Þjóðviljinn - 08.01.1948, Side 5
Fimmtudagur 8. janúar 1948.
ÞJÓÐVILJINN
5
Jimas Árnasou:
Heyrt og séð
IKAUPMAKNAHÖFN
Það hefur dregizt nokkuð, að
ég lyki við frásögnina af skyndi
för þeirri, sem ég fór til Kaup-
mannahafnar um mánaðamótin
nóv.—des.; — en ég get fram
borið fyrir þessu gilda afsökun,
og sú afsökun er auglýsingar.
Aðdragandi jólanna þandist út
á síðum blaðsins í líki stórra
auglýsinga, og þátturinn „Heyrt
og séð" fékk ekki pláss frekar
en litli, grannvaxni maðurinn,
sem stendur á Lækjartorgi og
hefur ekki komizt með strætis-
vagninum sínum, vegna þess að
fyrirferðarmiklar maddömur
tróðust inn á undan honum unz
ekki varð lengur meiru inn troð
ið, ekki einu sinni litla, grann-
vaxná manninum; — og hann
verður að' bíða eftir þeim stræt-
isvagni, sem leggur upp frá
Lækjartorgi tiltölulega laus
við fyrirferðarmiklar maddöm-
ur.
Nú ríkir aftur það normala
ástand um strætisvagnaferðir
prentaðs máls, að þær eru til-
tölulega lausar við auglýsing-
arnar, þessar fyrirferðamiklu
maddömur, sem allt ætluðu af
sér að sprengja, dagana næsta
á undan jólin, — og þátturinn
„Heyrt og séð“ heilsar vkkur
að nýju með ósk um mjög
gleðilegt ár.
Þar leikur ástin sér í
augnatillitum
. - — «■— --; -
8 •" >' •
Eg var sem sagt 'á göngutúr
um Kaupmannahöfn með tveim
gömlum kunningjum, lágvaxna
stúdentnum og hávaxna stúd-
entinum, og þegar seinast frétt-
ist til okkar, vorum við eitt-
hvað að sniglast niðrá bryggju,
þar sem okkar gamli Gul.Ifoss
lá, endurfæddur og orðinn fær-
eyskur; — en nú mun ég taka
upp þráðinn, þegar við félag-
arnir leggjum enn af stað frá
Kóngsins Nýjatorgi og leið
okkar liggur um „Strikið."
„Strikið" er ekki ein gata,
heldur margar götur, sem taka
við hver af annari, en halda
samt nokkurnveginn beinni línu,
og „Strikið" á sitt upphaf á
Kóngsins Nýjatorgi og sinn
endi á Ráðhúsplássinu, og öf-
ugt. Og meðfram því á báðar
hendur er mikið af verzlunum,
og á daginn eru gangstéttir þess
fullar af fólki að fara i búðir,
og á kvöldin eru þær fullar af
æskunni, eins og ,,Rúnturinn“ í
Reykjavík, því hingað kemur
Kaupmannahafnarstúlkan, eins
og Reykjavíkurstúlkan á
„Rúntinn“, til að fá hjartaslátt
yfir því, hvað ákveðinn ungur
piltur er sætur, og hingað kem
ur Kaupmannahafnarpilturinn
til að verða skotinn með stuttu
millibili. — Hér leikur ást-
in sér í augnatillitum og feimn-
ishlátrum og snýr sér gjaman
við til að horfa á eftir orsök
sinni eins og á „Rúntinum“ í
Reykjavík. Og hér á „Strikinu"
mætir maður líka oft hinni ó-
blekktu lífstrú nýrrar trúlof-t
imnar í mynd pilts og stúlku,1
sem leiðast þannig, að pilturinn I
heldur fast utamnn mittið áj
stúlkunni.
