Þjóðviljinn - 21.09.1946, Side 1

Þjóðviljinn - 21.09.1946, Side 1
Alþingi kemur saman kl. hálf tvö í dag. Þjóðviljinn skorar á alla Reykvíkinga að fylgjast vel með því, sem þar fer fram. 11. árgangur. Laugardagur 21. sept. 1946 214. tbl. icai Brynjólfur Bjarnason, menntamálaráðherra: Sammngsuppkast forsætisráðherra felur í sér raun- veruleg herstöðvaréttindi Sósíalistaflokkurinn telur grundvöll stjórnarsamstarfsins eigi lengur til, ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn samþykkja samninginn Hermami Jónasson, formaður Frams )knarílokksins, segir sanminginn al- gerlega óviðunandi Tillaga Ólafs Thórs forsœtisráðherra um að veita Bandaríkjunum dulbúin herstöðvaréttindi kom til fyrri umrœðu á fundi sameinaðs þings í gœr. Brynjólfur Bjarnason, menntamálaráðherra, tætti samninginn sundur og sýndi fram á med skýrum rökum, að í honum fœlist raurtveruleg herstöðvaréttindi. Með samningnum fengju Bandaríkin réttindi til herflutninga, réttindi til ótakmarkaðs liðsafla á Kefla- víkurflugvellinum og annarar starfsemi í sam- bandi við hernaðarflug. Hermann Jónasson gagnrýndi samninginn harð iega og taldi hann með öllu óviðunandi. / umrœðunum lýsti Brynjólfur Bjarnason yfir því fyrir hönd Sósíalistáflokksins, að hann telji samningsuppkastið og málsmeðferð forsœtisráð- herra brjóta algerlega í bág við grundvöll stjórn- arsamstarfsins. Verði uppkastið samþykkt af sam starfsflokkum Sósíalistaflokksins, telji hann grundvöll núverandi stjórnarsamvinnu ekki leng- ur til. Ólafur Thórs forsætisráð- herra hélt framsöguræðu og taldi að með þessum sam ■ ingi væri fullnægt öllum þeim óskum sem íslending- ar hefðu borið fram. Væntan lega ssetti samningurinn engri gagnrýni, heldur mundu allir sannir íslend- ingar fagna honum!! Bandaríkin telji sér ekki skylt að víkja með her sinn af Islandi án sérstakra samn inga, vegna þess að þeir tel ji styrjöldinni ekki lokið“ og hafi því með samningsupp- kastinu farsællega tekizt að leysa erfitt mál. Var ræða forsætisráðherra furðulega stráksleg um jafn- mikið alvörumál, og ógeðfellt hve hann reyndi að gylla hinn idulbtína herstöðvasamn- ing. Var helzt á honum að skilja að íslendingar ættu að vera utan við sig af þakklæti fyrir það göfuglyndi Banda- ríkjanna að „afhenda Hval- fjörð, Skerjafjörð og Kefla- vík“. Hann taldi sjálfsagt að „leysa þörf Bandaríkjanna“ fyrst íslendingar gætu það „sér að meinfangalausu“. Ræða Brynjólfs Bjarnasonar Fara hér á eftir aðalatriðin úr ræðu Brynjólfs Bjarnasonar: Nú liggur fyrir tillaga frá utanríkisráðherra sem nefn- ist „Tillaga til þingsályktun- ar um heimild fyrir ríkis- stjórn'na til að gera samning við Bandaríki Ameríku um niðurfelling hervemdarsamn- ingsins frá 1941 o. fl.“ Þetta er vægast sagt undar leg fyrirsögn. Herve.rndar samningurinn frá 1941 er nið- j ur fallinn fyrir meir en ári, | og samt er nú far'ð fram á i , , i það í sérstakri tillögu á Al-I þingi íslendinga, að hann j skuli niðurfelldur. Fyrirsögn i tillögunnar er því algerlega J Villandi, nærrj skopleg, ef ekki væri sú alvarlega hlið á málinu að hér er litið á mál ið eingöngu frá sjónarmiði Bandaríkjanna en ekki fs- lands. Enda fjallar tillagan raunverulega um allt annað, í þessu litla og sakleysislega „o. £L“ er falinn mergur máls ins. Sósíalistaflokkurin hefur ■þegar skýrt. alþingismönnum frá því að hann og ráðherrar hans eiga engan þátt.