Þjóðviljinn - 05.05.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.05.1947, Blaðsíða 3
Stmmtd^gor 5. msL 104? ÞJÓÐVHJINN S K Á K Ritstjóri: Guðmundur Arnlaugsson Um skákdæmi II. I skákdæmum hafa komið fram ýmsar hugmyndir sem varla eða ekki eru kunnar í tefldu tafli. Ein þeirra frægasta er indverska temað svokallaða. Það er i því fólgið að línu eins af hvítu mönnunum er lokað með því að leika manni í vég fyrir hann. Kórigur svarts kem ur nú inn á þessa línu en þá er hún opnuð aftur með máti. Einfalt dæmi um þetta er eft irfarandi: Hvítur: Kf6—Bf7—Pf4—Ph3 Svartur: Kh6—Ph5—Ph7. Hvítur á að máta í þriðja leik. Eini leikurinn sem svartur á í stöðunni er h5—h4 og eftir hann er hann patt. Annar leikur hvíts þarf því að gefa svarta kónginum nýjan reit. Eini maðurinn sem hvítur getur mátað með er biskupinn og það gerir lausn dæmisins einfaldari. Það verður að máta svarta kónginn á h5. Til þess þarf samtímis að koma skák á h5 og vald á h6. Til þess þurfa 2 menn að vinna i senn og það er einungis hægt með fráskák. En þá er lausnin nærri komin: 1. Be8 h4 2. Kf7 Kh5 3. Kg7 mát. Þekki menn ekki þetta tema eru „indversk“ dæmi næstum óleysanleg. Lasker segir frá því að þegar hann var drengur kom félagi hans til hans með skákdæmi og bauð að veðja hverju sem væri um það að Lasker gæti ekki ráðið það á mánuði. Lasker gafst upp við það eftir klukkutíma. Dæmið var svona: Hvítur: Kc2 — Rb4 — Bf8 — Pb3 Pg7 Svartur Ka3 — Pb6 Hvítur á að máta í þriðja leik. Svartur á ekki nema leikinn b6—b5 og stendur patt eftir hann. Þess vegna er ekki hægt að vekja upp drottningu og máta með henni á a-línunni. Fráskák í öðrum leik kemur heldur ekki að gagni því að þá hefur biskupinn ekki tíma til að fara frá drotningunni. 1. d8D b5 2. Bg7 (eða h6) dugar heldur ekki vegna 2. kx 64 Bf8+ Ka5. Eina leiðin er að vekja upp riddara! 1. g8R! b5 2. Re7! Kxb5 3. Rc6 mát. STUTTAR SKAKIR Kóngur á ferðalagi. Hvítt. dr. Janny Svart: N.N. 1. e2—e4 c7—co - 2. Rgl—f3 Rb8—c6 3. Rbl:—c3 e7—e6 1. d2—d í d7—d5 Hyggilegra er 4. — cxd4 5. Rxd4 og nú d5. 5. d4xc5 BfBxcð 1 stað þess að tapa peðinu bóta laust hefði svartur átt að leika d5—d4. 6. c4xd5 e6xd5 7. Ddlxdð Dd8xd5 8. Rc3xd5 Ke8—d7 Hvítur liótaði Rc7+ en betra var þó að hindra það með Bd6. 9. Bcl—f4 Bc5—d6 10. Bf4xd6 Kd7xd6 11. 0—0—0 KdG—c5 Hvítur hótaði R—b6 fráskák og xa8. 12. Rf3—g5 Rg8—h6 Svartur hugsar um sín jarð- nesku gæði en gleymir kóngin- um. 13. Rg5—e4 Mát! LEIFTURSÓKN. Hvítt: Svart: A. Andersen Schallop Tefld í Berlín 1864. 1. e2—e4 e7—e5 2. f2—f4 d7—d5 Mótbragð Falkbeers við Kóngs bragði. 3. Rgl—f3 D5xe4 4. Rf3xe5 Bf8—d6 5. Bfl—c4 Bd6xe5 6. f4xe5 Dd8—d4 Vinnur að vísu peð en fyrst þarf að koma mönnunum út. 7. Ddl—e2 Dd4xe5 8. d2—d4! Hvítur er fús til þess að láta leitt peð enn fyrir aukinn flýti. Svartur getur ekki drepið í framhjáhlaupi því að þá er drottningin í uppnámi. 8. — De5xd4 9. Rbl—c3 Rg8—f6 10. Bcl—e3 Dd4—d8 11. 0—0 h7—h6 11. —0—0 12. Bg5 væri býsna óþægilegt. 12. Be3—c5 Rb8—d7 ? Eðlilegt og slæmt. Einna skárst var Bg4 þó að útlitið væri eng- anveginn glæsilegt eftir Bxf7+! Kxf7 og Dxg4. 