Enn eitt tilefni
heimspekilegra rökræðna
„Danir sýna það greinilegar
i gerki en við íslendingar, þegar
þeir eru á gangi með kærustum
sínum, að þær eru þeirra kær-
ustur“, sagði lágvaxni stúdent-
inn. „Það liggur oft við, að þeir
haldi sér í þær dauðahaldi.“
„Ástæðan er sennilega sú“,
sagði hávaxni stúdentinn „að
Danir elska sínar kæmstur
heitar en við íslendingar."
„Eða kannski sú", sagði lág-
vaxni stúdentinn „að Danir eru
hræddari um það en við íslend-
ingar, að kærusturnar stingi af
með einhverjum öðrvim.“
Og enn höfðu þessir tveir vin-
ir fengið tilefni til heimspeki-
legra rökræðna, í þetta sinn um
liina raunverulegu merkingu
þess, að danskur piltur hefur
handlegginn allaleið utanum
mittið á kærustunni sinni, þegar
þau eru á gangi saman, en ís-
lenzkur piltur smeygir hand-
leggnum aðeins lauslega undir
handlegginn á sinni kærustu og
jafnvel ekki einu sinni það. Og
við héldum áfram eftir „Strik-
inu“. Stundum urðum við að
ganga í einni röð, því margt
var um manninn, og gangstétt-
in þarna eins mjó og á'Lauga-
vegi; akbrautin engu breiðari.
*
Klæðaburður fólksins
og hreinlætismál
Vegfarendur voru yfirleitt
þokkalega til fara.
„Það verður ekki séð, að
fataskorturinn hafi haft mikil
áhrif til hins verra á klæðaburð
fólksins", sagði ég.
„Neyðin kennir naktri konu
að spinna“, sagði hávaxni stúd-
entinn. „Danir hafa mætt fata-
skortinum með því að gera upp
sín gömlu föt; og gömul föt geta
lengi lialdizt snvrtileg á snyrti-
mennum.“
„Eg sé, að pokabuxur eru hér
enn í tizku", sagði ég.
„Gamlar pokabuxur komazt
aftur í tízku, þegar ekki fæst
efnið í nýjar buxur“, sagði há-
vaxni stúdentinn.
„Það verður heldur ekki ann-
að séð, en að fólkið sé hrein-
legt, þrátt fyrir sápuskortinn."
sagði ég.
„Þrifið fólk mun halda sér
hreinu, þótt allar heimsins sápu
birgðir þrjóti", sagði lágvaxni
stúdentinn. „Og svo er líka
liægt að krækja í sápustykki í
búðum annað slagið.“
„Er það ekki erfiðleikum
bundið, að fá heitt vatn að
baða sig?“ spurði ég.
„Húseigendum er leyft að
kynda svo miðstöðina hálfsmán
aðarlega, að íbúamir geti feng-
ið sér bað“, sagði hávaxni stúd
entinn.
„Já, og það er ekki víst að
menn skoli oftar á sér skrokk-
inn í þeim borgum, þar sem
heitt vatn er eitt af hinum
hversdagslegu fyrirbrigðum
náttúrunnar“, sagði lágvaxni
stúdentinn. „Óhreinindin á
mannslíkamanum standa ekki
alltaf í öfugu hlutfalli við magn
þess heitavatns, sem fyrir hendi
er.“
Nikotinistar á
bamsaldri
Við komum á svokallað
Gammeltorv.
„Hér voru fyrrum háðar
burtreiðar1', sagði lágvaxni
stúdentinn. „En nú eru aðrir
tímar og aðrir reiðskjótar",
bætti hinn við og benti á þétt-
skipað reiðhjólastæði. Á þessu
torgi, eins og annarsstaðar í
Kaupmannahöfn, kom fólk hjól
andi úr öllum áttum og fór
hjólandi í allar áttir.
„Það ætti að taka reiðhjólið
upp í skjaldarmerki Kaupmanna
hafnar", sagði lágvaxni stúd-
entinn. „í Kaupmannahöfn er
reiðhjólið þarfasti þjónninn.
