Þjóðviljinn - 30.08.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1946, Blaðsíða 4
4 Þ J ÖÐ VlLi JINN Föstudagur 30. ágúst 1946. þlÓÐVlLllNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistafLokmirinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur; Skólavörðustíg 19. Símar 2270 og 6509 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðj usími 2184. Áskriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. r A hvers kostnað? Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei farið dult með þá skoðun, að fyrr eða seinna hlyti að því að reka, að grípa yrði til róttækra aðgerða gegn dýrtíðinni. Framleiðsluverð íslenzkra afurða verður að færast til samræmis við verð- lag í markaðslöndum okkar, þegar það er komið í fast horf eftir umrót stríðsins, og þess má vænta, að þeir tímar nálgist. Ekkert verður um það sagt með vissu á þessu stigi málsins, hve miklar breytingar kunna að verða nauðsyn- legar á framleiðslukostnaðinum, en fullvíst er, að þjóðar- nauðsyn krefur, að vöxtur dýrtíðarinnar verði stöðvaður, og búast má við, að brátt þurfi að snúa við, gera verði ráð- stafanir til að draga úr dýrtíðinni. En hvernig verður þetta gert? Verður það gert með því að rýra kjör alls almennings, verða knúðar fram launa- Jækkanir hjá verkamönnum og öðrum þeim, sem ekkert eiga annað en sitt eigið vinnuafl? Það er bezt að gera sér ljóst, að voldugir menn vilja fara þessa leið, enda er það í samræmi við þeirra persónu- legu hagsmuni. Þessir voldugu menn eru nú stórauðugir, og þeirra auður verður að því skapi meiri sem hin eina eign hins vinnandi manns, vinnuaflið, er lægra metin. iÆgri launagreiðslur þýða færri krónur úr þeirra vasa. Þessir voldugu menn ráða miklu í öllum borgaraflokkun- um og þó einkum í Sjálfstæðisflokknum. Það er skoðun sósíalista, að það séu einmitt þessir menn, sem eigi að bera þær byrðar, sem nauðsynlegarj kunna að reynast til þess að koma í veg fyrir aukningu dýrtíðarinnar og til þess að draga úr henni. I sem fæstum orðum sagt: Þann auð, sem safnazt hefur með ýmsu móti, löglegu og ólöglegu, á hendur fárra einstaklinga á stríðs- árunum, á að taka til þess að koma verðlagsmálunum í viðunandi horf. Þessa leið ber að fara til að koma í veg íyrir, að lífskjör alls almennings verði skert. Sósíalistar gera sér vel ljóst, að á næsta þingi verða hörð átök um þessi mál. Þar verður barizt um, hvort nokkrir auðmenn eigi að leggja fram það fé, sem nauðsynlegt er til þess að vinna gegn dýrtíðinni eða hvort taka eigi það frá öllum almenningi með grunnlaunalækkunum og öðrum lífskjara- skerðingum. Því er ekki heldur að leyna, að næst herstöðvamálinu munu þessi mál skipta mestu, þegar rætt er um stjórnar- samstarf milli þjóðanna. Það er mjög nauðsynlegt, að all- samstarf milli þingfl. Það er mjög nauðsynlegt, að all- ur almenningur geri sér ljóst, að sérstaklega hörð barátta verður háð um kjör hans og afkomu á næsta þingi. • Sósíalistaflokknum ber samkvæmt því umboði, sem kjósendur gáfu honum, að standa á verði um hagsmuni launastéttanna og smáframleiðendanna. Honum ber að beita sér fyrir því; að dýrtíðarmálin verði leyst a kostnað