Þjóðviljinn - 14.01.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.01.1948, Blaðsíða 5
Mlðvikudagur 14. janúar 1948. ÞJÖÐVILJINN Morrison í ÞAÐ VIRÐIST orðinn lastur liður í helgidagshaldi í Bretlandi að ■ein.hver háttsetbur ráðherra haldi skammaraeðu um Sovét- ííkin. Sem vera bar reið Attlee iorsætisráðherra á vaðið og á sunrmdaginn var var röðin komin að hinum eineygða tals manni stjómarinnar í neðiá málstafunni, Herbert Morri- son. J>að lilýtur að vekjá nokkra atbygli, að Morri- son heldur ræðu sína íáum döguim áðiu- en. Bevin utan- ríkisráðberra á að íiytja þýðingaranikla ræðu um utanríkismáQ. Morrison og Be- vin hafa bitlzt tim völd og mannvirðingar innan Verka- mannflokksins og er ekki 6- líklegt, að Morrison ha.fi vilj- að sýna þeim í Wall Street. sem völdin hafa og doilaraha, að íledri lcomi til mála en Bevin til að taka við saeti Attlecs, ef skipta þarí um for síEtisráðiierra. ANNARS VAR RÆÐA Morrisj eins og Attlces á undan.hon-j um, fyrsst o-g fpamst ætluð til að sann.a bandaríska aftuithald inu, að brezka stjómin sé skip. uð einlægum andkommúnist- um, sem vel séu gefandi doll-^ arar. Hinn nýgerði verziunar-! samningur-Betiands og Sovét-^ ríkjanna er ekki vel géður í Washingtan, og brezka stjórn- in er búin að ákveða það í eitt skipt.i fyrir öll, að betra sé að li£a á sníkjum írá Sam írænda og svikja • stefnumái sin heima og eriendis en að leita samstarfs við Sovétrikinj og hin sósóalistisku öíl i Ev- rópu. RÆÐA MORRISONS er Uka svo full af fjarstæðum og ósann- indum, að auðséð er, að hún á að -verka hinum megin við Atlantshaíið, þvi að slíkar bá-1 biljur þýðir ékki að bjóða verkalýð Bretlands eða Ev- rópu. Það er móðgun við alla menn með.fullu viti að halda tad íram að utanríkisstefna , I Sovétníkjanna sé bættuleg heimsfriðinum, þcgar það eru Bandaríkin, sem txika fjárhagsj lega og hernaðarie.ga ihhitunj og eru að koma sér upp her- stöðvum í Japan, Kin-a. Nc-pal.i Afghanistan, Iran, Arnbiu,! Tyrklandi og' Grikklandi, þ. e. j meðíram endilöngum suður-; landamærum Sovétríkjanna í; Evrópu og Asíu. Þegax þarj við bætist að uppvís-t hefur orðið um víðtækar njósnir og uppreisn.a ru nd irróðu r Bandaríkjamarma og Bret-a í Búlagaríu, figóslaviu, Rúm,en- ln, Albaniu, Ungverjalandi, Póll andi og Tékkoslovakíu þá hlýtu-r það að vt kja l'urðu. að svo reyndur stjóm-málamaður sem Morrison er. s-ku.U reka jafn bamalegan áróður. Taka verður með í reikniinginn, að maðurinn cr -að slá út aura og verður -að . geðjast þeim múraða. þó_ að það kosti hanrt BREF frá SÉokkhólmi Stokkhólmur, 8.-29. des. Svíakonungur átti 40 ára veldisafmæli þann 8. des. Sama dag 1907 dó Óskar II og Gústaf V. tók við. Hann hefur búið I fram á þennan dag í fagurri höll við fallega brú yfir fallegan kanál þar sem smábátar þjóta en sporvagnar og bílar yfir, á brúnni. Gamli maðurinn situr kyrr í höll sinni og er alvöru kóngur, en ekki í neinu æfin- týri, eins og oftast er um kónga. Það x^r auglý’st í öllum blöðum að hann ætlaði að heilsa mann- fjöldanum frá höll sinni kl. 8 um