Þjóðviljinn - 08.01.1948, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 08.01.1948, Qupperneq 4
4 ÞJÍJÐVILJINN Fimmtudagur 8. jauúar 1948. þJÓÐVILIIN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, JónasÁrnason Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjá'r línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöiuverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. t. Sósiallstaflokknrinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár linur) Bræðratag hinna seku Sá maður sem svíkur þjóð sína verður aldrei samur aftur. Við sjáum það á hegðun og fasi hinna þrjátíuog- tveggja, við heyrum óm þess í skrifum landsölublaðanna. Og hvernig mætti aunað vera ? Sjö alda frelsisbarátta, þessi harmsaga og hetjusaga fátækrar þjóðar, hefur mótað hvert mannsbarn 1 landinu. Allir íslendingar eru börn þessarar sögu, þátttakendur hennar alirar, enginn getur losnað undan áhrifmn hennar, hversu fúslega sem hann vill; jafn- vel þótt hann skreyti sig með merki dollarans í bak og fyrir, heldur sár strengur áfram að óma í hugskoti hans, því sárari sem ákafar er reynt að kefja hann. Þess vegna mótast fas hinna þrjátíuogtveggja af óstyrk, skrif þeirra af andlegum þverbresti. Farg hins bandariska setuliðs suður á Reykjanesi hvílir ekki síður á þeim er svikin frömdu en þjóðinni í heild, ef til vill er það þeim því þungbærara sem þeir eru minni menn til að bera það, enda einir ábyrgir. Þeir liía í skugga erlends herveldis, í skjóli doilarans. Einn og einn myndu þeir kikna undir sekt sinni; þeir hafa því snúizt til varnar, myndað hræðralag hinr.a seku. Þetta bræðralag hinna seku mótar nú oþinbert líf á Islandi, ríkisstjórnin er stjórn hinna seku, meginið af blaðakostinum er í þjónustu þeirra, rík- isútvarpið verður þeim æ eftirlátara.. Það er sagt að sam- eiginleg sekt tengi menn ef til vill fastari böndum en nokk- uð annað, að minnsta kosti er hið íslenzka bræðralag vel samhæft, ein stefna og einn andi. ★ Og raunar standa hinir íslenzku bræður í sektinni ekki einir, þeir hafa að bakhjarli mesta herveldi heims, Banda- íikin. Á sama hátt og þeir lutu vilja þess er þeir afhentu herstöðina suður á Reykjanesi, haga þeir nú orðum sírnun og athöfnum í fullu samræmi við óskir þess. Stjóm Stefáns Jóhanns Stefánsssonar er í heiminn komin fyrir beinan at- beina Bandaríkjanna í trássi við gildandi þingræðisreglur, og hún hagar bæði utanríkisstefnu sinni og innanríkis- stefnu í samræmi við það. Blöð stjómarliðsins eru öll steypt í sama mótinu, innihald þeirra allra er eitt og hið sama, sama innihald og í afturhaldsblöðunum fyrír vestan haf og þeim blöðum öðnim í heiminum sem krjúpa í dustið fyr- ir valdi dollarans. Þar má svo sannarlega tala um eina hjörð og einn hirði. Og innanlandsstefnan er ein og hin sama í öllum þessum löndum: linnulaus barátta gegn verkalýðssamtökunum, skerðing á lífskjörum almennings og aukið vald auðstéttarinnar. Hinn vestræni hirðir er sterkur og staðfastur, þrælamir hlýðnir og auðsveipir. En þrátt fyrir þennan öfluga aga sem ríkir innan bræðralags hinna seku, þrátt fyrir algera, sameiginiega yfirstjórn og auðmjúka undirgefni, berast þjóðinni ósjald- an óp sjúkra, kvalinna manna. Þeir menn sem létu af hond- um landsréttindin, afhentu herstöðina, hrópa þá í ofboði til andstæðinga herstöðvasamningsins: landráðamenn, svikarar! Þeir menn sem hiýddu hinu bandaríska kalli og haga nú orðum og athöfnum samkvæmt erlendum fyrir- skipunum æpa þá í stjórnleysi að hinum sem berjast gegn erlendri yfirdrottnun: Þið lútið erlendri stjórn! Sá er sár- astur eldurinn