Þjóðviljinn - 15.02.1947, Blaðsíða 8
r
íþróttaihús ísafjarðar — en það^ var vígt s.l. laugardag — í smíðum s.l. sumar. Aúk íþrótta-
hússins er í sambyggingu þessari sundhöllin og bókasafn ísafjarðar.
Góður slldar-
alli i fierpiiséi
Síldveiöi er ennþá góö hér
á sundunum og hafa1 herpi~
nótabátar fengið þar ágœt
köst. T. d. fékk Bjarki 500
mál í einu kasti.
Trollbátar og reknetabátar
eru flestir hættir veiðum-
Aéalluudiir
Sósíallstafé-
lags Vest-
mannaeyja
Sósialistafélaf Vestmanna-
eyja hélt aðalfund sinn í j
fyrrakvöld og var fundurinn
fjölsóttur■
I stjórn voru kosnir:
Formaður: Tryggvi Gunn-
arsson. ,
Varaformaður: Haraldur
Guðnaáon.
Ritari: Árni Guðmundsson.
Gjaldkeri: Ingiibergur Jóns-
son.
'Meðstjórnendur. Eyjólfur
Eyjólfsson, Guðmundur,
1
Gunnarsson og Sigurður Stef
ánsson-
yerður fyrir
bíl ©g lær-
!öF®ÉMar
I gær varð lítill drengur
fyrir bifreið á Skólavörðustíg
og lærbrotnaði.
Bifreiðin, sem drengurinn
varð fyrir var á leið upp j
S'kólavörðus'tíg. Á móts við i
Bjarnarstíg hljóp drengurinn
í veg fyrir hana. Bilstjóranum
tókst ek'ki að hemla nógu
snemma og þegar bifreiðin
stöðvaðist lá drengurinn
framan við hana. Bifreiðar-
stjórinn flutti drenginn á
Landsspítalann. Við rann-
sókn kom í ljós að hann var
lærbrotinn-
Drengurinn heitir Ingvi
Tómasson og á heima á Njáls
götu 6.
T
Það sem japanska þjóðin
máfti ekki vita
Nýársboðskapur Philips Murray, forseta bandaríska verka-
lýðssambandsins CIO sætti mjög varhugaverðri ritskoðun í
böfuðstöðvum MacArthurs hershöfðingja í Tokíó, að þfí er
bandaríska blaðið New York Times hefur leitt í ljós.
Kaflanum sem hér fer á eft-
ir, eins og hann var birtur í
Japan, hafði lítið verið breytt,
nema örðunum sem sett eru
innan sviga hafði verið sleppt;
þau mátti japanska þjóðin ekki
lesa.
„Það er mér ánægja að mega
senda japönskum verkalýð
kveðju bandaríska verkalýðs-
sambandsins CIO. Verkamenn
um heim allan eiga margt sam-
eiginlegt. Allir (stóðu þeir gegn
einræði á hinum dökku dögum
fyrir stríðið og) óska friðar, ör-
yggis og vinnu. CIO er þeirrar
skoðunar að heimsfriður bygg-
ist á samvinnu verkamanna um
heim allan. Slíkri samvinnu
hefur nú verið komið á með
stofnun Alþjóðasambands
verkalýðsins."
Kaflanum sem á eftir fer
hafði alveg verið sleppt:
„I>að er einlæg von mín að
sá dagur nálgist nú óðum, að
japanskir verkamenn sendi
fulltrúa sina á fund þessa stétta
baráttusambands. Meðlimir CIO
eru í vinnusveitum bandaríska
hersins í Japan. Menn úr féiög
um okkar hafa tekið þátt í að
endurskipuleggja uppeldiskerf-
ið í Japan. Þeir fara lofsamleg-
um orðum um almenning í
Japan, sem þeir segja að óski
mjög eftir lýðræði."
Sérstaka athygli vekur að að
orðið lýðræði hafði hvarvetna
verði strikað út. (ALN).
Málverkasýn-
liBg S®érariiis
11«, Porláks-
soisar
I tilefni 80 ára afmælis
Þórarins heitins Þorláksson-
ar listmálara, verður opnuð
yfirlitssýning á málverkum
hans í dag, í Oddfellowhöll-
inni (uppi) íkl. 4.
Málverk hans eru flest
einstaklingseign og á víð og
dreif, en nokkur þeirra voru
í málverkasafni ríkisins.
Sýningin verður opin dag-
lega frá kl. 11—8.
