Þjóðviljinn - 16.11.1946, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1946, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. nóv. 194ö Auglýsendnr Þeir sem hafa hugsað sér að auglýsa í jólablaði Þjóðviljans eru vinsamlega beðn- ir að senda okkur auglýsingahandritin sem allra fyrst. Þjóðviljmn 4* 2 I Aðalfundur 1 T t T í Byggingarfélags alþýðu í Hafnarfirði + + + + + + + + + T + T + + + + + + + + f + + + + + +. + <4* verður haldinn n. k. mánudag og hefst kl. 8,30 e. m. í Góðtemplarahúsinu uppi Fundarefni: Dagskrá samkv. félagslögum Lagabreytingar Önnur mál Félagsstjómin. Hafnarfjörður Og nágreniii 1 dag opnum við nýja fólksbifreiðastöð við Vesturgötu 6 (áður Bæjarskrifstof- an) undir nafninu Nýja Bðstöðín Opin daglega frá kl. 8,30—11,30 síðdegis. Á stöðinni eru eingöngu fyrsta flokks bílar. Skjót og góð afgreiðsla. Reynið viðskiptin. Símanúmerið er 9391 Ný|a Bilstöðin s. f. Siiftii 0391 frá Landssímanum Nokkrar ungar stúlkur verða teknar til náms við langlínuafgreiðslu hjá Landssímanum. Umsækj- endur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi eða hlið- stæðu prófi og verða þess utan að ganga undir hæfnipróf, sem Landssíminn lætur halda í Reykja- vík. Áherzla er meðal annars lögð á skýran mál- róm og góða rithönd. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að vera komnar til Póst- og símamálastjórnarinnár fyrir 25. nóvem- ber 1946. Torolf Elster: SAGAN UM GOTTLOB mundur, svo skal ég sýna yður. Eg held þetta sé ennþá í skjöl- um Antoníusar. Hún dregur heljarþykka bók í flosuðu pappabandi fram úr bókahillunni. — Hér límir hann inn allt, sem hann skrifar. Hún flettir bókinni. — Hér er mikil vitleysa sam an komin,tautar hún. — Þarna er það.Sjáið, þetta er voða skrýtið. Hann hlýtur að hafa náð í vegabréfið. Þetta er' mjög stutt saga klippt út úr Dagblaði Pragborg ar 1934. Hún er tæplega einn dálkur og undirrituð af B.E. Hanssen les hana yfir. Þetta er efalaust einhverjir molar úr sög unni um Gottlob. En Antoníus hefur gert hann að Tékka upp- öldum í Vín á árunum fyrir stríðið. Á stríðsárunum dvaldi hann í Svíþjóð sem sonur Vínar borgar, nú á hann heima í Prag. Þegar hann heyrir um óeirðirn- ar í Austurríki árið 1934, fær hann taugaááfall af einhverj- um dularfullum persónulegum ástæðum — það er eitthvað í sambandi við móður hans og fóstru — og hann heldur, að hann sé sænskur, og skilur hvorki upp né niður, þegar hann vaknar einn morgun suð- ur í Prag. Hanssen finnst sagan bragð- dauf samanborið við sínar eigin bollaleggingar. — En hvernig hefur hann náð í þessa sögu? — Ja, þér hafið líka heyrt hana. Kannski hefur hún kom ið í heimsblöðunum. — Þér álítið s'em sagt, að hún sé ekki sönn. Hún ypptir öxlum. — En hvað um vegabréfið? Hvernig getur hann hafa náð í þetta vegabréf? — Það má hugsa sér svo marg ar skýringar. Eg veit það ekki. — Jú, jú, við verðum að spyrja hann um það. Hann kem ur bráðum, er það ekki? — Nei, í kvöld er hann í leik húsinu. Að hlusta á Seldu brúð- ina. Það er leiðinlegasta ópera heimsins. Hann heyrir hana nú í þriðja skiptið. Undarlegt, að hann skuli nenna því. En þér getið spurt hann seinna. Nú kemur hitt fólkið. Páll, Anna, Sagha og Andrés. Nýr maður er í fylgd með þeim. Hár sterklegur, gráhærður og með grátt skegg. Hann er líkur Lionel Barrymore, hugsar Norð maður. Á öruggri framkomu hans, hvössu augnaráði og því, hve rólega og virðulega liann talar, sér Hanssen, að þetta er mikill persónuleiki. — Hvað er þetta, er raaiur- inn ekki enub i til ? Þau heilsa Norðmanninum heldur vingjarnlegar en áður. I Hinn nýi þrýstir hönd hans. — Eg er kallaður Erlkönig. I raun og veru heiti ég ekkert annað. Hann hlær kröftugum, skrykkjóttum hlátri. Eg hef ekki hugmynd um, hvers vegna fundið var upp á að kalla mig þessu nafni, en hér eftir losna ég aldrei við það. Vinnið að nær ingarvandamálinu í sambandi við tennumar? Þér finnið þá svei mér nægilegt efni að vinna úr hérna hjá okkur, sumsstaðar meðal fátækustu bændanna j detta tennurnar úr jafnóðum og þær vaxa. Annarsstaðar er liér að finna beztu tennur í heimi. Þetta væri vert rannsóknar, ef þér hefðuð einhverntíma tóm til þess. Eg er fuglasali — já,rett ur og sléttur fuglasali. Eg verzla með kanarífugla, gott fyrir yður að vita það, ef yður skyldi langa til þess að taka einn með yður í ferðalagið. Það er dálítið gaman að athuga þá, þeir eru ekki hót betri en fólk- ið. Hann hlær aftur. Elsa bætir við, að Erlkönig