Þjóðviljinn - 31.01.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur, 31. janúar 1947. þlÓÐVILJINN Útgeíandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíaliataflofcrurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, 6b. Fréttaritstjóri: Jón Bjaraason. Ritstjórnarskrifstoíur; Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19 síml 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð; kr. 8.00 á mánuði. — I,ausasölu 50 aurar eint. 5 Prentsmiðja ÞjóðvQjans h. (. „Báðar þessar tilraunir munu hafa strand- að á A)þýðuflokknum“ í fyrradag flutti Morgunblaðið leiðara um 110 daga tilraunir til stjómarmyndunar. Leiðarinn er, það sem hann nær, greinargóð skýrsla um þessar tilraunir, þó margt sé að sjálfsögðu ósagt látið, sem síðar verður sagt, þegar tímabært þykir að gera tæmandi grein fyrir hverjir og hvaða öfl valda því að landið hefur verið stjórnlaust í meira en þrjá mánuði. Það sem blaðið segir um tilraunirnar til myndunar vinstri stjórnar mun vekja sérstaka athygli og skulu þau ummæli því birt hér í heild. Morgunblaðið segir: „Þannig voru um mánaðamótin nóv.—des. geiðar tilraunir af hálfu Sósíalistaflokksins, að koma á svonefndri „vinstri stjórn“ þ. e. stjórn, sem Framsókn, Alþýðuflokk- urinn og Sósíalistaflokkurinn stæðu að. í fyrstu var ætl- unin að þessi stjórn yrði mynduð undir forsæti Hermanns Jónassonar. Síðar var reynt að fá slíka stjórn myndaða undir forsæti utanþingsmanns, Kjartans Ólafssonar bæjar- fulltrúa í Hafnarfirði. Báðar þessar tilraunir munu hafa strandað á Alþýðuflokknum." Það er ánægjulegt að Morgunblaðið skuli hafa orðið til þess að bera sannleikanum vitni í þessu máli. Svo al- kunn er sú staðreynd að jafnvel Morgunblaðið verður að viðurkenna hana, að Alþýðuflokknum stóð til boða að mynda stjórn undir forsæti eins hins mætasta manns fiokks ins, og að stefnuskrá þessarar stjórnar hefði í einu og öllu verið mótuð af sameiginlegum atriðum í samþykktum Al- þýðuflokksins og Sósíalistaflokksins frá í haust. Þessu hafnaði Alþýðuflokkurinn, eða öllu heldur Stefán Jóhairn fyrir hans hönd. Nú má öllum vera ljóst, hvers vegna Stefán Jóhann vildi ekki mynda stjórn undir forsæti Kjartans Ólafssonar, það er ekki sú stefna, sem flokksþing Alþýðuflokksins lýsti yfir í haust, sem Stefán óskar að framkvæma, nei, þvert á móti, hann vill að kornið verði í veg fyrir að hún verði framkvæmd. Stefán er ekkert annað en lítilfjörlegt verkfæri í höndum afturhaldsins og auðvaldsins á Islandi. Hans hlutverk er að halda uppi útibúi fyrir þetta lið, hans er að safna fylgi handa því, meðal þess fólks, sem er því í l einu og öllu andvígt. Til þess að vinna þetta hlutverk, er hann efldur til forustu í flokki, sem kenn'ir sig við alþýðu, og sósíalisma, og vegna þess að hann kennir sig við al- þýðu og sósíalisma, fylgir honum hópur manna í góðri trú, þeirri góðu trú, að hann sé að vinna að því að bæta hag hins vinnandi fjölda og undirbúa jarðveginn fyrir valda- töku sósíalismans á íslandi. Þessi blekkti hópur er í reynd- inni varalið heildsalanna og annars braskaralýðs, enda Stefán, sem kunnugt er, heildsali. Þegar þessar staðreynd- ir eru athugaðar, verður barátta Stefáns fyrir að sundra íslenzkum verkamönnum skiljanleg. Eining þeirra alþýðu- manna, sem fylgja Sósíalistaflokknum og Alþýðuflokknum gæti orðið dauðadómur fyrir heildsalalýðinn og braskara- öfl afturhaldsins. Stefán Jóhann hefur það hlutverk innan heildsalastéttarinnar