Þjóðviljinn - 19.05.1946, Síða 5
Sunnudagur 19. máí 1946.
ÞJÖÐVILJINN
Það verður nú naumast lit-
ið í nokkurt dagblað án þess
að rekast þar á aragrúa af
'beinum og óbeinum árásum
á kommúnistaflokka, Sovét-
ríkin og sósíalismann yfir-
leitt. Þessi iðja er rekin með
þvílíkum eldmóði um allan
auðvaldsheiminn, að ástæða
er til að tala um nýja kross-
ferð gegn sósíalismanum.
Þetta er ekkert nýtt fyrir-
brigði. Önnur heimsstyrjöld-
in, sem nú er um garð geng-
in, var háð í þágu lýðræðis-
ins gegn einræðinu, og mik-
ill meiri hluti mannkynsins
er því e’nnig fylgjandi, að
lýðræðisleg sjónarmið ríki
við uppbygginguna í hinum
eyddu löndum, En hvaða lýð-
ræðissjónarmið eiga að ríkja,
og hvert á að vera innihald
þeirra?
Með nazismanum og flugu-
mönnum hans, kvi'slingum og
öðrurn samstarfsmönnum,
birtist greinilega hið rétta
andlit kapítalismans, hin full
komna fyrirlitning á manns-
lífúm og mannlegum verð-
mætum, ef peningar voru í
aðra hönd. Með þátttöku
Sovétríkjanna og kommún-
istaflokkanna í freisisbarátt-
unni með auðvaldsríkjunum,
þar sem af stríðsástæðum
reyndist nauðsynlegt að
koma á ríkisrekstri í öllum
höfuðiðngremunum, sönnuð-
ust yfirburðir sósíalismans
yfir framleiðslukerfi auð-
valdsríkjanna, bæði á hinu
pólitíska og siðferðislega
sviði.
Kapítalistum er þetta vel
ljóst. Þess vegna reyna þeir
nú að hylja staðreyndirnar
og slá ryki í augu fólks. í
nafni „frelsisins“ og „lýðræð-
isins“ skulu reknar látlaus-
ar ofsóknir gegn sósíalisman-
um til þess að hindra, að
meiri hlutinn, fólkið sjálft,
notfæri sér lýði'æðið, þegar
það fær raunverulega, fjár-
hagslega möguleika tii að
njóta þess. í nafni frelsisins
á aftur að gera þjóðirnar að
þrælum.
Hið hemaðarlega stríð er
nú — að minnsta kosti að
mestu leyti — um garð geng
ið, en baráttan milli þjóð-
félagsstéttanna heldur áfram.
Við hlutverkum hermann-
anna taka nú áróðursmenn-
irnir, stórblöðin, fréttastof-
urnar, og blaðamennirnir.
Við skulum nú ræða nán-
ar um einstakar þjóðir. —
Tökum til dæmis Bandarík-
in og Bretland, þar sem bar-
áttan gegn lýðræðinu í nafni
lýðr.æðisins stendur sem
hæst.
íhaldsblöðum er mjög
tamt að fullyrða, að blöðin
séu „frjáls“. Það ber að
skilja svo, að þau séu einnig
lýðræðisleg, af því að öll
sjónarmið fái að koma fram.
Lítum nú aðeins á stað-
reyndirnar.
Meðal amerískra blaðaeig-
enda er sterk einokunarhreyf
. ing, sem fleygir ört fram,
og sjá má á því, að árið 1920
L
Víðsjá Þjóðviljans 19. 5. ’46.
Kjeld Österling:
Krossferðm gegn sósíalismanum
vísi á sig en eigendur' stór-
blaðanna, sem að áliti Garri-
son Villards „telja sig eiga
heima í stétt kaupsýslumanna
og atvinnuveitenda og líta
illu auga sérhverja viðleitni
til pólitískra og þjóðfélajps-
legra umbóta“.
Hinn mikM ijöldi æsinga-
og rosafrétta og útúrsnúninga
eru í Bandaríkjunum gefin
út á ensku 2042 dagblöð, en
árið 1945 ekki nema 1754. —
Þessar tölur gefa þó ekki
fulkomna mynd af einok-
uninni, en geta má þess
til fróðleiks, að hœgt er
að henda á 1103 amerískar
borgir, þar sem aðeins kem-
ur út eitt dagblað, og 159
stórborgir þar sem að vísu
koma út fleiri en eitt blað,
en öll á vegum sömu aðilja-
Geta menn af þessu séð ör-
lítið af einkennum hinnar
„frjálsu“ blaðaútgáfu. En er
þá hægt að bera á móti því,
að prentfrelsi sé bæði í
Bandaríkjunum og Bretlandi?
Að vísu ekki, en fjárhags-
byrðarnar, sem eru því sam-
fara að gefa út blað, tak-
marka mjög verulega tölu
þeirra, sem geta gefið út
blöð.
Oswald Garrison Villard,
sem sjálfur hefur verið blað-
eigandi (New York Post og
The Nation) og hefur ekkert
orð á sér fyrir frjálslyndar
skoðanir, hefur sagt m. a.:
„Enginn þarf að láta sig
dreyma um að hefja útgáfu
blaðs í stórborg með minna
en 10—15 milljón dollara
innatæðu í banka.