Kaupmannahafnarbúar eru
heimsms mestu hjólreiðamenn“
„Að undanskildum íbúum
Amsterdam", sagði hávaxni
stúdentinn. „Eg hef jafnvcl
heyrt, að Hollendingar telji, að
reiðhjólið hafi sál.“
Á einum stað á Gammeltorv
var hópur drengja á aldrinum
12—14 ára og léku þeir sér að
gúmmíblöðrum. Tveir þeirra
tóku sér snöggvast hrild frá
leiknum, kveiktu sér í sígarett-
um og reyktu með hispursleysi
langrar æfingar.
„Danir eiga marga nikotínista
á bamsaldri", sagði lágvaxni
stúdentinn. „Hér í Kaupmanna-
höfn eru smápattar fai’nir að
reykja stóra sígarettur fullorð-
inslega á götum úti á þeim
aldri, þegar strákar heima em
ekki einu sinni famir að hugsa
til að laumast með fyrsta stubb
inn bak við hús og kveikja þar
í honum svo enginn sjái".
„Já, þrátt fyrir tóbaksleysið
eru reykingamenn miklu fleiri
hér en heima á Islandi", sagði
hávaxni stúdentinn. „Eg veit
ekki hversvegna. Ivannski ein-
mitt vegna þess, að tóbak er
mciri munaðarvara hér en
heima á íslandi."
Happdrætti um
jeppabíl
»«*-. «*
Það tiðkast bílahappdrætti i
Kaupmannahöfn eins og hér
heima, því þarna á torginu var
jeppabíll með spjald framaná
sér og á því stóð: „Styrkið
K.F.U.M. með því að kaupa
happdrættismiða, og þér getið
eignazt þessa fullkomnu bifreið.
Aðeins 1 kr. miðinn."
Það var enginn hávær
grammófónundirleikur í þessari
happdrættismiðasölu hins
danska K.F.U.M., enginn slíkur
skarkali, sem óhjákvæmilegur
virðist vera, þegar reykvísk
íþróttafélög halda sín happ-
drætti. Það var ekki einu sinni
hrópað til vegfarenda um þá
miklu gæfu, sem þeir væru að
varpa frá sér með því að fara
framhjá án þess að kaupa miða.
Eg keypti einn miða í viður-
kenningarskyni við þessa hæ-
versku happdrættismiðasölu
hins danska K.F.U.M.
Ræðumaður á
háskólatröppum
Við héldum áfram ferð okkar
og voi’um brátt komnir inn i
háskólahverfið.
Hér var Frúai’kirkjan fi’æga
og rétt hjá henni aðal háskóla-
byggingin. Á tröppum þessarar
byggingar stóð miðaldra maður
með blossa einhverrar efalausr
ar samfæringar í augunum og
hélt ræðu. Ræða hans fjallaði
um miklar framkvæmdir yfir-
nátiu-ulegra afla austui’ í Ind-
landi. Áheyrendur voru nokkrir
unglingsstrákar, sem skcmmtu
sér á sama hátt og unglings-
strákar skemmta sér undir viss-
um kringumstæðum á Lækjar-
torgi.
„Það skal tekið fram, ao
þetta er ekki einn af prófessor-
um skólans," sagði lágvaxni
stúdentinn. „Þessi fræðsla um
indversk yfirnáttúrulegheit er j
hér í té látin án tilhlutunarl
stofnunai’innar.“
Skyndilega vorum við staddir
í húsagaiði og í honum miðjum
óx tré eitt mikið.
„Þetta er linditréð, sem þú
hefur séð á gömlum teikning-
um frá Stúdentagarðinum hér
í Höfn“, sagði lágvaxni stúd-
entinn. „Því þessar byggingar,
sem umkringja okkur, eru ein-
mitt Stúdentagarðurinn." Hann
benti á eina bygginguna og
bætti við: „I kytru einni þarna
uppundir þaki urðu íslenzkir
stúdentar fyrr á árum að
geyma sinn harðfisk, hákall og
annan þjóðlegan mat, vegna
þess að þeir dönsku -— kunn-
andi ekki að meta lostætið —-
gátu ekki þolað lyktina af því.
