Þjóðviljinn - 21.09.1946, Page 4
ÞJÖÐVluJINN
Laugardagur 21. sept. 1946.
þfÓÐVILJINN
Útgetandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn
Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjamason.
Ritstjómarskrifstofur; Skólav örðust. 19. Símar 2270 og 7500
(eftir kl. 19.00 einnig 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, síxni 6399.
Prentsmiðjusími 2184.
Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — Laususölu 50 aurar
eint.
Prentsmiðja Þjóðvilj ans h. f.
_____________ -*
Heldur Bandaríkjastjórn að
r
Islendingar séu fífl?
Blöð úr yfirgangssögu auðvaldsstórveldis
Bandarískir auðmenn og Bandaríkjasendi-
herra stofna til Jbyltingar”
■
og láta „byltingarstjórnina“ biðja um innlimun í Bandaríkin
Fyrir nokkrum dögum sagði Þjóðviljinn frá þein1,1
fantatökum sem Bandaríkin beittu til að ltúga undir yfir-
ráð sín grannríkið Nicaragua í Mið-Ameríku.
Hér er í nokkrum dráttum sagður annar kafli úr sögu
lieimsvaldastefnunnar bandarísku er Bandaríkjamenn og
bandaríski sendiherrann stofnaði tii „byltingar“ á Sand-
víkureyjum í Kyrraliafi (Havai) og „byltingarstjórnin“
Iét verða sitt fyrsta verk að biðja um innlimun í Banda-
Einni klukkustund eftir til-
kynningu þessa, meðan drottning
landsins og ríkisstjórn hennar
sátu enn að völdum í konungs-
höllinni og höfðu hermannaskáia
og lögreglustöð borgarinnar á
valdi sínu, viðurkenndi banda-
ríski sendiherrann nýju stjórn-
ina.
Eins og mörgum mun minnisstætt lýsti Finnur Jónsson
dómsmálaráðherra tvívegis yfir því á þingmálafundi á ísa-
firði í sumar, að enginn bandarískur her væri eftir í land-
inu, heldur aðeins „sérfræðingar“ og ,,starfslið“. Nokkrum
dögum seinna ítrekaði Morgunblaðið þessa yfirlýsingu í
forustugrein með sömu orðum. Þjóðviljinn vakti þá athygli
á þessu og benti á, að þetta kæmi upp um samsæri sterkra
afla í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum um að
blekkja íslenzku þjóðina, halda því að henni að herinn
væri farinn, þótt honum væri ætlað að hafast hér við í
öðru gervi um ókomna tíma. Þetta samsæri er fullkomnað
með samningi þeim sem nú hefur verið lagður fyrir alþingi
til samþykktar og er í algeru samræmi við yfirlýsingar
dómsmálaráðherra og Morgunblaðsins í sumar. Svikin vorn
ákveðin löngu fyrir kosningar, þótt óttinn við þjóðina
kæmi í veg fyrir að þau yrðu opinber fyrr en nú. Sam-
kvæmt samningnum á ,,herliðið“ að hverfa, en „starfsliðið“
að vera áfram, þ. e. a. s. herinn hefur fataskipti, það er
allt og sumt.
Það er athyglisvert, hve óljós samningurinn er um
markverð atriði. I honum segir, að herlið og sjólið Banda-
ríkjanna verði flutt úr Reykjavík „svo fljótt sem auðið
er“; að þjálfa eigi íslenzka starfsmenn á Keflavíkurflug-
vellinum „að svo miklu leyti sem kringumstæður leyfa“;
að Islendingar eigi að taka að sér rekstur flugvallarins
,,að svo miklu leyti sem frekast er u:mt“. Samkvæmt þess-
urn ákvæðum þurfa Bandaríkin ekki að flytja lið sitt úr
Reykjavík fyrr en þeim sjálfum sýnist. Þau geta látið hjá
líða, að þjálfa nokkurn Islending á Keflavíkurflugvellinum
og þau geta algerlega neitað að láta íslendinga hafa nokkur
ítök um rekstur vallarins. Það er engin tilviljun að þessi
ákvæði eru svona óljós. Þeim verður beitt ef Alþingi skyldi
henda sú ógæfa að ganga að þessum samningi, sem aldrei
má verða. En það eru önnur atriði í samningnum sem eru al
gerlega ljós. Bandaríkin fá að nota flugvöllinn til hernaðar-
þarfa í 6'/ó ár án þess að íslendingar geti látið sig það
nokkru skipta. Fjöldi „starfsliðsins" er alveg takmarkaíaus,
og það er sérstaklega tekið fram að íslenzk lög nái ekki til
,,starfsliðsins“ á sama hátt og annarra þeirra sem í landinu
dveljast. Keflavíkurflugvöllurinn á því að verða banda-
rísk herstöð, ríki í ríkinu, íslenzkt land í klóm erlends her-
veldis.