13. De2xe4!! Rf6xe4 14. Bc4xf7 Mát. Yerkalýössamtökin munu aldrei taka að sér ai greiða niður dýrtíðina I þágu braskaranna Ræða Hannesar Stephensen, varaformanns Dagsbrún- ar á útifundinum á Lækjartorgi 1. maí Skátaheimilið við Hringbraut Bandalag íslenzkra skáta hefur komið upp bækistöð fyrir starfsemi sína í skálum þeim er ameríski Eauði kross- imi áður hafði við Hringbraut, á inóts við Flókagötu. Eru þar salir stórir og um 20 smálierbergi, sem notuð verða sem vinnuherbergi hinna ýmsu deilda innan skátahreyfingar- innar. Skátahreyfingin er meðal f jölménnustu æskuiýðssam- taka bæjarins og starfa þrjú skátafélög innan lögsagnar- umdæmisins. Mun starfsemi hreyfingarinnar að sjálfsögðu eflast mjög við stofnun þessa félagsheimilis. Þegar vinnándi stéttir þessa i bæjar. fylkja nú liði á baráttu- j degi sínum 1. maí, þá vaknar j sú spurning fyrst og fremst hjá hverjum fyrir sig, hvers megi vænta í næstu framtíð. Undanfarin ár hafa fært verkalýðnum ásamt allri al- þýðu þessa lands bjartari von- ir um betri framtíð og meira þjóðfélagslegt Öryggi en áður þekktist, og byggðist það á ein- ingu og samheldni verkalýðs- stéttarinnar um hagsmunamál sín. Heilum huga hefur íslenzk alþýða barizt ótrauðlega fyrir því að umsköpun atvinnutækj- anna gæti tekizt og treysti því að þar með væri lagður örugg- ur grundvöllur sem byggja mætti á og jafnframt tryggði batnandi lífskjör almennings. En nú í dag er sú spurning sem er efst í huga hvers verka- manns og verkakonu á þessa leið: Hvers vegna er vitandi vits verið að skerða launakjör allra launþega landsins, og hvers vegna er vísvitandi stefnt að því á allan hátt að atvinna dragist saman á einhverjum mestu velgengnistímum er kom ið hafa yfir þessa þjóð, og hvað er hægt að gera til að afstýra þessu ? Ef málið er hugsað gaumgæfi legar er það ljóst að svarið verður einungis á einn veg, að- eins einn, að það er komin stjórn afturhaldsins að völdum á íslandi, stjórn sem þráir hvað heitast að geta boðið verkalýðnum sem fyrst þau vild arkjör sem hann hafði við að búa fyrir stríð, stjórn sem tek- ur þó við af einni framsækn- ustu umbótastjórn sem hér hef ur verið. Þetta hefur hljómað mjög einkennilega og ótrúlega í eyr- um þeirra sem ekki fást til að trúa því að innan þjóðfélagsins séu þau öfl að verki sem enn sjá aðeins það eitt að ganga á hlut þeirra sem mest hafa á sig lagt og minnst úr býtum borið. En hafi nokkur upphaf- lega verið í vafa um raunveru- lega stefnu hinnar nýju ríkis- stjórnar, þá er það nú óvefengj anleg staðreynd að hún liefur Hannes Stephensen talar á útifundinum 1. maí. ,,Hér hafa margar hendur ver ið að verki og sumar smáar“, mælti skátahöfðingi íslands, dr. Helgi Tómasson, í ræðu er skátaheimilið við Hringbraut var vígt í s. 1. föstudagskvöld. Síðan í haust hefur verið unnið í áföngum að því að koma þessu heimili á fót, og samtals unnin yfir 20 þúsund dagsverk í sjálf- boðavinnu. Árangurinn er sá, að í stórum setuliðsskálum hefur verið komið fyrir vinnuher- bergjum handa öllum deildum skátafélaganna í Reykjavík, dagstofu, leikstofu og stórum sal til fundarhalda og skemmt- ana. Hefur skátunum tekist að gera þessi híbýli öll hin vist- legustu. Nokkuð af þessu hús- rými er enn ónotað og mun verða komið þar upp verzlun fyrir skáta og þeim sköpuð að- staða til íþróttaiðkana innan húss. Dr. Helgi gat þess, að það hefði orðið að samkomulagi er Framhald á 2. síðu lagt á þjóðina nýjar byrðar sem nema tugum milljóna sem kunnugt er. 1 beinu framhaldi af því er hafin áróður af meira ofstæki en áður hefur þekkzt