Þjóðviljinn - 17.06.1947, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.06.1947, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. júní 1947. ÞJOÐVILJINÞ 3 Fyrir 10 árum — 17. júní 1937 — komu fimm bjartsýmr menn saman á f-und hér í Reykjavúik til besis að stofna ný- stárlegt útgáfufyrirtæki. Menn- irriir voru Halldór Kiljan Lax- ness, Halldór Stefánsson, Eiriík- /ur Magnússon kennari, Kristinn E. Andrásson og Sigurður Tihorlacíus. Þrír hinir fyrsttöldu voru kosnir af félagi bydtinga- sinnaðra rithöfunda, hinir tveir af bókaútigáfunni Heimskringlu, sem þá hafði starfað um nokk- urt skeið, en þessi félög höfðu' ibundizt sámtöikum um að hrinda hinu nýja útgáfufyrir- tæki af stað. A þessum fundi var félaginu gefið nafn ag á- kveðið að senda út boðsibréf. ! Tiligangur félagsins var frá uppihafi sá að gefa allri alþýðu amanna kost á góðum bókum fyr ir eins Mtið verð og auðið væri. I Þessu marki hugsuðu stofnend- iur félagsins sér að ná með sí- vaxandi meðlimaf jölda sem mundi læfcka koistnaðarverð hiverrmr einistakralr bckri(r að sarna skapi. Bókaútgáfa átti þá | erfitt uppdráttar, upplögin voru mjög liítil O'g bókaverð þess vegna tiiltölulega hátt svo að al- j menningi var ofvaxið að feaupa nokkuð að ráði af bókum. Ut- igiáf a góðra, bóka varð hins veg- ar mesta glæfrafyrirtaeki af því ^ að ekki var haegt að gera ráð ( íyrir nema mjög fámennum hóp ' kaupenda. Markmið félagsins var þvi að vinna gegn þessum ^ tveimur höfuðf jendum menning- j arstarfsemi í landinu; kaupgetu j ileysi almennings óg áhættunni við útgáfu bóka, er hefðu menn- ingargiHdi. ^tdfimenjdiurnilr hófu starf sitt með tvær hendur tóm- ar. Allur höfuðstóll þeirra var áhuginn og trúin á málefnið. Allt valt þess vegna á undir- tektum almennings. í boðsbréfinu gerðu stofnertd- ur félagsins sér vonir um að 1000 meðhmir fengjust í félagið á fyrsta ári og 2000 naesta ár. En undirtektirnar fóru langt fram úr þessum vonum sem mörgum þóttu þó stórhuga í fyrstti. Strax í árslok 1937 voru félagisinenn orðnir 2000, og 4000 í árslok 1938. Siðan hef- ur vöxtur félaigsins verið hæg- ari; í árslok 1942 komst félaga- tailan yfir 6000, . og nú er hún hátt á sjöunda þús'Und. Með þessum undirtektum sýndi í'S- lenzkur almenning'ur, að því fer fjarri að bókhneigð og lestrar- fýsn sé útdauð á þeissu landi. Slíkur áskrifendaf jöldi — um 5% af ölum iandsmönnum — þekkist hvengi annarsstaðar á ibyggðu bóli, og er taiinn til 'stórmerkja þegar frá honum er isagt í framandi löndum. Nú mætti halda að allir ís- lendingar hefðu fagnað þessum tíðindum og veitt félaginu allt brautargengi frá upphafi. En það fór nokkuð á annan veg. í fynstu var varla á það minnzt í istærstu blöðum landisins, bæk- ur þess ekki nefnidar, starfsemi þess yfirleitt að engu getið. Ann ar félagsskapur með slíkiu sniði, Menningar- og fræðsilusamiband aJþýðu, hóf bráðlega starfisemi sána og fékk meira að segja rík- isstyrk, en allt starf þess félags- skapar var þó f jandskapar- laust gagnvart Máli o.g menningu. En þegar stjórn Málc og menningar birti