Jtvöldið. Mannfjöldinn lét ekki standa á sér en æddi til hallarinnar. Þar mættust ljós- í'ákir frá varpljósum i punkti yfir miðju torginu. Kyndlar brunnu á brúnni og hátíðarljóð voru kyrjuð. Við vorum tveir íslendingai' sein mættum, og þótt undarlegt sé frásagnar, ekki of seint. Þó hefur frátzt að landar hafi ver- ið nokkuð seinir fyrir, þegar þeir hafa verið boðnir í hóH lians majesteta. En nú komum \dð mátulega, þar eð við þurft- um ekki að vera komnir á viss um tíma og þurftum heldur' ekki að taka á okkur krókinn inn í höilina. Það sáust. stórir dansaudi regndropar, sem nálg- uðust snjókorn. í Ijósarinu frá varpljósum. Höllin var upp- Ijómuð utan og innau. Framhlið hennar var blcik utp.u ní Ijos- um. Mannf jökiinn stheym h í stöðugt að, og einhvérsstaðar leyndist hátíðarkórinn og söng sálma og þjóðsöngva. Hanr. söng ,,Vor guð cr borg á bjargi traust“ og við landarni>’ sung- um með i gleði vorri vtir að heyra Jsienzkt lag“ og sungum íslenzku þýðingnna: ,,Eg vildi að sjórir.n yrði að mjólk — — Grikkland að g-rárri xneri.“ Þetta sunguir. vio nú, til að verða ekki ú'.umlan og fundum til okkar. Síðan var sunginn sænski fánnr.öngurinn og kóngasöngur og þjóðsöng- urinn, en ekki birtlst kóngur- inn. Til þess að halda uppi skapi fólks, kyrjaði kórinn sálm. Fylgdarrr.anni mínum leiddist þófið og vildi gera eitthvað í málinu. Hann hrópaði því: „Út með kónginn." En ekki birtist kóngurinn. Enginn tók undir hrópið, svo að gera sig að fifli. Sósial- demokrötum í ríkisstjórnum laudimna í Austur-Evrópu er t,rúandi til að gera upp við hann róg og ilknæii um stjóm arfarið í þessum löndum, Og hvað bre/.ka alþýðu snertir sýndi það sig við Gallup- rannsókn nýlega, að 57 % Breta tortryggja bandaríska aðstoð og telja hana bundna skilyrðum, sem skerði full- veidi BretJands. fylgdarmaður minn lét sér nægja að hrópa kæft húrra. En nú vildi maður nokkur við hlið okkur ekki nein skrípalæti. Hann hafði sungið hátt og tek- ið ofan í hvert skipti sem kóng- ur og fáni voru nefndir, og tók nú ofan og lióf kóngasöng. Tvær regnklæddar kvinnur tóku undir, önnur með sópran- rödd, hin laglaus. En þá byrj- aði hátíðarkórinn úr dularhúsi sinu á nýjum sálmi, sem eyði- lagði lagið fyrir okkar manni. Hann suarbrejtti kóngasöngn- um yfir í sálm og nú sungu allir sama lagið, nema sú lag- lausa. Fór söngurinn virðulega fram um stund og regndropam ir, sem nálguðust snjókom að stærð, dönsuðu í arinu. „Út með kónginn," hrópaði .fylgdarmaður minn að aflokn- um sálmi. En ekki birtist kóng- urinn. Loks liélt forsætisráðherr ann ræou einhversstaðar frá. Hún endaði í ferföldu húrra- hrópi fyrir kóngi. Þvínæst heyrð ist í kónginum einliversstaðar frá. Endaði ræðan í ferföldu liúrrahrópi fyrir föðurlandinu. Siðan var sunghin þjóðsöngur- inn og fánasöngurinn, en enginn kóngur birtist. Svalhnar sem h&nn átti að stiga út á, voru klæddar silkiteppi með kórónum á. „Farið að koma út með kóng inn,“ hrópaði fylgdarmaður minn. En ekki var komið út með kónginn. Regndroparair döns... Þá segir-fylgdarmaður minn: ,.Ekki em þeir mikið að gægjast um glugga hér.