Þjóðviljinn - 05.09.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.09.1947, Blaðsíða 4
4 tO ÖÐ VILJINN Föstudagur 5. september 1947. IIIÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflnkkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, 6,b. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. v Rltstjórnarskrifstofur: Skólavörðust 19. Símar 2270 og 7B00 (eftir kl. 19.00 einnig 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, Eimi 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: kr, 8.00 á mánuðl. — Lausasöluverð B0 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Samningar Bjarna Benediktssonar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra verður frægur fyrir það í sögu íslenzkra afurðasölumála að hafa gert glæfralegustu og óviturlegustu sölusamninga sem um getur í sögu landsins, síðan það varð fullvalda ríki. 1 vor knúði hann það fram gegn vilja. útvegsmanna og alls almennings og gegn harðvítugri baráttu sósíalista að öll afurðasölu- málin voru gerð háð 'hinni stopulu síldveiði, þannig að af- urðirnar \'æru í raun og veru óseldar þrátt fyrir samn- ingana, ef síldveiðin brygðist. Utanríkisráðherrann gerði jafnframt tilraun til að gylla þessa óheyrilegu samninga fyrir þjóðinni, hélt m. a. erindi í útvarplð um afurðasölu- málin sjálfum sér til dýrðar. En nú hefur orðið sú raunin á um sjávarútveg íslend- inga, sem ástæða var til að óttast mest. Síldveiðin hefur brugðizt að verulegu leyti. Og nú hælist hinn'fyrirhyggju- lausi utanríkisráðherra ekki lengur um af samningum sín- um. Þess í stað sýnir hann manndóm sinn með því að skrjfa nafnlausa annararsíðugrein í Morgunblaðið og drótt- ar því að sósíalistum, er börðust af öllu harðfylgi sínu gegn brezku samningunum, að þeir hafi í rauninni átt upptökin að þeim! Þvi til sönnunar vitnar hann í nefndarálit frá Áka Jakobssyni þar sem segir að „síldarlýsi beri að nota til þess að greiða fyrir sölu annarra vara“. Að sjálfsögðu ber að gera það. En að gera það á þann hátt, að binda sölu freðfisksins við það áhættuspil hvort nægileg síld veiddist eða ekki er glæframennska og heimska sem engu tali tekur. Enda var Bjarni Benediktsson óspart varaður við þessu óhappaverki sínu. Við eldhúsumræðurnar gerðu sósíalistar brezku samningana að helzta umræðuefni sínu — áður en þeir voru undirritaðir — og reyndu að sýna utanríkisráð- Jherranum fram á hvílíkt óheillaverk hann var að vinna. Brynjólfur Bjarnason komst þannig að orði: „Hér er farið inn á Iiáskalega braut. Verði slíkur háttur tekinn upp í utanríkisviðskiptum okkar, er allur sjávarút- vegur fslendinga orðinn háður hinni stopulu síldveiði. Ef síldin bregzt, er öllum aðalatvinnuvegi fslcndinga og allri afkomu þjóðarinnar stefnt í voða.“ Áki Jakobsson komst að orði á þessa leið: „En mér er spurn, hvernig ætlar ríkisstjórnin að fara að, ef síldveiðarnar bregðast. Og hvernig ætlar ríkisstjórn- in að fara að því að bjóða út freðfiskinn til þeirra landa, sem við getum ekki boðið lýsið . þess er ekki að vænta, að hægt verði að fá í öðrum löndum hagstæðara verð en ríkisstjórnin hefur fallizt á í Bretlandi, svo að þessi samn- ingur mun verða mjög örlagaríkur fyrir alla afkomu ís- lenzka sjávarútvegsins og þjóðarinnar í heild.