Þjóðviljinn - 03.06.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.06.1947, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. júní 1947 L þJÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Eitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Ritstjórnarskrifstofur: Skólavörðust. 19. Símar 2270 og 7500 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði. -— Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. BÆ JARPOSTIW M N Hver eru rökin gegn kröfum Dagsbránar? Það er býsna góður siður að röltræða mál, og rökræð- ur snúast um staðreyndir. í slíkum umræðum eru leidd rök °g gagnrök, og markmiðið er dómur, byggður á þekkingu og mati raka. Rökræður eru því nauðsynlegri sem málið er þýðingarmeira, sem um er rætt og vissulega varðar það miklu fyrir hverja þjóð, að þeir sem mál hennar ræða fyrir opnum tjöldum, og móta skoðanir fjöldans „rökræði“ í orðsins fyllstu og beztu merkingu. Launa- og kjaramál Dagsbrúnarmanna snertir jrfir 3000 manns hér í bæ beinlínis, og eru auk þess þjóðfélags- mál, sem varða allan almenning. Hér eru því vissulega mál sem þarf að rökræða. En hefur þetta nú verið gert? Dagsbrúnarmenn hafa borið fram rök, ofur einföld og auðskilin rök. Þeir hafa sagt, við höfum barizt fyrir átta stunda vinnudegi, eins og verkamenn allra landa. Við höf- um unnið sigur i þeirri baráttu, á sama hátt og verkamenn annarra menningarlanda. Þessi sigur okkar er þjóðinni á- reiðanlega mjög hollur, hann mun leiða til þess að hvert mannslið afkastar meira en ella, og hann mun leiða tií auk- innar menningar og þroska alls almennings, en þessi árang- ur næst þó því aðeins að verkamenn bei’i þau laun úr býtum fyrir átta stunda vinnudaginn að þeir geti lifað mannsæm- andi lífi, Eins og sakir standa fáum við 1644 kr. á mánuði fyrir átta stunda vinnudaginn, á þessu getur f jölskyldumað- ur ekki lifað í Reykjavík. Hver vill mótmæla þessari staðhæfingu? Hver eru rökin fyrir mótmælum? Emil Jónsson og Alþýðublaðið segja, að það sé „glæp- ur“ að fara fram á að þetta kaup hækki, Bjarni Benedikts- son og Morgunblaðið segja, að það sé „uppreisn gegn þjóð- félaginu" tilraun til að fótumtroða „lýðræðið" að því ó- gleymdu að „séra Sigfús“ sé að ,,hrekkja“ og ,,gabba“ Her- mann Jónasson í þriðja sinn. Leitið þið með logandi Ijósi, í öllum skrifum allra. blaða afturhaldsins, leitið af ykkur allan grun, og þið munuð ekki finna staf eða stafkrók, er vefengi að 1644 kr. á mánuði séu of lág laun til að lifa af þeim. Gegn kröfum Dagsbrúnarmanna um kauphækkun hafa. engin, alls engin, rök komið fram, og þau rök munu ekki koma fram, því kröfurnar eru tvímælalaust réttmætar og hóflegar. Það eina sem verður bent á í þessu sambandi er að verkamenn hafi yfirleitt meiri laun en átta stunda vinnudag- urinn bendi til, því þeir vinni eftirvinnu. En við því er það að segja, að eftirvinnan fer þverrandi og allar líkur benda til, að brátt hverfi hún með öllu úr sögunni, enda er það svo að verkamaður á undir öllum kringumstæðum að hljóta h'fsuppeldi af átta stunda vinnudeginum, það er svo mál á milli hans og vinnuveitenda hvort hann vinnur lengri tíma, og verður þá að líta á þau laun, sem hann fær fyrir yfir- vinnuna sem fundið fé, enda munu verkamenn ekki illa að því komnir þó þeir fái einhverja aura fram yfir daglegar þarfir, ef þeir leggja á sig aukaerfiði. Nú er rétt fyrir verkamenn að taka eftir hvort aftur- haldsblöðin taka sig tíl og fara að rökræða um kröfur Dags- brúnar, og þá hver rökin verða, en menn sem hafa engin rök bíða ætíð ósigur. ALBERT