Þegar Bandaríkjastjórn sendi fyrra tilboð sitt fyrir
tæpu ári, var fjallað um það fyrir luktum dyrum. Agent-
unum fannst það ekki nógu lævíslega orðað til þess að
hægt væri að leggja það fyrir sjónir almennings. Nú þykj-
ast þeir hafa gengið svo frá tilboðinu að óhætt sé að birta
það. Halda þessir menn að íslendingar séu fífl? Islending-
ar telja það algerlega marklaust hvernig hið erlenda setu-
lið gengur klætt, og það er ekki hægt að fela með neinu
orðagjálfri, að aðalatriði samningsins er það að Bandarík-
in fá Keflavíkurflugvöllinn sem herstöð, fyrst um sinn í
61/. ár. Enn sem fyrr er um það deilt, hvort íslendingar
eigi einir að ráða landi sínu eða veita erlendu ríki her-
stöðvar.
ríkin!
Aðferðirnar eru aðrar á íslandi 1946 en á Havai 1894,
— en viðleitnin hin sama. Sandvíkureyjum er stjórnað af
landstjóra sem Bandaríkjaforseti skipar. Til löggjafar-
þings er kosið með mjög takmörkuðum kosningarétti.
,,Byltingin“ í Havai
1893
Bandaríkin höíðu lengi makað
krókinn á Havai. Þegar árið 1875
var gerður „gagnkvæmur" vicj-
skiptasamningur, og samkvæmí
honum mátti ílytja vissar- teg-
undir sykurs toilírjálst til Banda
ríkjanna. Árangurinn kom þegar
í ljós. Áður en samningurinn var
gerður var hámarksútflutningur
frá Havai á sykri 10 þús. tonn
á ári, en var 1887 orðinn 100
þúsund tonn. Sykurrækt er auð-
veld á Havai, og gaf góðan arð.
En minnst af honum rann í vasa
Havaibúa. „Plantekrueigendurnir,
sem fengu hinn mikla gróða,
voru flestir Bandaríkjamenn"
(Taussig: Som Aspects of the
Tariff Question, bls. 59).
Með tO'llalögum McKinleys 1890
varð sykur ein af tollfrjálsu vör-
unum, og plantékrueigendurnir á
Havai urðu nú að þola sam-
keppni frá Kúba, Java og Bras-
ilíu, og stóðust þá samkeppni illa
Sendiherra Bandaríkjanna, Stev-
ens, ritar um ástandið 20. nóv
1892: „Tapið sem sykurekrueig-
endur og verksmiðjueigendur ....
hafa orðið fyrir, er var-la minua
en 12 milljónir dollara, og mikill
hluti þessa taps hittir Bandaríkja
menn, búsetta hér og í Kali-
forníu. Verði ekki gripið til rót-
tækra ráðstafana munu sykurekr
urnar sífellt verða verðminni.
Skynsamlegar og örlátlegar ráð-
stafanir Bandaríkjanna gætu
komið því til leiðar að afstýrt
yrði tapi sykurframleiðenda."
(U.S. Foreign Relation, 1894).
Tvennt þurfti að gera til að
viðhalda gróða 'sykuríramleið-
enda. Annað að Bandaríkin legðu
Havai undir sig. Hitt var að tolla
þann sykur, sem keppti við fram
leiðslu þeirra á Bandaríkjamark-
aðinum.
Þeir Bandaríkjamenn sem áttu
viðskiptahagsmuna að gæta á
Havai, réru að því öllum árum
að Bandarikin tækju landið und-
ir ,,vernd“ sína eða viðurkenndu
nýtt stjórnarform þar. Banda-
ríkjamenn á Havai stofnuðu 1893
„Ö.ryggisne)3nd“, undir_ tforustu
Dole yfirdómara, er sagði af sér
til að geta starfað í nefndinni.