sé Ungverji Hann hafði áður verið mikil persóna í stjórn- málaheiminum, nú er hann flóttamaður eins og hin. — Hann er eins konar foringi okkar, flóttamannanna í Suð- austur-Evrópu, segir hún. Það er drepið á dyr. Þau hrökkva við. En þetta er aðeins bréfber- inn. — Ástarbréf til fröken, Elsu, segir hann brosandi. — Þau gefa honum fáeina koparskildinga. Elsa les bréfið, vöðlar því saman og snýr sér við. Bak hennar skelfur. — Er það frá. .. . — Það er frá móður Andors. Það — er — ekkert. — Við skul um fara að athuga matinn. Elsa og Anna bera fram mat. — Ha, kálsúpa til tilbreyting ar. — Já, með örlitlum breyting um. I dag er hún of sölt. — Við verðum að leggja til hliðar tíu aura á dag til þess að kaupa matreiðslubók. Þau eru undir eins í hróka ræðum um hið pólitíska ástand. Erlkönig lýsir því yfir, að dag ar tékkneska lýðveldisins séu taldir. Það stendur enn í hæsta lagi í nokkra mánuði. Og í Slóvakíu er ólgan meiri en nokkru sinni áður, bætir hann við. Erlkönig talar hægt og sett- lega, en sýnilega af þekkingu. Hanssen veitir því athygli, sem persónueinkenni hans, að hann hlustar með jafnmikilli athygli á greindarleg orð Páls sem hin- ar viðvaningslegu athugasemdir Andrésar. Aftur á móti skín allsstaðar í gegn, að hann er ekki mikið hrifinn af þeim fjar stadda Antoníusi og álítur hann sýnilega gagnslitla persónu. — Antoníus okkar, segir hann brosandi, eftir að einhver hef- ur komið með athugasemd hann er svo ótrúlega orðmargur, að ég hef aldrei gert mér almenni- lega grein fyrir, hvort hann er nokkuð annað en orð, eða hvort einhvers konar heili eða hjarta leynist á bak við orðin. — En hann ræður þó yfir ó- trúlegri þekkingu, segir Andrés í standandi vandræðum. — Þekkingu? Það má vera. Lichtenberg segir á einum stað að margir af stærstu öndum okkar hafi ekki lesið helming og viti ekki helming á við ýmsa lærða meðalmenn. Og að margir af hinum lærðu meðalmönnum okkar hefðu getað orðið miklu meiri, ef þeir hefðu ekki lært svona mikið. Hanssen kastar sér út í um- ræðurnar og hefur sín eigin sjónarmið. Eftir að hann hefur séð Tékkóslóvakíu, hefur hann átt erfitt með að skilja, að land ið eigi tilverurétt sem sjálfstætt ríki. — Þjóðin samanstendur að- eins af brotum úr öðrum þjóð- flokkum, segir hann. Sagha svarar önugur, að það sé síður en svo svona einfalt. Það er greinilegt, að Sagha er ennþá illur út í Ilanssen. Páll segist hafa heyrt því fleygt, að Ungverjaland ætli sér að hefja sókn inn í Karpata- Úkraníu. Það er hugsanlegt, svarar Erlkönig, en sjálfur trú- ir hann ekki á það. Það er að minnsta kosti ekki til þess að hafa hátt um það á þessari stundu, bætir hann við. — Aftur á móti, segir hann stendur nú yfir í Prag eitt af merkilegustu þingum heims- sögunnar: þing æsingamanna. Eg hef náð þar í talsvert af at hyglisverðu efni til að vinna úr. — Hafið þið séð nokkuð skemmtilegt í leikhúsinu í dag? spyr Páll. — Andrés og Sagha eru í Antigóne kórnum í þýzka leik- húsinu, útskýrir Elsa. Lítið kaup. Þrjár tékkneskar krónur yfir daginn. Hvað gerir það mik ið í norskum peningum? — Fimmtíu aura. Sagha er vandræðalegur. Engu líkara en hann skammist sín fyrir svo auðvirðilega at- vinnu. — En við verðum að taka með okkur hvern einasta eyri, sem við getum sært út, heldur Elsa áfram. Þau standa upp frá borðum. — Fyrirtaks máltíð, frú Kokvenard, segir Erlkönig. Hanssen gerir stórkostlega lukku með vísu. Erlkönig býr sig undir að fara Hann þarf að hitta mann. Fólk- ið biður hann að vera kyrran. — Við sjáum þig svo sjaldan nú orðið. — Það væri ánægjulegt, en ég neyðist til að kveðja — svo að maðurinn þurfi ekki að bíða. Eg fer héðan beina leið í síma. — Anna þarf að fara út til þess að kaupa brauð og býðst til þess að hringja fyrir hann. Erlkönig hugsar sig um, hrukk ar ennið hikandi, og loks lætur hann undan. — Svei, þetta er andstyggi- legt veður, segir Anna, þegar hún kemur aftur. Erlkönig lítur út til þess að sjá, hvort veðrið sé of slæmt til þess að vera á ferli eftir að líður á kvöldið. Hann kemur aftur eftir örfáar mínútur og sezt. Andrés og Anna setjast við að spila lúdó. Elsa og Sagha kýta góðlátlega út af því, hvar þau eigi að láta ritvélina standa. ■—i Ó, þessi vél, stynur Sagha. Það hefur líklega verið þessi, sem drottinn skrifaði gamla testamentið með. — Erlkönig spyr Norðmann- inn um ástandið í Noregi, sér- staklega Narvík. Hanssen verð- I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.