Þjóðviljinn - 08.01.1948, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 08.01.1948, Qupperneq 6
6 Þ J ó Ð VI L J i N N Fimmtudagiir 8. janúar 1M8. 23. dagur YLVEST eitir Amatele Fr&nee 42. Sasnsæríð mikla eftir MICHAEL SAYERS oa ALBERT E. KAHN og einn kunnugur maður hefur lýst sem „ljóshærðum Maehiavelli í leðurjaítka." Trotsky tók sér þegar far til Rússlands. Ferðalag haiis fékk skjótan endi, er kanadisku yfirvöldin í Halifax handtóku hann. Þegar liann hafði setið mánuð í varðhaldi var hann látinn laus að beiðni rússnesku bráðabirgðastjórnarinnar og sigldi til Petro- grad. Brezka stjómin liafði ákveðið að láta. Trotsky...hverfa aftur til Rússlands. Að því er segir í ævimipningum hins brezka erindreka Bruce Lockhart, áleit brezka leyniþjón-. ustan, að hún kynni að geta notfært sér „ósamkomulagið millí Trotsky og Lenins."* ** Trotsky komst til Petrograd í maí. Fyrst reyndi hann að mynda sinn eigin byltingarflokk — samsteypu fyrrverandi landflóttamanna og þeirra, sem stóðu yzt til vinstri í ýms- um róttækum flokkum. En það kom brátt á daginn, að hreyfing Trotskys átti sér enga framtíð. Bolsévikaflokk- urinn hafði fylgi hins byltingarsinnaða fjölda. I ágúst 1917 tók Trotsky furðulegt, pólitískt heljar- stökk. Eftir% fjórtán ára andstöðu gegn Lenin og bolsé- vikum sótti Trotsky um upptöku í Bolsévikaflokkinn. Lenin hafði hvað eftir annað varað við Trotsky og draumum hans um persónuleg völd, en nú, þegar baráttan fyrir að koma á sovétstjórn stóð sem hæst, krafðist stefna Lenins samfylkingar allra byltingarsinnaðra flokksbrota, hópa og flokka. Trotsky var talsmaður töluverðs hóps. Utan Rússlands var nafn hans kunnara en noklcurs ann- ars rússnesks byltingarsinna að Lenin undanteknum. Auk þess gátu bolsévikar fært sér vel í nyt hæfileika Trotskys sem ræðumanns, áróðursmanns og skipuleggjanda. Um- sókn Trotskys um upptöku í Bolsévikaflokkinn var því samþykkt. Eins og Trotskj' var líkt gerði hann inngöngu sína í Bolsévikaflokkinn sem eftirminnilegasta. Hann tók með sér inn í flokkinn allan hinn sundurleita skara óánægðra vinstrisinna, sem hanií hafði safnað um sig. Eins og Len- in ^agði í gamni var það líkast því að samkomulag hefði verið gert við „stórveldi.“ Trotskj' varð formaður Petrogradsovétsins, þar sem hann hafði fyrst komið fram sem byltingarmaður árið 1905. Hann hélt þessari stöðu þá örlagaríku daga sem á eftir fóru. Þegar fyrsta sovétstjórnin var rnynduð með samvinnu bolsévika, vinstrisinnaðra þjóðbyltingarmanna og fyrrverandi mensévika varð Trotsky þjóðfulltrúi utan- ríkismála. Staðgóð málakunnátta hans og víðtæk kynni af öðrum löndum gerðu hann hæfan til þeirrar stöðu. 2. Vinstriandstaðan. Fyrst sem þjóðfulltrúi utanríkismála og síðar her-mála var Trotsky helzti talsmaður hinnar svonefndu Vinstri- andstöðu innan Bolsévikaflokksins.