Þjóðviljinn - 06.04.1946, Side 6

Þjóðviljinn - 06.04.1946, Side 6
ÞJÖÐVILJINN Lau,gardagur 6. apríl 1946. Oskar Braaten: TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið, að frá 8. apríl næstkomandi skuli hámafksv'erð á eggjum vera sem hér segir: í heildsölu .. kr. 11.50 pr. kg. í smásölu ..... — 14.00 — — Verð þetta er miðað við að eggin séu ó- skemmd 1. fl. vara, og stimpluð sem slík af eggjasamlagi eða hænsnabúi, sem viður- kennt er af verðlagseftirlitinu, enda taki samLagið eða búið ábyrgð á gæðum eggj- anna. Á öðrum eggjum má ekki vera hærra verð en hér segir: í heildsölu .. kr. 9.50 pr. kg. í smásölu ..... — 12.00 — — Reykjavík, 5. apríl 1946 Verðlagsstjórinn lámiðnaðarmenn Járniðnaðarmenn óskast til vinnu á Siglu- firði og Skagaströnd. Séð verður fyrir hús- næðr og fæði. Vélsmiðjan Héðinn h. f. r EMra fólk eða unglinga vaatar nú þegar, til að bera Þjóðviljann til kaupehda í AUSTIJR- OG VESTURBÆINN Sendum blaðið heim. AUGLYSÍNG UM UTIVERU BARNA Áthygli foreldra og forráðamanna barna skal hér með vakin á eftirfarandi ákvæð- um 19. gr. lögreglusamþykktar Reykjavík- ur: Born yngri en 12 ára mega ekki vera á al- mannafæri seinna en kl. 20 og börn frá 12— 14 ára ekki seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí. Börn, sem eru á almannafæri seinna en lejdi.Iegt er, mega búast við að verða flutt á iögreglustöðina og verður þá foreldrum eða þeim, er ganga börnunum í foreldra- stað, gert aðvart, enda ber þeim, að viðlögð- um sektum, að sjá um að framangreindum fyrirtnælum sé hlýtt. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 5. apríl 1946 Sigurjón Sigurðsson settur “1 Hann hafði svo sem séð hana naktari en þetta í baðinu forð um. Hann sneri sér undan og ’laumaðist út. „Það eru einmitt tannlausu kerlingarnar, sem er þörf á að heimsækja," hafði hann svarað kennaranum. En nú var það orðið svo, að fólk vildi ekki hleypa honum inn. Hann heyrði það hvísla og þagga hvað niður í öðru, þegar hann barði að dyrum. Hvernig á þessu stóð. hafði hann ekki hugmynd um. Hafði hann ekki gert allt, sem honum var unnt, fyrir þetta fólk, setið hjá sjúklingunum, hughreyst þá og gefið þeim góð ráð. Þú verður að reyna að hressast og komast á fætur sem fyrst,“ var hann vanur að segja. „Holl og næringarmik- il fæða er nauðsynleg, og svo verðurðu að reyna að sofa sem mest. Þú sofnar ibara, ef þú varpar af þér öllum áhyggjum-“ Hann hafði ekki einu sinni gleymt þeim heitbrigðu, held ur talað við þá um sjúkling- Inn, hvatt þá til að hjúkra honum vel og ráðlagt þeim, hvernig ætti að fara með hann. „Það verður að skipta á rúminu — láta hrein lök í r-úmið — fleygja þessum druslum — opna gluggann — það er ekki hægt að draga andann hérna inni — og þið verðið að þvo gólfið úr sápu vatni á auga'bragði — —“ Svona hafði hann gefið þeim góð ráð, eftir því sem hann hafði bezt vit á. En nú var ekki opnað fyrir honum. En var þetta ekki bara í- myndun og tortiyggni, hjá honum sjálfum og lcom af þessu leiðinlega veðri. Ef fólk vildi ekld að hann kæmi, þá var það sjálfsagt bara vegna þess að nú var hans engin þörf lengur og þá vildi það ekki gera honum ómak. Veik- in var að réna sem betur