þeirra, sem safnað hafa stórfelldum auði á stríðsárunum, en það eru fyrst og fremst heildsalar og braskarar. Sósí- alistaflokkurinn mun vissulega standa við þessar skyldur. Það mun koma í ljós, þegar farið verður að ræða um r>t jórnarsamstarf, og vonandi verður þess ekki langt að bíða. BÆJARPOSTIRIMN iilllillllliiliiliii p GÖTUMYRKUR OG SKURÐGRÖFTUR „Austurbæingur" skrifar eftir- farandi: „Eg átti leið um Njálsgötuna í fyrrakvöld. Gatan var óupp- lýst og ég fikraði mig áfram í myrkrinu. Vissi ég ekki fyrr en ég hrapaði niður í skurð, sem búið var að grafa í gangstéttina og munaði minnstu að ég stór- slasaði mig. Mig langar til að spyrja þá, sem þessu eiga að ráða, hvort skurðir sem þessi séu beinlínis ætlaðir til að fólk hrapi ofan í þá? Iingin girðing var í kringum hann, ekkert ljós merki, sem gæfi til kynna, að þarna væri skurður. Slökkt var á götuljósunum, en orðið kol- dimmt, svo að enginn leið var að varast liann.“ Það er náttúrlega með öllu ó- hæft, að gengið sé þannig frá, þegar skurðir eru grafnir á al- mannafæri og ætli það ekki að þurfa að koma fyrir. Einnig nær það lieldur engri átt að kveikja ckki á götuljósum, og cr óskiljanlegt, livernig annar eins trassaskapur getur átt sér stað. En það er því miður all-algengt. UMKVÖRTUN UM FERÐIR STRÆT- ISVAGNANNA „K. L.“ sendir mér línu við- víkjandi strætisvögnunum og ferðum þeirra: „Strætisvagnarn ir eru nauðsynleg farartæki í Reykjavik, þar sem borgin er nú orðin svo víðáttumikil. -—; En margt má að þeim finna. Vagn- arnir eru orðnir gamlir, margir liverjir og hefur ekki verið hald ið við, sem skyldi. Þeir, sem erlendis liafa verið, og ferðazt hafa með strætisvögnum þar, munu sammála uin, að íslenzku vagnarnir standi þeim mjög að baki. Að vísu er eðlilegt, að vagnarnir verði fyrir meira hnjaski hér og því erfiðara að viðhalda þeim, þar sem götur hafa verið liér yfirleitt slæmar til aksturs. En þá hefði líka átt í upphafi að kaupa sérstaklega vandaða vagna, sem belur inni, vildi ég leyfa mér að biðja legt. En enn þá liðu tíu mín- útur, áður en vagninn kæmi. —• Og ástæðan: Það hafði verið sleppt úr ferð. Nær það nokk- urri átt að láta fólk bíða úti langan tíma að kvöldlagi í mis- jöfnu veðri, af þvi að ferðir eru látnar falla úr? Mér finnst að fé- lagið geti jafnan liaft nokkra vagna í viðlögum, ef eittlivað kemur fyrir einhvern þeirra vagna, sem í gangi eru.“ Eg tek undir með „K. L.“ SVAR VIÐ FYRIRSPURN Árni Friðriksson, fiskifræðing ur, sem er framkvæmdastjóri Alfræðabókarinnar, sendir mér eftirfarandi svar við fyrirspurn sem birtist í Bæjarpóstinum í gær frá „Fróðleiksfúsum": „Ut af fyrirspurn „Fróðleiks fúss“ í Þjóðviljanum 29. þ.m. um það, livað líði Alfræðabók- þyldu hnjaskið en notaðir eru núna“. 