sem á sjálfum brennur ,og eitthvað verða sekir menn að gera sér til frounar. Þeim kæmi vissulega vel ef þeir gætu sannfært þó ekki væri nema sjálfa sig um að svart sé hvitt, satt logið. En þeir samifæra engan. Og eftir hvert óp hljómar hann sárar í hug hinna seku, strengurinn, Æem er slunginn af sjö alda frelsisbaráttu fátækrar þjóð- •9r, og ómur hans þagnar aldrei. BÆJARPOSTIRIMH. Opið bréf til forsetans Eg hef verið beðinn að birta opið bréf til forseta íslands, svohl jóðandi: „Kæri herra forseti. Vegna ræðu þeirrar, sem þér fluttuð í útvarpið á nýársdag, langar mig til að skrifa yður nokkrar línur. Á einum stað í ræðu þessari minntuzt þér á nýja stétt manna, sem hefði sprottið upp á stríðsárunum, svokallaða „gervimenn". Skildist mér á yður, að með tilveru þessarar stéttar liafi „fullkomið réttlæti leitt af sér hið mesta ranglæti." Gervimenn irnir hafi verið ófaglærðir og þess vegna ekki getað skilað „nærri því jafn góðri vinnu og faglærðir menn og fengu þó vinnu sína greidda háu kaupi.“ Þetta segið þér, að hafi haft mjög skaðleg áhrif á þjóðarbú- skapinn og það ekki undanski’,- ið, að gervimenn fengu „vinnu sína greidda háu kaupi.“ Það hefði sennilega strax verið skárra, ef þeir hefðu fengið hana greidda lágu kaupi, er það ekki ? * Býðst tækifæri til að menntast „Það vill svo til. að ég til- heyrði hér um árið stétt gervi- manna. Eg man, hvað ég varð feginn, þegar mér bauðst hið vel launaða trésmíðastarf. Eg hafði nefnilega lengi haft hug á að komast í skóla og mennta mig, en möguleikar engir vecið á því, vegna þess að um fjár- stuðning foreldra eða annarra ættingja var ekki að ræða. Eins og þér kannski vitið, er mjög erfitt fyrir fátæka foreldra að koma bömum sínum til mennta á íslandi. Þessvegna vill hiu æðri menntun oft verða sérrétt- indafyrirbrigði auðmannabarna. En þama gafst mér sem sagt tækifæri til að safna peningum sem vel launaður gervismiður í trésmiðavinnu og strax haustið eftir gat ég hafið skólanám. * Laun ungiinga og f jölskyldufeðra „I téðri ræðu yðar kom einnig fiam sú skoðun, að það væri mikið böl, að einhleypir ungling- ar hafa hér á landi sömu laun og fjölskyldufeður. Ekki skal ég fara út í hagfræðilegar rök- ræður um þetta við yður, en það þori ég að ábyrgjast, að tala ungra alþýðupilta, sem nú stunda nám í æðri skólum lands ins, væri miklum mun lægri, ef sú hefði verið venjan að lækkaj laun þeirra svo og svö mikið vegna þess að þeir voru ekki fjölskyldufeður. Við synir al- i þýðufólks, sem viljum komast | til mennta, verðum nefnilega að kosta næstum allt okkar nám I með því fé, sem okkur tekst að 1 safna af launum okkar fyrir vinnu á sumrum, og vill oft hrökkva skammt. En kannski eru menntaðir alþýðupiltar ekki til hagsbóta fyrir þjóðarbú- skapinn ? ★ Ekki til Ijöh unar, heldur góðs „Þér teljið, að gervimanna- stéttin hafi verið til bölvunar. Eg tel að hún hafi verið til góðs. Gervimennirnir unnu að framkvæmdum, sem nauðsjm- legar voru fyrir þjóðarbúskap- inn, en ekkert hefði úr orðið, ef þar hefði eingöngu orðið að treysta á faglærða menn, því annir þeirra voru æmar. Og fullyrðingar yðar um að gervi- menn hafi leyst störf sín illa af hendi, álít ég óviðurkvæmileg- ar dylgjur. Reynsla mín f starfi félaga minna í gervi- mannastétt var allt önnur. og ég þykist liafa meiri persónu- leg kynni af starfi gervimanna en þér. Um leið og ég kveð yður get ég sagt frá því og er stoltur af, að nám mitt til æðri mennta sækist vel, og á ég það ekki sízt því að þakka, að ég var einu sinni Gerfimaður." ★ Unt hrottaskap lög- reglunnar á gamlárs- kvöld Eg hef fengið bréf frá manni, sem kveðst hafa verið niðri í bæ á gamlárskvöld og séð ýmsan hrottaskap lögreglunnar gagn- vart mannfjöldanum. Þannig segir hann, að einn lögreglu- þjónn hafi látið kylfuna dynja á bækluðum mamii, og tveir lögregluþjónar hafi haldið á- fram að berja imgling nokkurn, eftir að annar þeirra var búinn að berja hann í rot. Maðurinn segir, að slíkt sem þetta beri vott um „gestapóíska" þjálfun lögreglunnar. Eg birti hér orð- réttan síðari hluta bréfsins: „... Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum, og þó ku lög- reglan ekki hafa mátt beita sér. Á hverju á maður von? Eg ætla ekki að mæla hinum svokölluðu „skrílslátum" bót, en þó vil ég kenna lögreglunni og bíleigendum að miklu leyti um. Ólætin stafa venjulega frá bílum, svo og tómum sorptunn- um og slíku drasli. Hvenær liefur lieyrzt aðvör- un frá lögreglunni til bilstjóra, að aka ekki um miðbæinn á gamlárskvöld ? Aldrei! ★ Sltyldi miimast æsku sinnar „Hvar fengu strákarnir allar þær tunnur og kassa, sem þeir hentu fyrir bílana? Og hvers- vegna var handvagninn með stigunum hafður á glámbekk? Nokkrir strákar tóku t. d. vagn inn og hentu honum fyrir hinn „brynvarða" vatnsbíl lögregl- unnar( Hvað hefur hann kost- að okkur mikið?) og þá hófst ein bezta kómedía kvöldsins. Nokloirskonar vatnsbyssa er á þaki bílsins, en hún dró vart út fyrir það. Og fólkið skemmti sér konunglega. Að endingu þetta: „Skríls- læti“ á gamlárskvöld er ekki ný bóla. Miðaldra fólk, sem for- dæmir æskuna nú, var e. t. v. aðalkjarninn i þeim hóp sem forðum labbaði með bíl, fullan af fólki, neðan úr Aðalstræti og niður á steinbryggju, og ætl- aði að henda honum í sjóinn. Svo framtaksamir eru ekki ung- lingarnir í dag, sem betur fer. Hve oft var kveikt í jólatré Hjálpræðishersins, í horninu á Austurvelli hér áður? Fólk ætti sannarlega að minn ast sinnar eigin æsku, áður en það dæmir hina núverandi. RED “ Ef lögreglan telur sig þurfa að gera einhverja athugasemd við þetta bréf, er henni frjálst rúm til þess hér í dálkunum. Þakkir skipverja á Lapplandi Fyrir mína liönd og skipverja minna, þakka ég af hræðum hug þær miklu og ómetanlegu gjafir, sem oss hefur borizt frá íslenzku ríkisstjóminni og öll- um almenningi víðsvegar að af landinu, í peniúgum, fatnaði og . matvælum. Svo mikið hefur oss borizt, að ég mun afhenda Rauðakrossin- um í Bremen, til úthlutunar. því sem vér höfum fengið fram yfir vorar cigin þarfir, einkum fatn- aði. Eg mun, þegar heim kemur, segja opinberlega frá þeirri miklu rausn og gestrisni, sem vér höfum mætt á íslandi, og vér erum forsjóninni þakklátir fyrir að oss skyldi auðnast að bjarga hiniun sjóhröktu Islend- ingum. Hjartans þakkir og hugheilar óskir til íslenzku þjóðarinnar. Henning, skipstjóri á „Lappland.“ Jón Mýrdal Framhald af 3. síðu. í fáum dnittum. Það er saga um gáfaðan, góðviljaðann og hlý- huga mann, sem virðist hafa verio fæddur í ónáð, og löngum lifað í ónáð þeirra sem skipta kjörum milli barna þessa þjóð- félags. Kaldur braggi á Skóla- vörðuholti fyrir liið sjúka gam- almenni var því aðeins til að undirstrika óskeikulleik þessara máttarvalda. Þrátt fyrir þetta var Jóni Mýrdal ríkast í huga, er hann vissi að brátt var ævin öll, að votta þakklæti öllum þeim, sem sýndu honum hlýju í orði og verki. Þegar hann tjáði slíkt þakklæti var konan, sem þjáðist með honimi hin síðari veikinda ár og tengdaforcldrarn ir ætið fyrst nefndir. Til að slcila þessu þakklæti til þeirra er eiga eru þessar linur skrifaðar. Blessuð sé minning Jóns Mýr- dals. S.A.S.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.