Þjóðviljinn - 30.03.1947, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 30.03.1947, Qupperneq 6
6 ÞJÓÐVILJINN Sunnudgaur 30. marz 1947 : Ilja Erenburg: * „'Ætláðar Iesendum sem muna ekki lengur “ Eg talaði við prófessor Einstein um árásir þær sem mörg stórblöð Bandaríkjanna halda nú uppi 4- gegn Sovétríkjunum. Eg benti á grein nokkura " sem túlkaði endurbyggingu Stalingraðborgar " næstum því eins og „yfirgangsstefnu Sovétríkj- J anna“. Prófessor Einstein svaraði: „Slíkar grein- ar eru ætlaðar lesendum sem muna ekki lengur hvað Stalingrað er“. Og hann fór að segja mér frá ættflokki í Afríku sem veiur mönnum nöfn 4* eftir lilutum og fyrirbrigðum í náttúrinni, eins ;; og „fjall“, „pálmi“, „dögun“, „fálki“. Þegar ein- ” hver í þjóðflokknum deyr verður nafn hans tabú I! :— helgur dómur, og þess vegna verður að finna þessum hlutum ný nöfn. Það er augljóst að slíkur þjöðflokkur á hvorki þjóðsögur né erfðir. „Skelfilegt undraland“ — „undarleg skelfing“ ý Andstæðingum Sovétríkjanna er tamt að útrnála " land okkar sem nokkurskonar fangabúðir þar sem 1; allir séu rændir einstaklingseðli. Lesendum í II Sovétríkjunum mun skemmt yfir undrun nokk- ? urra amerískra ritstjóra, sem sögðu forviða þeg- + ar þeir sáu okkur þrjá: „Hvað, þeir eru ekkert + likir hver öðrum“. ;; Vissulega þekki ég ekki neitt land sem hefur " komizt jafnlangt í því og Bandaríkin að fella allt í sama mótið. Eg kom í f jölda bandarískra borga': • sem ögerlegt var að sjá nokkurn mun á. Allar •• borgir hafa sitt Main Street — aðalstræti — með ;; tízkubúðum, kvikmyndahúsi og ijósaaugiýsingum ;; um vindiinga og coca-eola. Enginn Bandaríkja- ;; rnaður getur þekkt eftir mynd „Aðalstræti" einn- ” ar borgar frá „Aðalstrætum“ hundraða annarra :: borga. Vitanlega hefur New York sín sérein •• kenni, en sarnt sem áður kvarta Bandaríkjamenn •• og aegja: „New York er ekki Ameríka“. í augum ;; íbúa Birmingham eða Et. Lous er hin mikla New ;; York, með öllum sínum mörgu þjóðernum, sem i! höfuðstaður eða hreiður fríhyggjumanna. Að- " komumanninum, vex í augum hinn útlendi svipur • • New York-borgar. Byggingameistarinn Le Cor- •• busier kallaði New York „skelfilegt undraland". ;; Eg hygg að það mætti eins vel kalla hana „undar- " lega skelfingu" („a fairylike catastrophe"). Hún ” hefur öll vaxið á hæðina og orðið stórkostlegur " skógur steinveggja. Á næturnar líkist hún fjöll- • • um með upplýstum kofum. Hún er marglit, há- •• vaðasöm og lýjandi. Innan hennar er fjöídi sér- ;; stakra borga — Negra, Gyðinga, ítala, Puerto " Rieomanna, Þjóðverja, og annarra. 1 Chinatown " — kínverska hverfinu — lofa rakararnir því að :: fjarlægja ör af andlitum manna svo engin merki ” vei’ði eftir. I Harlem — negrahverfinu — eru •• „skyrtuspítalar" og einka- veðlánabúðir þar sem + hægt er að veðsetja rifnar buxur. í Fimmtug- " ustu og annarri götu eru seld meistaraverk evr- " ópskrar listar. Á Fifth Avenue spóka frúr mill- ", \ jónera sig í kápum úr bjóraskinnum. New York er miðstöð stjórnmála og lista. Opinberlega er j- húu ekki einu sinni höfuðborg neins ríkis, heldur ;; eins og hver önnur ómerkileg borg. Hún er samt ;; sem áður hin raunverulega höfuðborg Ameríku. " Tvær eða þrjár aðrar borgir — San Francisco, 4. New Orleans og Boston— hafa haldið séreinkenn- um slnum. Allar aðrar borgir eru sérkennalausar.