Misjafn er smekkurinn mann-
anna. Sætur ilmur verður í
sumra nösum óþefur.“
Um Himnaríki og
Helvíti
. .............
Kunningjarnir tvcir fóru nú
að fræða mig um ýmislegt varð-
andi háskólahverfið.
Hávaxni stúdentinn benti á
Sivalaturninn, sem stendur rétt
við Stúdentagai’ðinn, og sagði:
„Uppuí þennan turn ók Pétur
mikli vagni sínum í þá daga og
hafði spennta fyrir sex hesta;
og mér er sagt, að í fýrra hafi
Ameríkani einn ekið þangað upp
í jeppabíl sínum.“
„Farartæki hégómans breyt-
ast,“ sagði lávaxni stúdentinn,
„en liégónnnn ekki.“
Nýja Bíó:
Dóttir dalanna
Þetta er gömul mynd, eflaust
frá því fyrir stríð. Það eru
nokkrar skautasenur og Sonja-
Henie sýnir listir á svellinu; —
hreint ekki ósnoturt, svo langt.
sem það nær.
En Sonja kann eklci að Ieika.
frekar en ég veit ekki livaði Og*
hún verður fyrst ástfangin af
Cesar Romero, og síðan af Doii
Ameehe, — en um leik þessara.
kavalera vei’ður það eitt sagt á.
vondu máli, að þeir gera þarna
jafntefli í leiðinlegheitum.
Efni myndarinnar hefur nú
verið margkæst í Holljavood-
framleiðslunni, og sennilega var
farið að slá mikið á það, strax
og myndin kom á markaðinn
fyrir 8 eða 9 árum. J.Á.
Við gengum fram og aft.ur
um háskólahverfið. Á einum
stað sagði lágvaxni stúdentinn:
,.Hér voru í gamla daga tvær
vinsælar veitingakrár. Önnur
þeirra var kölluð Helvíti, hir,
Himuaríki. Sagt er, að stúlkur
þær, sem gengu um beina í Hel-
víti, hafi verið búnar að afla sér
svo mikillar þekkingar í lög-
fræði af viðræðum við lögfræði
stúdenta, að þær liafi allar-
verið í standi til að taka em-
bættispróf í þeirri grein. — Nú
liefur Helvíti verið lagt niður.
en búið að breyta Himnaríki í
skrifstofur." Og eftir andartaks
þögn: „Við lifum á tímum
skrifstofuvaldsins."
Á Ráðhúsplássinu
Svo héldum við burt úr Há-
skólahverfinu og komum innan
skamms á Ráðhúsplássið. Hér
umkringja mann ýmsar frægar
byggingar. Þarna stendur Ráð-
húsið, „stolt í sinni reisn.“ Og
þarna er Dagmarhus, sem á
hemámsárunum hýsti aðalbæki
stöðvar Gestapo. Nú eru þar
skrifstofur ýmissa flugfélaga.
Það er mikið af dúfum á Ráð-
húsplássinu og maður einn.
vinnur f\TÍr sér með því að
selja fólki ýmiskonar kommeti
að gefa dúfunum. Hún kvað
vera hin arðvænlegasta þessi at-
vinnugrein, sem grundvallast á
því, að -fuglar himinsins hvork’
sá né uppskera, né heldur safna
þeir í kornhiöður.
Bæjarvinnumenn í Kaup-
mannahöfn voru að flísaleggja
|Ráðhúsplássið, eftir að rutt
hafði verið burt hraukavígjum
þeim, sem Þjóðverjar gerðu þar
á hernámsárunum.
★
Svo kveðjum við þessa alúð-
legu borg með einlægri ósk um,
að dönsku þjóðinni megi sem
fyrst takast að græða þau sár.
sem hún hlaut við hemám
Þjóðverja. Megi dúfur friðarine
ávallt flögra yfir flísalögðum
torgum dönsku þjóðarinnar.