Þjóðviljinn - 02.11.1947, Side 6
6
ÞJOÐVLLJINN
Sunnudagur 2. nóvember 1947.
49.
1 Samsæri mikla
eftir
LIFIÐ AD VEBI
MICHAEL SAYERS oa ALBERT E. KAHN
„I þúsund ár hafa menn af Ungemsættinni verið
stjórnendur,“ æpti baróninn. „Þeir hafa aldrei tekið við
fyrirskipunum frá öðrum.“
Hann starði þóttalega á andlit hermannanna, verka-
manna og bændanna í réttarsalnum.
„Eg neita að viðurkenna stjóra verkamanna! Hvemig
getur maður, sem hefur ekki einu sinni þjón, þótzt ætla
að stjórna? Ekki getur hann gefið fyrirskipanir!“
Jaroslavskí saksóknari las upp langan lista af glæp-
um Ungerns — refsiferðir hans gegn Gyðingum og
bændum er fylgdu sovétstjórninni, það hefðu verið
höggnir af þeim handleggir og fætur, þeir verið hafðir
fyrir lifandi blys á næturreiðum um gresjuna, alger eyð-
ing þorpa, grimmdarleg fjöldamorð á börnum . . .
„Þau voru,“ sagði Ungérn kuldalega, „of rauð fyrir1
minn smekk.“
„Hvers vegna fóruð þér frá Úrga?“ spurði saksókn-
arinn.
„Eg afréð innrás í Bajkalíu og ætlaði að fá bænd-
urna til uppreisnar. En ég var' handtekinn." 1
„Af hverjum?"
„Mongólarnir sviku mig.“
„Hafið þér nokkurn tíma hugleitt, hvers vegna þeir
gerðu það?“
„Eg var svikinn.11
„Er yður ljóst, að endalok herferðar yðar hafa orðið
hin sömu og allra annarra tilrauna, sem nýlega hafa
verið gerðar til að steypa verkamannastjórninni ? Er yður
ljóst, að þessi tilraun yðar í því skyni er hin síðasta?“
„Já,“ sagði Ungern barón. „Mín tilraun var hin síð-
asta. Eg býst við, að ég sé sá eini, sem eftir lifir.“
I septembermánuði 1921 var dómi sovétdómstólsins
fullnægt. Roman von Ungern-Sternberg barón, „sá eini,
er eftir lifði“ af hvítliðaforingjunum, var' skotinn af af-
tökusveit úr rauða hernum.
Semjonoff og leifar japanska lepphersins flýðu yfir
landamæri Sovétríkjanna inn í Mongólíu og Kína.
Enn leið á annað ár þar til Japanar voru endanlega
hraktir af rússneskri grund. Hinn 19. október 1922 um-
kringdi rauði herinn Vladivostok. Japanska setuliðið í
borginni gafst upp og afhenti allar birgðir. Japönsk
flutningaskip, með síðustu japönsku hermennina innan-
borðs, létu úr höfn í Vladivostok daginn eftir'. Rauði
fáninn blakti yfir borginni.
„Ákvörðunin um brottflutning liðsins," segir í yfirlýs-
ingu japanska utanríkisráðuneytisins, „er gerð til þess
að undirstrika að Japanar eru friðsöm þjóð, er reynir að
halda Jieimsfriðnum."
SJÖUNDI KAFLI (
REIKNINGSSKIL
Hálfs þriðja árs blóðug íhlutunarstríð og borgárastyrj-
Öld höfðu orsakað dauða um sjö milljón Rússa, kárla,
kvenna og barna, í orustum, úr hungri og veikindum.
Efnahagstjón þjóðarinnar áætlaði sovétstjórnin síðar
60 000 milljónir dollara, en það er margfalt hærri upp-
hæð en skuldir keisarastjómarinnar við Bandamenn.
Engar skaðabætur voru borgaðar af innrásarríkjunum.
Fáar tölur voru birtar um kostnað Bandamannaþjóð-
anna af stríðinu gegn Sovétríkjunum. Samkvæmt skýrslu
er Churehill birti 15. sept. 1919, hafði Bretland þá eytt
um 100 milljónum sterlingspunda og Frakkland milli 30
og 40 milljónum punda til Deníkíns hershöfðingja ein-
ungis. Brezka herferðin á norðurvígstöðvunum kostaði
18 milljónir punda. Japanir játuðu að hafa eytt 900
milljónum jena vegna dvalar hinna 70 þúsund japanskra
hermanna í Síberíu.
