Þjóðviljinn - 19.07.1947, Page 6

Þjóðviljinn - 19.07.1947, Page 6
6 ÞJOÐVILJINN Laugardagur 19. júlí 1947. EUiott Eocseveít: 68. S$ónarwni& tioosevelts forseta Mc Intire og Brown, Steinhardt, Kirk sjálfur, en við vor- um allir gestir hans, John Boettiger og ég. Meðan við , sátum undir borðum lék hljómsveitin frá Huckstep-her- búðunum, en það voru stöðvar hers okkar í nágrenninu, fyrir utan húsið. Rétt áður en máltíðinni lauk lyfti faðir minn glasi sínu. Hann drap á þenna sið, að halda upp- skeruhátíð, og hvernig hann væri til kominn. Hann lýsti með tilfinningu hvemig bandarískir hermenn og sjó- menn, dreifðir víðsvegar um heiminn, héldu í kvöld þessa hátíð í fjölmörgum löndum. Svo mælti hann: „Og í þessu sambandi verð ég að segja, að ég'tel mér það- hamingju, að mega njóta þessarar uppskeruhátíðar i félagsskap forsætisráðherra Stóra-Bretlands.“ Churchill stóð þegar á fætur til að svara, en faðir minn hafði enn ekki lokið máli sínu. „Stórar fjölskyldur", sagði faðir minn „eru venjulega tengdar fastari böndum en litlar. . . . og þegar við nú í kvöld höfum England einnig í fjölskyldunni, þá erum við stór fjölskylda ,tengd traustari böndum en nokkm sinni fyrr. Eg óska að drekka skál þessara vináttubanda, mættu þau lengi haldast!" Forsætisráðherrann svaraði þessari ræðu; honum var * sérstaklega létt um að flytja góðar tækifærisræður. 1 ræðu sinni hrósaði hann einnig samheldni okkar í stríðinu og skálaði fyrir framhaldi hennar. Hið eina tækifæri, sem faðir minn fékk til þess að ræða við Stilwell í einrúmi var þetta kvöld. Þessi hái, þrautsegi hermaður kom um tíuleytið og hálfri stundu síðar sátu þeir, faðir minn og hann, saman á legubekknum í dagstofunni og stungu saman nef jum. Eg sat skammt frá þeim ásamt John mági mínum og Harry Hopkins — við, þessir þrír ræddum af og til saman, annars hlustuðum við mest á hvað hinir sögðu. „Eddike Joe“ Stil-'ell talaði blátt áfram og eðlilega. Hann hækkaði ekki röddina og kvartaði ekki, þótt það hefði verið sanngjarnt að Hann hefði gert það. Hlutskipti hans var erfitt og vandasamt. Hann lýsti örðugleikum sínum í sambandi við Sjangkajsék og Ho hershöfðingja, hermálaráðherra Sjangs, spurningum föður míns svaraði hann stutt og laggott méð því að sér mundi takast að leysa viðfangsefni sitt. Hann lét í ljósi að það mundi létta fyrir sér, ef hann fengi heimild til þess að lofa þeim meiri aðstoð á grundvelli láns- og leigulaganna, og á sama augnabliki notaði hann skýringu föður míns á því að það væri nær ógerningur að auka birgðasendingarnar. Faðir minn spurði hvernig Lido-veginum miðaði áfram, hann vildi fá frá fyrstu hendi upplýsingar um örðugleikana við þetta mikla verk og hvaða útlit var fyrir að það tækist. Faðir minn hafði frétt að Englendingarnir hefðu gripið til allra afsakana, allt frá mýraköldu til óveðurs, fyrir því að byrja ekki á veginum. En á ráðstefnunni í Menahúsi hafði bandarísk hugsun sigrað og Stilwell ræddi rólega og sannfærandi um veginn við föður minn. Englendingarnir höfðu reynt nú í Kaíró að minnka birgðamagnið, er sam- komulag hafði náðst um í Kvíbekk, að sent yrði til Burma- vígstöðvanna, það var ekki ætlun þeirra að birgðasend- ingarnar minnkuðu, en þeir vildu senda þær á annan stað, og Stilwell lýsti óánægju