HEFUR ORÐIÐ I eftirfarandi bréfi gerir Albert Guðmundsson grein fyrir því, hversvegna hann er ekki með í úrvalsliðinu sem keppir við Bretana. Hanr. á- varpar mig og segir: „Þar sem þér í „Bæjarpóst- inum“ s. 1. sunnudag, gerið að umræðuefni, að ég skuli ekki leika með Reykjavíkurliði því, er leikur knattspymu gegn hin'u enska félagi „Queen’s Park Ranger“ F. c„ þá bið ég yður um að birta eftirfarandi. Það er ekki sök þeirra manna sem í liðið völdu, að ég leik ekki með, heldur þeirrar ákvörðun- ar minnar, að hvíla mig um hríð, eða jafnvel hætta knatt- spyrnu alveg. Þér segið í grein yðar: „Ein hver hvíslaði því að mér, að Alli ætti það til að móðgast yfir smámunum, jafnvel hætta við þátttöku í leik á síðustu stundu“. ★ BÆKURNAK I SÝNA ANNAÐ „Ekki veit ég hver hefur 'hvíslað þessu að yður, en bæk- [ ur þær, sem „Valur“, félag mitt hérlendis, heldur yfir leiki sina, geta sýnt hve marga leiki mig hefur vantað, frá því fyrsta að ég byrjaði að leika knattspyrnu. Það hefur aldrei komið fyrir að ég hafi hætt við leik á síð- ustu stundu. Að vísu hefur mér verið stillt upp í lið, sem leika átti til ágóða fyrir dóttur Jóhanns Tryggvasonar, tónskálds, en var þá upptekinn við vinnu úti á landi, svo þátttaka mín var útilokuð. Ennfremur var mér stillt upp í lið á móti B-liði sem leika átti æfingaleik undir leiki hins enska félags, en þar sem ég hafði sagt þeim sem um spurðu, að ég myndi ekki leika knatt- spyrnu hér í sumar, hefði verið óréttlátt af mér að taka stöðu frá öðrum leikmanni, sem svo leikur í því liði sem valið ev ★ ENGAR „UGLUR í I MÝRINNÍ" „Eg vil svo taka fram að það er ekkert á milli mín og þeirra sem að knattspyrnu standa, sem kallast getur „uglur í mýrinni". Ennfremur tek ég fx-am að enskir knattspyrnumenn eru þeir beztu íþróttamenn sern ég hefi kynnzt, og vonandi eiga íslenzku knattspyrnumennirn- ir, sem á móti þeim leika, eftir að læra mikið af þeim af því, sem kallað er á ensku „SPORT- MANSHIP". Að endingu bið ég yður að færa íslenzka liðinu mínar beztu hamingjuóskir. Virðingarfyllst Albeit Guðmundsson“. Eg þakka Albert kærlega fyr ir þessa skýringu. Það er gott að fólk hefur nú fengið, að vita að liér eru engar „uglur í mýrinni“. Hitt mun mönnum þykja leitt að frétta, að Albert sé jafnvel að hugsa um að hætta alveg við knattspyrnuna. HNEFALEIKAR „G.“ skrifar: „Öll meðmæli með vaxandi íþróttahreyfingu hér á landi hafa verið á þá leið, að íþrótt- ir væru hollar bæði líkama og- sál. Það má vel vex’a, að marg- ar íþróttir styrki menn andlega og líkamlega og auki siðgæði, en þó virðist augljóst, að undantekningar séu til frá þess- ari reglu. Boxið, sem I.S.Í. tók fyrir skömmu upp á arma sína, virðist vera ein undantekning. Það getur naumast aukið sið- gæðiskennd manna að þjálfa þá í að berja hver annan á nasinx- ar, en þó kann slíkt að vera álitamál. En á hinu er enginn efi, að það er óhollt að fá sljc högg. A HÁPUNKTUR- INN HEILAHRISTINGUR „Nútíma vísindi álíta lieilann mikilvægasta líffærið fyrir sálarlíf mannsins, en þetta hvorttveggja er aðalsmerki mannsins. Náttúran hefur búið svo um þetta líffæri, að það yrði fyrir sem minnstu hnjaski. Heilahristingur þykir ennþá mjög alvarlegt meiðsli og oft vafasamt, hvort maður nær sér til fulls eftir slíkan áverka. Nú er hápunktur boxsportsins að hrista í mönnum heilann, svo að þeir liggi í roti stundarkorn. Ekki spillir það heldur fyrir, þó önnur líffæri t. d. hjarta, lifur og nýru, verði fyrir nokkru hnjaslci. Vel má vera, að einstaka menn vilji fórna einhverju af heilastarfsemi sinni fyrir snögg og sterk slags málaviðbrögð, en I. S. I. ætti að hugsa sinn gang, áður en það eggjar menn til slíkra fórna. G.