Wýja ISakota-vélist
A myndinni sést hin nýja Dakota-vél Flugfélags Islands, sem
kom hingað í fyrradag og sagt var frá í blaðinu í gær. Undir
\æng hennar standa mennirnir, sem ílugu henni heim. en þeir
cru, talið frá vinstri: Kristján Kristinsson, Þorstcinn Jónsson,
Eiríkur Loftsson og Bafn Sigurvinsson.
Enn lýsir
<? ©
IMorgunblaðið, aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins,
heldur áfram að lýsa nýju afturhaldsstjóminni. I
forustugrein blaðsins í gær er rætt um nýju togar-
ana, hinn glæsilega árangur af stórhug þeirra sem
hrundu nýsköpuninni af stað. Síðan heldur Morg-
unblaðið áfram á þessa leið:
„En þegar þessa alls er minnst, verður ekki kom-
ist hjá að minna einnig á afturhaldsöflin í landinu,
Framsóknarliðið, sem sá aldrei neitt gott við þessi
togarakaup, rægði þau á alla lund og taldi þau vera
mesta glapræði sem nokkur ríkisstjórn hefði ráðist
í á íslandi! Þær eru ekki fáar greinamar, sem birzt
*
hafa í Tímanum um þessi togarakaup. En allar hafa
þær verið á einn veg: Fordæming og hrakspár.
Skyldi ekki einhverntíma þykja einkennileg sú
rás viðburðanna, eftir allt sem á undan er gengið,
að einmitt hin sömu afturlialdsöfl, sem hatramm-
ast börðust gegn kaupum hinna nýju togara, væru
orðin meðvirk í rfkisstjórn landsins þegar fyrsti
nýsköpunartogarinn kemur í íslenzka höfn? Já,
margt breytist á skömmnm tíma.“ (Leturbr. hér).
Þamiig hljóðar lýsing Morgunblaðsms á þeim
hluta Framsóknarflokksins sem styður stjórnina.
En hún á ekki aðeins við um Framsóknarráðherr-
ana, allir stuðningsmenn stjórnarinnar eru sama
sinnis. Sérhagsmunamenn Alþýðuflokksins og heild-
salar Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf hatazt við ný-
sköpunina, og hafa nú ásamt Framsóknarafturhald-
inu myndað stjórn sem hefur það eitt hlutverk að
,,grafa“ nýsköpunina eins og Tíminn komst að orði
í fyrradag. Hitt er svo næsta ótrúlegt að slík stjórn
hafi meirihluta í sölum Alþingis, og með þjóðinni
er hún í algerum minnihluta.
Eiitokunarsaiimiiigar engil-
saxa uiti kvikmyndasýniiftg-
ar á Italíu
K\ikmyndafélögin í Hollywood í félagi við stærstu eigend-
nr kvikmyndai'ramleiðslu í Bretlandi eru að bola ítölskum mynd-
um út af markaðinum í ftalíu sjálfri og koma þar á einokuu
sinna eigin félaga.
Samkvæmt skipun Banda
manna frá því Ítalía gafst'
upp, eiga ítölsku kvikmynda-
húsin að sýna bandrkkar
myndir 200 daga á ári, brezk
ar 100 daga á ári og ítalskar
aðeins 60 daga á ári, segir
í frétt frá fréttaritara ALN
í Milano.
Bandarískir og - brezkir
kvikmjmdaframleiðendur fá
í sinn vasa 45—-50% ágóðans
af sýningunum. Af því sem
afgangs er eiga ítölsku kvik-
mynda'húsin að greiða skatta,
vinnulaun og annan reksturs-
kostnað-
Þetta er þó hinum brezku
og bandarisku kvikmynda-
/.
jöfrum augsýnilega ekki nóg,
þvd nú eru þeir einnig farnir
að moka f jármagni inn í
ítölsk kvi'kmyndafélög. Þann
ig er sagt að brezkt kvik-
myndafélag eigi 250 milljónir
líra í einu ítölsku kvikmynda
félagi.
Enn eru rnö.rg ítölsk kvik-
myndatökuihús skemmd eft-
ir stríðið og skortur er á
hráefnum, en bandarísk og
brezk kvikmyndafélö.g hafa
látið nokkuð hráefni af hönd
um gegn því að fá aukin sér-
réttindi (ALN).
Skíðasambandið hefur til-
kynnt þátttöku þeirra Jóns Þor
steinssonar og Jónasar Ásgeirs-
sonar í skíðastökki Holmen-
kollenmótsins, þ. 2. marz n. k.
íslendingar munu ekki taka þátt
í öðrum greinum þessa skíða-
móts, en það eru skíðaganga
og tvíkeppni í göngu og stökki.