sinni yfir þessu. Hann hélt því fram að ef gerð yrði breyting á ákvörðun Kví- bekkráðstefnunnar um birgðasendingar yrði sú breyting- að vera til hækkunar. Stilwell þurfti ekki að berjast fyrir viðurkenningu Kínverja sem væntanlegra samherja, um það atriði voru þeir faðir minn sammála. Faðir minn hafði áhuga fyrir að vita, hvernig Stilwell miðaði áfram við að þjálfa kínverska heri og hershöfðinginn sagði honum að hann hefði nú tvær herdeildir. „Þeir berjast raunar ekki eins vel ennþá og þeir ættu að gera,“ játaði Stilwell ergilegur. „I raun og verrn vil ég komast sem fyrst til baka aftur til að' hjálpa þeim yfir fyrstu hræðsluna. Raunar hygg ég að það sé aðeins leiksviðsgeigur, en Eng- lendingarnir fréttu því miður um það, hvernig þeir reynd- ust í fyrsta sinn og gerðu heilmikið veður út af því.“ En hann var viss um að sér myndi að lokum takast að gera fyrsta flokks hermenn úr Kínverjunum. Og eins og alltaf þegar góður herforingi á í hlut, er gaman að vita til þess í dag að hann hafði á réttu að standa. Það duldist ekki að föður mínum féll vel við Stilwell 113. dagu? D U L ISftir Pltyllis Ilottome un ert þú Sally. Hann gat varla borðað eða sofið, fyrr en hann vissi að þér mundi batna“. „Hef ég verið svona veik ?“ sagði Sally hugsi, og andvarpaði dálítið —- ekki af óánægju, hugsaði Jane, frekar eins og henni hefði létt. „Ætti ég að hringja til hans nú“ spurði Jane aftur blíðlega, ,,þú ættir ekki að tala mikið í fyrstu. Farðu vel með þig .hans vegna. „Eg hef ekki sagt neitt“ minnti Sally Jane á. Jane tók aftur höndina af símatólinu. Það ætlaði ekki að verða svo auðvelt þessa fyrstu fagnaðar- ríku stund við að Sally kom aftur til sjálfs sín. Hún hafði búizt við að Sally í yfirþyrniandi fögnuði yfir því að sjá Alec aftur — fögnuði í augum hennar og hjarta — mundi taka með tiltölulegri rósemi öðrum missi sínum, en það var eins og hún nú, eftir að hún hafði einbeitt hugsun sinni svo átak- anlega og fast að honum, að hún hafði látið undan áreynslunni, gæti ekki lengur sameinað óskir sín- ar kringum mynd hans. Eða ef til vill hélt Sally að hún væri ekki nógu sterk enn þá til að þola geðs- hræringuna af að sjá hann? Það myndi verða — það gat ekki hjá því farið eftir allt sem þau bæði höfðu gengið í gegnum — ógurleg geðshrær- ing. Meðan hún óskaði ekki sjálf eftir að sjá hann, var betra fyrir hana að vera án þess. En það var eitthvað, sem hún var að þrá, biðja um. Augu hennar störðu stöðugt á Jane, spyrjandi — um hvað ?. Jaríe sagði við sjálfa sig: Hún verður að spyrja mig. Hvað svo sem það er verður hún sjálf að spyrja um það. Eg þori ekki að segja henni meira erí hana langar sjálfa til að vita“. Tifið í klukkunni hélt stöðuglega áfram. Ilmur af nýslegnu grasi barst inn í herbergið. í fjarska gátu þær heyrt dr. Barnes og dr. Harding vera að spila tennis. „Var það — var það tekið?