áform sín um útgáfu rits- inis Arfur íslendinga " (1939), þá sprakk blaðran. Undir forustu Jónasar Jonssonar var hafin ein .eftirminniileg herferð geign félag- inu með miklu erfiði og pappírs eyðslu, ógætilogu orðbragði um ýmsa mæta menn og sérkenni- legum staðhæfingum. Nýtt út- gáfufyrirtæki var sett á laggirn- ar með drjúgum ríkisstyrk og ekki farið dult með að því væri ætlað. að ráða niðurlögum Máls og mennin'gar. Er öll sú saga mikilu lengri en svo að hér verði rakin, enda er hún flestum minnisstæð. Þó vaeri óskandi að hún yrði eimhvern tíma skrifuð, Ihelzt með hæflfjeigiijm húmoir, því að hún yrði ekki ómerkilegt plagg um menntunar- og sálar- ástand sumra íslendinga á þeim árum. En alþýða manna lét allan gauraganginn sem vind um eyr- un þjóta. Meðli'mafjöldi Móls og menningar hélt áfram að vaxa og vinsældir félagsins toiðu engan hnekki við stóryrð- in. Og þó bættust við ýrnsar ] ytri orsakir sem torvelduðu starf félagsins. Styrjöldin og vaxandi dýrtíð hleyptu upp út- gáf'ukostnaði og hindruðu eða töfðu ýmis fyrirhuguð rit. Auk- in bókaút'gáfa í landinu jók á samkeppni um handrit og bóka- sölu og olli erfiðleik'Um á útgáf- ■unni sö'kum anna í prentsmiðj-1 um og bóktand'SVinn.ustofiU'm E.n allt um það tókst félaiginu! að halda störfum sínum áfram, | O'g þó að m.argar fyrirætlanir iþess hafi dregizt á ^anginn af óviðráðanlegum orsökum, hafa félagsmenn ekki látið það! gjalda þess. Á árunum 1937—46 hefur fél. ig’efið út 34 bækur (ef hver ár- igangur TLharitsins er talinn ein ibók), sem félaigsmenn hafa fengið fyrir árgjöld sín, og eru þá ótaldar þær bækur sem gefn ar hafa verið út með sérstökum 'ásikriftum eða á annan h'átt. Ár-1 gjaldið var 10 kr. fyrstu fjögur árin, en fór smáhækkandi á ’stríðsárunum og varð loks 50 kr. 1946. Fyrir þessar 34 bækur hefur maður sém verið hefur í félaginu frá upphafi greitt J isamtáls 205 krónun, .sem er óneitanilega lítil upphæð, miðað við meðalverð bóka síðustu | tíu árin. j Bókaval sitt hefur félagið I leitazt við að hafa sem fjöl- breyttast og oftar einu sinni ráðizt í útgáfur sem síðan hafa I orðið öðrum fordæmi. Má til I dæmis um það nefna úrvalið ! úr Andvökum Stephans G. Step , hanssonar o.g heildarútgiáfuna j af ritum Jóhanns Sigurjónsson- , ar, þýðinigar á ritum erlendra j merkiishöfunda sem lítið eða , ekkert hafa verið þýtt eftir áð- ,'ur á íslenzku (t. d. Pearl Buck, Gqrki, Hemingway, Sillanpaa, ,Steinbeck). Síðast en ekki sízt er ástæða til að nefna Arf Is- I lendinga, mesta stórræði sem I félagið hefur ráðizt í. Þó að j framihaid þessa rits hafi tafizt lengur en allir aðiljar mundu ’ ihafa kosið, þá er hitt efalaust j að fyrsta bindi íslenskrar menn ingar eftir Sigurð Norda.1 verð- ur ávallt talin einhver merkasta ibók sem út kom á íslenzku á stráðsárunum, og féla.gið má vel vera upp með sér af því að hafa átt frumkvæðið að því að útgáfa þessa stórvinkis var haf- un. Og fárra íslenzkra bóka mun nú beðið með meiri óþreyju en næsta bindis þessa rits, og er gott 'til þess að vita að það mun ekki langt undan landi. Félagið