þær eru J blátt áfram samansafn viss fjölda Ameríku- ;; rnanna. Vörur eins og buxur, kaffikönnur og liæginda- £ Stólar eru þar einnig einhæfar, alstaðar fram- lciddar eins. Eg segi þetta ekki sem ásökun, því Bandaríkjamenn hafa með fjöldaframleiðslunni aukið hinn efnalegu þægindi. Eg hygg að við get- um lært ýmislegt af Bandaríkjamönuum: hvern- ig á með fljótum hætti að smíða skó og steikara- pönnur. Samt sem áður, flestar lúxusvörur í Bandaríkjunum er innfluttar og sölumaður út- skýrir verðið fyrir kaupandanum með þessum ;; orðum: „En þetta er innflutt." ;; ElÉir PSiyllis Charles féll vel við Sally. Hann óskaði að * hún væri ekki alveg svona feimin, en feimni hennar gerði hann vingjarnlegan. Og þegar Charles var - • . vingjarnlegur, var hann svo viðfeldinn að Sally mátti gæta sín að gleyma ekki, hversu mikið hún atti að hata hann. Charles vissi, að Sally mundi eiga að hata hann, Alecs vegna, og honum féll betur við hana fyrir það. Samt fannst honum léttara að tala við Berthu uuru bó'ti rannsóknarstarf skemmtilcgra en allt annað, sem hann vann, og Bertha lifði fyrir það. Charles sá að hún vissi heilmikið af kvenmanni að vera, en hann hefði viljað að hún talaði ekki með fullan munninn og -hefði beint öllu meira at- hygli sinni að tönnum og hári. Það var sorglegt, að laglegar konur vissu ekki, hve mikilvægir slík- ir hlutir voru — þar sem aftur á móti ólaglegar konur skildu það alltaf. Charles renndi augunum yfir borðið. Hann fór að hugsa um, hvort frekar ætti að telja Jane lag- lega eða ólaglega. Hún var í ljósum bláum kjól og með langa eyrna- hringi með bláum gimsteinum. Hún sat þögul, þegar Charles horfði á hana. Hún var að hlusta, og með þeim svip yfir sér, sem hún oft hafði, og lýsti því, að henni líkaði betur að taka móti áhrifum heldur en að leggja nokkuð til sjálf. Hún hafði eitthvað tindrandi við sig, sem hún þó hélt i skefjum. Það var eins og hún kynni vel að meta falleg föt og vel tilbúinn mat, en þó ekki svo, að hún gerði oí mikió úr gildi slíks. Myra talaði með hárri, og dálítið hvellri röddu. Hún hélt, að það eitt að tala — við svona fólk — væri álitið mjög hugulsamt af henni og mundi á augabragði vekja dj.úpa athygli. „Eg er vi3s um, að blönduð gull og silfur-mynt er það, sem við nauðsynlega þörfnumst,“ sagði Myra. „Það liggur í hlutarins eðli, ef ekki er nægilegt gull til, ættum við lika að nota silfur. Það er heimsku legt af öllum þessum æfðu stjórnmálamönnum að vilja ekki ráða bót á þessu. Eg held að skatta ætti með öllu að afnema. Hvað atvinnuleysingjana snert- ir . . . .“ Charles andvarpaði hægt og beygði sig yfir súpudiskinn. Það var bragðgóð aspargus-súpa, búin til með þeyttum rjóma og nokkrum dropum af sherry. tlnaðslegt hvað Myra gat verið mikill snill- ingur að búa til góðar súpur, en barnalega óþrosk- uð í allri hugsun. Charles sneri sér nú aftur að Sally. Skynsöm stúlka, sem vissi hvert vegir liggja. Charles fór mikið á mótorhjóli og honum þótti gaman að tala um vegi. Sally var ekki neitt skrafhreyfin til að byrja með, ekki ruglaði hún heldur saman staðreyndum, en hún reyndi að fá Alec inn í samtalið. Og Charles gat líka tæplega búizt við af nýgiftri konu, að hún gæti látið vera þessi afsakanlegu mistök. Og ef Alec voru ekki beinlínis að þakka, hve vegirnir voru góð- ir, þá vissl hann nöfn á hverju smáþorpi — og þekkti allar hættulegar krossgötur og óvæntar beygj ur á 100 mílna svæði