“ hvíslaði Sally. Jane vissi nú hvað hún átti að segja. „Dr. Drum- rnond varð að gera á þér uppskurð. Það hefði getað orðið miklu verra. Þú getur eignazt barn einhvern- tíma seinna — en ekki alveg strax, auðvitað“. Slagæðin sem Jane hélt um, sló ört, stöðvaðist en sló svo aftur jafnt og reglulega. imiiiiwMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiffliiiiiin Sally leit út um opinn gluggann og steig lítið skjálfandi andvarp frá brjósti hennar, eins og eitthvað, að hálfu von að hálfu ótti, hefði liðið frá henni fyrir fullt og allt. Þaðan sem hún lá gat hún séð valhnotutrén í garðinum og björt vængjatök fuglanna, er skutust milli greinanna skj'ggðu á birtuna og gáfu hana aítur frjálsa með snöggu gyltu flugi. „Þið hljótið öll — að vera mjög þreytt“ sagði Sally eftir langa þögn, ,,á því að stunda mig svona“. ,,Já“ sagði Jane varlega „vissulega gafstu okkur mikið að hugsa um, í fyrstu, svo varð það í raun- inni mjög auðvelt að stunda þig þegar áleið. Yfir- hjúkrunarkonan og Alec skiptu með sér nóttunni, en við fengum hjúkrunarkonu frá Bart, á daginn. Dr. Drummond var aðal-læknir þinn“. „En sjúkrahúsið ?“ spurði Sally. ,.Það gekk líka vel með það“, skrökvaði Jane fulium fetum. „Alec vann mest allt sitt starf, og með það sem eftir var gekk einhvern veginn. Með- an hann var veikur fengum við annan í stað hans, en Alec kom aftur eftir tvo daga. Svo að þú sérð, að það er ekkert, sem þú þarft að hafa áhyggjur af. Og í rauninni urðu veikindi þín til að lcoma í kring dásamlegum hlut — að sætta Alec og yfir- lækninn. Þeir hafa ekkert talað um það, en það er mjög auðvelt að sjá. 1 tvö skipti hafa þeir átt lang- ar samræður inni í herbergi hjá mér á kvöldin, þeg- ar ég hef ekki verið viðstödd“. „Eg býst við að þeir hafi bara verið að bíða eftir þér------“ sagði Sally blíðlega, „saman. Jane, varst það þú, sem bjargaðir lífi mínu?“ Þessi spurning kom all flatt upp á Jane. Henni fannst hún ekki koma málinu við. En hugur Sally var auðvitað enn á reiki, eins og hornsíli í á, og gat ekki fest sig við neitt. Meðvitundin gat ekki notið sín strax aftur, eftir svo langa fjarveru. „Nei“, sagði Jane og varð hugsi „það held ég ekki. Það fer þó eftir því, við hvað þú átt með að bjarga lífi. Öll þrjú gerðum við auðvitað allt sem við gátum. Það er mjög sjaldan nokkurt einstakt hættuaugnablik í sjúkdómi. Hafi það verið hjá þér, hefur yfirlæknirinn bjargað því — eða Alec ef til vill. Þú hafðir miklar blæðingar, og þegar þær lllllli!: 1111111! ! SÖG U R KRI LOFFS „En núna? Mundu það að pokinn er gamall og slitinn. Ertu ekki hræddur um að hann rifni?“ „Nei, nei. Haltu áfram. Pokinn getur ’tekið langtum meira.“ „Hann hlýtur að vera orðinn þungur. Varaðu þig.“ „Bara nokkra peninga í viðbót. Eina handfylli enn.“ „Nú er hann næstum því fullur. Eig- um við ekki að hætta núna?“ „Aðeins örlítið enn, gerðu það.“ En í þessu rifnaði pokinn í sundur, gullið hrundi niður á jörðina og varð að dufti. 3 Og betlarinn átti ekkert eftir nema tóman og einskis nýtan pokann. , II Lambið Einu sinni var lamb, sem langaði mikið til að gabba félaga sína í hjörð- inni. Það setti á sig úlfshúð og læddist á milli hinna lambanna. Áður en það sá hve mikla skelfingu það orsakaði í hjörðinni, voru varð- hundarnir búnir að ráðast á það, froðu- fellandi og nístrandi tönnum, reiðubún- ir að rífa það í tætlur. Hirðirinn sá lambið undir úlfshúð- inni. Hann hastaði á hundana og þeir fóru burt frá lambinu- Veslings lambið var aðfram komiá eftir árásina. Það hneig niður og jarm-; aði hátt af kvölum. Skynsamt lamb á að hafa vit á að sýna sig ekki sem úlf. 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.