögðu
karlmennirnir góðan skerf til
listans míns, og ætti ég ekki
að láta þess ógetið.
Mér fannst st-undum slæmt
að leggja listann fram. Á ein
um stað, sem ég kom inn, sá
ég miðaldra móður. Hún var
sannarlega móðir. í miðjum
barnahópnum sínum stóð hún
og mataði yngsta barnið, en
allt í kringum hana iðuðu sjö
mismunandi háir barnakoll-
ar.
Nei, þv-í miður, sagði hún
hæversklega, get jeg ekki
gefið núna. Jeg er nýlega bú-
i'n að gefa í Rauðakrosssöfn-
unina.
Eg lokaði hurðinni hægt á
eftir -mér. Jeg -gat sannarlega
ekki ásakað hana.
Á öðrum stað stritaðist
móðir við að koma lítilli dótt
ur í útifötin. Loksins þegar
það var búið, gaf hún pen-
inga fyrir hönd litlu dóttur
sinnar, sem hafði þó verið ó-
þæg.
Tvær ungar stúlkur í skíða
fötum brostu við mér. Þær
voru kátar og á leið í heil-
brigðan félagsskap.
Gefur n-okkur fimm krón-
ur?
Já, sagði ég. Umhugsunar-
laust létu þær aleiguna sína
renna til Hall-veigarstaða. Eg
fór þakkl-át út frá þeim og
bögglaði fi-mm krónunum
meðal stærri upphæða. —
Stærsu upphæðirnar voru
fimmtíu krónur.
— Listi Hallveigarstaða. —
Gjörið þér s-vo vel. Eg held
maður fái nóg af þessum hei-
vátis sn-íkjum, ekkj læt ég
einn eyri.
H-urði skellur aftur og ég
geng -hægt niður tröppurnar.
Ef til vill hefur þessi mann-
eskja sagt það, sem fleiri haía
hugsað.
Það er þreytandi að ganga
hús úr húsi, upp og niður
stiga. — Aumingja blaðasolu
drengirnir, hugsa ég og heid
áfram.
Eg er orðin -dauðþreytt og
það er farið að rigna fyri.:
alv-öru.
Nokkur hús eftir. Fljót nú.
Eg er svo heppin að hitta
fyrir -duglega skólasystur
mína. Hún hjálpar mér til
þess að telja saman upphæð-
ina. Eg verð því fegin. Reikn
ingur er leiðinlegur.
Klukkan -hálf sjö geng ég
niður til nefndarinnar jg
skila af mér níu hundruð
fimmtíu og fimm krónur.
Bara að ég hefði nú íeng.ð
fjörutíu og fimm í viðbóí!
Exilúna.
Stutt athugasemd
f æskulýðssiðu Þjóðviljans 30.
marz s. 1. birtist gi'einarkorn er
nefndist „Félagsskapur ungra
Dagsbrúnarmanna“.
Vegna greini-legs ókunnugleika
greinarhöf., hafa slæðzt inn í frá
sögnina nokkrar meinleg-ar vill-
ur, sem leiðréttingar þurfa við
Það er missögn, að sér-stakur
málfundahópur (!!) starfi innan
„Málfunda- og fræðsluhóps un-gra
Dagsbrúnarmanna“ — og æt-ti
hverjum meðal-greindum manni, f
að vera ljós orsökin til þess,
eftir nafni hópsins að dæma. —
Einnig er það algjör misskilning-
ur að „tilsögn í ræðumennsku“
sé þar veitt.
Með þökk fyrir birtinguna.
31. marz 1946.
T. Þ.
Þegar fámennar sérhags-
munaklíkur stjórna málgögn-
um heilla stjórnmálaflokka,
lilýtur oft að fara svo, að á-
hugamál blaðanna eru í beinu
misræmi við áhugamál hinna
óbreyttu flokksmanna. Þetta
hefur oft birzt greinilega í
málflutningi Alþýðublaðs'ns,
ekki sízt nú þegar landssölu-
málið er á dagskrá. Það er
auðsætt að Alþýðublaðsklíken
hefur allt aðra skoðun á því
hvernig oss beri að bregðast
við hinni erlendu ásælni en
hinir óbreyttu flokksmenn.
Það er jafnvel ful’.yrt að Sölu
miðstöð sænskra framleiðenda
sé einn aðalhluthafinn í Sölu-
miðstöð íslenzks sjálfstæðis.
Alþýðublaðið hefur leng3t af
ekki vitað, hvernig það ætti
að haga málflutningi sínum,
að öðru leyti en því, að það
hefur þverskallazt við að birta
allar þær fregnir sem styðja
málstað Islendinga, jafnvel
þótt þær kæmu frá málgögn-
um Alþýðuflokksmanna á
Norðurlöndum, sem til þessa
hafa verið biblía ritstjórnar-
innar við Ingólfsstræti. En í
fyrradag leiddi Morgunblaðið
stefánana í allan sannleika.
