Þjóðviljinn - 19.07.1947, Qupperneq 5
Laugardagur 19. júlí 1947.
ÞJÓÐVILJINN
4
I
§ænskur jafnadariiiaðnir iýsir IláðstjórnarríkjiBnuni 2. grein
að hafa lesio þessa sakleysis-
legu setningu um óskeikulleika
Stalíns, sem hér stendur fyrir
ofan. Því að Stalín er orðinn
þjóðinni tákn, — tákn hinnar
miklu uppbýggingar og sigurs-
ins í styrjöldinni. I hvaða landi
sem væri mundi maður, sem
ætti að baki sér þvílíkt ævistarf,
vera dáður og lofsunginn.
Þeir sovétborgarar, sem hugsa
um stjórnmál, eru náttúrlega
ekkert síour hrifnir af þjóðfé-
lagi sínu en máðurinn á petunni,
en á skoðunum þeirra eru blæ-
brigði, þeim er ekki ókunnugt
um, hvernig umheimurinn litur
á hlutina og þeir eru því betur
hæfir tii þess að rökræoa við
okkur útlendingana. Það gera
þeir oft með góðum árangri.
„ÞAÐ ER VERIÐ AÐ ALA
ÞJÓÐINA UPP“
En það er satt, menn lesa
ekki allt sem menn vilja í Sovét
ríkjunum, og skrifa það enn síð
ur. Þetta lrefur venjulega verið
kallað „að verið sé steypa alla
þjóðina í sama mótið“.
En líti maður dálítið nánar á
menningarstarfsemina í Sovét-
ríkjunum, hlýtur hann að kaila
þetta „að verið sé að ala þjóð-
ina upp“.
Menn verða að muna efiir
því, á hverju var byggt. Sovét-
ríkin erfðu m. a. eftir keisara-
veldið það hörmungarástand, að
aðeins 10% þjóðarinnar voru
læs og skrifandi. Það liggur í
augum uppi, að það hefði verið
gersamlega tilgangslaust að
ætla sér að setja á stofn lýðræð-
isríki t. d. eftir sænskri fyrir-
mynd; áður en borgararnir gátu
stafað sig fram úr stefnuskrám
flokkánna.
Nú hefur veriðsúr' þessu bætt,
en sovétstjórnin hefur ekki látið
staðar numið við stafrófskverið.
Byggt hefur verið skólakerfi,
sem hver þjóð gæti verið stolt
af.
Samtal, sem ég átti við mennta
málaráðherra Georgíu, Viktor
Kupradsé, er fróðlegt í þessu
sambandi. Hr. Kupradse er ung
„Þáð er verið að aía
þjóðina upn“, æsku-
lýðnum er haldið aS
hinni æðri rnenii-
ingu: Klassískum
bókmenntum, tón-
lisí og leikíist.
ur að árum, fullur af lífsþrótti
og áhuga á starfi sínu.
—Georgíumcnn eru gömul
menningarþjóð, og í lok bylting
arinnar áttum við ekki við jafn
mikla erfiðleika áð stríoa hér og
i.hinum hlutum Rússlands, seg-
ir hann. En nokkrar tölur geta
gefið yður hugmynd um þróun-
ina. Fyrir byltinguna voru örfá
hundruð skóla starfandi í allri
Georgíu. Nú eru þeir 4,200. Þá
voru 28 menntaskólar móti
1.000 nú. Þá vóru hér engir há-
skólar, nú eru þeir átta, og 23,
000 stúdentar stunda nám i
þeim. 1 bæjunum og stærri þorp
uni er skólaskyldan 11 ár, —
við bættum einu ári við fyrir
nokkrum árum vegna þess að
okkur þótti 10 ár ekki nægileg.
EITT, SEM SOVÉTSTJÓRNIN
HEFUR ALÐREI VERIÐ A-
SÖKUÐ UM
Utan Georgíu er tíu ára skóla
skylda algengust í bæjunum, en
í sveitunum frá sjö til átta ár.