Bandaríski sendiherrann fór
þess á leit við 'stjórn Bandaríkj-
anna í samráði við Öryggisnefnd-
ina, að sent yrði herskip til að
„vernda“ líf og eignir Banda-
ríkjamanna á Honolúlú. Það var
gert og 16. jan. 1893 setti Banda
ríkjaherskipið „Boston“ sjóliða á
land. Landstjóri og utanríkisráð-
herra eyjarinnar mótmæltu því
opinberlega að herlið væri sett
á land án leyfis viðkomandi
stjórnarvalda.
Samdægurs var því yfirlýst.
undir vernd bandarískra vopna,
að konungsstjórn sé afnumin á
Havai, og bráðabirgðastjórn
mynduð „þar til búið sé að und-
irbúa og semja um sameiningu
landsins og Bandaríkjanna."
Alþýðublaðið eyddi á sín-
um tíma síðu eftir síðu í níð-
skrif um stjórn Alþýðusam-
I bandsins og þó sérstaklega
| Jón Rafnsson í sambandi við
síldveiðasamningana.
Það var við þessa samninga
sem Sigurjón Á. Ólafs-
son fór á bak við Alþýðusam
bandið til atvinnurekenda
með undirboð við gildanði
síldveiðikjör í Vestmannaeyj-
um og á Akureyri og óskaði
þess strax að málinu yrði vis
Eftir nokkurt þref var geng'ð
formlega frá 'þessum landvinningi
Bandaríkjanna með samningum
við leppmenn þeirra á eyjunum.
Nú voru tollar lagðir á sykur
á ný, og sykurframleiðslan á
Havai varð aftur óþrjótandi
gróðafyrirtæki.
-k
Sagnfræðingar telja hiklaust
þessa „byltingu" á Havai banda-
rískt fyrirtæki. „Á Havai voru
eignastéttirnar með byltingu og
bandarískum yfirráðum. í Banda
ríkjunum nærðist yfirvaldavilj-
inn af þeim áhyggjum að annað
land kynni að ásælast bráðina.“
(Lingley: Since the Civii War,
bls. 295). „Bylting, sem að mestu
leyti var til komin vegna banda-
riskra hagsmuna," segir prófess-
or C. A. Beard í Contemporarv
American History (bls. 203).
+
Þannig var farið að á þessum
stað: Bylting gerð að undirlagi
'bandarískra auðm. studd af sendi
herra JBandaríkjanna og styrkt
með nýjum tollaívilnunum, —
þetta nægði til að tryggja banda-
rísku auðfélögunum arðránsgróða
og heimsvaldasinnum Bandaríkj-
anna nýja mikilvæga hernaðar-
stöð.
að til sáttasemjara og vann
önnur skemmdarverk. Og
þegar Jón Rafnsson hafði
fengið atvinnurekendur til
að gefa tilboð Sigurjóns eftir
til lagfæringar og samrærn-
ingar, sagði Sigurjón Á. Öl-
afsson þessi eftirminni-
legu orð við formann samn-
inganefndar útgerðarmanna:
„Hefurðu virkilega gert
þér það ljóst maður, að með
því að Ieyfa okkur að sam-
ræma samningsuppköstin er
beinlínis verið að hækka kröf
urnar ?
hélt ósannindum sínum á-
fram að dæmi Göbbels, í
Þvættingur Alþýðublaðsins
var rækilega hrakinn í Þjóð-
viljanum, en Alþýðublaðiö
Framh. á 7. síðu.
Vilji Islendinga í þessu efni er skýr og ótvíræður. Hon-
um verður ekki haggað, þótt tilboð Bandaríkjanna sé birt
með breyttu orðalagi. Islendingum er þetta alvörumál,
en ekkert orðhengilsatriði. Samsærið gegn sjálfstæði Is-
lands er orðið lýðum ljóst; það mun hjaðna og verða að
engu fyrir samstilltum mótmælum íslenzku þjóðarinnar.
Sjómenn og verkamenn hafa fellt sinn
dóm yfir Alþýðublaðinu