Þjóðviljinn - 24.12.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. des. 1947. ÞJÓÐVILJINN 13 Á leikvellinum Gleðileg jól! Bókbindaraféiag Reykjavíkur Gleðileg jét! Klæðskerafélagið SKJAI.DBORG Gleðileg jél! Idja, félag verksmiðjufólks Gleðileg jél! Múrarafélag Reykjavíkur Gleðileg jél! Hið íslenzka prentarafélag Gleðileg jél! Rafvirkinn, s.f., Skólavörðust. 22. c*í>oo<s>0oo<i><í>x>o<c>o<>e<2*&<e>‘ó’ó<>o<&i«>es^ Fraxnhald af 12. síðu. telpuna, ávarpar hann mig og segir: — Eriið þér umsjónarmað- ur hér á leikvellinum? Ég verð dálítið vandræða- legur, veit upp á mig skömm- ina að hafa verið að svíkjast um. — Nei, nei, segi ég svo, — mér finnst bara svo gam- an að spjalla við telpuna þarna, hún heitir Dóra og er þriggja ára gömul, ansi skýr og ræðin stelpa. — Já, einmitt það; þetta er mesta myndarstelpa, segir hann og hlær við. Mér þykir vænt um að hami skuli láta sem hann viti ekki að ég er að svíkjast <um. Ég lit í áttína til Dóru litlu og segi: — Henni semur stundum dálítið illa við hina krakk- ana;þeir stríða henni og segja að hún sé Kani. Ég hlæ svo- lítið við, eins og til að gera þeltta spaugilegt. Maðurinn Ihlær einnig- — Nú ekki getur hún þó gert að því, þótt hún sé Kani, segir hann. — Nei, auðvitað ekki, segi ég, svo er ekkert víst að hún sé Kani, greyið litla, krakkar fara svo oft með fleypur- — Og því ætli það geti ekki verið, segir maðurtem kæruleysislega. Nokkru síðar segir hann: — Hún virðist hafa mik- inn áhuga fjTir Síkagó, eða hvað? — Já, mamma hennar er vxst þar; hún er alltaf að byggja hús fyrir mömmu sína, litla greyið, segi ég, dá- lítið stoltur yfir trygglyndi telpunnar. . Og. maðurinn lætur einnig í ljósi þá skoðun, að það sé fallega gert af barninu að hugsa til móður sinnar og byggja fyrir hana hús. Svo lítur hann á klukkuná og sér, að hann þarf að hraða sér. Hann stendur upp, kinkar kolli vingjarnlega til mín og segir: Sælir. En snýr við þegar hann er komin nokkur skref frá mér og segir fyrirvaralaust, hörku legur og þó eins og rauna- mæddur: Nei, það er alls ekki vist að hún sé Kani! Ekkert aimað. Um leið og hann gengur fram hjá sandkasanum, lítur ' hann til telpunnar, hennar Dóru litlu, og brosir, vinkar meira aö segja til hennar með hendinni i kveðjuskyni. En telpan lítur varla upp; hún er svo Önnum kafin við byggingarnar. Hún rótar sandinum í hrúgu, lagar hann til með hendinni. svo það lítur út eins og hús- Þannig byggir hún mörg jhús, stór og reisu- leg hús, eins og hallimar í Síkagjó, ævintýxaborginni hinum megin við Atlants- hafíð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.