Skólarnir í Sovétríkjunum eiga
nú við erfiðleika að stríða vegua
þess, hve margir kennarar féllu
á vígvöllunum.
Þjóðflokkahatur og kúgun
þjóðernisminnihluta el’ víst það
eina, sem aldrei hefur verið bor
ið á sovétstjórnina. Hr. Kuprad
se gat sem fulltrúi 3,5 millj.
Georgíumanna staðfest, hve for
dómalaust leyst er úr þeim mál
um.
•— A keisaratímunum var
Iíverg! er leik
listin á æðra
stigi en í Sov-
étríkjunum.
Það er ekki
livað sizt því
að þakka, að
ailt er gert til
að gefa börn-
unum tækifæri
til að njóta
hennar.
bannað að nota georgísku við
kennslu í skólunum, nú fer öll
kennsla fram ó því máli. Rúss-
neska er kennd sem útlent mál,
en ekki læra allir nemendur
hana til hlítar, segir hann.
Hvert sjálfstætt sovétlýðveldi
hefur sitt eigið ráðuneyti, sem
fer með menningarmál, en hins
vegar finnst ekkert sameigin-
legt menntamálaráðuneyti fyrir
öll Sovétríkin. Það liggur í aug
um uppi, að þetta hefur í för
með sér aukið frjálsræði og
sjálfstæði fyrir hin fjölmörgu
þjóðarbrot og betri tækifæri til
sjálfstæðrar menningarþróunar,
en það eykur aftur á hinn sam-
eiginlega menningararf ailra
ríkjanna.
ÆSKULÍÐSHALLIR og
MENNINGARGARÐAR
Ennþá merkilegra en sjálft
skólakerfið og skólakennslan
er ef til vill menningar- og upp-
eldisstarfsemin, sem býr undir
skólana og tekur við, þar sem
þeir sleppa — æskulýðshallir
og menningargarðar, kvöldskól
ar og bókasöfn, að leikhúsunum
ógleymdum.
Hið pólitíska uppeldi er að
vísu of einskorðað frá okkar
sjónarmiði séð, en maour rekur
strax augun í, að það eru ekki
einvörðungu ókostir bundnir við
það að leiðbeina börnunum við
lestiír bóka. Þær sorpbókmennt
ir, sem samvizkulausir bókaút-
gefendur hér í Svíþjóð t. d. gcfa
út í gróðaskyni og eitra sálar-
iíf æskufólks okkar, sjást ekki
í Sovétríkjunum. Stundardvöl í
æskulýðsbókasafninu í Tiflis
eða í hinu geysistóra Lenin-
bókasafni í Moskva gefur manni
sannarlega furðulega mvnd af
bókamenningu hinnar uppvax-
andi sovétkynslóðar.
Maður hitti þar leshringi, þar
sem ungu stúlkurnar og piltarn
ir voru niðursokkin við lestur
og rýni á Shakespeare. Iiinar
klassísku bókmenntir voru yfir-
leitt í mjög miklum meturn, en
það mun sjaldgæft fyrirbrigði í
öðrum ríkjum heims. Meðal
yngri lesendanna virtist Síðasti
Mohikani Coopers vinsæl, en ég
tók einnig eftir bó“ m eftir þá
Dreiser, Thomas Mann, Zweig
og Feuchtwanger. Einskisverðar
bókmenntir varð maður ekki.
var við. Á keisaratímunum voru
bókmenntir Vesturlanda nær öll
um lokuð Iönd, meira að segja.
þeim, sem kunnu að lesa.
Fræðibækur eru einnig mikið
lesnar í hinum miklu sölum
sovétbókasafnanna, fia® _ BeBS
skrjano i pappnnum er ema
hljóðið, sem rýfur musterislíka
þögnina.