Um þýðingu þessa fyrir
svip blaðanna hefur Villard
talað í bók sinni „The
Dlsappearing Daily“. Þar
segir m. a.:
„Á sama hátt og það er at-
vinna að vera blaðamaður,
þann.g er einnig fyllsta á-
stæða til að ætla, að blaða-
eigendur freistist til að líta
á pólitísk og fjárhagsleg mál
út frá sjónarmiði atvinnu-
rekenda og líti illu auga sér-
hverja viðleitni til þjóðfélags
legra og pólitískra umbóta.
Ðlaðeigandinn finnur, að
hann tilheyrir stétt kaup-
sýslumanna og atvinnuveit-
enda“.
Þannig dæmir einn blað-
eigandi ameríska prent-
„frelsið“.
Sama máli gegnir í Eng-
landi. Þar eru öll stórblöðin
í höndum sterkra auðhringa
nema Daily Iierald, sem
verkamannafíókkurinn gefur
út.
í tímaritinu The Nireteenth
Century and After, má sjá
‘lítið sýnishorn af því, hvern-
ig ensku blöðin líta á hlut-
verk sitt í baráttunni fyrir
„frelsi“ og „lýðræði“, en þar
stendur:
„Aðalmálsvörnin fyrir
frelsi annarra landa, er í Eng
landi í höndum lítils hóps
íhaldsmanna. Einu samtaka
mótmælin gegn hinu róttæka
samkomulag Jaltaráðstefn-
unnar kom eingöngu frá
íhaldsmönnum“.
Eins og kunnugt er, var á
„hinni róttæku“ Jaltaráð-
stefnu hinna þriggja stóru
m. a. ákveðið, að sérhvert
land skyldi sjálft hafa rétt til
að ákveða stjórnskipulag sitt
eftir lýðræðislegum leiðum.
Það er ekki að furða, þótt
hinum „litla hópi íhalds-
manna“ þyki þetta „róttækt“.
Rétt er að víkja nokkrum
orðum að forystumönnum
auðhringa þeirra, sem eiga
blöðin, „blaðakóngunum“.
Einn hinna frægustu með-
al þeirra, Hearst, foringi
hinnar alræmdu amerísku
„Gulu“-pressu, gaf einu
slnni mjög einkennandi lýs-
ingu á því valdi, sem hinir
einokuðu blaðahringir hafa
til að mynda almenningsálit-
ið í einu landi.
Um aldamótin, skömmu
fyrir spánsk-ameríska stríð-
ið, sagði Hearts við einn af
stríðssinnunum, sem óttaðist,
að fólkið mundi neita að fara
1 stríð:
„Gefið mér frjálsar hend-
ur — og ég lofa því, að það
verður stríð“.
Stríðið varð.
Ef litið er á England, þá
var eigandi nokkurra stærstu
blaðanna þar í landi,
Beaverbrook lávarður, einn
mesti stuðningsmaður Churc-
h lls í kosningabaráttunni
sumarið 1945. Hann hélt því
fram, að sósíalismi þýddi
það, að „komið yrði á ein-
hvers konar gestapoeinræði“.
En það upplýstist bara síð-
ar, að það voru hann sjálfur
og ráðgjafi Churchills,
Brendan Bracken, sem
bjuggu sjálfir til þetta slag-
orð.
Annar ,,kóngur“, Rother-
mere lávarður, hafði á tíma-
b.'linu milli styrjaldanna
samband við enska fasista-
leiðtogann Mosley og veitti
honum öfluga aðstoð, bæði
með fjárframlögum og áróðri.
Hann hafði líka gott sam-
band við hið alræmda
Cliveden-Set, þann hóp
enskra fasista-broddborgara,
sem ásamt Chamberlain
gátu af sér Munchensáttmál-
ann og um leið ráðagerðirn-
ar um að tæla Hitler svo
langt austur, að krossferð
hans gæti hafizt — auðveld-
lega og sársaukalaust.
Af þessu má sjá, að for-
ingjar hinna svokölluðu
frjálsu og lýðræðislegu blað-
hringa eru ábyrgðarlausir
menn, sem æsa þjóðir sínar
til að fara í stríð, menn, sem
vanir eru að umgangast naz-
ista og fasista og hata sósíal-
ismann eins og pest.
Hvað blaðamönnum viðvík-
ur, þá hefur Garrison Vill-
ard þegar í dæminu hér að
framan lýst stöðu þeirra. —
„Það er orðin atvinna að vera
blaðamaður“ — fyrir blaða-
manninn við auðvaldsblöðin
gildir sama lögmál og fyrir
verksmiðjufólkið og skrif-
stofumanninn.
Við borgum, gerið það, sem
við segjum ykkur — eða --
farið!
