Þjóðviljinn - 08.02.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.02.1947, Blaðsíða 6
6 P J I) w V I LJINN Laugardagur, 8. februar 1947. Raddir úr sveitinni T.oririf E&ster: Heitt um hjartarætur 1 ... Oft var méi heitt um lijartaræbur meðan land- fiölusamningurinn var á döf- inni. Það var oft erfitt að vera sveitamaður í þá daga. lVDeðan a lþ ýð i; mt ö k i n í fteykjavík gerðu allsherjar- verkfall ti"l að sýna tindátum kjarnorkuhraskaranna mein- íngu síná, þá vorum við í fjár íéitum. Verkfall hjá okkur iiefði litíð sagt- Þegar útvarp að var umræðum frá Alþingi niðurlægingardaginn, var ég að reka fé til sláturhúss og heyrði eftir á, að 32 þing- inenn hefðu revnzt þingmenn Ameríku en ekki ísiands. Eg lief átt mörg viðtöl við ná- granna mína um málið, og -eru til menn, sem ekki teija áig sjá mikið við herstöðva- •sámnmginn að athuga, en aðrir sjá hins vegar vel, hverju fraon fer. Já, það voru -erfiðir dagar, meðan beðið var milli yonar og ótta, hvort írelsi okkar yrði svívirt eða livort það tækist að hrinda áihlaupinu. Það, sem Katrín sagði: „Svikurunum verður aildrei fyrirgefið“, á að geym ■ast en ekki gleymast.. Höfuðsíóllian Stefán „Lagfæringar“ á stjórn- arskránni .... Nú gera margir sér tíðrætt um „lagfæringar“ á stjórnarskránni. Mér þykir það ills viti, að kratarnir og íhaldið tala um þetta sem allra meina bót, sömu menn- irnir, sem með óþjóðlegu at- hæfi hafa hleypt öllu í strand, og er vesalmennska þeirra mikil, að nota meiri- hlutavald sitt til upplausnar einnar en ekki til ábyrgra framkvæmda. Sú var tíðin, t að þeir gengu til kosninga sem nýsköpunarflokkar og kratamir auk þess „gegn af- sali landsréttinda." Vegna samstarfsins við sósíalista um nýsköpunina og vegna þess, að mörgum virðist sem þeir myndu halda því áfram, fengu þeir góða útkomu í kosningunum. En það var ekki fyrr búið að kjósa þá en þeir brugðust öllu trausti til góðra hluta. Nei, við megum vara okkur á áróðri þeirra gegn stjómarskránni. Þeir eru að leiða athyglina frá eigin vesaldómi og lítil von til að ný fingraför þeirra geri stjómarskrálna fullkomníari. Jóhann ... Hér í sveitinni er svo frámunalega tíðindalaust sem hugsast getur. Þó er eins og við má búast nokkuð rætt oim stjórnarleysi landsins. Mörgum hefur fundizt, að sósíalistar og Framsóknar- itienn myndu geta náð samn 'íngi viðvíkjandi stjórnar- stefnu, ekki var svo lítið Kaupið Þjóðvi&fann i—i—i--i"i"i--i"i--i"i—r--i—i--i—i—i--i—i-- -H--1-I--H--1--1--1--1--1-1-1-1--1--1-H-1-H-H- Félagslíf j um fögur fyrirheit hjá Fram- sóknarþinginu- En bá eru það kratarnir, hvað myndi fylgja fi'átt' boð, þegar sú gæðavara Væri lögð undir uppboðsham 3rinn? Þáð er ekki að sjá, að íhaldið ætli neitt að láta Jajóða þá upp, enda mun þvi þykja eignin góð. En svo fór Stefán Jóhann sjálfur á upp- hoðið og fylgdi boðinu for- Óætisráðherratign. Og máski fanga þeir Eysteinn og Bjarhi Ben. inn í boðið og átöfria ! þjóðstj órnarfyrirtæki Í.M. " íöaferðir að Kolviöarhóli í kl. 2 og 8 og í fyrramáliö Farmiðar í verzluninni Paff rá kl. 12—4 I dag. Farið verð- I :r frá Varðarhúsinu. •l-l-l-l-l-H-f-l-l-l-l-l-l-H-l-l-H-H-l- ^rékkið rnaltkó! með Stefán Jóhann að höf-i Ííðstoli....■ ’ ! ^■1..i„i..h-H”1-.1-M-1-1-1-H"H--1-.1.-1.. j> ■ : H-l-H-HH-{-l"l-l-H-l-ý-l-l-l"l"l-l"l"l"l-i?l-l"l-;l-l-H-1-H-,.I"l"l-4"l"H"l"l"l"l-.H»l ^a?!;í CS- ' ' ■ ■ ■ -• ; ,r. ;•} i, . (Í./ i • - - - • ,•■ •■' • • •: •* - ■ nf a i y" i . frróttarfélagar AltSHÁTÍÐ -f- A- félagsins verður í kvöld í Tjárnárcafé og hefst með borðhaldi kl. 7,30. Félagar fjölmennið! Skemmtineíndin H-l"H"H“l"l-H-H"l..l"H“l-H-H-l-H-l"H"H-l"H"l..l-H-H-l-l"l"l"l"l.l.l"t SAGAN IJM GOTTLOB mjög hraustur líkamlega, svo að þeim tókst ekki að buga mig að fullu öll þessi ár. En skömmu eftir þetta var ég kall- aður inn á skrifstofu fangavarð arins, og með miklum unaði sagði hann mér fréttir af Elsu. Jú, hann vissi góð slcil á öllu, sem