*** * Trotsky hafði komið til Bandaríkjanna aðeins tveim mánuðum fyrir fall Tsarsins, eftir að honum hafði verið visað úr landi í Frakklandi seint um haustið 1916. Bukharin hafði komið á undan honum til Bandaríkjar.r.a írá Austurríki. ** I minningum s'num, British Agent, iœtur Bruce Lock- hart í ijós þá skoðun, ao 1 rezka stjómiu haíi i upphafi gert alvarlegt glappaskot í mc>.'ftr3 sínni á Trotsky. Lockhart segir: „Við höfðum ekki farið viturlega að Trotsky. Þegar fyrri bylt- ingin var gerð var hann í Ameríku. Hann var þá hvorki mensé- viki né bolséviki. Hann var það sem Lenín kaiiaði Trotskisti — þ. e. a. s. einstaklingshyggjumaður og tækifærissinni. Þar sem hann var byltingarmaður meö iistamannsskapgerð og gæddur ó- tvíræðu líkamlegu hugrekki hafði hann aldrei verið og gat aldrei orðið góður flokksmaður. Framkoma hans fyrir fyrri bylting- una hafði verið strangiega fordæmd af Lenin.... Vorið 1917 bað Keronskl brezku stjórnina að. greiða för Trotskys til Rússlánds.... Eins og vant var í afstöðu okkar gagnvart Rúss- landi komum við fram af stórskaðlegri hálfvclgju. Farið var með Trotsky eins og glæpamann. 1 Halifax.... var honum varpað í fangabúðir.. .. Svo, þegar við höfðum áunnið okkur hatur hans, leyfðum við honum að halda aftur til Rússlands." *** Frá andstöðustarfsemi Trolskys sem þjóðfulltrúa utan- ríkismála í deilunum út af friðarsamningunum í Brest-Litovsk t'i' skýrt í JI. kafla. mig nauðuga viljugan, út í leik með sér og buðust til að lejTa mér að kyssa sig á kinnina í gegn um stólbak, eða sögðu mér að slökkva á kerti, og kipptu því svo snöggt úr færi. En hingað til hafði engin gert sér svo dælt við mig, að hún leyfði sér að núa mér um nasir blekinu úr sjálfum pennanum mínum. Sem betur fór minntist ég spakmælis, sem ég hafði heyrt afá minn segja, að konum væri allt levfilegt, og allt sem þær gerðu væri góðverk af náð, sama hvað það væri. Eg tók því við þessum hnotskurn- um, sem góðverkum gerðum af náð, og reyndi að brosa. Meira að segja, ég fékk málið. — Frú, sagði ég kurteislega og virðulega. Þér sæmið með nærveru yðar, hvorki barn eða bjána, heldur bókavörð, sem kann vel að meta konur slík- ar sem þér eruð, og er auk þess vel kunnugt um atfeili yðar á liðr.um öldum. Hann veit að þér voruð vanar að binda saraan hestana á faxi og tagli, að það voruð þér sem veidduð froðuna. ofan af mjólk- urfötunum og að þér áttuð til að lauma sandi undir hálsmálið á langalangömmu okkar, eða láta neista af arninum hrökkva framan í virðulegar persónur, í stuttu máli, settuð allt á annan endann á heimil- inu. Þér getið ennfremur stært yður af því að hafa hrætt kærustupör, sem urðu seint fyrir á kvöldin. En ég hélt að þér hefðuð verið orðin að engu fyrir þremur öldum að minnsta kosti. Eg bjóst saft að segja ekki við að mæta yður á þessari öld rit- símans og jámbrautanna. Ráðskoan mín, sem áður var barnfóstra, hefur aldrei heyrt yður nefnda, og nágranni minn litli, sem er enn gætt af banifóstru, fullyrðir að þér. séuð ekki til. — Hvað haldið þér um það ? hrópaði hún upp. Röddin var siifurskær, og hún vaggaði sér í sæt- inu, og barði hælunum í Niimborgarkroniku, eins og hún væri að knýja staðan hest. — Eg veit það ekki, svaraði ég og neri augun. Þetta svai', sem lýsti vísindalegri efagirni, hafði hin vestu áhrif á gestvinu mína. — Herra Sylvestre Bomiard, sagði hún. Þér eruð flón. Það hef ég alltaf haldið að þér væmð. Sá minnsti af litlu götustrákunum, sem ganga með skyrturæfilinn gatslitinn undir gatslitnum brókum, svo að götin standast á, veit meira um mig, en þið aliir gleraugnaglóparnir í vísindafélögum og aka- demíum. Bókvit ykkar er ekki þekking og þið eruð snauðir að hugmyndum. Ekkert er til annað en það sem menn gera sér hugmynd um. Eg er hugmynd. Þess