“ Eg læt hnefaleikamenn sjálfa um allar athugasemdir við i þetta bréf. fsiand í vigliim rík|anna Fjárveitinganefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings hefur nú til meðferðar tillögur her- ráðsins um útgjöld til land- vai’na á næsta ári. Carl Sjaatz yfirforingja flughersins var fyrir fáum dögum boðið að sitja fund nefndar innar og slcýra grundvöll og ástæður fyrir tillögum herráðs ins. Spaatz hóf ræðu sína með því að lýsa yfir því, að land- varnir Bandaríkjanna byggð- ust nú á víglínu senx liggur um Norðurskautið. Hann kvaðst ekki ætla að nefna neitt sérstakt árásarríki en kvaðst þó vilja taka það fram, að þeir menn, sem sömdu tillögurnar hefðu fyrst og fremst haft í huga víglínu sem lægi yfir Iönd- in á nyrsta hluta norðurhvels jarðar. Spaatz hershöfðingi sagði meðal annars. „Engum getum verður að því leitt, lxve- nær næsta styrjöld kann að brjótast út, en hitt er víst, að við vitum allir hvaðan hennar er að vænta. Hernaður, sem Bandáríkjunum getur staðið hætta af vegna risatækja, hlýt- ur að byggjast á tveim grund- vallarforsendum: Fjölmennri þjóð við alvæpni, frainl. vopna og hernaðarvéla. guðurhvel | jarðar lcemur ekki til gi’eina við ] þessa útreikninga því þar er | ekki um stórþjóðir eða mikinn iðnað að ræða. Aftur á móti j fullnægir norðurhvel jarðarinn- ar þessum skilyrðum báðum. ) Þrjú svæði geta þar komið til greina og þau eru senx hér seg- ir: Vestur-Evrópa, Norður- hluti Evrópu og Asíu (Eurasia) ásamt nyrztu Kyrrahafseyjun- um og svo Mið-Asía, hið mikla landflæmi". I Spaatz sagði ennfremur í ræðu sinni: „Enginn vafi leikur á því að framtíðarvopnin sem notuð verða gegn oss undir eins ; og til styrjaldar kemur, eru tvennskonar: Annaðhvort lang- 1 ídrægar sprengjuflugv. eða iang ] dræg spréugjuflúgskeyti sem j stýrt er frá jörðu. Öll þessi tæki munu fara eftir leið sem i er einskonar baugur dreginn yfir svæði þau, sem ég hefi nefnt og til ‘ stóriðnaðarhéi’aða Bandaríkjanxia. Séu þessar baugmynduðu leiðir athugaðar i gaumgæfilega, sést að þær | liggja ailar yfir löndin næst ! Norðurskautinu eða nálægt þeim. Vér getum því dregið þá rökréttu ályktun af þessu, að varnarstöðvar þær, sem skilja oss frá óvinum \orum, hljóti að vera við heimskautsbaug“. Oft hafa birzt greinar í er- lendum blöðum þar senx skýrt hefur verið frá því, að ísland væri með afhendingu hernaðar- bækistöðvanna í Keflavík kom- ið á aðalvíglínu Bandai’íkja- manna. Landráðamennirnir ís- lenzku, sem afhentu Banda- rílcjamönnum öryggi Islands hafa annaðhvort látið þessarra skrifa ógetið og þai’með brugð- izt skyldu sinni gagnvart þjóð sinni, eða þeir hafa. sagt, að þeir sem xxtað hafa um þessi mál væru ómerkir menn. Nú hefur sjálfur yfirmaður flughers Bandaríkjanna, sá maður sem Keflavíkurflugvöll- urinn lýtur, skýrt frá því að ísland sé á sjálfri víglínunni. Er Spaatz þá ómerkur maður eins og blaðamaðurinn Con- way? Ætlar ríkisstjórnin ekki að gera neitt í niáiinu, ef Spaatz er elcki ómerkur blaðasnápur í augum hennar. Þora þeir nú hinir 32, sem sömdu af oss ís- lenzkt land að halda' því fram að bældstöðvar Bandaríkjanna séu aðeins björgunarwtöð í mannúðarskyni vegna flugvéla í neyð? Kjarnoricusprengjurnar, sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki tortímdu öllu iifandi í 30 km. fjarlægð. Það voru fyrstu kjarnorkusprengjurnar, sem notaðar voru, en síðan eru Framliald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.