Þjóðviljinn - 15.02.1947, Síða 5
Laugardagur 15. febrúar 1947
Þ JÓÐVILJINN
5
Málefni 09 máleinaleysi III
Raforka, síóriðja og byggingar-
stofnun ríkisins
Þjóðviljinn birtir í dag tillögur sósíalista um
raístöðvar, vatns- og hveravirkjanir og stóriðju í
sambandi við þær; enníremur tillögur um byggingar
stoínun ríkisins, sem liggja nú íyrir alþingi í frum-
varpi Sigfúsar Sigurhjartarsonar.
Hugsjónir heildsalastjórnarinnar í þessum sömu
málum sjást í dálkinum til hægri.
,,a) Flýtt sé svo sem verða má nýjum
stórvirkjunum Sogsins og Laxár í Suður-
Þingeyjarsýslu með sérstöku samkomu-
lagi við Reykjavíkurbæ og Akureyri, ef
verða mætti, að virkjunum þessum yrði
lokið árin 1948—’49. Öflugur stuðningur
sé veittur bæjar- og sveitarfélögum við
að koma upp nauðsynlegum raforkuveit-
um og séu jöfnum höndum byggðar
diesel- og eimtúrbínurafstöðvar og vatns
virkjanir eftir því sem við á í hverjum
stað. Hveraorka verði virkjuð í stórum
stíl, ef tilraunir leiða í ljós, að það sé
hagkvæmt.
b) Undirbúningur með hverskonar
nauðsynlegum rannsóknum sé hafinn til
þess að geta komið upp hér á landi á
næsta áratug stóriðju, sem fyrst og
fremst byggi á ódýrri raforku og vinni
úr innlendum hráefnum, sem nú þegar
eru fundin eða finnast kunna við rann-
sóknir, og erlendum hráefnum, sem
borga myndi sig að flytja inn. Skulu
sérstaklega rannsökuð virkjunarskilyrði
Þjórsár og fjárhagslegur möguleiki á
mjög stóru orkuveri, er skapi grundvöll
«
að stóriðju á Suðurlandsundirlendinu og
vélreknum landbúnaði.
c) Áburðarverksmiðja sé byggð, ef
rannsóknir þær, sem nú standa yfir,
leiða í ljós, að það sé æskilegt.
d) Sementsverksmiðju sé komið upp,
er fullnægi sementsþörf landsmanna,
strax er jákvætt álit sérfræðinga á mál-
inu væri fengið.
Komið verði upp byggingarstofnun
ríkisins, er hafi þessi megin hlutverk
með höndum:
a) að safna skýrslum um húsnæðis-
ástandið í kaupstöðum og kauptúnum og
gera áætlanir og tillögur um, hvernig
bætt verði úr húsnæðisþörfinni á hverj-
um tíma.
b) að annast byggingarframkvæmdir
fyrir byggingarfélög, sem njóta opin-
berrar aðstoðar við byggingarfram-
kvæmdir, ef þau óska þess og fyrir ríkið,
sveitarfélög og»aðra aðila, eftir því sem
óskað er og við verður komið.
c) að gera teikningar að húsum bygg-
íngarfélaga, sem njóta opinberrar að-
stoðar og að húsum og mannvirkjum
annarra, eftir því sem óskað er og við
verður komið.
d) að annast lántökur til byggingar-
framkvæmda byggingarfélaga og sveit-
arfélaga, sem njóta opinberrar aðstoðar
við framkvæmdirnar og hafa að öðru
leyti með höndum í umboði ríkisstjórn-
arinnar framkvæmd þeirra laga, sem
f jalla um opinbéra aðstoð við byggingu
íbúðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum.
e) að veita leyfi til bygginga og kaupa
á byggingarefni, samkvæmt því er að
framan' segir.
Öll framangreind atriði verði lögfest
á þessu þingi“.
Ekkert
'fí '
. ít. po
~ ® • n — s* •
í ,
W k
„Húsnæðisskorti og
heilsuspillandi íbúðum,
hvar sem er á landinu
verði útrýmt með bygg
ingu liaglívæmra íbúð-
arhúsa“.
-• ~j-1* .-
Peter Freuchen:
[ Víðsjá Þjóðviljans 15. 2. 1947.
„YES, SIR
íí
An efa _ er orsök alis þessa
minnLmáttarkennd hvítu mann-
anna gagnvart negrum. Eg fékk
ágæta sönnun þess í Tennessee,
þar sem ég var til að halda
fyrárlestur.
Það átti að halda samkvæmi,
og ég vildi gjarnan taka með
mér mann einn, sem ég hafði
kynnzt og hafði mætur á. Mér
var svarað, dálítið vandræða-
lega, að í þéssum ríkjum „um-
gengist maður ekki negra eða
mann sem að einhverju leyti
hefði negrabióð."
Síðar var mér skýrt frá að
maður þessi. sem var háskóta-
kennari, væri að einum sextánda
hluta negri. Eg spurði hvort
þeir álitu stg standa svo iangt
að baki negrum, að þessir
fimmtán hlutar af hvítu blóði
nægðu ekki til að vega upp á
máti hin-um eina af negraiblóði.