“ Var það orð að sönnu, því að ekkert andlit sást í glugga og erum við Is- lendingar óvanir þ\n, þegar eitt- hvað skeður t. d. í alþingishús- inu. Þá kveðui' svo rammt að, að jafnvel landsímahúsið er þéttskipað utan og innan, allt upp í topp. Nú var farið að siökkva i höllmni. Þá sást hvar' fólkið lcom út i gluggana og lá með nefin klesst upp að rúðmu Kóng urinn sté fram á svalir og ljósin b<?indust að honum. Lýðurinn varp frá sér feginshrópi og kóng urinn tók ofan. Síðan söng kór- inn sálm og kóngur tók aftur cfan. Það sást til hans, þar sem við íslendingamir stóðum, hvað liann var hritliærður og magur og virtist mega blása hann um koll með fjaðravéifu. Engin kóróna sást á höfðinu, þegar liann tók ofan! Síðan hélt einhver ræðu og lýðurinn stundi feginslega. Svo hélt kóngurinn smáræðu, erfið- lega, en lýðurinn klappaði og hrópaði ferfalt húrra. Þvínæst var þögn og vissi enginn hvað gera skyldi. Ivóngurinn vissi ekki, hvort hann ætti að fara inn til sín, lýðurinn ekki, livort liann gæti staðið í því að hrópa enn eitt sinn ferfalt húrra. „Húrra, húrra, húrra,“ hróp- aði nú fylgdarmaður minn, til að bjarga málunum, því að hon um leiddist þófið. Æpti nú stór- kostlega. Komst þá skriður á raddbönd fólks og varð stemn- ingin talsvert há, þar til fylgd armaður minn gafst upp. „Mað- ur verður að hjálpa þeim dá- lítið í þessu", sagði hanu. Síðan var komið með ríkis- arfann sonarsonarson kóngs- ins og var hrópað húrra fyrir honum. Frá okkur að sjá leit hann út eins og hvert annað smúbarn og jafnvel merri því eins og veran í teikningu Muggs, -scm heitir: „Móðir mín í kví, kví“. Maðm-inn við lilið okkar veifaði hattinum sínum til ríkisarfans og horfði til regn- klæddu kvennanna og úr aug- um hans skein kóngasöngurinn. Þá byrjaði kórinn að s>mgja sálm úr dularlnisi síuu og mað- urinn okkar ræskti sig og tók undir, þótt hann við þetta tæki færi hefði gjarnan viljað sjaigja hitt. Loks hvarf kóngurinn og kveikt var á hæðinni. Við það hrökkluðust andlitin úr hallar- gluggunum. Menn fóru að ganga heimleiðis eins og efiir mikil vonbrigði, þurrir á ruann- inn og' lítið hátíðlegii'. Iteir höfðu ekki verið þess megnugir að halda uppi liúrra hrópum. 1 Það fréttist í blöðum að konung inum hafi fundizt hátíðin stór- kostleg. Hinn mikli dagur er hjá lið- inn og fögur höll stendur hjá! skurðinum sem brúin liggurj yfir, en nú em engin varpljós) né kyndlar, heldur bátar scm i rorra fram og aftur og sjxu'- vagnar sem hrissta brtma. BÓKASÖFN. Það er til félagsskapur sem heitir Island-Sverige. Það er bandstrik á milli, til þess að sam bandið verði ekki of náið. Hér er allt. sem við höfum e.kki. Get ég bezt trúað, að í hverju húsi sé staður fyrir hvern híut' og hver lilutur á sínum stað. Heima er til bókasafn sem heit- ir Landsbókasafnið. Þar ætlaði ég eitt sinn að fá heimsfræga skáldsögu til lestrar. Hún fannst ckki í spjaldskrá safns- ins. Hér er til bókasafn sem heitir „Kungliga Biblíoteket." Þar fann ég bókina og skrifaði pöntunarmiða, en þegar ég skil- aði honum, spurði vörðurinn: „Eruð þér að lesa þetta að gamni yðar?" „Ganmi og gamni“, svaraði ég. „Er þetta kerfisbundinn lest ur hjá yður?