Þjóðviljinn - 07.04.1946, Side 3

Þjóðviljinn - 07.04.1946, Side 3
Sunnudagur 7. apríl 1946. Þ JÖÐVIL JINN 3 Sjatna tekur kurr Deilan um úthlutun lista- mannastyrkja er nú orðin næsta lágvær eins og von er til, bæði í blöðum og manna á milli, því margt er annað og merkilegra á döfinni. Má um þetta segja með Jakobi Thorarensen í kvæðinu Stríðslok: storminum slotað, sjatna tekur kurr — þótt þjóðskáldið eigi þar að vísu við lök nokkuð hrika- legri átaka, eins og orðin sýna. En það var annar Jak- ob, sem ég ætlaði að minnast á, skáld, sem af elnhverjum undarlegum ástæðum var sett hjá með öllu við þessa margumræddu síðustu og verstu úthlutun, ljóðskáldið Jakob Jóh. Smári. Eins og allir vita, sem ekki láta ís- lenzkar bókmenntir lönd og leið, hefur hann gefið út þrjár ljóðabækur: Kalda- vermsl 1920, Handan storms og strauma 1936 og Undir sól að sjá 1939, bækur, sem eiga skilið meiri athygli en þær hafa vakið til þessa, því þótt margt sé þar æði misjafnt að gæðum, eru í þeim öllum nokkur kvæði, sem ætíð munu talin með því bezta, sem ort var á þessum árum. Jakob Smári er meistari sonnettunnar í dslenzkri ljóð- list, hefur dýrkað hana skálda mest og náð furðu- legu valdi á erfiðustu til- brigðum þessa kröfuharða og viðkvæma háttar, sem ef til vill er allra hátta fegurstur. Hann orti sonnettuna Þing- velli árið 1930, klassiskt verk, lieilt og fágað og yljað af djúpri tilfinningu, enda sann- asta og fegursta kvæðið, sem ort var í tilefni þeirrar frægu hátíðar. Og hann hefur ort Sonnettusveiginn til íslands, Heilaga nótt og yndislega kvæðið um Násíku, svo eitt- hvað sé talið. Násíka! Nafnið þitt vekur mjúkra minninga her. Húmmóðu fortíðar lirekur birtan burtu frá mér ... Og þó hefur þessi höfundur yfirleitt gleymzt við styrk- veitingar, ef til vill meðfram vegna þess hve ‘hlédrægur hann er og að hann æpir ékki á torgum. Úthlutunarnefndin í fyrra sá þó sóma sinn í að veita honum 2000 króna styrk, og var það sízt of- rausn; en nefndin í ár, sællar minningar, telur hann engrar viðurkenningar verðan, ekki einu sinní þess heiðurs að skipa þúsundkrónabekkmn með okkur Filippíu og því fólki. A klettum brýtur. Kvöldi fer að halla og kulið blæs úr loftsins opnu gátt. Nú leggur rökkurreyk um tinda alla frá rauðum sólarkyndli í vesturátt. Ef þetta er ekki tungutak hins sanna skálds, þá verð ég að fara heim og læra betur. Mér er ennþá með öllu dul- in réttlæting þeirrar ráðstöf- unar á almannafé til list- menningar í landinu, að hampa leiruxum á gullstóli en láta eins og þessi maður sé ekki til. Eftir hverju er farið, eftir hvaða mati á list- rænum verðleikum? Eg ætla ekki að bera þá saman hér nafnana, Smára og Thorar- ensen, en óneitanlega er það skrítið að sjá hinn síðar- nefnda 1 öðrum hæsta launa- flokki og hinn fyrrnefnda hvergi. Kannske úthlutunar- nefnd hafi orðið þetta smáa hrifin af einu síðasta afreki Thorarensens í ljóðasmíðinni, kvæðinu, sem ég drap á áð- an og prentað er í síðara hefti Dvalar 1945. Þar segir m. a. svo um ástandið í heim- inum við stríðslok: Blásýrur drukknar, kviðristur og kveinan, keisaraskurðir, jafnt á barka og hol, dáðir að vísu, en drýgðar mjög um seinan, drattazt í hvarf, er ills var fjarað þol. Og ennfremur: Fjölmörgu að sinna, — hundrað ára hrundir linepptar í fjötra og pústraðar af rögg. Næstu línur kvæðisins eru ekki hafandi eftir, og ekki skyldi mig undra þótt fyki mjög í drottinn, — ef eiminn af þessari brenni- fórn skáldsins legði að vitum hans. Svo mikið er víst að drottinn skáldskaparins hef- ur fitjað upp á nefið. En þótt kurrinn sé nú tek- inn að sjatna í bili verður á- virðingum útihlutunarnefnd- arinnar ekki gleymt. Og von- andi verður sú skipun gerð á þessum málum að hneyksli það, sem ég hef gert hér að umtalsefni, og fjölmargt ann- að litlu eða engu betra eigi ekki afturkvæmt til veruleik- | ans. Sn. H. Hvers á Pétur að gjalda? Pétur er einn af kunnustu borgurum þessa bæjar. Hann er löggiltur fasteignasali, mikill baðgarpur og kann flestum mönnum betur að færa sér í nyt hinar fáu og stopulu sólskinsstundir á sumrin. Hann hefur um langt skeið verið skeleggur mál- svari Náttúfulækningafélags íslands, en þetta ágæta félag hefur meðal annars varað þjóðina við hvítasykrinum, stofnað prýðilegt mötuneyti og kennt fjölmörgum Reyk- víkingum að borða nýstár- legan rétt, sem nefnist krúska. Loks