20 MÍNÚTNA BIÐ „Annars v eiginlega tilefni þess, að ég fór að skrifa þér. Hér um kvöldið beið ég eftir strætisvagni innan bæjar. Eg var víst búinn að híða í tíu mínútur í hálfgerðu hráslagaveðri, en ekkert bólaði á vagninum. Vagninn á hins veg ar að fara á tíu mínútna frcsti, svo að mér þótti þetta undar- þeir sem lilaðið að svara þessu til. Það hefur nú verið unnið að útgáfu verksins af kappi í á þriðja ár og dregúr nú óðum að því, aö farið verði að setja fyrsta bind þetta ekki hið, ið. Við biðjum „Fróðleiksfúsan“ og aðra, sem lieðið hafa með óþreyju eftir fyrsta bindinu að virða það á betri veg að eigi hefur auðnazt að ljúka undirbún | ingnum á skemmri tíma. Innan skamms mun blöðunum verða gefinn kostur á að kynnast því, hvað útgáfunni líður. Árni Friðriksson“ Þjóðirnar svelta, meðan millj- ónum tonna af hveiti er kastað fyrir skepnur Brjálæði auðvaldsskipulagsins kostar millj. manna kungurdauáa Ægilegt er að lesa frásagn- tískra hagsmuna. Milljónir ir og skýrslur um matvæla- ástandið í Asíu og Evrópu. Þrátt fyrir það að framleitt er gnægð af korni og mat- vörum, deyja milljónir manna í Asíu úr hungri og milljónir manna í Evrópu draga fram lífið á sultar- skammti. Heimskreppa auð- valdsins er í algleymingi. Alls telja skýrslur, að sextíu milljónir séu í hættu fyrir hungurdauða á næstu mán- uðum. Sir John Boyd Orr, forstjóri Matvæla- og land- búnaðarstofnunar sameinuðu manna eru dæmdar til hung- urdauða vegna pólitískrar hagsmunastreitu auðvalds- ins. Eftirfarandi tölur eru eftir skýrslu brezku ríkisstjórnar- innar. Aðal hveitiútflutnings- lönd heimsins eru Bandarík- andi þjóðum. Lágmarksþarfir heimsins eru 32 millj. t., svo að 8 millj. t. vaatar upp á til að fullnægja fæðuþörfinni. Iijá Indverjum og Kínverj- um, sem lifa á rísgrjónum, er ástandið hryllilegt- Hundruð milljóna þjóðir verða sökum 'fátæktar að nærast eingöngu á hrísgrjónum og sjá aldrei kjöt, egg né neitt annað. Þar á ofan bætist, að rísgrjóna- skorturinn hjá þeim er 3 millj. tonna., sem þýðir hung urfelli meðal fóiks, sem lifir naumasta sultarskammt fyrir, svo að samanborið við þessar þjóðir lifa vesturevrópubúar í velsælu. Þannig eru siaðreyndirnar um ástandið, hrvllilegar út af fyrir sig, en hinn veru- legi glæpur gagnvart mann- in, Kanada, Asiralía og Ar- kyninu er pólitíkin, sem ligg- gentína. I byrjun þessa árs voru hveitibirgðir þeirra nærri 22V2 milljón tonna, væntanleg uppskera 46 millj- tonna, eða alls 68 Vz millj. tonna. Þessi lönd halda eftir handa sjálfum sér 33V4 millj. þjóðanna, hefur varað heim- t., en af þeim eru aðeins 18 inn við því, að þetta alvar- lega ástand muni að minnsta kosti haldast til haustsins 1948. Hið hræðilega er, að það var ekkj aðeins hægt að kom ast hjá þessum fæðuskorti, heldur notar stiórauðvaldLð matarskortinn sér til póli- millj. tonna notuð til mann- eldis. 10 Vz millj. t. af hveiti eru höfð til skeppnufóðurs, 600.000 t. til iðnaðarþarfa og 4J/i millj t- til sáningar. Ellefu millj. t. er haldið sem birgðum, og eru þá aðeins 23 millj. t. afgangs til út- flutnings handa hinum svelt- ur á bak við hungursneyð- ina. * Þrátt fyrir að akurlönd gengu saman. var góð upp- skera styrjaldarárin. Árið 1945 var uppskera fjögurra aðalhveitilandanna um 45 millj. t. Samanborið við 37 millj. að jafnaði fyrir stríð- Það var í Evrópulöndunum, þar sem stríðið herjaði, að uppskeran féll niður í 28 millj. tonn, eða 40% niður úr meðallaei. Um 1943 hafði hveitiuppskera heimsins náft F'ramh. á 7. síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.