Þjóðviljinn - 04.03.1947, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.03.1947, Síða 4
ÞJOÐVILJINN * Þriðjudagur, 4. cmarz 1947. þJÓÐVIUINNj Útgefandi: SameinlngarflokJcur alþýðu — Sósíallstaflokrurixm Ritstjórar: Kristinn E. Anárésson, Slguröur Guömundsson, 6b. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason Ritstjómarskrifstofur Skólav örðust. 19. Sírnar 2270 og 7500 (eftir kl 19.00 einnig 2184). AígreiÖsla Skólavörðustíg 19, síml 2184 Auglýsingar Skólavörðustig 19 sími 6399 Prentsmiðjusími 2184 Askriítarverð' kr 8.00 é manuði. — Lausasölu 50 aurar ! «uai Prentsmiðja Þióðviljans h. (. IH'íím verðni* a«l gerast Prentsmiðjá Þjóðviljans verður að eflast. Það ættu allir velunnarar Þjóðviljans að gera sér ljóst. Til þess að fá þær vélar, sem nauðsynlegar eru var ákveðið að auka hlutaféð um 200 þúsund kr. Þessar vélar er-u nú allar keyptar, og sumar komnar inn í prentsmiðjuna, en aðeins 86 þús. af nauðsynlegu hlutafé eru komnar, eftir er að fá 114 þús. Það er verkefni sósíalista og ailra þeirra, sem vilja greiða götu Þjóðviljans að stuðla að því að þetta lilutafé fáist og það allra. næstu daga. Hvert hlutabréf kostar 500 kr. og þarf því að selja 228 hlutabréf svo tilskilin upphæð náist. Ekki er nauðsynlegt að greiða hlutabréfin í einu lagi, t. d. má greiða hundrað krónur mánaðarlega í fimm mán- uði. Það eru ugglaust miklu fieiri en 228 menn sem vilja og geta lagt fram fimm hundruð krónur sem hlutafé til prentsmiðju Þjóðviljans, það er aðeins að gera það, láta það ekki dragast úr hömlu. Þeir sem vilja sinna þessu kalli geta snúið sér til Árna Einarssonar á afgreiðslu Þjóðviljans eða flokksskrifstof- urnar á Þórsgötu 1. Nú dugar ekki að bíða, féð þarf að koma næstu daga. Nýsköpim fieimllaniia •' VIRÐULEG . STOFNUN SÝNIR VANS/EMANDI KVIKMYNBIR „Bíógestur“ skrifar: „Virðulegasta stofnun lands- ins, Háskóli Islands, hefur á sínum vegum kvikmyndahús til þess að afla háskólanum tekna, og er gott eitt við því að segja. En kvikmyndir eiga að vera menningartæki, og geta verið það> ef þeir sem að sýning- um standa og velja myndirnar hafa einlivern áhuga á menn- ingarmálum. Á því hefur þó verið mikill þverbrestur hér á íslgndi, og . er kvikmyndahús Háskóla íslands þar engin und- antekning. Þar er íbúum þessa bæjar boðið upp á Hollywood- myndir af andstyggilegustu gerð, siðspillandi og forheimsk- andi. Það er óneitanlega nokk- uð langt gengið að Háskóli íslands, sú virðulega stofnun, skuli taka að sér að flytja al- menningi siíkan óþverra, jafn- vel þótt stofnunin hafi af því nokkrar tekjur. Háskólinn gæti á sama hátt hafið útgáfu á glæpareyfurum eða haldið uppi fylliríisknæpu niðri í Hafnar- stræti í gróðaskyni. ¥ RÁÐA „SMEKK- SPILLTIR“ KVIK- MYNDAGESTIR VALI MYNDA ? „En Háskólinn lætur sér ekki nægja að hafa á boðstólum úr- þvættismyndir, lieldur er ekk- ert gert til þess að vekja áhuga almennings þá sjaldan úrvals-' myndir eru sýndar. 