Og í hléunum í leikhúsunum
sér maður unga menn taka upp
bók um rafmagnsfræöi úr vas-
anum og lesa unz leifcuriim
hefst aftur. Jafnánægjulega
sjón sér maður í þeim hlutum
æskulýðshallanna, sem ekki eru
ætlaðir til lesturs bóka. Maður
sér drengi beygja sig yfir smá-
sjárnar, aðra mála málvevk,
og*enn aðra kynna sér silkirækt,
sem er mikilvægur atvinnuveg-
ur í Georgiu. I Tiflis hittum /ið
18 ára ungling, sem vann af
kappi að því að þýða Byron á
georgísku. Aðrir félagar hans,
sem meira voru gefnir fyrir
verkleg fræði, lögðu stund á
jarðfræði og fornleifafræði.
Maður rak sig sem sagt á það
að það eru ýkjur, að æskulýðs-
hreyfingin í Sovétríkjunum sé
einungis til að kenna börnunum
guðlast, eins og sumir hafa
haldið fram.
Eg gæti talið upp ótal dæmi
enn um starfsáhuga sovétborg-
aranna og um vilja þann, sem
stjórnarvöldin sýna til að beina
hugum þeirra að uppbyggileg-
um störfum. Verkamennirnir í
Stalínverksmiðjunum í Moskva
eiga sér menningarhöll, sem að
stærð og glæsileika samsva ar
augsýnilegá þessu mikla iðii-
veri. Hún er ehinig skemmti-
staður og hefur bæði að gej ma
stóran danssal og leikhús. Þar
er jafnan opin sýning varða’idi
vinnuna í verksmiðjunum, þaí
sem niikil áherzla er lögo á
göfgi.' hins friðsamlega skap-
andi starfs. Maður gengur um
þessá voldugu byggingu, kcm-
ur inn í nokkur hinna f jölmörgu
kennsluherbergi, hittir meðal
annars lióp af ungu fólki, sem
leggur stund á danslist. Þess ir
ungu frjálslegu verkamenn og
konur sýna okkur rússneska
Framhald á 7. síðu.
■— Stalin can’t be wrong, —
Stalín getur ekki skjátíazt full-
vissaði kennslukona mig um,
sem ég gaf mig á til við í leik-
húsi.
Hún skellihló að annarri e.ins
f jarstæðu, sem greinilega gat að
eins orðið til í heila skrýtins
útlendings.
Eg spurði hana að þv.í, hvort
hún hefði tekið þátt í kosninga
undirbúningnum og hvort hún
ætlaði sér að kjósa. Hún svar-
aði spurningum mínum með
sömu þolinmæöinni:
•— Auðvitað.
Við ræddum um framtío
sósíalismans utan Sovétríkjanna
og hún efaðist um, að hann
gæti nokkurs staðar komizt á
án undangenginnar byltingar.
Eg benti henni á, að Stalín hefði
‘sjálfur sagt, að í einstökum til-
fellum gæti þjóðnýtingin farið
fram eftir leiðum hins borgara-
lega lýðræðis og að aðstæðurn-
ar væru ólíkar í hinum ýmsu
löndum. Iiún efaðist mjpg um
það, en minnti mig góðlátlega á
það, að hún helgaði sig mest-
megnis öðrum efnum en stjórn-
málum.
STALÍN ER ÞJÓÐINNI
TÁKN
Það kemur ósjaldan fyrir í
Sovétríkjunum að maður verður
var við meðaumkun vegna þess
að liann býr í kapitalísku þjóð-
skipulagi, en eins og kunnugt
er gerir svipuð meðaumkun
vart við sig í garð Rússa í hin-
um kapitalísku löndum. I báð-
um tilfellum liggur fáfræðin um
hagi hins til grundvallar.
Sovétborgararnir eru yfirleitt
meira gefnir fyrir stjórnmál en
t. d. við Svíar. Maður getur gef
ið sig á tal við næstum hvaða
sovétborgara sem er, spurt
hann um alþjóðamál og jafnan
fengið svör, sem bera a. m. k.
vitni um vissa- lágmarksþekk-
ingu á stjórnmálum. Skoðanir
stjórnarvaldanna á alþjóðamál-
um eru vissulega einnig skoðan-
ir almennings, en menn ættu að
varast að dæma of fljótt, eftir