“ Sósíalistar tóku þetta mál til umræðu við eldhúsum- ræðurnar, áður en gengið var frá sanmingunum, í því skyni að koma vitinu fyrir Bjarna Benediktsson og firra þjóðina bráðum voða, ef síldveiðin brygðist. Bjarni Benediktsson lét varnaðarorðin sem vind um eyrun þjóta og hann tók á sig og ríkisstjórnina alla ábyrgð á samningunum. Á utan- ríkismálanefndarfundi 17. apríl lýsti hann yfir því að það væri ríkisstjórnin en ekki sendinefndin sem tæki ákvörðun um samningana og sendi henni síðan fyrirmæli um hina glæfralegu samningagerð. Hafi nokkur verið í efa um 'hversu hættulegir samning- ar Bjarna Benediktssonar voru, þegar þeir voru gerðir, hefur reynslan nú felllt ótvíræðan úrskurð. Og Bjarna Bene- diktssyni hefur loks sjálfum skilizt glapræði sitt. En hann er ekki maður til að taka afleiðinginn verka sinna. Heiðar- legur ráðherra í heiðvirðri stjórn myndi hiklaust segja jaf sér ef hann hefði stefnt afkomu þjóðar sinnar í slíkan ANDLEGA ÞRAUTPlNT FÓLK „Ýmir“ hefur sent mér eftir- farandi bréf, þar sem hann ræð ir um kvikmyndir og hagar mál flutningi sínum þannig, að mjög minnir á þann hinn gallharða Gallharð. „Ýmir“ segir: „Reykvískir bíógestir — en því nafni niá nefna allflesta í- búa bæjarins — hafa nú um margra ára skeið verið and- lega þrautpíndir af hálfu kvik- myndanna, og verður ekki leng- ur við unað. Flestar þær kvik- myndir, sem fólki er boðið upp á, mega teljast afdráttarlaus stríðsyfirlýsing gegn manneskj- unni sem vitsmunaveru; þær eru hrákasletta framan í heil- brigðan smekk; þær eru kverka tak á andlegan þroska og má í rauninni furðulegt teljast, að sá mikli fjöldi óþroskaðra ung- linga, sem að staðaldri stundar kvikmynd'ahúsin, skuli komast úr þeirri þroskaklemmu upp til fullorðinsára sem sæmilega nor malt fólk. ★ FRAMLEIÐA IDJÓTÍ „Ef þroski hins reykvíska unglings fengi á öllum sviðum sömu útreið og hann fær á því sviði skemmtanalífsins, þar sem kvikmyndirnar ráða, þá mundi hann hafa litla möguleika til að komast á fullorðinsár með óbrjálaða sansa. Flestar þær kvikmyndir, sem hér hafa að undanförnu verið sýndar, mega helzt teljast til þess fallnar að gera áhorfendur að hálfvitum. Með framleiðslu slíkra kvik- mynda er beinlínis gerð tilraun til að framleiða idíóta. Við eig- um ekki að leyfa þessari fram- leiðslu að hafa áhrif hér á landi. Kvikmyndahús okkar eiga að vera menningarstofnanir en ekki gróðrastíur fyrir idíótí. ★ RÖKSEMDIR TIL AFSÖKUNAR „Þegar þetta mál er rætt, kemur oftast frami sú röksemd til afsökunar hinum lélegu kvik myndum, að bíóeigendur séu neyddir til að taka við þeim úr höndum framleiðendanna, — framleiðendurnir hafi ekki nema stöku sinnum upp á betra að bjóða. Eitthvað kann að vera hæft í þessu, en ólíklegt þykir mér, að allir þeir, sem fást við framleiðslu kvikmynda séu sokknir á sama bólakaf spill- ingarinnar. Það er staðreynd, að bíóeigendur renna augum sínum til alltof fárra landa í leit að kvikmyndum. Leit þeirra miðast mest við stúdíóin í Holly wood, borginni, sem vinnur fyr- sér með því að hrækja fram- an í heilbrigðan smekk mann- kynsins. ★ AUKIN FJÖLBREYTNI ,,Ef leitað væri vítt um lönd, kvikmynda handa íslenzkum bíó gestum, þá mundi það auka f jöl breytnina og þar með mögu- leikana á að útvega það, sem er einhvers virði. Gjaldeyris- spursmál kemur hér máske til greina, en er þó áreiðanlega ekki sá Þrándur í Götu, er get- ur hindrað allar umbætur. Það, sem setti mig af stað með pennann í þetta sinn, var fregnin um, að nú væri Nýja Bíó aftur að taka til starfa í gömlu húsakynnunum, mikið breyttum. Hér er kominn enn einn skemmtistaður, glæsilega gerður samkvæmt nýjustu tízku. Og menn spyrja: Verður sami sorinn borinn á hið hvíta tjald, þótt kvikmyndahúsin auk ,izt að glæsileik. Ósk mín er sú, að eigendur Nýja Bíó heiti því við þessi tímamót í starfi sínu, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma því til leiðar, að kvikmyndir verði Is- lendingum framvegis menning- arafl en ekki a.ndlegt kverkatak. Ýmir“. ★ BIFREIÐAR. — GANGSTÉTTIR. — MANNESKJUR Menn eru alltaf að skamm- ast yfir því, hvernig bifreiðum er lagt i þessum bæ, — og er það vissulega ekki að ástæðu- lausu. Mörg bréf hafa mér bor- izt um þetta efni og birti ég hér niðurlagsorð þess nýjasta: „Vonandi kemur bráðum að því, að bifreiðaeigendur láti sér skiljast, að gangstéttir þessa bæjar eru handa manneskjun- um að ganga á, en ekki bif- reiðum að standa á. Sem mann eskja í Reykjavík heimta ég aukinn rétt gagnvart því vél- ræna fyrirbrigði, er nefnist bif- reið! Eg þoli það ekki lengur bótalaust, að gangstéttin, þetta yfirráðasvæði mitt, verði stöð- ugt fyrir ágengni hinnar fjór- hjóluðu maskínu! Haf þig burt af gangstétt minni, bifreið! Últor“. F y r i r ii bs gsaðio0 Iiisslsyggiiigar! Ur skýrslu borgarstjóra til fjárhagsráð.s um fyrirhugaðar og yfirstandandi byggingar bæ jarins: miðstöðvarlögn. Skortur er á ýmiskonar „fittings" til mið- stöðvarlagningar, svo og hrein lætistækjum. I. íbúðarhús: 1. Bæjarsjóður á 9 hús, 72 íbúðir, í smíðum við Skúla- götu. Nú þegar eru 3 hús, 24 íbúðir, tekin í notkun, en önn- ur 3 hús fullbúin innanhúss að öðru leyti en því, að gólfdúka vantar, svo og eitthvað af hrein lætistækjum. Síðustu þrjú hús- in, 24 íbúðir, eru að mestu húð uð innan, en þar vantar eitt- hvað af hreinlætistækjum. Ný- lega er byrjað á því að húða utan þessar Skúlagötubygging- ar. , 2. Bærinn er að láta reisa í- búðabyggingu við Miklubraut, 32 íbúðir. Þar af 8 þriggja her.. bergja og 24 tveggja herbergja allt í einni byggingu. Er þegar steypt og verið að reisa þak, og ennfremui er nú unnið að 3. I vor ákvað bæjarráð og bæjarstjórn að byggja 2 fjög- urra hæða íbúðarhús við Miklu braut til viðbótar. Aðallega 2 herbergi og eldhús, samtals 80 íbúðir. Teikningum þessara húsa er lokið, en smíði ekki enn hafin. Rúmmál þessara tveggja húsa mun verða samtals um 25 þús. tenm. Eg vil sérstaklega benda á, að hús þessi öll, sem hér getur um hefur bæjarstjórn ákveðið að reisa samkv. lagaskyldu, sem á bæinn er lögð með 3. kafla laga nr. 44, 1946, um op- inbera aðstoð við byggingar í- búðarhúsa í kaupstöðum og kauptúnum. Auk þessara húsbygginga eru í undirbúningi enn frekari íbúða byggingar á vegum bæjarins, voða sem Bjarni Benediktsson með samningum sínum. En honum er vissulega ekkert slíkt í 'hug. Hann verður því þaulsætnari sem þjóðin fær gJeggri vitnisburð um getuleysi hans og hæfileikaskort. og hafa húsameistarar bæjarins unnið að því að undanförnu. 6. marz s. 1. samþykkti bæj- arstjórnin að hefja undirbún- ing að byggingu 300 íbúða, í því skyni að reyna að bæta úr húsnæðisþörfinni og fullnægja fyrrgetinni lagaskyldu. II. Skólahús: 1. Laugarnesskólinn er nú því nær fullgerður. Er unnið að því að leggja síðustu hönd á bygg- inguna innanhúss. 2. Melaskólinn er fullsteypt- ur. Nú er jöfnum höndum unn- ið að múrhúðun utanhúss og innréttingum, þ. á m. gólf- steypu. 3. 6. marz s. 1. ákvað bæjar- stjórn að hefja þegar undirbún- ing undir byggingu þriggja nýrra barnaskóla fyrir úthverfi bæjarins. Þeir skólar verða all- miklu minni en þeir 4 barna- skólar, sem nú eru starfandi í bænum. Skólar þessir verða fyr ir Langholtshverfi, Sogamýri, Elliðaárhverfi, Fossvog, Rauð- arárholt og Hlíðahverfi. Er ó- hjákvæmilegt að hraða sem mest byggingu þessara skóla, til þess að geta fullnægt fræðslu- skyldunni. Framh. á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.