í nágrenninu. Örlítið, næstum blítt bros lék um varir Charles. Hann fór að ímynda sér hvernig það mundi vera að eiga konu, sem væri svo upptekin af manni, að hún léti engan hlut fara fram hjg manni og setti mann inn í hvert efni. Skyldi Alec líka leita álits Sally í öllu og finnast lýsingar hennar á borð við ræður Winstons Churchill — eða þá Lord Beaver- brooks. Charles vissi, að þessar frægu persónur mundu, fyrr eða seinna, blandast inn í samræðurn- ar hjá Myru og leiða talið að Mussolini. Og talið snerist reyndar þegar um þá. Hann heyrði Myru segja, að það sem England þyrfti væri maður að borð við Mussolini eða Adolf Hitler. Nokkrar vélbyssur, sk^msamlega hagnýtlar, myndu útiloka heimskreppuna. Alec varð kuldalegur. Hann andmælti henni hisp- urslaust. Hin bláu augu Myru urðu ótrúlega stór. En Charles vissi, að henni féllu yfirleitt vel þeir menn, sem voru kuldalegir í fyrstu. Enginn efi á því, að þeir féllu betur í smekk á eftir, hugsaði Charles, eins og fuglar smökkuðust betur ef þeir voru steiktir, áður en blóðið í þeim kólnaði. Bertha Hurst leiddi talið að nýjum aðferðum í jurtalækningum, sem Chaiies hafði áhuga á. Hann vissi meira um þetta efni en Bertha, en hann var of nærgætinn gestgjafi til að láta það koma í ljós. Hann hlustaði með athygli á hana. Og þegar hann var á öðru máli,. kom hann því svo fyrir, að and- mæli hans hljómuðu sem viðurkenningarorð. Allt í einu heyrði hann, að Myra var farin að brýna Jane. Hann heyrði hana segja, í hinni ein- kennilega hortugu rödd, sem hún viðhafði oft við konur, sem voru gáfaðri en hún sjálf: „Fellur yður vel starf yðar, dr. Everest? Eg held að það hljó.ti að vera hryllilegt, og alitof grófgert fyrir kven- mann að eiga að .meðhöndla brjálað fólk.“ „Mér finnst ekki svo mikill munur“, sagði Jane gætilega, „milli heilbrigðra og sjúkra. í seinna til- fellinu er líkamshylkið í ólagi, en ljósið, sem kemst gegnum það er samt sem áður skin persónuleikans. Stefnan sem það fylgir er rökrétt." BARNASAGA Viuir Péturs litla segja sögur F L A S K A N. „Eg þoli þetta ekki lengur", sagði glas- ið og stundi. ,,Það er brestur í mér og ég finn svo mikið til, þegar ég er að hlægja. — Æ, ég held ég ætli alveg að springa". ,,Af hverju hlæið þið svona mikið?" spurði Pétur. Glasið stundi, en flaskan hrópaði og varð að halda niðri í sér hlátrinum: *,Eii sá asni, þessi kona"! Drengurinn gladdist með sjálfum sér. Fyrst flaskan segir, að írúin sé heimsk, þá er hún líklega heimsk, og þá veit hún ekkert hvað hún er að segja; og líklega færi hvorki hann né mamma til vítis.— ,,Af hverju segir þú, að frúin sé heimsk?" spurði hann. Vatnið gutlaðist upp í flöskustútinn, en svo hætti hún að hlæja og svaraði: „Heyrð ir þú ekki hvað hún var að segja um víti?" „Ö-jú", sagði Pétur litli. „Eg er hálf hræddur út áf því". „Af því að þú ert heimskur, eins og konan", sagði flaskan hranaiega. „Eg veit, hvað helvíti er, en guð hefur ekki búið það til, heldur mennirnir, og börn og fullorðnir koma þangað, en ekki af því, að þeir gleymi að lesa bænirnar sínar, heldur af því, að þeir eru fátækir. Liggðu rólegur, og þá skal ég segja þér frá hel- víti". — „Já, blessuð segðu mér", hvíslaðiPétur. „Hefur þú nokkurn tíma verið í miklum hita?" spurði flaskan. „Já, á sumrin, þá er svo heitt hérna, að maður ætlar alveg að kafna".

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.