má ekki gleyma því, að Pétur Jakobsson er duglegt og sérkennilegt ljóða skáld. Hann er alltaf að gefa út bækur, sem standa sízt að baki ritum sumra vestfirzkra höfunda um listgildi. Nýjasta bók hans heitir Vajurlogar. Forvitnir lesendur geta feng- ið hana keypta heima hjá höf undinum á Kárastíg 3. Það gegnir furðu, að Þor- steinn Þorsteinsson sýslumað ur, Stefán Jóh. Stefánsson heildsali og Þorkell Jóhann- esson frá Fjalli í Suður-Þing- eyjarsýslu skyldu ekki muna eftir Pétri Jakobssyni, þegar þeir úthlutuðu styrkjum til skálda og listamanna. Pétur Jakobsson er nefnilega einn af elztu blysberum þeirrar bókmenntastefnu, sem fyrr- nefndir þremenningar aðhvll ast, enda þótt hann hafi aldrei hlotið eins langan hól- dóm á prenti og Tíminn birti um Sturlu í Vogum haustið 1938. Sennilega stafar þessi annarlega gleymska þremenn inganna af fjörefnaleysi, sem þeir gætu auðveldlega lækn- að með því að borða krúsku. En óviðkunnanlegt verður það að teljast, að einhver einlægasti brautryðjandi hinn ar hagalínsku bókmennta- stefnu skuli vera settur hjá, meðan allir sporgöngumenn- irnir eru verðlaunaðir. Ö. J. S. Finnur á Kjörseyri: Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar, Akureyri. Það hefur sagt mér sagn- fræðingur að væri íslenzkt fyrirbæri að alþýðumenn stunci uðu sagnaritun líkt og Gísli Konráðsson og fleiri, slíkt þekktisl ekki með öðrum þjóð- um. Finnur á Kjörseyri er löngu þjóðkunnur fyrir ýmsar rit- gerðir um söguleg efni, t. d. um hvar Lögberg hið forna hafi verið á Þingvöllum. Vit- opnuðu málverkasýningu í Listamannaskálanum s. I. föstun dag. — Hér að ofan er sýnd ein af teikningum frú Barböru, KÓNGSSONURINN OG DAUÐINN, er var gerð fyrii5 œvintýrabókina LEIT EG SUÐUR TIL LANDA. að var það einnig að hann hafði safnað miklum íslenzk- um fróðleik. Nú er komin hér stór bók, af því sem hann hefur ritað. Er þar brot af s.iálfsævisögu hans og þættir af mörgum mönnum, bæði 4 Suðurlandi og Ströndum. Einnig þjóðhætt- ir um og eftir miðja 19. öld, nokkrar þjóðsögur um drauga og huldufólk, dýrasögur, ör- nefni og gátur. Inn í þættina er fléttað kviðlingum, og rr margt af þeim alkunnar landplágur. Allt þetta er vel skrifað í viðurkenndum sagnastíl, «g dettur manni oft í hug við lesturinn að höíundur hafi verið gæddur kýmnigáfu. Fróðleikur er mikill um líf og háttu manna á nitjándu öldinni, en einna fróðleguat finnst mér sú vitneskja sem lesandinn fær um höfundinn af verkum hans. Þetta Iiefur sem sé verið fjölhæfur lista- maður. Án þess að hafa minnstu þekkingu á aðferðum' kunnáttumanna, tekur hann sér fyrir hendur að teikna myndir af mönnum, eru marg- ar þeirra prentaðar í bókina °g gegnir furðu hve vel þær eru gerðar, og sagðar líkar fyrirmyndunum. Þá var hann söngmaður góður og lék á hljóðfæri. Komst hann yfir langspilsgarm með heilnótum, setti á hann liálfnótur og lærði af sjálfsdáðum að lesa nótnaskrift og leika á þetta hljóðfæri, en kenndi síðan Oör- um, Þessi rithöfundur, dráttlist- armaður og hljómlistar stund- aði svo búskap í nær 40 ár og éignaðist 11 börn. Það skal ekki reynt að geta' sér til hversu frægt höfundur* inn hafði gert naúr sitt, ef á- stæður hefðu leyft honum aðí stunda listir eða vísindi, en ó- hætt er að ráðleggja þeim, sem unna bókum af þessu tagf að lesa bók Finns á Kjörseyrú, Hd. St. , Sól er á morgun Kvæðasafn frá átjánda öld og fyrri hluta 19,- aldar. — Snorri Hjartar-< son setti saman. Reykja- vík 1945 (H. f. Leiftur)! Á íslandi eru sagðir marg- ir ljóðelskir menn. Samtíðari skáld okkar eiga sér fjölmenn' an lesendahóp og svipað má segja um höfuðskáld 19. ald-< arinnar. Öðru máli gegnirj um eldri skáld. Verk þeirral eru nú flest orpin sandij gleymskunnar, að undanskild! um Passíusálmum Hallgrím^ Péturssonar og því hraflí fornkveðskapar, sem ungling-i um í skólum er þröngvað tiU að fara yfir. Auðvitað er það háskaleg^ asta firra, að kveðskapuh okkar, eldri en frá næstlið-i inni öld, sé úreltur og ólæsÞ legur öðrum en fræðagrúsfe urum, eins og sumir virðas'Ö halda. Orsök þess, að fymzö hefur um of yfir kveðskapi frá þessum tímum, er fyrsö og fremst sú, að hann hefuri alls ekki verið almenningí tiltækur, heldur ýmist legiéS óprentaður, eða eingöngu) verið að finna í bókum, sem| eru löngu orðnar fáséðir safnj gripir. Framh á 7. síðtli

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.