Þeir svöruðu „að þannig hefðu
þedr nú ekki skoðað það“, en
þetta var venja. Og ég var gest-
ur og átti að halda fyrirlestur.
„Negrinn" kom ekki.
Það kemur margt kynlegt fyr-
ir og þó er það leiðinlegt, því
að það sýnir á hve lágu stigi
hvítu mennirnir standa þarna.
Eg kom til manns, sem full-
vissaði mig um, að hann væri
hlynntur’ Skoðunum mínum. Og
hgnn tók sjálfan sig sem dæmi
um hvernig maður gæti „ágæt-
lega umgengist þá.“
Síðan sagði hann, að sér og
vini sínum þætti mjög' % gaman
að fara á veiðar, og hvert haust
færu þeir eina ferð með hundrað svo að maður skilji aðstæðurnar
prósent negra, sem er rektor! til fulls." Svo var ekki talað
við negraháskóla þar í borginni.' meira um það mál.
Vel menntaður maður. — Hvítu
mennimir tveir höfðu tjald fyrir
sig og negrinn fyrir sig. Þeir
skiptust á að eida mat. En þá
daga sem negrinn var matsveinn,
undirbjó hann aiHt og lagði á
borð fyrir hvítu „félagana" inni
í tjaldihu. Síðan tók hann sinn
Síðari grein
mat, — sem hann hafði sjáifur
búið til — og fór með hann
út úr tjaldinu. Þar sat hann svo
undir heiðum himni, og þeir töl-
uðh saman gegnum tjaldvegginn
„alveg frjálst og óþvingað“ (!j(!)
Takið eftir því að hwíti mað-
urinn sagði frá þessu sem dæmi
um sína miklu menningu og
frjálslyndi. Hvorugum hinna
hvítu herra mun nokkurn tíma
hafa dottið í hug, að negrinn
hafi með sjálfum sér brosað að
þeim.
Eg kom til Amarillo, Texas.
Þar hitti ég danskan prest, síra
Sörensen. Hann viðurkenndi, að
negrar mættu ekki koma í kirkj
una til sín. Þegar ég gerði til-
raun til að tala um þetta við
hann, tók hann strax hina venju-
legu — og auðveldu — afstöðu;
„Hr. Freuehen, ég vil ráð-
leggja yður að dei'la ekki um
þessi mál hér í Ameríku. Mað-
ur þarf að dveiljast hér mörg ár,
Eg verð þó að bæta því við
til skýringar afstöðu þessa
merkilega Dana, að aðrir sögðu
mér. að kirkja hans mundi verða
brennd til grunna, ef hann
hleypti negrum þar inn.
Og annar prestur — hann var
Skoti — leit á þetta frá sjónar-
miði kaldrar skynsemi. Hann
sagði; „Kæri Hr. Freuchen, ef
ég hleypti negrum hér inn,
mundi ég ekki verða prestur hér
lengur. Eg mundi missa atvinnu
mína. „Það voru vissulega skilj-
anleg rök.
En á striðsárunum, þegar skort
ur var á vinnuafili, fluttu hundr-
uð þúsunda af negrum úr Suð-
urríkjunum í Norðurríkin. Þar
þrífast þeir vel, þeir hafa jafn-
rétti við hvíta menn og munu
aldrei snúa aftur til Suðurrikj-
anna.
Og nú er þeirra saknað þar.
Það er gott að nota hið mikla
Framhald á 7. síðu.
ujlriMnj&r
rvaroMs
I Bandaríkjunum gilda lög hinna hvítu manna.
Fyrir nokkrum clögum síð-
an birtist sú frétt í íslenzk-
um blöðum að mikið verðfall
hefði orðið á brezkum ríkis-
skuldabréfum.
Þó undarlegt megi virðast
er þessi frétt athyglisverð fyr
ir íslendinga. Fjármálapostuli
afturhaldsins, Jón Árnason»
lýsti því sem sé yfir opinbei
lega að íslendingar ættu að
kaupa brezk ríkisskuldabréf
fyrir eiguir sínar erlendis, en
hcetta við alla nýsköpun! Síð
an œttu þeir að hirða sína 3
prósent vexti og láta þar við
sitja!
Én nú hefur það þegar komi
ið i Ijós að þessi forsmánar-
lega afturhaldsstefna í fjár-
málum hefði ekki einu sinni
fœrt íslendingum neina þrjú
prós. veséti, heldur orðið til
þess að ótaldar milljónir
hefðu tapazt gersamlega. —'
Hins vegar eru togararnir,
sem Jon Árnason hataðist
mest við. þegar orðnir 30
prós. verðmeiri en þegar sam
ið var um kaup á þeim ■
og það áður en þeir eru tekn-
ir í notkun- Og á hverju ári
eiga þeir eftir að fœra þjóð-
inni nýjan arð og auka fram-
farir og velmegun Islendinga.
En hversu lengi á slíkur
fjárrnálaglópur sem Jón Ama
son að sitja í einu œðsta f jár,
málaembætti landsins?