Þjóðviljinn - 26.07.1947, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1947, Blaðsíða 8
Fulltrúafundur norræna samban mgmanna- Frá Baiiinörkii koma 19 þin gtneiiM, frá Nor I egi 109 frá Svíþjóð 7 og Ffiinlandi 1 Fulltrúafundur Þingmannasambands Norður-* landa hefst hér í Reykjavík á þriðjudaginn kemur Sækja fundinn 19 fulltrúar frá íslandi, 19 frá Dan- mörk, 10 frá Noregi, 7 frá Svíþjóð og 1 frá Finn- landi. Umræðuefni verður norræn samvinna um fisk- yeiðar og fisksölumál og Sameinuðu þjóðirnar — alþjóðaþingmannasambandið — Norræna þing- mannasambandið. Þetta er í annað sinn, sem fulltrúafundur nor- rænna þingmanna er haldinn hér á landi. varnarráðherra og Finnland sendir aðeins einn fulltrúa, Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri, en hann er forseti norræna þingmannasam- bandsins, og Jón Sigurðsson, ritari Islandsdeildar sam- bandsins, skýrðu blaðamönn- um frá þessu í gær. Norræna þingmannasam- bandið var stofnað 1907 af Danmörk, Svíþjóð og Noregi. Síðan bættist Finnland í hóp- inn og ísland 1926. Tilgangur — skipu- lag Tilgangur sambandsins er að ræða þau mál, er hafa sérstaka þýðingu fyrir Norð- urlöndin og samstarf þeirra í menningar- og atvinnumál- ■iim, vinna að bættri sambúð þjóðanna og að auka við- kynningu þingmanna í þess- um 5 löndum. iHvert land er deild út af iyrir sig og er þorri þing- manna i hverju iandi með- limir deildar lands síns; hér -á landi allir. Tuttugu manna ráð — 4 fulltrúar frá hverju landi — fer með stjórn sambandsins. Sambandsráðsfulltrúar ís- lands eru jafnframt stjórn ís- landsdeildarinnar. Forseti þingmannasam- bandsins skal jafnan vera formaður deildar þess lands, sem fundur er haldinn í það árið. Formaður Íslandsdeild- arinnar er Gunnar Thorodd- sen. Aðrir sambandsráðsfull- trúar eru: Bernhard Stefáns- son, Sigfús Sigurhjartarson og Stefán Jóhann Stefánsson. Fundir Fundir eru ýmist haldnir hvert ár eða annað hvert ár > iog má bvert land senda 15. fulltrúa, auk hinna fjögurra . sambandsráðsmanna. Síðan stríði lauk hefur sam bandið haldið 2 fundi, í Kaup mannahöfn 1945 og Qsló 1946. Einu sinni áður, 1930, hefur sambandsfundur verið haldinn hér á landi. Formaður norsku fullírú- anna er Sven Nielsen fyrrv. ráðherra, formaður dönsku fulltrúanna er Buhl fyrrv. ráöherra, formaður sæ.nsku ifulltrúanna er Vougt land- Kauppi prófessor. Umræðuefni Þingmannafundurinn hefst með ráðsfundi kl. 10,30 f. h. n. k. þriðjudag í Alþingis- húsinu, en kl. 11 verður full- trúaþingið sett. Umræðuefni eru tvö: Nor- ræn samvinna um fiskveiðar og fisksölumál, málshefjandi Jóhann Þ. Jósefsson alþm. Hitt umræðuefnið er: Sam- einuðu þjóðirnar — alþjóða- þingmannasamibandið — Nor- ræna þingmannasambandið. Málshefjandi verður frá Dan- mörku. Pallarnir í Alþingishúsinu verða opnir fyrir áheyrend- ur meðan fundurinn stendur. Ræðurnar verða fluttar á norsku, dönsku og sænsku. Framh. á 7. síðu í 3 ára piltur drukknar í fyrradag vildi þaö slys til á Súgandafiröi aö tæplega þriggja ára drengur drukkn- aði. Hvarf hánn heimahað frá sér um þrjúleytið og fannst ekki fyrr en um kl. 10 í fjörunni skammt frá heimili sínu. Er þar lítil trébryggja ög flaut prammi við hana. Er talið að drengurinn mtjni hafa ætlað út í prammann og þá fallið í sjóinn. Drengurinn var sonur Jó- hönnu Guðmundsdóttur og Þorleifs Kristjánssonar. Rústirnar á Stöng merkileguslu forn a þlÓÐVILIINN Frumsýning á kvikmyndinni Eng- landsfararnir í gær klukkan fimm var frumsýnd í Tjarnarbíó hin kunna norska kvikmynd, Englandsfararnir, sem frú Guðrún Brunborg hefur haft með sér hing- að til lands. Stóð Stúdentaráð háskólans að sýn- ingunni og bauð þangað gestum, en eins og kunn- ugt er, hefur frú Brunborg ákveðið að stofna sjóð við Háskóla íslands til að efla vináttu og samstarf Íslendinga og Norðmanna. Allur ágóði af sýningu hinnar norsku kvikmyndar á að renna í þennan sjóð. Áður en sýningin hófst hélt frú Brunborg stutta ræðu og skýrði frá sjóðstofn- unihni og tilgangi hennar. Sagði hún að íslendingar myndu aldrei skilja hina norsku frændur sína, ef þeir skildu ekki frelsisbaráttu þeirra á stríðsárunum. Kvik- myndin Englandsfararnir gæfi einmitt áhrifamikla, sanna og listræna mynd af Síldin enn mest fyrir austan «• Síld sást þó í gærkvöld út af Skagagrunni og fyrir norðan Sigluf jörð í gær höfðu borizt samtals 44 þús. mál til Rauf- arhafnarverksmiðjunnar, milli 10 og 20 skip biðu löndunar og var veiði góð fyrir austan. 