Þá birti Alþýðublaðið næstum
því orðrétta forustugrein
Morgunblaðsins þess efnis að
frelsi og sjálfstæði væru bann
helg orð, sem hættulegt
væri að nefna. Og í gær flyt-
ur Alþýðublaðið lesendum sín-
um þá fregn að landssölumál-
ið hafi alls ekki verið á dag-
skrá undanfarið: „Síðan (í
haust) hefur ekkert verið um
málið rætt, svo v.itað sé, nema
í róggreinum ÞjóðvUjans.“
Hún er athyglisverð þessi inn-
skotssetning „svo vitað sé.“
Ætla stefánamir nú að af-
saka sig með vitleysi, þekking
arskorti ?
Vita þeir ekki að Vísir hef-
ur látlaust haldið uppi mál-
stað útlendinga undanfarna
mánuði? .
Vita þeir ekki að tímaritið
Eimreiðin hefur haldið uppi
sama málstað.
Vita þeir ekki að Jónas frá
Hriflu hefur leynt og ljóst, í
ræðu og riti, barizt fyrir því,
að framandi þjóð fengi tang-
arhöld á landi voru?
Vita þeir ekki að gróða-
brallsmenn „með buddunnar
lífæð í brjóstinu” vilja selja
frclsi vort og sjálfstæði fyrir
nokkra silfurskildinga ?
Vita þeir ekki að almenning
ur í landinu hefur risið upp
gegn svikum landssölumanna?
Vita þeir ekki að mennta-
menn landsins hafa samþykkt
ítrekuð mótmæli ?
Vita þeir ekki um hlnn
glæsíega útifund á sunnudag-
inn var?
Vita þeir ekki að Alþýðu-
samband Islands hefur sam-
þykkt mótmæli?
Vita þeir ekki að Alþýðu-.
flokksfélag Reykjavíkur hefur
samþykkt mótmæli?
Nei, því fer víst fjarri. Ekk
ert af þessu hefur gerzt ,,svo
vitað sé“, segja Linir fáfróðu
stefánar. Aldrei fyrr mun.
nokkur blaðstjórn hafa gert
^vona alvarlega tilraun til að
auglýsa heimsku sína og fá-
fræði. En það trúir þeim eng-
inn. I þessu máli eru þeir
hvorki heimskir né fá'fróðir.
Þeir vita vel hvað hefur gerzt
og þeir vita vel að hverju
þeir stefna. Stefna þeirra hef-
ur verið sú að reyna að svæfa
hugsanir almennings um þetta
mál til þess að Sölumiðstöð
íslenzks sjálfs1æði,< fengið að
vinna verk sín í friði. En til-
raun þeirra hefur misheppn-
azt. Og fyrr en varir munu
flokksbræður þeirra veita
þeim maklega ráðningu fyrir
sviksemi þeirra við málstað
I Islendinga.
■k NORSKA stjórnin hefur
lagt fram frumvarp í Stór-
þinginu um að stofnað verði
sérstakt fiskimálaráðuneytí
frá og með 1. apríl n. k.
k LlNUEFTIRLITSMENN raf
magnsfélags í Tower, Minne-
sota voru orðnir þreyttir á sí-
fellum árásum hunda, bý-
flugna og geita á eftirlitsferð-
um sínum um skógana. Þeir
fengu sér því flugvél en voru
ekki fyrr komnir á loft en á
þá réðst hópur af hrægömm-
um. I
* H J ÓNASKILNAÐIR hafa
löngum verið tíðir i Bandaríkj
unum en aldrei fleiri, en sein-
asta ár. I ski’naðaborginni
Reno voru 8590 skilnaðarmál
skráð og í Hamiltonsýslu,
Tennessee voru skilnaðir fjór-
um sinnum fleiri en giflingar,
* I FILADELFlU hefur ver-
ið smíðuð reiknivél, sem eri
30 smálestir á þyngd og fyll-
ir út í herbergi sem hefur 10x
18 metra gólfflöt. En hún get
ur líka á fáum klukkustund-
um leyst stærðfræðileg við-
fangsefni sem mennskur mað-
ur væri heila öld að komasti
til botns í. j
* RÉTTARHÖLD standa yf-
ir vegna meðferðar á fönguin’
í bandaríska hermannafangels
inu í Lichfield í Englandi,
Hinn opinberi ákærandi sagði,
að fleira en eitr dauðsfail
hefðu hlotizt af barsmíð og
líklegt væri, að lagðar yrðu
fram kærur á tangaverðina
fyrir morð og manndráp. j