Þjóðviljinn - 13.09.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1946, Blaðsíða 4
ÞJÖÐV3LU3INN Föstudagur 13. sept. 1946. imééiM iriiii. i !«»■«»■ þJÓÐVILIINN Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýSu — SósíalistaflokKurion Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur: Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíig 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuðL — Lausasölu 50 aurar eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Morgunblaðið, þegnskapurinn og ríkisvaldið I gær skrifar Morgunblaðið um þegnskap. Það minnir á þá staðreynd, að Landsbankinn hafi boðið út 10 milljóna kr. lán vegna stofndeildar sjávarútvegsins. Vaxtabréfin eru ríkistryggð, kjörin hagstæð, tilgangurinn með sölunni þjóðhöllur, allt í lagi nema eitt, það vill enginn kaupa bréf- in. Sú nýsköpun, sem stofnlánadeildin átti að standa undir, er stöðvuð, peningar fást ekki, sú iðnaðaruppbygging sjáv- arútvegsins, sem nú er mest nauðsyn þjóðarinnar þokast ekkert fram á leið. Morgunblaðið veit, hvernig stendur á þessu. Það veit,l að fjármagnið er til, það er á „svörtum markaði“. Það veit,1 að það er notað til að halda uppi „taumlausu braski“ í! sambandi við húsabyggingar og leigu íbúða. Allt þetta veit Morgunblaðið og telur að „skortur á þegnskap“ valdi, að menn kjósa að taka okurvexti af fé: sinu, á svörtum markaði, í stað þess að lána það með sann • gjörnum vöxtum til þeirra framkvæmda, sem þjóðin þarfn- ast mest. Og úr því að þið viljið ekki sýna þegnskap, herr-' ar mínir, segir Morgunblaðið, þá skulið þið hafa verra af, „ríkisvaldið getur ekki horft á það aðgerðarlaust, að f jár- magnið sópist á „svarta markaðinn.“ ÞÉRINGAR OG YNGRI KYNSLÓÐIN. Eitt af mörgu sem ber vott um vaxandi jafnréttiskennd hjá okkur íslendingum innbyrðis, er sú staðreynd, að á síðari árum höfum við hal'lazt meir og meir að því að þúa hver aðra í dag- legu tali, og nú er svo komið, að meðal yngri kynslóðarinnar þekkjast þéringar varla, að minnsta kosti má það heita eins- dæmi, ef tvær íslenzikar mann- eskjur, yngri en 20 ára, þéra hvor aðra, jafnvel þótt þær séu að talast við í fyrsta sinn. ÞÉRINGAR OG ELDRI KYNSLÓÐIN. Eldri kynslóðin er ekki eins j langt á veg komin í þessari lýð- ræðisþróun; en stíku nafni leyfi ég mér að nefna þetta athyglis- verða fyriribrigði. Margur mað- urinn af eldri kynslóðinni telur sér móðgun sýnda, ef ókunnur maður þúar hann. Hann telur það, með öðrum orðum óhæfu, að ókunnugur ,,deli“ skuli leyfa sér að sýna þann skilning á við- urkenndum málfræðireglum, að ávarpa einstaklinginn í eintölu en ekki fleirtölu. Slíkur hugsun • arháttur virðist hlægileg- ur, þegar maður athugar málið til botns, en ef athugaður er sá tíðarandi, sem eldri kynslóðin ólst upp við, þá hlýtur maður að fyrirgefa henni fastheldnina við hinn furðulega sið, að ávarpa einn mann sem fleiri væru. í ÞÁ daga......... Þeir Xslendingar sem nú eru eldri en fimmtugir,’ ólust upp á þeim tímum, er þéringar stóðu með miklum blóma hér á landi, en ,,þúið“ átti sér tæpast annan tilverurétt en þann, sem takmark aðist við fjölskyldu hvers og eins, nánustu kunningja og vini. Og þó þekktist það jafnvel á þeim tímum, að börn þéruðu foreldra sína, enda þótt ekki væri það algengt. Hitt var svo þvínær