Þjóðviljinn - 27.04.1947, Síða 6

Þjóðviljinn - 27.04.1947, Síða 6
. 6.... vimr" -,Þ J.Ó:Ð.VI.L J.I.N.JÍ Ll- SiSTSlíi^agjur' C 27. apríl ■ 1847 -rr^- ■ /.Ellíólf BöðSévéIl:v^ v.^t -- :,;t Sjónarmið Roosevelts forseta Inngangsorð. Annars er ég þeirrar skoðunar að ókostirnir sem fylgja því að vera sonur forsetans vegist upp af hinu atriðinu er gerir mér fært að skrifa þessa þók, því að það féll í mitt hlutskipti að verða vitni að þýðingarmestu fundum stríðsáranna, þýðingarmestu fundum vorra tímá, Faðir minn óskaði þess og þarfnaðist þess að hafa með . sér einhvern nákominn sem hann gat tréýst og reitt sig á, einhvern úr fjölskyldunni, þegar hann fór á stærrí ráðstefnur styrjaldaráranna. Þetta ber ekki að skilja svo að hann hafi ekki þekkt né getað treyst hinum opinberu aðstoðarmönnum sínum, heldur að í nærveru sona sinna gat hann hvílzt eðlilega og óþvingaður. Við son sinn gat hann rætt eins og hann væri að tala upphátt við sjálfan sig — og það gerði hann. Atvikin höguðu því þannig að það var ég sem oftast var aðstoðarmaður hans. Þegar hann hitti Churchill fyrst úti af Nýfundnalandi var ég í könn- unarflugsveit er hafði aðsetur á Gandar Lake; þegar hann kom til Casablanka var herdeild mín í Algier; og þegar hann kom á ráðstefnuna í Cairo og Teheran voru stöðvar okkar enn í Tunis. Það var aðeins Yaltaráð- stefnunni sem ég gat ekki staðið við hlið hans. Auk þeirra stunda sem við vorum saman á þessum ráðstefnum fór ég vitanlega endrum og eins til Ameríku á stríðsárunum, einu sinni í veikindafrí, tvisvar í opin- berum erindum og einu sinni í orlof. Og í öll þessi skipti dvaldi ég nokkur kvöld í hvíta húsinu, en það þýddi að ég ræddi við hann klukkustundum saman. Sem aðstoðarmaður hans var ég viðstaddur flesta fundi hans og ráðstefnur — bæði pólitískar og um her- mál og milliríkjamál. Eg var i senn sendill, ritari og veitingamaður (ég var stöðugt önnum kafinn að gegna viðaukastarfinu fyrir einn hinna þriggja stóru). í þessari hálfopinberu stöðu minni var ég viðstaddur bæði opinberar og óopinberar viðræður við fulltrúa hinna stríðandi þjóða. Churchill, Stalin, Sjangkajsék og frú, herráðsforingjar bandamanna, hershöfðingjar og aðmírálar frá öllum or- ustuvöllum heims og öllum greinum hersins, Smuts, de Gaulle, Giraud, Hopkins, Robert Murphy, Molotoff, kóngar Egyptalands, Grikklands, Júgóslavíu, Englands, emírar, smákonungar, sultanar, furstar, forsætisráðherr- ar, sendiherrar, kalífar og stórvesírar — öllum þessum mönnum tók ég á móti við dyrnar, leiddi þá inn og var viðstaddur meðan þeir ræddu við föður minn — og hlust- aði á skoðun hans um þá þegar þeir voru farnir. Það leið varla svo nokkurt kvöld, þegar fundum dagsins var lokið og faðir minn hafði boðið síðasta gestinum góða nótt, að við dveldum ekki saman svo klukkustundum skipti og rökræddum um atburði og mál- efni dagsins, áður en hann slökkti ljósið. Stundum spurði hann mig um starf mitt sem könnunnarflugíoringja, en oftast var það ég sem spurði um það sem mér lá á hjarta, allt frá öðrum vígstöðvum til þess hvaða álit hann hefði á frú Sjangkajsék. Hann bar svo mikið traust til mín að hann sagði mér hvaða árangur viðræður sínar við Stal- in hefðu borið, áður en hann skýrði herráðsforingj- um sínum og ráðherrum frá því. Samband okkar var hið innilegasta; ég var honum vinur og félagi, ekki síður en sonur hans. Eg var því þátttakandi í þessum ráðstefnum bæði sem aðstoðarmaður forsetans og sem náinn vinur þess manns sem bar ábyrgðina á því að eining náðist með Sameinuðu þjóðunum. Það