Hverjar voru orsakirnar til þessa árangurslausa, rán-
dýra og óyfirlýsta hernaðar?
Hvítliðaforingjarnir fóru ekki dult með, að þeir börð-
ust fyrir endurreisn Stórrússlands, fyrir landareignum
sínum, 'gróðamöguleikum, stéttarforréttindum og axla-
skúfum. Meðal þeirra voru fáeinir einlægir ættjarðar-
vin'ir, en að langmcstu leyti voru hvítliðaherirnir á valdi
afturhaldssinna og ævintýramanna, er síðar skaut upp
í Mið-Evrópu.
Mtir filoraee Mc Coy
sumir hafa orðið krypplingar af þvi. Eg þekki
mann, sem var hengdur — —“
„Hvað segið þér?“ stundi Dolan.
„Hann dó ekki af því,“ hélt Bagriola áfram.
„Þeir ætluðu að gefa honum ráðningu, sem hann
gleymdi ekki fyrst um sinn. Hann lifir, en hann
verður alltaf máttlaus. Það skemmdust einhverjar
taugar--------------“
„Viljið þér koma með mér heim til þessa manns?"
„Já — það er velkomið, hvenær sem þér æskið
þess.“
„Strax. Við skulum koma-------------------------“
„Andartak, Mike. Það er ástæðulaust að hlaupa
á sig. Heimurinn ferst ekki í kvöld.“
„Nei — en þetta er það djöfullegasta athæfi, sem
ég hef nokkurntíma heyrt getið um,“ sagði Dolan
hörkulega. „Mér er alveg sama, hvað maðurinn
liefur brotið af sér. Þessir djöflar höfðu engan rétt
til að hengja hann upp í snöru. Var það sami flokk-
urinn, sem misþvrmdi yður, Bagriola?“
„Þeir voru i munkakuflum og með svartar hett-
ur. Það eru líklega margir flokkar hérna í borg-
inni. En þeir eru allir í'sama félagsskapnum.“
„Þetta er djöfullegasta athæfið sem ég hef nokk-
urntíma heyrt getið um,“ endurtók Dolan og batt
hálsbindið sitt. „Það eru aðferðir andskotans við
að skemmta sér.“
„En það er nú samt barnalegt af þér að verða
svona æstur yfir þessu núna,“ sagði MyrS og
gekk til hans. „Mijte — ég er búinn að ferðast
talsvert, og ég hef séð og lifað sitt af hverju. Þetta
er aðeins sýnishorn þess, sem fjöldi manna heldur
að sé góð og gild föðurlandsást. Þú getur ekki lagt
til baráttu við þenna félagsskap upp á eigin spýt-
ur. Til þess þarf mikla yfirvegun og mikla vinnu
:— ástríðulaust strit. Þú mátt ekki sóa starfskröft-
um þínum í meiningarlausar hugaræsingar. Vertu
nú skynsamur--------------------“. Hún snéri sér að Bágriola.
Tjllit hennar var kuldalegt, næstum því fjandsam-
legt. „Eg geri ráð fyrir, að þér hafið sagt sann-
leikann?“ sagði hún.
„Já,“ svaraði Bagriola blátt áfram.
„Að minnsta kosti trúi ég yður,“ sagði Dolan og
fór í jakkann. „Eg var búinn að heyra um þessa
náunga áður, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég sé
handaverk þeirra — —“
Myra gekk að skrifborðinu og ýtti til hliðar
blaðinu, sem lá ofan á skammbyssunni. Bagriola
fylgdist með lireyfingum hennar, en fölur svipur
lians tók engum breytingum. Myra stakk skamm-
býssunni í hulstrið og stakk síðan hvorutveggja í
vasa Dolans. Síðan losaði hún um beltið hans, svo
hann gæti þrætt það í gegnum þar til gerða rifu á
hulstrinu.
