Þjóðviljinn - 23.07.1946, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1946, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. júlí 1946. ÞJOÐVEuJINN 3 •\ i ÍÞRÓTTIR Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON Danir unnu Fram með 5:0 eftir | nokkuð jafnan síðari hálfleik Danir töpuðu þriðja leiknum 4:1. eftir hraðan og góðan leik Þeir, sem horfðu á þennan leik og þann fyrsta, höfðu á- stæðu til að vera jafn ánægð ir og þeir voru óánægðir með landsleikinn. I þessum leik komu keppendurnir í liði Is- lendinga með baráttuvilja og tilraunir til samleiks sem gaf árangur. Það sem mestu mun aði þó er niðurröðun liðsins. Það kom á daginn að hliðar- framverðirnir eru lykillinn að öryggi eða upplausn liðsins. Að vísu var lið Dananna ekki eins sterkt og í landsleiknum. Gangur leiksins Danir eiga markvalið og kjósa að leika á suðurmark- ið. Hliðarvindur var, en þó ekki það mikill, að hann hefði áhrif á leikinn. Islendingar gera þegar á- hlaup á miðju vallarins, en framspyrnan til Alberts var of hörð til þess að hann næði henní og knötturinn fór fram hjá. Gera Danir nú áhlaup og tekst miðherjanum að komast framhjá Birgi og gefa fyrir markið en því er bjarg- að. íslendingar gera nú hvert áhlaupið eftir annað. Er hægri sóknararmurinn tvisv ar í röð með góð áhlaup en Þórhallur er heldur seinn að skila frá sér. Enn á ný kem- ur knöttur frá hægri og fyr- ir fætur Hauks sem stendur fyrir opnu marki á mark- teig en skaut yfir það. Dan- ir gera líka áhlaup, og sum allhættuleg, en vörnin er allt af á sínum stað og er þar varla lát að finna. Eftir 20 mín. kemur fyrsta markið. Miðframvörður Dana hefur náð knettinum á vítateigslínu en Albert fylgir fast eftir, svo að miðframv. hyggst, að gefa markmanni knöttinn, en spyrnan var of lin svo Albert nær knettinum, leik- ur á markvörðinn og leggur knöttinn rólega í netið. Dan- ir herða sig nú mjög og á W. Hansen skot í stöngina. Ganga áhlaupin á víxl með miklum hraða, og eru það Islendingar sem ráða leiknum. Islendingar fá auka spyrnu út við miðlínu. — Jón Jónsson spyrnir, Albert fylg ir fast eftir og lendir í ein- vígi við markmanninn. Knött urinn virðist kominn í mark ' en hrekkur til baka en Hauk j ur sendir hann aftur í mark l ið, til frekara öryggis 2:0 fyr j ir Islendinga. Danir gera enn j hættulegt áhlaup, kom það | frá hægri, W. Hansen endar ! það með prýðilegu skoti sem lendir í þverslá, Toni var of ' seinn upp, því knötturinn ienti í bakkastinu á höndum hans en fór yfir. Þetta veitti Dönum horn og náðu þeir Lyngsaa og Hardy nokkrum góðum skiptingum og fylgja á eftir góð skot sem öll voru tekin af Tona eða fóru fram- hjá. Þannig endaði fyrri hálfleikur. Síðari hálfleikur er líkur þeim fyrri. Liðin skiptast á snöggum upphlaupum en munurinn er að íslenzku fram verðirnir byggja oft betur upp en Danir, og hjálpaði það innherjunum til að taka góð an þátt í leiknum, en annars voru þeir veikustu menn liðsins. Albert er oft ágeng- ur og fylginn sér og á mið- framvörðurinn erfitt með hann og þó eru margar send ingarnar sem hann fær, of háar til þess að hann geti notað þær fyllilega. Úr einni slíkri spyrnu tekst honum að taka knöttinn strax og fleyta honum áfram í mark, fast út við stöng með fram- vörðinn klemmdan að hinni hliðinni. Var þetta meistaralega gert, og bar glöggt vitni hve leikinn Albert er. Yfirleitt er