fór. Loksins var hann þá kom- inn alla leið. Kofinn, sem hann ætlaði til var þarna niður í í dældinni, hreysi, sem hafði! verið lengi í eyði og var kall- að Sandhóll, þangað var nú kominn maður sem hét Davíó', innbrotsþjófur, sem hafði ver- ið í fangelsi í borginni. Hann kom hingað fótgangandi að vetrarlagi í fylgd með ein- hverju 'götukvendi. Þau höfðú brotizt inn í kofann og sezt þar að. Eigandinn vorkenndi þeim og rak þau ekki burt, enda höfðu þau ekki gert neitt illt af sér. Svo dó konan, en Davíð varð kyrr. Nú var hann veikur. Að minnsta kosti hafði Þorsteinn fengið orð- sendingu á blaði með dreng. sem kom í skólann í dag. Dyrnar opnuðust. Ung stúlka kom út og horfði upp á veginn. „Hún er að horfa eftir mér, hugsaði Þorsteinn. Þorsteinn var vandræðaleg- ur og hikandi, Það átti ekki við hér, sem hann var vanur að segja annars staðar. Hann gat eklci sklpað að opna gluggann og þvo gólfið, því að glugginn var opinn, gólfið hvítþvegið og sjúklingurinn í hreinu góðu rúmi. Hvað átti hann að gera hér? Þetta var í fyrsta skipti ser.\ hmnn kom á fátækt heimili og vissi ekki hvað hann átti að segja. Maðurinn í rúminu var lítill og horaður, á sextugs aldri með sítt, grátt skegg, sem lá ofan á hvítri sænginni. Hann hafði víst legið lengi og dauða mörk voru komin á magurt, gulleitt andlitið. Hann fitlaði við sængina með fingrunum og stundi öðru hvoru, en lsit ekki upp. Augún kvikuðu undir hálflok- uðum augnalokunum. „Ertu þarna, Helena? Helena stóð hjá rúminu góð látleg og umhyggjusöm. Hún var um tvítugs aldur föl í andliti með slétt greitt hár og merki Hjálpræðishersins á há- um kjólkraganum. „Já, pabbi, heldurðu að ég sé ekki hjá þér?“ „Helena! Það er dálítið, sem ég verð að segja þér, áður en ég dey. Þú verður að að hlusta á mig. Annars get ég ekki dáið rólegur/ „Já, pabbi, ég er hérna og heyri til þín en þú mátt bara ekki tala of mikið.1' Hún þurrkaði svítann af enr.i hans. „Veiztu, hvaðan ég kom, þegar ég hitti mömmu þína í fyrsta sinn á ævinni? „Hvenær lief ég verið að MARRY MACFIE Gull Indiánanna (Sönn saga). upp og staulaðist áfram með veikum burðum á logsárum fótunum. Skömmu seinna sátum við allir til borðs. Við þóttumst vita, að Sagwa væri dauðhungraður og þorðum ekki að gefa honum fylli sína. En á morg- un skyldi hann fá að borða sig saddan. Það hefði verið áhætta að gefa honum mikið að borða eftir alla sveltuna. Eg gaf honum þó fulla könnu áf heitu tei. Það gat ekki skaðað hann. Þegar Sagwa teygði sig eftir sykurskálinni á borðinu, datt eitthvað, sem hann hafði fest við marglita ullardúksbeltið, á gólfið og kom af því dynkur. Eg laut niður og tók þetta upp. Það var venjuleg peningapyngja. Eg fann, að í henni var eitthvað, sem líktist smásteinum og pyngjan var undarlega þung eftir stærð. Eg fékk Sagwa pyngjuna. „Tjúnía“, sagði hann, um leið og hann tók við henni. En það þýðir gull eða peningar, Hann opnaði hana og steypti úr henni á borðið. Úr pyngjunni kom hnefafylli af gullmolum, misjafnlega stórum og allavega lög- uðum. Við höfðum fyrr séð gull, en aldrei með þess- um rauða gljáa. Við horfðum undrandi á þetta og

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.