1800 tunn- ur höfðu verið saltaðar í Raufarhöfn. í gærkvöld kom Helgi Iielgason frá Vestmanna- eyjum með 2 þús. mál til Rauðku á Siglufirði, og er það mesta veiði sem skip hefur fengið í einni ferð í sumar. Snorranefnd bauö norsku gestunum, sem sóttu Snorra- hátíðina, austur í Þjórsárdal í gær. Gestirnir leggja af stað til Noregs meö „Lyru“, kl. 4 e. h. í dag. Hádegisverður var snædd- ur á Ásólfsstöðum og að hon- im loknum fluttu ræður rónas Jónsson alþm., Shetelig orófessor og Ásólfur bóndi \ Ásólfsstöðum. Magister Steinþór Sigurðsson rakti sögu Heklu og frú Martha Glatved-Praht flutti kveðju til íslendinga í ljóðum, er vakti ákafa hrifningu áheyr- enda. Að loknum snæðingi var ekið fram að Stöng og rúst- irnar þar skoðaðar. Kristján Eldjám magister lýsti rúst- unum, dr. Sigurður Þórarins- son ræddi um eyðingu Þjórs- árdals, prófessor Sigurður Nordnl sagði hina seiðmögn- uðu sögu Gauks Trandils- Önnur skip, sem komu til Rauðku í gær voru: Dagný, Siglufirði með 1406 mál, Sæ- hrímnir, Þingeyri 895 og Sig- urður, Siglufirði með 950. S'íidin veiddist öll fyrir aust- an. Heildarafli hæstu skipanna hjá Rauðku er sem hér seg- ir: Dagný 4969 mál, Gunnvör 4803, Siglunes 4637, Sæ- hrímnir 3045 og Viktoría 2423. Engin teljandi síld barst til ríkisverksmiðjanna á Siglu firði. í gærkvöld sást síld út af Skagagrunni og miklar torf- ur fyrir norðan Siglufjörð. Veður fór heldur batnandi. þeirri baráttu, og yrðu þær móttökur, sem húh hlyti nokkur vísbending um skiln- ing íslendinga á hinum norsku frændum sínum. Að lokum bað frú Brunborg þess að þola þær raunir sem Norð að íslendingar þyrftu aldrei menn urðu við að búa á her- námsárunum, að aldrei risi upp á íslandi flokkur land- sölumanna, sem fengi aðstöðu til að farga frelsi þjóðar sinnar. Þvínæst var kvikmyndin sýnd við óskipta athygli á- horfenda. Fjallar hún um hóp af fólki, sem er á leið til Englands til að halda bar- áttunni áfram þar. En á síð- ustu stundu er bað handsam- að af Þjóðverjum og gerist síðari. hlut: myndarinnar í þýzkum fangabúðum. Mynd- in er djörf, söiin og raunsæ, enda byggö a raunverulegum atburðum og reynslu norsku þjóðarinnar. Er ekki að efa að hún muni vekja mikla at- hygli á íslandi. Hún mun verða sýnd al- menningi innan skamms, bæði hér í Reykjavík og um allt land. sonar og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri skýrði frá landgræðslunni í Þjórsárdal. Prófessor Johs. Boe frá Bergen, einn hinna norsku gesta, sagöi um rústirnar aÖ Stöng, að sem heimild um híbýli þei'rrar tíðar manna ættu þær engan sinn líka á Norðurlöndvm. Er rústirnar höfðu verið skoðaðar var farið í Gjána og að Hjálliparfossi. Áður en lagt var af stað til Reykja víkur var kaffi drukkið á Ás- ólfsstöðum. Veður var fag urt og gott skyggni til Heklu er á daginn leið, og varð gestunum starsýnt á eld- fjailið. Verslunarmanwmhátíðin rerður um nœsiu helgi Hin árlega hátíð verzlunarmanna verður um næstu lielgi. AðaUiátíðahöldin fara fram i Tívoli. Þar verða útiskemmt- anir á laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 5—7 livern dag, og ennfremur dans frá kl. 9—2 öll l>rjú kvöldin. KL 1 á sunnudag verður einnig farin hópferð út í Viðey. Gert er ráð fyrir, að lagt verði af stað í Viðeyjarförina kl. 1 e. h. á sunnudag. Verzlunarmannafélagið hefur fengið bílferju leigða hjá Ak- urneskaupstað í þessu augna- miði. Mun hún ferja fólkið frá Vatnagörðum og yfir í Viðey, næst kirkjunni. Þar verður haldin messa, biskup- inn prédikar en sóknarprest- urinn þjónar fyrir altarinu, og dómkirkjukórinn syngur undir stjóm dr. Páls ísólfs- sonar. Síðan verður þarna haldin útiskemmtun, þar sem Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur, en Vilihjálmur Þ. Gísla- son flytur erindi. Ráðgert er að Viðeyjarfarar verði komn- ir aftur til Reykjavikur 1 tæka tíð til að komast á úti- skemmtunina í Tivoli. Á mánudaginn verður svo dagskrá útvarpsins að mestu helguð verzlunarmönnum, samfelld dagskrá kl. 6—7,30 og síðan aftur útvarp verzl- unarmanna frá kl. 9—12, fyrst úr útvarpssal, síðan úr Tivoli. Meðal þeirra, sem munu koma fram á skemtununum í Tívoli má nefna einsöngvar- ana Einar Kristjánsson og Pétur Jónsson gluntasöngv- arana Jón Kjartansson og Egil Bjarnason, töframann- inn Baldur Georgs, Jón Að- ils leikara, sem mun lesa upp. Aðgangur að skemmtunum þessum kostar 5 kr. fyrir full- orðna og kr. 2 fyrir böm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.