að koma í veg fyrir þessa einingu, og þetta hlutverk rækir hann af kostgæfni og með aðferð- um, sem hlutverkinu hæfa. Meðan Stefán og nánustu stuðn- ingsmenn hans ráða Alþýðuflokknum, verður flokkurinn varalið braskarastéttarinnar, og meðan svo er, munu til- raunir til einingar alþýðunnar, tilraunir til að bæta hag hennar á kostnað braskarastéttanna stranda á Alþýðu- flokknum. GAMANBRÉF UM SAMKVÆMIS- FÖT Bréf Gallharðs um samkvæm- isföt hefur orðið þess valdandi, að mér hafa borizt allmörg bréf, þar sem lýst er ýmsum og ólíkum skoðunum á þeim. í dag ætla ég að birta eitt þess- ara bréfa. Má vera, að sumum finnist gæta nokkurrar léttúðar hjá höfundinum, en ég held, að flestir muni geta tekið gamni hans á réttan hátt. Hér er bréf ið: „Þetta með samkvæmisfötin er að verða allra bezti reyfari. Má ég leggja orð í belg og leika dálítinn sérlokk? Reynsla mín er sú, að dómur manna um það, hversu búast skuli við ýms tækifæri, fari mjög eftir því, hversu háttað sé um fatakost þeirra sjálfra. ¥ „SARTORIUS“ SAGÐI „Man ég það meðan kjóllinn minn var og hét, að ekki skor- aðist ég undan því að halda undir lík úr og í kirkju. Það var haft eftir Sartoriusi, tízku- dómaranum mikla, að það mætti vera slöttungs hjartfólginn ást- vinur, ef kistan með leifunum væri mjög þungbær íturvöxn- um manni í nýjum samkvæmis- fötum. Þetta sá ég fyrir æfa- löngu í útlendu blaði, spönsku frekar en ítölsku. Og var því bætt við, að í krafti þessarar kenningar, sem alviðurkennd sé í klæðskeraheiminum, hafi ensk- ur klæðskeri skellt út stóru auglýsingaspjaldi í spönslcu veik inni, eitthvað á þessa leið: „Syrgjandi herrar! Dauðinn er á ferð! Lítið á birgðir vorar! Einnig eftir máli! Eruð þér und ir það búinn að bera kistu fram- liðins? Með innilegri samúðar- kveðju. — Sam. Samson, skreð- ari. Herradeild — Dömudeild — Bond Street. — Kjörorð vort hefur verið síðan í Krímstríð- inu: Nýr kjóll léttir líkið!“ * VONANDI A ÞÁ EINHVER NÍ JAN KJÓL „En það var um kjólinn minn gamla. Hann fór að grænka með árunum og eftir því sem hann grænkaði, þyngdist mér fótur við líkburð. Nú er sá græni löngu lagður til hinztu hvíldar, og má sennilega um þann, er þetta ritar, segja líkt og skáldið kvað eftir reiðhest föður síns: Bráðum fer nú hann faðir þinn förina sömu og hann Gráni hinn. Mun hann þá hitta vininn sinn og þykja gaman að líta inn hjá þeim gamla. Vona ég þá, að einhver eigi nýjan kjól, þegar bera skal, því það er annað en gaman fyr- ir þann framliðna að heyra burð armennina vera að piskra más- andi sín á milli! „Mikið helvíti er karlinn þungur!“ ★ ÞVI EKKI SPARIFÖT? „Af því, sem hér hefur fram komið í umræðum, mun þér, skarpskyggn lesandi, vera ljóst, að S. J. á nýjan eða nýlegan kjól, en Gallharður gamlan eða engan. Bið ég Bæjarpóstinn að ganga úr skugga um þetta og gera mér aðvart í Baker Street. Því er annars verið að segja samkvæmisklæðnaður ? Spari- föt! Gamalt og gott orð. Og svo, hr. Gallharður. Ef ekkert þarf annað en kjólföt til þess að gera alla að yfirstéttarmönnum, væri kannski Ieið til þess að alþýðusamtökin reyndu að leysa vandann með velviljuðum stuðningi nýsköpunarinnar, ef á þyrfti að halda. Því þegar allir eru orðnir í einni stétt, þá er takmarkinu náð, hinu stétt- lausa þjóðfélagi. Það yrði saga til næsta bæjar. Heimsblöðin mundu skrifa: Allir Islendingar í yfirstétt! En ég mundi mót- ímæla, -— því ég á engan kjól og vil engan eiga •—- og verð því