hefur. alltaf gefið út jöfnum höndum frumsamm rit ] íslenzk og þýðingar únvalsrita. j Meðal íslenzkra höfunda sem ibækur hafa samið fyrir félagið haifa ýmsir brotið nýtt land í íslenzkum bókmenntum, auk Sig urðar Nordal-s t. d. Björn Fnanz- son með bók sinni Efnisheimur- inn og Ásgeir Hjartarson með fyrsta. bindi Mannkynssögunnar, en annað bindi þessa rits er væntanlegt á þessu ári. Auk félagsbcftannia hefur Mál og menning gefið út töluvert annarra bóka, sumpart í eigin nafni, sumpart. á forlagi Heirns- kringlu sem félagið eignaðist 1944. Ymsar þeirra hafa náð miklum vinsseldum, eins og t. d. ibækur Einars Ól. Sveinssonar, Fagrar heyrði ég raddimar og Leit ég' suður til landa, sömu- leiði's hið mikla rit Undur ver- aldar, sem flestir félagsmenn gerðust áskrifendur að, og hef- ur engin fræðiibók af því tagi komizt til jaín marg'ra lesenda á íslandi. Fram á árið 1940 var stjórn félagsins skipuð þeim fimm mönnum sem sátu stofnfund þess, en þá vom félaginu gerð- ar nýjar samþykktir og kosið 25 manna félagsráð sem síðan hef- ur koísið stjórn og haft æðsta úrskurðarvald um öll mál fé- lagsins. Formaður féla-gsins frá upphafi hefur verið Kristinn E. Andrésson, og mun óhætt — að öðrum ólöstuðum — að þakka honum öllum fremur framkvæmd ir félagsins og viðgang, því að ihann hefur einnig verið fram- kvæmdarstjóri þess og ritstjóri T'ímarit'siris fram á síðasta srum- ar, þegar Jakob Benfediktsson tók við framkvæmdarstjóm. Stjórn félagsins skipa nú þessir m,enn; Kristinn E. Andrésson formaður, Jakob Benediktsson varaformaður, Haildór Kiiion Laxness, Ragnar Oiafss'on hæsta réttarlögmaður og Sigurður Nor dal. Gamla Bíó: SsSasta voMln (Last Chance). . Þessi svissneska mynd er ef- laust sú bezta sem gerð hefur verið um seinasta stríð. Svo óvenjulega ber við, að það hefur tekizt að gera stríðs- mvnd án neinnar tyggigúmmí- hetju í Errol Flynn-stíl. Þ etta er nefnilega ádeila á stríð en ekki æsingagagn af þeirri teg- und sem hefur hrjáð bíógesti undanfarin ár. Allir leikendurn ir eru áður óþekktir. Þeir eru af mörgum þjóðernum og talar hver sitt tungumál. Er frammi staða þeirra slík, að margar af hinum frægu ,,stjörnum“ verða næsta hlægilegar við saman- burðinn. 1 myndinni er lítið um ,,drama“ eða flókna atburðarás. Hún fjallar á látlausan og raun sæjan hátt, um lítinn hóp of- sóttra flóttamanna, sem gæti verið einhverskonar sendisveit allra þeirra milljóna, sem voru saklausir kúgaðir og myrtir í stríðinu. Bræðralag fólks þessa í neyð inni verður sérlega lirífandi og mörg atriði eru átakanleg. Hvergi gætir þó þeirrar væmni, sem alltof oft einkenna kvik- myndir er fjalla um til- finningamál. Mynd þessi er alla vega meist ai'alega byggð, bæði á sviði tækni, leiks og efnis. Hún er sígild krafa um réttlæti og frið. D. G. Tjarnarbíó: I SjömáEiastaSis (Madonna of the Seven Moons) Mynd þessi er jafnóskiljanleg og heiti hennar. Hún er tilgerð- arleg, reyfarakennd og ósönn. Útblásið melodrama, sem ekki á heima á tuttugustu öldinni. ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.