og þó með fáránlegra sniði en hægt er að búast við af mönnum sem hafa heilbrigða skynsemi. En áróðursmenn stjórnarinnar eru þegar farnir að sjá að alþýðan lætur ekki blekkjast, hún sér gegnum vef þeirra og hefur að engu hótanir þeirra. Alþýðan á að færa fórnir segja þessir menn. Alþýðan á að greiða niður verðbólguna með því að svipta sjálfa sig þeim hagsbótum sem hún hefur náð í baráttu undanfarinna ára. En þar skjátlast núverandi valdhöfum. Launastéttir lands- ins láta ekki hræða sig frá því að verja rétt sinn, þær eru þess albúnar að mæta hverri slíkri ráðstöfun með festu og þrótti samtakanna. Verkamannafélag ið Dagsbrún hefúr sem kunnugt er mælt með uppsögn samninga til þess að vernda meðlimi sína gegn þessum árásum. Dags- brúnarmenn og allir aðrir laun þegar eru nú að búast til varn ar og hirða lítt um hræðsluóp andstæðinganna og láta sem vind um eyru þjóta gaspur þeirra valdamanna sem komast svo að orði ,,að það sé glæpur“ að krefjast leiðréttingar á kröf um sínum eins og Emil Jónsson komst að orði í útvarpsumræð- 1 unum. Launastéttirnar neita skilyrðislaust að færa fórnir í þágu stórgróðamanna, þær krefjast þess að uppbygging atvinnutækjanna haldi áfram og eiga heimtingu á bættum lífskjörum og auknu menning- arlífi. Þégar núverandi valdhafar skírskota til verkamanna og segjast treysta þeim til að sýna | ,,þegnskap“ og vinna að lækk- un dýrtíðarinnar, þá þegja þeir vandlega yfir því, að það eru ekki verkamenn sem hafa kom- ið dýrtíðarflóðinu af stað. Þeir sem dýrtíðinni valda eru fjár.- glæframennirnir í þjóðfélag- inu, mennirnir sem núverandi stjórn ætlar að halda vernd sinni yfir. Verkalýðssamtökin hafa ævinlega verið reiðubúijn til að vinna að lausn þessarp. mála á heilbrigðan hátt — eh þau munu aldrei taka að sér að greiða niður dýrtíðina í þágu braskaranna. Undanfarin ár' hafa fært ís- lenzkri alþýðu dýrmæta reynslu. Hinar stórhuga fram- kvæmdú? hafa sannfært þjóð- ina um það að hægt er að skapa hverjmn manni þau skilyrði að hann geti lifað mannsæmandi lífi. Ef illa er á málum haldið er gatan hins vegar greið niður á við — í eymd og örbirgð. Verkalýður landsins stendur nú á mikilvægum tímamótum, ef til vill þeim mikilvægustu sem orðið hafa í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar hér á landi. Nú ríður á að hver einstakur með- limur innan verkalýðsstéttar- innar skilji hlutverk sitt. Á herðar íslenzkrar alþýðu er það lagt að koma í veg fyrir þær stórfelldu breytingar sem nú eru að verða í sambandi við ný- sköpun atvinnuveganna, koma í veg fyrir hrun og kreppu, þeg ar augljóst er að velgengni at- vinnuveganna hefur aldrei ver- ið meiri en nú. Alþýðan á að sameinast um að koma í veg fyrir að ríkisstjórn eymdarinn- ar takist að koma áformum sín um í framkvæmd, og sýna henni að það er ekki hægt að stjórna landinu gegn vilja og hagsmun um fólksins, Þessi barátta verður hörð og miskunnarlaus af hálfu andstæð inganna, en hér er allt að verja. Og með þeim þrótti sem býr í ísíenzkri alþýðu þarf ekki að efast um sigurinn. Á örlaga- stund var kalláð á alþýðuna 23. sept. þegar málstaður þjóðar- innar var í hættu. í allslierjar- verkfallinu þá sýndi hún ein- hug sinn og baráttuþrek. Þeir eiginleikar munu einnig koma skýrt fram í þeirri baráttu sem nú er framundan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.