Flestir munu hafa tekið
eftir nöfnunum eða skamm-
stöfunum .sem oftast standa ‘
í horninu fyrir ofan eða neð-
an erlendar fréttir. Þetta eru
emkennismerki hinna alþjóð
legu fréttastofnana, og eru
þeirra helztar United Press
(UP), Associated Press (AP),
báðar amerískar, og Reuters-
j fréttastofan, sem er ensk.
Þessi nöfn getur að líta
í flestum blöðum heims. Það,
sem stendur í La Prensa,
New York Times, Daily Ex-
press, má samtímis lesa næst-
um orðrétt í t. d. Politiken
og Dagens Nyheter.
Alþjóðlegu fréttastofurnar j
hafa sambönd í flestum lönd
um, og eru ef til vill þess-
vegna einhver mikilvægasti
þátturinn í myndun almenn-
ingsálits'ns í heiminum.
Það er því mjög mikilsvert
að sannprófa, hvort þær eru
í rauninni eins ,,frjálsar“ og
„hlutlausar“ og þær vilja
vera láta.
I fyrsta lagi eru mjög ná-
in sambönd milli nokkurs
hluta fréttastofanna og blaða
hringanna- Sú klíka, sem á
fréttastofuna Associated
Press, á verulegan hluta
þeirra 1124 blaða, sem standa
í sambandi við hana.
Það er full ástæða til að
ætla, að þeir ágallar, sem
loða við hin „frjálsu“ blöð,
ríki einnig við hinar
„frjálsu" fréttastofur.
Þar við bætist, að frétta-
stofurnar krefjast og gefa af
sér ennþá meira fjármagn en
blöðin. AP ein gefur af sér
10 millj. dollara í árstekjur.
Fréttastofurnar hafa tug!
þúsunda manna í þjónustu
sinni, skrifstofur um allar
jarðir og umráð yfir rit-
símalínum — AP hefur
450.000 kílómetra ritsímalínu
til einkaafnota. Þar við bæt-
ast svo dótturfélögin víðsveg
ar um lönd (AP og Great
Britain, British Un.ted
Press í Englandi, La Prensa
Associada í Suður-Ameríku
o. s. frv.).
Það er engin ástæða til að
ælla, að milljónamæringarn-
r, sem ráða yfir alþjóðlegu
j fréttaþjónustunni, líti öðru-
ásamt þögninni um mikils-
verðar staðreyndir, sem þess-
ar fréttastofur gera sig svo
oft sekar um, sannar þetta
áþreifanlega.
Aðeins e.tt dæmi af mörg-
um: Reuter sendi nýlega með
nokkurra klst. millibili fals-t
aða, orðrétta tilvitnun úr,
grein eftir Kalinin fyrrv.:
forseta í bláðlnu ,;Bolsjevik“,
Eða rosafréttin, sem gekk
fyrlr nokkrum mánuðum í
blöðum um allan heim, að
Sovétstjórnin ræki Þjóðverja
frá Austur-Þýzkalandi. — í
Danmörku voru birtar tár-
votar skýrslur um hinar 2
milljónir, sem verið væri að
reka gegnUm Berlín og óg»-
uðu suður-landamærunum.
Þetta endaði með því, að
fréttaritarinn, sem komið
hafði rosafréttmni af stað,
varð að játa, að þetta staf-
aði af mistökum, „af því að
hann hefði þurft að flýta
sér“.
Nú verða menn að sjálf-
sögðu að gæta þess að skoða
ekki sérhverjar rangar upf-<
lýsingar sem vísvitandi þátt
í krossferðinni miklu, heldur.
ber að taka nokkurt tillit tili
þeirrar yf. rborðsmennsku,
trúgirni og bess tómlætis
gagnvart sannleikanum, semi
ríkjandi er í flestum íhalds-s
blöðum.
En samt sem áður er óhætti
að segja, að í krossferðinni
gegn sósíalismanum eigi al-
þjóðlegu fréttastofumar
drjúgan þátt með hinum dag
legu eitúrskömmtum, sem,
þær gefa fólki, sem vegna
vinnu sinnar og annarrar ai-
stöði hefur hvorki tíma né
tæklfæri til að afla sér réttra
upplýsinga um hlutina.
í baráttunni um þróun
lýðræðisins og innihald verð
ur lalþýða allra landa að
gera sér grein fyrir stöðu
shnr, er hún fyrst nú eftir
stríðið og ífelsisbaráttuna
er farin að iá hugboð um
eðli kapítalismans. Því ber
henni að fýlkja sér um rétt-
lætiskröfur sínar um þjóðfé-
lag, sem er laust við stríð,
kreppur, atvinnuleysi og á-
gengni. Margt fólk hugsar
ennþá óákvenð og óskýrt,
af því að það er enn ofur-
selt áhrifum peningavaldsins,
sem allt of lengi hefur ráðið
yfir hugum þess og notað
vinnuafl þess.
Þess vegna verkar eitrið á
það, þess vegr.a er mögulegt
að lokka það með í krossferð
ina gegn sósíalismanum, gegii
hagsmunum þess sjálfs.
Þess vegna er það skylda
hvers sósíalista að vita, hvern
ig andstæðingarnir vinna,
Framhuld á 7. síðv