sóknin meiri á mark Dana, og komast þeir hvað eftir annað innfyrir, Ellert og Þórhall- ur, og gefa vel fyrir en ekki tekst að gera mark. Haukur á gott skot á markið en Ove ver. W. Hansen vinnur oft prýðilega og á margar góð- ar spyrnur fyrir mark en þar er alltaf einhver til varn ar. Ilansen er kominn út á hægri „kant“, hleypur upp með knöttinn og gefur hann fyrir. Hardy ætlar að taka hann en missir af honum. — Við þetta fer Anton úr jafn- vægisstöðu en er of seinn, svo honum tekst aðeins að ná til knattarins, en allt kem- ur fyrir ekki og hann renn- ur áfram á ská í markið, 3:1, fyrir íslendinga. Islendingar gera enn áhlaup, Albert á margar góðar ,,vippur“ til Ellerts sem þó gefa ekki á- rangur. Nokkru fyrir leikslok fylgir Haukur fast eftir með knetti á endamarkalínu og sendir hann fyrir mark til Ellerts sem er þar og sendir hann óverjandi í mark, 4:1. Þannig lauk þessum þriðja leik. Leikurinn var hraður og nokkuð harður á köflum, án þess að það færi úr hófi, enda hafði Guðjón gott vald á leiknum. Lið Dananna var eigi einsj sterkt og það sem keppti viðj íslenzka landsliðið. Aftasta vörnin var þó næstum sú sama, með Bostrup sem bezta mann. Paul Petersen var ekki eins sterkur og bú- azt hefði mátt við. Það er alls ekki hægt að saka Ove fyrir mörkin. Ivan var oft góður, en ekki eins virkur og í landsleiknum. Bezti maður framlínunnar var W. Hansen. Hann skapaði beztu áhlaupin. Karl Aage var haldið niðri af Sveini og Hafsteinn hafði betra lag á Lyngsaa en á landsleiknum. Eins og fyrr er sagt, voru það hliðarfram verðirnir sem voru lyklarnir að þessum góða leik Islend- inganna, Sveinn Helga og Kristján Ólafs. Sveinn var hinn öruggasti maður í öll- um spyrnum, auk þess sem hann hafði mjög erfiðan mann að vakta. Kristján hafði aftur á móti furðulega yfirferð og var allsstaðar ná- lægur og gaf hvergi eftir, og byggði einnig oft vel upp. Stundum fór hann heldur langt en það kom ekki að sök, hann var strax kominn eins og ,,snæljós“ til baka. Áhrif þessara manna á liðið og leikinn verða ekki ofmetin. Albert var höfuð og herðar framlínunnar. Leikni hans var frábær. Jón sótti sig í seinni hálfleik. Útherjarnir eru ekki sterkir en kvikir og komust mjög sæmilega frá leiknum. Aftasta vörnin var örugg. Anton varði vel og sló knöttinn oft laglega frá. Hafsteinn og Sigurður voru traustir og sérstaklega voru spörk Hafsteins hrein og á- ákveðin. Birgir var einnig mjög öruggur, og alltaf á -) - f; . r* Þegar í upphafi leiksins •mátti sjá að þetta lið Dan- anna.var ekki eins sterkt og landsliðið, enda hafði verið skipt um 6 menn í liði þe'rra. Fyrri hálfleikur var þó vel leikinn, af þeim, og veittu Framarar þó sæmilegt við- nám en „uppdekkningar“ voru ekki sterkar, og það sem verra var, að uppbyggingin var of stórbrotin. Sæmundur gerði sig oft sekan um þetta og Karl líka að óþörfu og ástæðan til þess að Fram náði ekki strax föstum tökum á leiknum var einmitt það að þe'ir notuðu ekki allir stutta samleikinn. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem þeir sameiginlega tóku hann upp, og það gjörbreytti öllu. Fyrsta maiíkið ,sem Danir gera var meistaralegt. Á- hlaupið byrjar á vallarhelm- ingi Dana hægra megin. And ersen gefur knöttinn til w. Hansen, sem sendir hann til L. Sörensen, þaðan yfir á „kantinn“ til Lyngsaa sem sendir hann strax miðframh. Hardy gefur w- Hansen hann aftur sem skaut óverjandi í mark. Fram gerir nú áhlaup við og við og átti Gísli skot, en það fór rétt fyrir ofan. Litlu síðar er Valtýr nærri, en Egon greip fljótt inn í, og forðaði. Lá heldur á Fram og meiri hætta í upphlaupum Dana og efti'r 20 mín. gerir Seeback annað markið, sem var skáskot út við stöng. Næstu 15 mín eru áhlaup á báða bóga en Danir öruggari og hættulegri. Þriðja markið kemur eftir ágæta miðun frá vinstri og skallar Hardy í mark. Fjórða markið setur svo Seeback- Framarar herða sig nú og gera áhlaup hægra meg in. Þórhallur gefur góðan knött fyrir markið. Valtýr fylgir fast eftir. Egon verður að kasta sér og er hart að þrengdur. Litlu síðar á Gísli gott skot á mark en Egon ver. Danir gera enn áhlaup sem endar með skoti er strýk ur þverslána á marki Fram. Gísli er enn nærgöngull rnar'ki Dana eftir að hafa rnjög laglega komizt framhjá Axel Petersen en skaut fyrir ofan. réttum stað, og greip oft vel inn í til að stöðva sókn Dan- anna. Var þessi sigur kærkominn eftir ófarir landsleiksins. Eftir gang leiksins má segja að sigurinn hafi verið heldur mikill. Þótt mikið hafi legið á Dönum, þá var ekki um þá yfirburði að ræða sem 4:1 gætu bent til. Dómari var Guðión Einars son. mu! ttii i nm<i, nJ»»» j , .. Síðari hálfleikur er yfirleitf jafn og náðu Framarar oft mjög laglegum samleik me@ stuttum spyrnum og hröðum! sbaðsetningum liðsins. Hin' truflandi stóru spöxk sáust varla og úthald þeirra virtisti nóg fyrir þennan hraða. Þetta hafði þau áhrif að leikur Dananna truflaðist svoi að þeir náðu aldrei svipuðum tökum á leiknum og í fyrril hálfleik, enda gera Daniri ekki nema eitt mark í þess-< um hálfleik. Til að byrja með lá oft áJ Dönum en þó sköpuðusti aldrei opin tækifæri fyrir, Fram til að gera mark enda! kunni Egon þá list að grípa inn í leikinn á réttu augna- bliki. Markið setti miðfram- herjinn Hardy. Sókn Fram- ara virtist oftast vanta loka- atriðið, skotin, enda var framl línan veikari hluti liðsins.; Vörnin með Karl, Sigurð og Kristján sem beztu menn var æði örugg, og tókst Karli véll að halda hinum ágæta út- herja Lyngsaa mikið till niðri. Kristján byggði oft lag, lega upp og hefur furðulegti úthald. Gísli er leikinn og kvikasti maðurinn í framlín- unni, en vantar skot. Aftastai. vörn Dananna var örugg., Hliðarframverðir byggðui ekki vel upp og jafnvel Ivarx mistókst stundum. 1 framlín- unni var það I. w. Hansen1 sem byggði bezt upp, var ofti góður samleikur milli hanö og Seebacks. Lyngsaa var ekki eins virkur og í lands- leiknum- Það kom áhorfendum undi arlega fyrir sjónir að sjá Ottó Jónsson hvergi með í liði! Fram, þar sem honum var teflt fram sem varamanni í Framh. á 6. síðu. Dönsku kriatt- spyrnumennirnir kvaddir Dönsku "knattspyrnumenn- irnir lögðu af stað heimleiðis með flugvél frá Keflavíkur- flugvellinum kl. 6 1 morgun. I gærkvöld héldu íslenzkir knattspyrnumenn þeim kveðjusamsæti að Garði og voru þar fluttar margar ræð- ur og afhentar gjafir. Þeir sem töluðu af hálfu Dananna létu í ljós mikla ánægju yfir komunni hingað og luku upp einum munni um það, a5 þetta hefði verið skemmti- legasta föré sem þeir hefðu, tekið þátt í. Danski konsúll- inn, Ludvig Storr, hélt þarna mjög athyglisverða ræðu og verður sagt nánar fra hennij hér í blaðinu sem og öllpl þessu ánægjulega samsæti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.