í þeirri tillögu sem hér liggur fyrir. Forsætisráðherra hefur gert þetta samningsuppkast ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, an samráðs við ríkisstjómina og án sami;áðs. við utanríkismála nefnd. Það yar ,ekki lagt fyrir ríkisstjórpina fyrr on um. það bil tveimur klukkutímum áð- ur en það var lagt fyrir lok- aðan fund Alþingis í gær. Ráðherrar Sósíalistaflokks- ins lýstu þegar yfir því að þeir séu algerlega andvígir þessu samningsuppkasti, og allir;þingmenn flokksins hat'a tekið sömu afstöðu. Fyrsta mál þessa þings er tillaga frá þingmönnum Sós- íalistaflokksins, þar sem þess er krafizt að Bandaríkin hverfi héðan tafarlaust eins og samningar standa til. Al- þingi fékkst ekki til að af- greiða þessa tillögu í sumar. Ástæðan var sú, að forsætis- ráðherra lýsti yfir þvi, að hann skyldi eiga á næstunni viðræður við fulltrúa Banda- ríkastjórnar um niðurfellingu herverndarsáttmálans og þá einnig fullnægingu þess á- kvæðis að allur bandariski herinn fari héðan, eins og honum raunar bar að gera þegar er stríði lauk. Síðan hafa fram farið Al- þ.ngiskosningar. J jþeirja kosn- ingum gáfu ekki aðeins allir frambjóðendur Sósialista- flokksins, heldur líka mörg þingmannaefm annarra Frarnh. á 7. síðu. Lýst yfir sjálfstæði Færeyja Thorsten Petersen, forseti færeyska lögþingsins og for- maður Fólkaflokksins hefur Iýst yfir sjálfstæði Færeyja á grundvelli þjóðaratkvæða- greiðslunnar, sem þar fór fram s. 1. laugardag, en eins og kunnugt er var meirihluti kjósendanna með því að slíta sambandinu við Danmörku. Ýms dönsk blöð hafa tekið ýfiríýsingu Petcrsens illa. — Nationalíidende kallar hann uppreisnarsinnaðan byltingar- segg, Social-Demokraten segir yfirlýsinguna ólöglega. Henry Wallace segir af sér! Henry Wallace, viöskipta- málaráöherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér eftir tilmœl um Trumans forseta■ Truman forseti skýrði frá þessu í gær. Hann sagði, að Framhald á 8. síðu. Stjórn Alþýðusainbandsms mótmælir hinum dulbúna herstöðvasamningi Stjórn Alþýðusambands íslands gerði eftirfar- andi samþykkt á fundi sínum í gær: „Með skírskotun til ályktunar stj. Alþýðusam- bands Islands frá 2. nóv, 1945, sem stéttarfélög al- þýðunnar um Iand allt hafa áréttað, þar sem mótmælt er afsali íslenzkra landsréttinda og hvatt er til þjóðareiningar gegn hvers konar erlendri á- sælni, mótmælir stjóm Alþýðusambandsins samningsuppkasti því, sem nú liggur fyrir Alþingi sem dulbúnum herstöðvasamningi er raunvem- lega veitir Bandaríkjunum hernaðaryfirráð á ís- lenzku landsvæði og skerðir sjálfstæði þjóðarinnar. Sambandið gerir þá kröfu til nýkjörinna fulltrúa á Alþingi fslendinga að þeir sýni þann trúnað við íslenzku þjóðina og þau heUindi gagnvart gefnum loforðum, að þeir felli samningsuppkastið og vísi ákveðið á bug öllum tUraunuin til skerðingar á ís- lenzkum landsréttindum í hvaða gervi, sem þær birtast. Alþýðusamband fslands heitir á alþýðu landsins og íslenzku þjóðina alla að búast til varnar sjálf- stæði og frelsi ættjarðarinnar og mótmæla einum rómi því afsali á íslenzkum landsréttindum sem liið ameríska samningsuppkast boðar“.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.