eini íslenzki untlir- stéttarmaðurinn“. Þessa dagana stendur yfir barátta um stjórnarmyndun á Alþingi. Sú barátta hefur að vísu staðið lengi, og ýms- ar leiðir verið reyndar, sem almenningi nú eru kunnar- En allar hinar fyrri tilraun- ir einkenndust af því, að til umræðu voru mikilverðar til lögur um umbætur á verzl- uninni, stjórn peningamál- anna, og framhald á upp- byggingu atvinnulífsins. Þessar tilraunir mistókust. því ekki var hægt að finna þann meirihluta á Alþingi, sem vildi aðhyllast . þessa stefnu og flytja hana fram til sigurs. Þegar fyrrverandi stjórn var mynduð, var Sósíalista- flokkurinn eini flokkurinn sem studdi hana heill og ó- skiptur. Báðir hinir sam- starfsflokkarnir voru klofnir. Þegar allar aðstæður eru at- hugaðar er þetta skiljanlegt. Sú stjórn var mynduð um uppbyggingu atvinnuveganna og hafði því öflugan stuðning framleiðenda og verkalýðs. En braskarastéttin, heildsala klíkurnar eiga sterk ítök í bæði Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokknum. T. d. er sjálfur formaður Alþýðuflokksins heildsali- Þessir aðilar gátu ekki einu sinni fallizt á að 300 millj.- af erlendum inneignum þjóðar- innar væru festar á nýbygg- ingarreikningi árið 1944. Þeir þóttust þurfa á þeim öllum að halda til að valsa með i braskinu. Jafnvel hinn „sós- íalski“ Alþýðuflokkur setti það skilyrði að ekki væri sett föst ein króna fram yfir þessa upphæð. Vitanlega var sósíalistum það ljóst að ekki yrði komið í veg fyrir að hin- um hlutanum yrði sóað í þágu verzlunarbrasksins, 'en með þessu var 300 millj. bjargað frá þeim örlögum, og nýttar til hagnýtrar uppbygg ingar. Síðan hafa klíkur heildsal- anna bæði í Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum setið á svik ráðum við nýsköpunina og beðið þess með óþreyju. að hægt væri að stöðva hana. Sósíalistaflokkurinn hefur gagnrýnt af fullum krafti bruðlið og eyðsluna sem við- gengizt hefur, í skjóli þess, að ekki tókst að festa meira af erlendu innstæðunum á nýbyggingarreikningi en raun varð á, og sérstaklega, hefur hann vítt fjármálaráð- herra fyrir þá ósvinnu, að láta óframkvæmd lög um að leggja á nýbyggingarreikning 15% af tekjum áranna 1945 og ’46 þrátt fyrir skýlaus fyr irmæli Alþingis. En þar var heildsalavaldið sýnilega bak við, eins og víðar. Þess vegna hélt líka Sósíalistaflokkurinn fast við það í öllum þeim samning- um, er hann hefur tekið þátt í um stjórnarmyndun, að hér yrði gerð veruleg breyting á. Framsóknarflokkurinn hef- ur verið í stjórnarandstöðu síðastliðin tvö á.r- Aðalblað hans Tíminn hefur sífellt ráð izt á óstjórnina, er hann hef- ur kallað, dýrtíðina, sukkið og þar fram eftir götunum. Svo mjög hefur hann blind- azt að hann hefur ekki getað viðurkennt neitt af því, sem atvinnuvegunum hefur verið gert til góða, og viljað draga alla til jafnrar ábyrgðar fyr- ir b'að, sem rniður hefur farið í gjaldeyrismálunum, þótt allir viti að ástæðan er sú, sem að framan er lýst. Þá hefur ekki skort kröfur um að af þessari braut yrði snú ið, og hótanir um að Frarn- sókn tæki ekki þátt í neinni ríkisstjórn, sem ekki tæki dýrtíðarmálin föstum tökum rétti við fjárhag þjóðarinn- ar, og byndi enda á okrið, braskið og svindlið. En hvað hefur svo verið að gerast á Alþingi síðustu þrjár vikur. Heildsalinn Stef- án Jóbann Stefánsson hefur verið að reyna stjórnarmynd- un, og lætur mjög líklega að hún muni takast. Framh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.