1 vetur hafa ( gengið tvær sérstæðar myndir á vegum Háskólans, Hinrik fimmti og Ivan grimmi. Báðar þessar myndir gengu örfáa daga — aðeins vegna þess að þær féllu ekki smekkspilltum kvikmyndagestum í geð. Hins vegar var elckert gert til að benda þeim fjöimörgu bæjarbú- um, sem eru hættir að fara í kvikmyndahús, á það að þarna voru óvenjuleg listaverk á ferð- inni. Forstöðumenn kvikmyndahúss Háskólans verða að gæta þess, að þeir hafa komið sér upp hirð smekkspilltra kvikmynda- gesta, og það er óneitanlega ( vansæmandi Háskóla Islands ef I slíkir gestir eiga að stjórna rekstri kvikmyndahússins. ¥ „NAVATRA HOUSE“ „Steini“ skrifar: „Það tekur sinn tíma að út- rýma merkjum hernámsins, enda er þar um að ræða mikið verk. En í þessum efnum virð- ist gæta of mikils tómlætis hjá fólki. Víða um bæinn má sjá skilt, sem löngu eru orðin úr- elt og ættu því að vera horfin. Eg ætla að nefna eitt dæmi úm þetta: Á horni Skólavörðu- stíg og Laugavegs er skilti, þar sem vísað er á hvíldarstað „Navatra House“, sem Bretar höfðu á sínum tíma í bragga einum við Bergstaðastíg. Nú er löngu búið að leggja niður , þennan hvíldarstað og jafnvel búið að rífa braggann, en þarna 'er skiltið samt ennþá. Eg legg til að það og fleiri slík séu tekin niður. Steini“. ¥ OG SPYRJA FLEIRI ,Jón“ skrifar: ,Það eru háværar raddir um það meðal almennings, að sum- ir stærstu innflytjendur bíla til landsins, hafi tekið á móti fyr- irframgreiðslu svo hundruðum þúsunda skiftir, sumir tala um milljón. Hverjir eru það sem hafa svo mikla peninga afgangs? Ilafa þeir gefið þá upp til skatts? Getur það opinbera ekki kraf- izt skýrslu frá bílasölum um þá menn? Hafa skattyfirvöldin fylgjast nægilega með bílasöl- unni ? Jón“. Það væri vissulega gott að fá svör við þessum spurningum en þó hygg ég að sökin í þessu máli sé mest hjá bifreiðainn- flytjendunum, sem hafa notað mjög athugaverða aðferð til að afia sér veltufjár. ¥ NÝJU TRYGGING- ARNAR „Barnakarl“ skrifar: „Hvei’nig stendur á, að blöðin eru ekki látin skýra nýju trygg ingarnar fyrir almenningi? Er- indi það sem tryggingarforstjór inn flutti í útvarpið á dögunum hefur áreiðanlega farið framhjá fleirum en mér og væri því mjög æskilegt að blöðin yrðu látin upplýsa almenning um eitthvað meira en hvað hann á að borga. Barnakarl“. Tímar vinnukvennanna eru liðnir og koma sennilega, sumir segja vonandi, aldrei aftur. Nútímamaðurinn verður því að horfast í augu við þá staðreynd að húsmæðurnar verða í flestum tilfellum að vinna heimilisstörfin einar. Þetta verður konunum ofraun ef ekki verður undinn að því bráður bugur að gera konunum heimilisstörfin léttari en verið hef- ur. Þetta má gera með ýmsu móti. Dagheimili fyrir börn er nauðsynlegt atriði, hagkvæmt og gott fyrirkomulag á verzl- uninni, almenningsþvottahús og fleira stuðlar að því að gera konunni kleift að annast heimilisstörfin án hjálpar. En á þessu sviði sem öðrum mun þó tækni verða þýðingar- mest. Hver einasta húsmóðir þarf að eignast nútíma heim- ilisvélar. Heimilisstörfin eins og önnur störf, þarf að fram- kvæma þannig að mannshöndin stjórni en hin dauða orka vinni. Það er engum efa bundið að þessi nýsköpun heimil- anna er einn ^iýðingarmesti þá'ctur nýsköpunarinnar. Það eru því vissulega tímabær mál, sem Sigfús Sigur-- hjartarson flytur nú á Alþingi, samkvæmt ályktun frá síðasta aðalfundi Kron, e’r hann leggur til að tollur á öll- um heimilisvélum verð stórlækkaður, og ríkisstjórnin hlut- ist til um að innflutnings- og gjaldeyrisleyfi verði veitt fyrir heimilsvélum svo fullnægt verði eftirspurn. Það er athyglsvert að tollar af landbúnaðarvélum eru mjög lágir, og er vissulega réttmætt, því sannarlega þarf að greiða fyrir því að landbúnaðurinn taki