viðkom henni. Þeir notuðu hana sem njósnara meðal flótta fólksins í Prag, og það voru ekki til þeir smámunir, að þeir hefðu ekki fengið vitneskju um þá, sagði hann. Þeim var orðið kunnugt um alla hina ólöglegu starfsemi, ekki aðeins í Ung- verjalandi, heldur einnig í Búlg aríu og Júgóslavíu, já, um allt hið samhangandi kerfi samsær- ismanna frá hægri til vinstri. Hann sagði mér ennfremur, að þeir hefðu talið henni trú um, að ég væri dæmdur tii dauða og yrði skotinn, ef hún framkvæmdi ekki allt, sem þeir sögðu henni. Þeir heliu henui stöðugt í þeirri trú að ef hún gerði þetta og hitt, mundi mér verða sleppt lausum. Og svo komu þeir með nýjar kröfur Næstu mánuði á eftir hélt ég, að ég yrði brjálaður. Þar á of- an gerði ég sjálfsmorðstilraun, en með nógu mikilli illgirni og dugnaði tókst þeim að koma líf- inu í mig að nýju. Og smám saman færðist yfir mig ró sprottin af uppgjöf og sinnu- leysi. Við og við sögðu fanga- verðirnir mér ný atriði viðkom andi starfsemi Elsu, hve dugleg hún væri orðin og hverju þeir hefðu lofað henni í þetta sinn. Þeir sögðu henni, að þá þegar væri farið að fara betur með mig, ég væri búinn að fá alls konar forréttindi meðal fang- anna, og ef hún aðeins héldi áfram í nokkurn tíma enn, þá... Eg reyndi allt sem á mínu valdi stóð til þess að smygla út til hennar boðum, en allt kom fyrir ekki. Þannig liðu árin. Sljóleiki minn fór í aukana Einn dag heyrðum við af ópum og háreisti, að ennþá einu sinni væri kominn nýr fangi til að misþyrma. Seinna um daginn ■ rrðu þeir inn til okk- ar gamlan mann. Það er að segja, það kom í ljós, að hann var ekki gamall, en meðferð sú, sem hann hafði sætt, hafði brotið hann á bak aftur. Við vorum undir ströngu eft irliti í fangabúðunum, en þó tókst okkur að hjúkra honum. I tvo daga var hann fárveikur, en svo hresstist hann ofurlítið og sagði okkur sögu, sem hafði mjög djúp áhrif á okkur alla. Maðurinn :var frá Noregi, Ingimundur Hánssen tannlækn- ir. Hann hafði fengið styrk til þessa ferðalags og ætlaði að kynna sér nýungar í vísindum. Eg hef áður sagt frá því, hvern ig hann kynntist Elsu, sjálfur hafði hann ekki minnsta inn- grip í stjómmál, var eins og sak laust barn. Enn allt uni það gerðist það kvöld eitt, þegar hann gekk út til þess að kaupa vín, að hann var tekinn höndum og svæfður og vaknaði ekki, fyrr en við landamæri Ung- verjalands, en um allt hafði ver ið samið við landamæraverðina fyrirfram. Eins og ævinlega. Og svo lenti hann sem sagt á Janka Púszta, þar sem hann var settur í fangabúðirnar, eft ir að þeir höfðu yfirheyrt hann og talið honum trú um, að þetta væri lögmætur dómstóll. Það sem þeir höfðu áhuga á var samband hans við Jóhann Gottlob. I f jóra sólarhringa var hann yfirheyrður svo að segja hvíldarlaust, og auk þess var sent eftir ,,sérfræðingi“ til Buda pest til þess að „lækna“ hann. En hann gat ekki sagt þeim íneitt, vissi ekki neitt. Þeir trúðu ekki því, sem hann sagði; og héldu áfram að vfirheyra hann og pynta í marga daga. Hann sagði mér allt af létta. Frá fundum sínum og Klöru — Elsu. Um vegabréfið, sem hann hafði fundið í kofanum. Hann skildi auðsjáanlega hvorki upp né niður í þessu. Eg þóttist skilja nógu mikið í Gottlobsmálinu til þess að sjá, að það hlyti að vera í sambandi við eitthvert miður hreint al- þjóðlegt leynibrall og einhver legðu mjög mikið kapp á, að það kæmi ekki fram í dagsljós- ið. En sagan var þó mjög dular full, og enga skynsamlega fulln aðarskýringu var ég fær um að gefa. Við Ingimundur Hanssen urðum á þessum fáu dögum — og nóttum sem við vorum sam- an, mjög góðir vinir. Eg gerði allt, sem í mínu valdi stóð, til að halda í honum kjarkinum, og hann þoldi alveg ótrúlega mikið. Við ákváðum að rann- saka Gottlobsmálið, jafnskjótt og við slyppum og ekki unna okkur hvíldar, fyrr en við hefð- um fundið lausnina. En dag nokkurn vissum við allir, að Ingimundur hefði verið skotinn. Hann hafði