var sem vinur hans og félagi að ég kynntist innstu hugsunum hans og hlustaði á eftir- leiðis ráðagerðir hans um þann heim friðarins sem átti að rísa upp að unnum hernaðarsigri. Eg vissi hvaða skilyrði hann taldi grundvöll fyrir heimsfriði, þekkti þær viðræður sem álit hans byggðist á, vissi um loforð og heit. Og ég hef horft á loforðin svikin, gengið með kerfis- bundnum, kaldhæðnum hætti fram hjá skilmálum og svik- izt frá eflingu friðarins. Það er þess vegna að ég skrifa þessa þók. Eg styðst við hinar opinberu gerðabækur frá hinum ýmsu ráð- stefnum og auk þess mín eigin minnisblöð og minni. Eg byggi þó meira á minnisblöðunum en minninu. Eg skrifa þessa bók fyrir þá sem eru mér sammála um að Franklín D. Roosevelt var sá maður er á stríðs- árunum skapaði einingu Sameinuðu þjóðanna; að hug- sjónir Franklíns D. Roosevelts og dugnaður hans sem stjórnmálamanns hefði getað varðveitt þá einingu að | 1 - ■■Aá '« -i 48. dagur ju^iiiniiiffliiiimHliijkniRiiiiíimiBifiiiuimifimiiiiuiiatiifinimiíiiimnffim DULHEIMAR EMr Phyllis Bottome ■Hún lagaði meira te og skar sneiðar af. kökunni, og sagði síðan hæglátlega. „Eg hugsa að það sé bezt, að ég segi ykkur það sjálf — það verður hvort sem er það fyrsta, sem þið heyrið, um leið og þið komið inn í spítalaganginn. I raun og veru er það ekki neitt. Þess vegna 'éi það'svó þreytandi. Það' virðist svo vera sem systir dr. Drummonds sé Myra Brack- enham. Eg geri ráð fýrir, að þetta riáfn segi ykkur ekki neitt — frekar en það gerði mér —- en fyrir þrem árum fannst maður hennar skotinn til bana. Það var enginn í húsinu, nema kona hans. Hún var ákærð fyrir morð, en sýknuð. Líklegast hefur maður hennar framið sjálfsmorð. Hún tók upp föðurnafn sitt aftur, að sjálfsögðu, en svona hlutir síast út.“ „Hugsa sér, Jane. En hvað þetta er hræðilega spenn andi“ hrópaði Sally. „Hvernig geturðu þagað yfir svona dýrindis frétt og látið mann þurfa að toga hana út úr þér. Eg hafði alltaf mesta ógeð á henni. En hún líktist svo ægilega ævintýrakvendum á leik- sviði, að manni datt ekki í hug að hún væri slík sjálf.“ „Sú staðreynd, að maður hennar hefur framið sjálfsmorð," skaut Alec kaldranalega fram í, gef- ur varla ástæðu til að kalla konu hans ævintýra- kvendi." Hann leit upp og sá að augu Jane hvíldu á hon- um með undrandi ásökun í svipnum. „Hví í ósköpunum", spurðu þau, „ertu svona þjösnalegur við Sally?“ XVI. kafli. Það virtist Alec jafn fávíslegt að öfunda Jane og öfunda hægri hönd sína. Hann hafði alltaf verið jafn hreykinn af hennar starfi eins og sínu eigin. Eigi að síður hvarflaði honum í hug hvort hún hefði ekki haft rétt fyrir sér með því að álíta að hann hefði ekki átt að afsala sér stærri hluta sjúkra- hússins vegna karladeildarinnar. Hann var í sæmu skapi eftir fyrstu heimsóknina í nýju deildinni. Hann langaði að koma aftur, þótt ekki væri nema í fáar mínútur inn í kvennadeildina, Þar var hann öllu kunnugur. Hann vissi hvernig gluggarnir voru opnaðir og hvernig snúa átti lykl- unum i skránum. Hann gat gengið að hverju verk- færi í hinni hreinu lækningastofu. Hjúkrunarfólkið og sjúklingarnir voru mótuð af þekkingu hans á þeim. Það var hin hraða vinnustund eftir morgunverðinn þegar allir voru í starfshug og að flýta sér að koma af daglegu störfunum, ef eitthvað sérstakt skyldi bera að höndum. Alec aðgætti hálf feimnislega hvernig hver og einn af gömlu vinunum heilsaði honum. Var hann eins velkominn nú og eins virtur og ef hann hefði komið aftur sem yfirlæknir þeirra? Ef hjúkrunar- kona hraðaði sér fram hjá