algild regla, að strax og unglingur var kominn yfir ferm ingu, tók hann ti'l við þéring- arnar af þvílikri natni, að hann lét sér aldrei til hugar koma að ávarpa ókunnugan jafnaldra hinn (að minnsta kosti ef ann- að aðilinn var stúlka en hinn piltur), nema í fleirtölu, að mað ur ekki tali um þá, sem eldri voru. Já, svo algengar voru þér- ingar í þá daga, að margur mað urinn, sem nú hefur verið kvæntur í 30 ár eða lengur, hef ur vafalaust ekki sagt „þú“ við konuna sína, fyrr en hann dró Sem sagt, ef athugaðar eru þess ar staðreyndir, hljótum við, sem yngri erum, að taka því með skilningi, þegar einstaklingur af eldri kynslóðinni hleypir brún- um í vandlætingu, er við ávörp um hann í eintölu en ekki fleir- tölu. NIJ ER ÖLDIN ÖNNUR. En nú er þetta allt breytt og það til betri vegar að mínum dómi. Yngri kynslóðin er hætt að nota þéringar innbryðis, vegna þess að hún elst upp á þeim tímum, þegar þjóðfélagið er óðum að nálgast það stig, er allur sitéttamunur hverfur úr sög unni og algert jafnrétti einstakl- inganna ríkir. Þéringar urðu nefnilega til á þeim tímum, þegar stéttamun- ur var slíkur, að sá, sem mikils mátti sín, taldi það óviðeigandi, að almúgamaðurinn talaði til sín sem venjulegs óbreytts einstakl- ings, og auðvitað hlýtur þessi sið ur að hverfa með vaxandi jafn- rétti hinna ýmsu meðlima þjóð- félag'sins. Það er rótt, sem Valdimar Björnsson isagði einu sinni i grein, er hann skrifaði um hin- ar frjálslegu umgengnisvenjur Vestur-íslendinga, að þegar ein- hver þérar náunga sinn, er hann um leið á vissan hátt að gefa náunganum bendingu um þetta: „Komdu ekki of nærri mér, góði“. Og þegar þess er gætt, að slík afstaða einstakling anna hvers til annars blýtur að sambúð þeirra í þjóðfélaginu, þá er vissulega ástæða til að gleðj- ast yfir því, að þéringar eru að hverfa úr sögunni á íslandi. giftingarhringinn á fingur henn- torvelda frjálslega og eðlilega ar. Heyr á endemi. Hvenær hefur Morgunblaðið stutt nokkra tillögu, sem að því miðaði að beina f jármagninu inn á þær brautir, sem þjóðarheildinni eru fyrir beztu. Hverjir eru það, sem eiga meginhluta þess fjár, sem er í umferð á svörtum markaði og gera mögulegt hið „taumlausa brask, sem hér ríkir í sambandi við húsabyggingar og leigu íbúða“, svo notað sé orðalag Morgunblaðsins. Og þar mætti bæta við hinu taumlausa braski á sviði hvers konar verzl- unarviðskipta. Eru það ekki helztu stuðningsmenn Morgunblaðsins, eru það ekki mennirnir, sem lagt hafa milljónir í kosninga- sjóði Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sjálfum sér að- stöðu til að braska? Er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn á- samt Alþýðuflokknum, sem hefur komið í veg fyrir, að ríkisvaldið tæki stjórn fjármálanna í sínar hendur, og þá fyrst og fremst bankanna, með þeim myndarskap, sem til þarf, til að stjórna peningaflóðinu og útiloka brask á svört- um markaði? Jú, vissulega er það fyrst og fremst Sjálf- stæðisflokkurinn, sem hefur hindrað allar skynsamlegar aðgerðir á þessu sviði, og hvernig á líka annað að verav Börssynir og barónar hins svarta markaðar hafa kostað kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins til þess að hann gætti „hagsmuna þeirra.