tæknina í sína þjón- ustu, en það er ekki síður réttmætt að greiða fyrir að heim- ilin geti tekið tækni í sína þjónustu innan húss, og því er nú lagt til að tollur af heimilisvélum verði hinn sami og af land- búnaðarvélum., « Það er áreiðanlegt að allur almenningur væntir þess að Alþingi afgreiði þessi mál fljótt og vel. Nýsköpun heimil- anna þolir enga bið. Mþýðidioikkuriim í Hafnariirði vill: ísfa anliÍMB á kostnað Mdatiamem áiþýelufkkktiriim feildi, með hjálp íhaldsins að faka úfsvarskækkunina hjá hátekpmönnum Við afgreiðslu íjárhagsáætlunar Hafnarij. fyrir árið 1947, var samþykkt að hækka útsvörin um rúmar 500 þúsund krónur, frá því sem þau voru 1946. Fuiltrúi sósíalista sýndi fram á að ekki væri liægt að hækka útsvör á láglaunamönnum frá því sem þau voru í fyrra. Hann benti á leið til að ná all verulegum hluta af hækkuninnni, með því móti að leggja útsvör á það fé, er liátekju- menn bæjarins telja fram sem arð frá hlutafélögum og hefur verið útsvarsfrítt nú s. 1. 3 ár. Og að engin lög væru fyrir því að Laadsbókasaðaið Framhald af 8. síðu. við bætast. Verður nú óhjá- kvæmilegt að hraða sem mest brottflutningi Þjóðminjasafns- ins og Náttúrugripasafnsins, þvi að eins og nú er ástatt er mjög torveilt að vinna að umbótum í .safninu vegna þrengsla. Ef vel. væri, þyrfti einnig að sjá Þjóð- I skjalasafninu f^'rir öðru hús- veita auðmönnunum þessi hlunnindi, heldur væri hér um að ræða eftiröpun frá Reykjavík þar sem fulltrúar íhaldsins hafa á al- næði því að þess verður ekki langt að bíða, að einungis tveir röngum forseiulum leyft þcssi hlunmndi. kostir verði fyrir hendi, annar í þessu sambandi bar Krist- ján Andrésson fram svofellda tillögu: „Bæjarstjórn samþykk ir að niðurjöfnunarnefnd skuii nú við niðurjöfnun þessa árs og' framvegis leggja útsvör á arð sem einstaklingar teija fram sem útborgaðan frá hlutafélög- um.“ Þeir bæjarfulltrúar Álþýðu- flokksins sem margoft eru búnir að fá borgað í arð það hlutafé,* er þeir lögðu í atvinnutækin, og sem árlega sleppa við að greiða útsvör á tugþúsundir króna, virtust ekki geta sætt sig við til- löguna. Foringi þeirra, Emil j Jónsson i'áðhei’ra bar fram til- i lögu þess efnis, að bæjarstjórn-' in tæki ekki afstöðu til málsins, en samþykkti að vísa tillögu Kr. A. til niðurjöfnunarnefndar til athugunar og úrslita. Þessu mótmælti Kristján og benti á að í þeirri nefnd væru að minnsta kosti tveir menn, sem hefðu stóran persónulegan hagnað af að fella tillöguna og þar með væri fyrirfram .vitað um afgreiðslu málsihs. Frávís-1 unartillaga Ernils Jónssonar var | samþykkt með 8 atkvæðum i gegn atkvæði fulltrúa sósíal-! ista. Þannig snerust „fulltrúar alþýðunnar“ við því að íþyngja; ekki alþýðu bæjarins með aukn- um útsvörum. sá, |að reiiSa ,átórihýsi h.anda Lands'búkasafnimi, hinn, að fá a.llt húsið til umráða." 4 ¥ Auk skrár um íslenzk rit 1945 er skrá yfir þau rit a erlendum málum varðandi ísiland eða ís- lenzk efni, er safnið eignaðist 1945. Ennfremur er skrá um leik rit á íslenzku, frumsamin og þýdd, prentuð og óprentuð, hef- ur Lárus Sigurbjörnsson gert hana en hann er manna fróð- ) astur um rslenzka leik.listarsögu Skrá yíir erlend rit sem safnið hefur eignazt árin 1944 og 1945 fylgir ekki árbókinni, en er f-ull- búin til prentunar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.