honum og heilsaði aðeins lauslega og stanzaði ekki til að spyrja hann hvernig hann hefði skemmt sér á ferðalaginu, varð liann hryggur. Ef sjúklingur, sem stóð á ganginum og var niðursokkinn í einhvern ótrúlegan draum vakn- aði ekki af honum við það að hann horfði á hann eða ávarpaði hann, fannst Alec hann sjálfur jafn óraunverulegur og óefniskenndur sem draumurinn. Þegar hann kom inn í lækningastofuna þar sem Jane var að líta eftir sjúklingunum, gerðist hann hikandi. Hvaða rétt hafði hann eiginlega til að fara þar inn og ónáða Jane. Honum var skylt að ganga um sjúkrastofurnar á karladeildinni. Jane mundi vera önnum gofin. HHana mundi ekki langa til að sjá hann. Nú var þetta hennar starfsdeild, sem húp, hafði stjórnað í mánuð. Ef hana hefði langað til að hann kæmi þá hefði hún getað beðið nann um það kvöldið áður. En voru þau ekki annars svo kunnug að ekki þurfti neinar beiðnir eða út- skýringar? Hann barði á dymar og rödd Jane glað- leg og fagnandi eyddi að mestu óþæginda tilfinningu hans. Hún var alls ekki undrandi að sjá hann og hún hegðaði sér eins og þetta'væri ennþá lækningastofá Alec. „Þú komst alveg mátulega", sagði hún við hann, T „áð líta á ungfrú Flint fyrir mig. Það mun hafa góð áhrif á hana að sjá þig. Eg heyri sagt að hún sé aftur farin að tæta af sér fötin. Meðan þú ferð og talar við hana ætla ég að líta inn á sjúkrastof- urnar.“ „Það er í raun og veru ekki mitt starf lengur að líta til hennar“ sagði Alec efablandinn." Mér ber að vera á mínum eigin lækningastofum. En ann- ars ef þú kærir þig verulega um að ég geri það —“ Carrie Flint var að vissu leyti hans sérstaki skjólstæðingur. Hún hafði komið á sjúkrahúsið öll niður brotin. Kunnátta hans hafði náð til hennar, eins og kastljós á ströndinni nær til skips á ólg- andi hafi. Inn í svarta nótt hennar hafði vonar- geisli náð að skína. . Carrie var yngst af þrem systrum, sem misst- höfðu foreldra síns í barnæsku. Alhar þrjár höfðu þær háar hugsjónir og voru vel efnum búnar. Önnur eldri systirin var fræg skólastýra, önnur jafnfræg fjallgöngukona. Carrie hafði verið kennslukona í leikfimi í skóla elztu systur sinnar, en í orlofum sínum klifraði hún fjöll með hinni systur sinni. BARNASA6A W ÍMÍr Péturs litla seg$a sögur Petturinn veit, hvað um mig verður? Þessi kona var alltaf svo góð við mig, hreinsaði mig með svo mikilli ástúð og umhyggju, gætti þess vandlega, að koma ekki við mig, þar sem bótin var, því að þar fann ég alltaf svo mikið til. Átti ég aftur að fara til ókunn- ugra- — ef til vill til vondra manna? En þegar ég leit á grátandi konuna og veikan manninn, þá skammaðist ég mín fyrir þessar hugsanir og tók undir mig stökk og nam staðar við fætur húsfreyj- unnar. „Potturinn!" hrópaði hún „Vér getum selt pottinn". Og hún tók í skyndi sjal- garminn sinn og tók mig undir hendina. Eitt barnið kom til mín og strauk mig. ,-Vertu sæll, elsku potturinn minn". Það gladdi mig svo mikið, þegar ég hugsaði út í það, að ríka fólkið hafði hent mér í burtu, þegar ég varð veikur, en fá- tæka fólkið er gott og þakklátt og gleymir því ekki, þegar maður hefur hjálpað því. Eg verð að viðurkenna það, að ég grét, þó að ég sé karlmaður. Stór ryðtár féllu á snjóinn. En samt var ég glaður, þegar fornsalinn keypti mig, því að þá vissi ég, að bráðum mundi loga í ofninum í litlu stofunni, og allir sátu í kringum ofninn, og konan myndi fá lánaðan pott hjá ná- grannakonu sinni til að hita í, og maður- inn myndi segja glaður og ástúðlegur:

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.