sjálfur fund ið það á sér, að þetta mundi enda þannig, þó að hann reyndi í lengstu lög að halda í vonina um, að misskilningurinn mundi verða leiðréttur. En tilhneiging hans til að gera alltaf ráð fyrir hinu stórkostlegasta. olli því, að hann fór fljótt að gruna hið versta. Að minnsta kosti bað hann mig eitt ltvöld, ef liannn ætti ekki afturkvæmt úr fanga búðunum, að sjá til þess, að hinzta kveðja hans bærist Lind verkfræðingi í Narvík; ég átti tíl gamans að minna Lind á ræð una, sem hann hélt við kveðju samsætið í Narvík. Einnig bað hann mig að gera allt, sem unnt væri, til þess að leiðrétta þann misskilning, er leitt hafði til þess, að hann yar þarna nið urkominn. Þó að undarlegt megi virðast, þá held ég, að sú til- finning, sérii ríkust Var í huga hans hafi ekki vefio' hriæð’sla við dauðann né sorg yfir því, að lífsdraúmur hann riáði ‘ ekki áð rætast, né beiskja gagnvart þeim, sem ruddu honum misk- unnarlaust úr vegi að ástæðu- láusu, heldur miklu fremur sár löngun til þess, að sagan um Gottlob, sém hafði gagntekið hann síðustu mánuðina, yrði upplýst. Já, merkilegur maður á marg an hátt, Ingimundur Hanssen. En það gagnaði honum ekki, var miklu fremur ógæfa hans. Að minnsta kosti gagntóku ör- lög hans mig svo, að ég er ekki í rónni, fyrr en ég hef fengið þau fullskýrð — og komið fram hefndum, því að um það dreym- ir mig, þó að ég annað veifið reyni að telja mér trú um, að ég sé hafinn yfir allt þess hátt ar . Eg gerði nýja flóttatilraun nokkrum dögum eftir að Norð maðurinn hafði verið skotinn, og í þetta sinn heppnaðist hún. Teleki greifi var þá ný orðinn forsætisráðherra, ný sjónarmið að halda innreið sína í stjórn landsins; það var sagt, að all- ar hinar hálf leynilegu fanga- búðir yrðu lagðar niður, og dá- lítil ringulreið varð meðal fanga varðanna hjá okkur. Eg notaði mér þetta tækifæri. I fyrst.u gekk flóttinn mjög vel, ég komst til Kasjá með her bíl, vinur minn, sem var undir- foringi, hætti á að flytja mig, og þaðan hafði ég hugsað mér að fara til Rússlands -—■ einn vinur minn er prófessor í stærð fræði í Kiev. Sú ferð varð mjög sögurík. Þann 15, kom ég til Munkaks og þrann 16. lögðu ung verskar hersveitir af stað inn í Karpata-Úkrainu. Þetta voru allt annað en skemmtilegar kringumstæður, en til allrar hamingju þekkti ég landið, hafði eitt sinn farið um það fótgangandi. Á hálfum mánuði komst ég gegnum skógana í verstu vorfærðinni. Og allt í kringum mig drundi orustu- gnýrinn. En þetta er önnur saga. Eg komst til Kiev, skrifaði Lind verkfræðingi og fékk svar þrem mámiðum seinna, þar sem farið var fram á, að ég kæmi til Gautaborgar fyrstu vikuna í september. Eg kom til Gautaborgar sama dag og stríðið skall á. Það hafði í rauninni mjög djúp áhrif á mig. Svíarnir voru að vissu leyti æstir og gramir, en sam- anborið við andann, þar sem ég hafði verið, til dæmis í Ung- verjalandi, var fólkið næstum því áhugalaust. Jæja, ég átti að hitta Lind á Palasehóteli, hánn var ekki kominn enriþá, og af skiljanlegum ástæðum gát ég ekki fengið mér herbergi á þessum stað. Eg ók um göturn ar og ákvað loks að setjast að á hinu nýja sendimannahóteli. Og þar bjó Brúnó Eggert af til- viljun — sennilega vegna þess, að hótelið var svo mikið auglýst í sænsku matvögnunum. Hann var búigarskur flótta- maður, é^ ungverskur, og ég kannaðist við náfn hans frá gamalli tíð. Vitanlega fórum við að rabba saman, og vitan- lega komum við fljótt að þeim máluiíi; Séiri' sriertu okkrir báða — Klöru eða Elsu og Norð- manninum Ingimundi Hanssen. Hann sagði mér frá Apdrési Lilju, og ég fékk mikinn áhuga á því að hitta hann. Árásir okkar á forstjórann heppnuðust ekki vel; hann hafði í hyggju að sigla til Buenos Aires og ætlaði að vera f jarver- andi minnst eitt ár. Við vorum komnir að því að gefast upp. En loks kom Lind verkfræðing ur, og hann stakk strax upp á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.