vegna er ég til. Menn láta sig dreyma um mig og þá birtist ég. Allt er ímyndun, draumur, og fyrst að engan dreymir um yður, herra Sylvestre Bonn- ard, eruð þér ekki heldur til. Eg er allsstaðar nálæg, í tunglsgeislanum, í svala dulinnar lindar, í þjót- andi laufi, í dalalæðunni um lágnættið á heiðum uppi, hvarvetna. Allir sem verða mín varir elska mig. Hvar sem ég fer um laða ég fram andvarp eða hroll. Jafnvel visið lauf syngur undan fótataki minu. Eg kem litlu börnunum til að brosa, og hin- um heimskustu barnfóstrum gef ég vit til að tala við börnin. Það er ég sem aga þau, hugga þau og svæfi, og svo haldið þér að ég sé ekki til. Sylvestre Bonnard. Undir þessnm hlýja slopp, sem þér eruð í er ekkert annað en hamur af asna. Hún þagnaði. Litlu nasirnar urðu flæstar af ilisku og meðan ég var að dást að hinrii réttlátu reiði þessarar litlu veru, tók hún pennárin minn, deif honum í byttuna eins og ár er difið i vatn og miðaði honum svo á netfið á méf. Eg tók á nefinu og fann að það var allt blekugt. Hún var horfin. Það var slokknað á lampanum. Tunglsgeisli gægðist inn um gluggann og féll á Nurnborgarkroniku. Vindurinn hafði vaxið og blés inn um gluggann, og svifti til iausum blöðum og pennanum. Borðið flaut út í bleki. Mér liafði láðst að loka glugganum áður en hvessti. Hvílík yfir- sjón I Lusance 12. ágúst. Eg skrifaði ráðskonunni minni, eins og ég lofaði, að ég væri heill og hraustur. En ég varaðist að segja henni frá höfuðgigtinni, sem ég fékk af því að sofna seint um kvöld inni í bókastofunni við opinn glugga, því að þessi góða kona hafði aldrei lint á áminningum fremur en dagblöðin. — Þvílíkt! að vera svona óskynsamur á yðar aldri. Þ\ri hún er svo einföld að hún heldur að menn vitkist með aldr- inum. A.ð þessu leyti virðist henni ég vera undan- tekning. Hins vegar fannst mér ástæðulaust að þegja um fyrirburðinn, og það sem af honum hlauzt, við frú de Gabry, og ég sagði henni allt af létta, eins og það stendur skrifað hérna í dagbókinni. Eg sagðist hafa verið sofandi. Mér er illa við að segja annað en það sem satt er. Það getur verið að ég hafi bætt við eða fellt úr á stöku stað, setningu og setningu, frá því sem var í frásögninni, sem frúin lieyrði, ekki af því að ég vildi falsa frásögnina, heldur til þéss að gera haiia fyllri og skýrari, en fella um leið úr óþörf atriði, og þenna frásagnarhátt lief ég lík- lega lært af Forngrikkjum, því ég hef kunnað grísku, síðan ég var liara. — Þetta hefur verið skemmtilegur draumur, og frásögn yðar er indæl. Þér liljótið að vera gáfaður niaður,' fyrst þér gátuð séð annað eins og þetta. — Eigið þér við að ég hljóti að vera gáfaður þeg- ar ég sef ? — Ekki endilega þegar þér sofið, heldur þegar vður dreýmir, og yður er alltaf að dreyma. Eg veit vel að fr i Gabry var að skjalla mig, eða fyrst og freinst, að tala eins og hún hélt að mér þóknáðist, en ég þurfti ekki meira. til að komast við af þakklátssemi, og það er með þakklátum huga að ég rita þessi orð hennar í dagbók þessa. Og hins sama mun ég finna til í hvert skipti sem ég kann að lesa þetta, og enginn annar en ég muii nokkurntíma fá að sjá þessa bóí. Næstu daga sat ég við að semja skrá um bóka- safn haliaririnar Lusanee. Þá var það að herra Paul

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.