“ Það er bezt fyrir Morgunblaðið að gera sér ljóst, að það villir ekki á sér heimildir með þvaðri um þegnskap, og hót- unum, sem það meinar ekkert með, um að ríkisvaldið muni „ekki horfa aðgerðalaust á það, að fjármagnið sópist á svartan markað.“ Það og flokkur þess skal vissulega fá að segja til litar. Vill það allsherjarstjórn á allri fjárfest- ingu þjóðarinnar, þannig að brask og svindl sé með öílu útilokað? Vill það koma einni allsherjarstjórn á allar byggingaframkvæmdir, að byggingarfélög verkamanna, samvinnubyggingarfélög. og einstaklingar, sem byggja yfir sjálfa sig, án réttartál að selja nema fyrir kostnaðarverði, "Yerði eina.aðifctrnir aem fí að byggja íbúðir? Vill .það Sjálfstæðismenn bjóða verkamenn í heildsölu Allir vita að Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur heildsalanna. Þungamiðjan í starfi hans og stefnu er að vernda hagsmuni •þessarar stéttar án tillits til hvað þjóðarheildinni er fyrir beztu. Svo sem til þess að sanna alþjóð sitt ósvikna heildsalaeðli, er flokkurinn nú farinn að bjóða verkamenn í heildsölu. Morgun- blaðið, og þó einkum íslendingur á Akureyri, hafa lýst því skýrt og skorinort yfir að allir verka- menn, sem fylgia Sjálfstæðis- flokknum að málum, skuli kjósa frambjóðendur Stefáns Jóhanns eða með öðrum orðum Alþýðu- flokksins á þing A'lþýðusambands ins í haust. En verkamenn munu gera flokkinn að óheimildar- manni En hér hefur þessum þraut- reynda heildsalaflok'ki orðið það á að selja það sem hann ekki á. Verkamenn, sem kastað hafa at- kvæðum á Sjá'lfstæðisflokkinn með slíkri allsherjarstjórn á fjárfestingunni, koma því til leiðar að hægt verði að stjórna hreyfingu fjármagnsins innanlands, og tryggja að þær framkvæmdir sitji fyrir, sem þjóðin þarfnast fyrst og fremst? Morgunblaðið og flokkur þess hefur enn ekki sýnt þennan vilja í verki, og því síður hefur það sýnt að það vilji taka verzlunarmálin þeim tökum sem þarf, en þau einu tök sem þar duga er landsverzlun. íslenzkum fjármálum verður ekki stjórnað í samræmi við hagsmuni þjóðarinnar, nema komið verði á allsherjar- stjórn á fjárfestingum innanlands og utanríkisverzlunin tekin í hendur ríkisins. En stuðnings Morgunblaðsins við slíkar framkvæmdir er ekki að vænta, til þess skortir það „þegnskap". munu gera forustunni ljóst að hún hefur engan ráðstöfunarrétt á sálu þeirra eða sannfæringu, í verkalýðsfélögunum munu þeir kjósa þá menn til trúnaðanstarfa, sem þeir treysta, en það verða áreiðanlega ekki fylgjendur rak- 'blaðameisitarans Stefáns, þess. er lýsti því hátíðlega yfir á árun- um að það væri engin „hætta“ á að verkamenn færu fram á kjan bætur. Forustulið Sjálf'stæðisflokksins hlýtur að vita hvernig er litið á þá sem selja annarra eign. Næstu sporin Sjálfsagt skortir mikið á að all ur almenningur hafi gert sér ljóst að hvaða marki stefna ber með þeirri nýsköpun atvinnulífs- ins, sem er meginþáttur í starfi og steínu núverandi stjórnar. I sem allra fæstum orðum mætti segja að nýsköpunin stefni að því að breyta rslenzkum fram- leiðsluháttum frá efnivörufram- leiðslu einvörðungu, í það horf að framleiða fullunna vöru eins og neytendur markaðslandanna vi'lja fá hana. Það er þýðingar- mikið spor að fá skip og önnur tæki til að sækia sjávaraflann, en -ekki er marki náð fyrr en Erahih. Á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.