„Herra Bagriola," sagði hún og snéri sér að hon-
um. „Eg er tilleiðanleg að trúa. yður, en starf okk-
ar er hættulégt, og við þurfum að gæta allrar var-
kárni. Ef nokkuð bendir til þess, að þér séuð að
leiða Dolan í gildru, þá skýtur hann yður. um-
svifalaust — munið það.“
Mll!!lillllil[l!lilliiiil|]|ill!!Í!ll!!!!::!:ihlll!Í!!:::ll:!i:i!llIt:"l:lffilil!!lll!llll!ll[|||i!llllífe31lll[l!llllLl!l!:;i«ilIlll|]íliilltlliililiHII]llií!Plullllllllllíí
„Svo illt er það nu ekki, Bagriola,“ sagði Dolan.
„Við skulum komast af stað-------“
Myra snéri sér að Bagriola. „Áður en þér farið,
ætla ég að biðja yður um heimilisfang yðar og rak-
arastofunnar yðar.“
„Rakarastofan er í North Las Curces nr. 38.
Húsið mitt er við hliðina á nr. 40.“
„Þökk,“ sagði Myra og skrifaði það hjá sér. „Ef
ég hef ekkert frétt af þér eftir tvo tíma, Mike, næ
ég i McGonagill, og við hefjum leit eftir þessum
heimilisföngum. Yður er fyrir beztu, að sjá um
að hann komist heilu og höldnu heim, herra Bagri-
ola.“
„En viltu þá gera það fyrir mig, að ónáða ekki
Eddie með því að síma heim til hans?“ sagði Doían
við hana. „Drengurinn hans er veikur enn, og þar
að auki verður hann líklega hér eftir að hafa verk-
efni heim með sér á kvöldin. Gerðu það nú fyrir
mig, að ónáða hann ekki.“
„Eg ætla nú einmitt að gera það,“ sagði Mj'ra
ákveðin. „Eg ætla að síma heim til hans, og ég
ætla niður að sækja skammbyssu Erasts, svo ég
sé við öllu búin, ef eitthvað skyldi koma fyrir þig.
Mér er ekkert um ástandið. Mér finnst þú þrálynd-
ur asni — það ertu líka------“
„Við- skulum koma, Bagriola,“ sagði Dolan og
gekk að dyrunum. „Henni þykir svo gaman að leik-
araskap------“
Hálfri annarri klukkustimd síðar kom Dolan aft-
ur heim til sín. Þar biðu Myra og Bishop hans.
„Mér þykir leitt, að hún skyldi senda eftir þér,
Eddie,“ sagði hann. „Þarna sérðu,“ sagði hann
reiðilega við Myru. „Eg er kominn aftur, heill á
húfi — ég sagði þér það fyrirfram."
„Já — það er gott,“ sagði Myra. „Eg var kom-
inn á fremsta hlunn með að síma til McGonagill og
láta hefja leit að þér ---“
„Hún hefur auðvitað sagt þér frá Bagriola?“
„Já — alla söguna. Sástu máttlausa manninn?"
„Já, ég sá hann. Bagriola sýndi mér líka negra,
sem þeir hafa misþyrmt hryllilega. Þetta eru ær
og kýr Krossriddaranna. Eg margbað Thomas um
að leyfa mér að skrifa um það, þegar ég vann und-
ir stjóm hans. Það hefði verið hægt að koma í veg
fyrir þetta allt saman.“
„Það lítur út fyrir að Bagriola sé nokkurskonar
sendiherra þessára vesalinga,“ sagði Myra.
„Þér finnst það kannske hlægilegt, Eddie, en ég
vildi, að þú hefðir séð það, sem ég sá — það var
voðalegt.“
„Eg efast ekki um það,“ sagði Bishop. „Það er
svo márgt voðalegt til. Þú tókst þátt í stríðinu —
það var líka skelfilegt. En hvers vegna ertu svona
æstur einmitt út af þessu máli? Hvers vegna læt-
urðu það ekki hluilaust ?“
„Eg skil,“ sagði Dolan. „Síðasta athugasemdin
þín skýrði það fyrir mér. Henni finnst allt sem ég
geri vitlaust----“
„Það finnst henni hreint ekki,“ sagði Bishop.
D A V í Ð