“ spurði hann. „Kerfisbundinn og kerfisbund- inn,“ svaraði ég og fór í hugan- um yfir það, hvort nokkuð kerfi sé í bókinni. Eg komst á a.ugnabliki að því að kerfis- bundnasta bókin er símaskráin og svaraði: „Nei, ekki held ég það sé neinn kérfisbundinn lest- ur“. „Ætlið jwr að skrifa itm það“. | Eruð þér að skrifa ekthvað?" Eg varð hálfreið og fannst honum ekki koma við, hvort ég væri að skrifa eða ekki. „Skrifa og skrifa", svaraði ég. „Hvað ætti ég að vera að skrifa um bók, sem ég ekki þekki." „Eg á við, livort bókin sé ætluð til gamans?" segir hann nú. „Gamans og gamans, það er undir þvi komið hvemig bókin er.“ „Eg ætla að vona að hún sé skemmtileg." „Það er skemmtilestur", segir hann ógnandi. „Hér lesum við ekki tii skemmtunar. Við vísum á annað bókasafn til þess.“ Eg snéri á braut, og aumkv- aðist rfir alla þá sem sátu á Kungliga Bibliotekinu og lásu baki brotnu allt það ieiðinleg- asta í heimi. Því að þar les mað ur til að láta sér leiðast. AÐVENTA. Hér er ekki Aðverita Gumiars Gunnarssonar, þár sém stjömur og snjór, hmimn, hraun og vötn leika aðalhlutverlcið, með einmana hraustmenni, sem leit- ar að eftirlegukindum. Hér ólg- ar allt i jólainnkaupum. Stjörn- urnar sjást ekki lengur fyrir kertaljósum og rafmagnsauglýs ingum. Hverjar dyr eru skreytt- ai- furu og greni, búðargluggar Ijóma af glingri og allskonar þarfa. Fólkstraumurinn a?ðir áfram hvíldarlaust, hvíldar- laust, hvíldarlaust. Jólatrén eru kominn upp og jólapottar Hers- ins. Herópið er borið út. Allt er í undirbúningi imdir hið mikla sem koma skal. Það verð ur gaman að vita, hvort hið mikla verður jafn mikið undir. búningnum. Luciur gongu um húsin að næt- urþeli þess 13. og laumuðust inn i búðir með söng. Lucian hefur krans með kertum á höfði sér, fyl-gdarmeyjarnar bera hver eitt logandi kerti. Sótari, stjörnuberi, jólasveinn og cld- sveiun fylgja þessuru hópi fríðra meyja á hvítum kjrflum. Þær syngja Sankta Lucia og flciri lög, jafnvel Heimsumból. Síðan færa þær mönnum kaffi og með því og svifa út syngjandi Sankta Lucia. Ef þær hefðu ekki gloymt teskeiðum i íbúð- inni, hefði ég haldið í>etta vera draum. En hvért á að skila te- skeiðum, sem jafn ljósvakaleg- ar verur og Luciur glevana? Hvar búa þær helzt- Mér dett- ur í hug kirkjugarðurinn. Þær eru ef til vill að tæla menn með silfrinu, því að nú á dögum neita sumir frekar flotinu en silfrinu. Þegar sýnin hverfur og Sankta Lucia-lagið hejæist ekki lengur í íbúðinni, lít ég á klukkuna. Hún er Vjð. Eg er glaðvakandi af kaffinu þeirra og gægist út í nóttina um glufu á gluggatjald inu. Það er kveikt 1 jós uppi á hanabjálka í húsinu á móti. Skuggamynd kemur í gluggann og hallar sér út. Veran er svo dularfull í myrkrinu, m>Tk og samsömuð nóttinni. Skugga- myndin hverfur og eftir er bara Ijósið í glugganum. Svo kemur Pramhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.