Þjóðviljinn - 04.03.1948, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.03.1948, Qupperneq 4
I Þ JÖÐVILJINN Fimmtudagur 4. marz 1948. þJÓÐVIIJlNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu.— Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: ArlKárason, Magnús Torfi Ólafeson, JónasÁrnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 18. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Frentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíaiistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár linur) Tékkóslóvakía Undaufarna daga hafa bandarísku leppblöðin á íslandi þyrlað upp hinu dimmasta moldviðri um atburðina í Tékkó- slóvakíu, í samræmi við hina nýju stórauknu fjárveitingu bandaríska utanríkisráðuneytisins til áróðurs um allan heim. Hafa blöðin birt eina fréttina annarri stórkostlegri um atburðina þar eystra, og eiga þær alla sammerkt í því að þær eru búnar til á áróðursskrifstofum Bandaríkja- raanna í London og New York. Sannleikurinn um atbirrðina í Tékkóslóvakíu er stórum áhrifaminni en hinar mögnuðu sögur bandaríkjaáróðursins, en þó er hann athyglisverður og lærdómsríkur, einnig fyrir okkur íslendinga. í Tékkóslovakíu hefur verið þjóðstjórn við völd, þar sem sæti áttu fulltrúar flokka allt frá kommúnistum til íhaldsmanna. Stjóm þessi hafði ákveðna, róttæka stefnu- skrá, og gekk samstarfið í fyrstu greiðlega. En smátt og smátt urðu hægri flokkamir trekari til samstarfs og reyndu að bregða fæti fyrir hinar róttækari framkvæmdir, sem þeir höfðu þó sjálfir fallizt á í upp'hafi. Hörðnuðu átökin mjög í upphafi þessa árs, en þau atriði sem einkum ollu ágreiningi vora þessi: Ný stjórnarskrá, sem ákveðið hafði verið að fullgera fyrir kosningar, ný lög um almannatrygg- ingar, skipting stórjarða, endurbætur á skattakerfinu o. fl., en öll þessi atriði vom bundin fastmælum í stjómarsamn- ingnum. Einnig komu til ágreinings kröfur alþýðusamtak- anna um bætt kjör. Andstæðingar þess að stjómarsamningurinn væri hald- inn og efndur fyrir kosningar vom í miklum minnihluta í stjórninni. En engu að síður héldu þeir afstöðu sinni til streitu. Þeir gripu til þess ráðs að rjúfa stjómarsamvinn- una í stað þess að halda gerða samninga og notuðu sem átyllu að innanríkisráðherrann hafði ráðið einhverja komm- únista í lögregluliðið, en Kommúnistaflokkurínn er sem kunnugt er langstærsti flokkur landsins! Jafnframt kröfð- ust hægri flokkarnir þess að þingræðinu yrði vikið til hlið- ar og skipuð „sérfræðingastjórn"! Eins og að líkum lætur neituðu vinstri flokkarair að fallast á þessar kröfur og sátu ráðherrar kommúnista og sósialdemókrata um kyrrt í stjóminni, en þeir tveir flokkar höfðu hreinan meirihluta með þjóðinni við síðustu kosning- ar. Jafnframt voru haldnir geysifjölmennir almennir fundir og kröfugöngur þar sem krafizt var efnda á stjómarsamn- Íngnum, en vanefndir hægri manna höfðu vakið mikla reiði meðal almennings og haft í för með sér f jöldaúrsagnir úr flokkum þeirra, jafnframt því sem Kommúnistaflokkur- inn óx geysilega, um 50.000 á mánuði að meðaltali, svo að hann telur nú hálfa aðra milljón meðlima og er f jölmennari en allir aðrir flokkar til samans. í þokkabót komst upp um það að nokkrir foringjar hægrimanna höfðu haft leynisam- bönd við landflótta kvislinga, sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir landráð, og jafnframt verið í makki við full- trúa bandaríska auðvaldsins þar eystra. Úrslit stjómarkreppunnar í Tékkóslóvakíu urðu sem kunnugt er þau að stjórnin var endurskipulögð á mjög breiðum grundvelli. Vinstri flokkamir, kommúnistar og sósíaldemókratar, hafa talsvert meiri ítök í hinni nýju stjórn en þeirri gömlu, en allir hægri flokkamir standa einnig að nýju stjórninni, þeir hlutar þeirra sem efna vilja hinn upphaflega stjórnarsamning. Það munu því óvíða vera stjórnir sem 'hafa stærri og öruggari þjóðarmeirihluta á bak við sig en sú tékkneska. Þetta er í stórum dráttum yfirlit yfir atburði síðustu tíma í Tékkóslóvakíu, og virðast þeir lítið tilefni gefa til jafn stjóralausra æsinga og þeirra sem ástundaðar hafa verið í bandarískum leppblöðurh um allan heim.. En tilefni æsinganna er að sjálfsögðu heift og hatur hinna bandarísku ^fturhaldsafla sem gerðu sér vonir um að hægt myndi að Bréf frá ísfirzkri hús- móður Frá ísafirði hefur mér bor- izt eftirfarandi bréf: „Bæjarpóstur Þjóðviljans! Það er niðurstaða einskonar kvennakjaftasamkvæmis, sem ég ætla að lofa þér að heyra. — Það er nú ekki svo gott að við höfum ykkur karlmennina ein- göngu, að kasta hnútum að — nú er ein af okkar kyni, að reyna að tala. Við komum hér saman nokkr- ar húsmæður einu sinni í viku. Það er enginn ,,saumaklúbbur,“ sem við höfum til að breiða yfir tilgang' þessara móta. O ekkí, við komum til að rabba um daginn og veginn yfir kaffi- bollunum. En kaffið er skammt að, og það er nú eitt af vanda- málum okkar, svo við skiptum okkur reglulega niður á bæina, rétt eins og í klúbbunum. ★ Húsmieðratími Helgu Sigurðard. „Við hlustuðum á „Húsmæðra tímann“ í útvarpinu þriðjud. 3. febr. og hugðum gott til fræðsl- unnar hjá húsmæðrakennara- skólastjóranum. Og vorum við ekki fróðari? Sei, sei jú, ætli nú ekki það. — Drekkið drukk með gestum yðar. — Vel getur verið að frk. Helga Sig. vaði í drukk og bjóði hann gestum og gangandi, sem hressingar- drykk, en við höfum bara ekki orðið varar við drukk-rennsli hjá okkur. — Svo erfiðlega gékk síðastliðið haust að fá drukk úr sveitinni, að hann fékkst aðeins gegnum kunnings skap, rétt einsog ísl. smjörið. ★ I gamla daga „Þegar við vorum í sveitinni i gamla daga, þá þótti drukkur- inn góður svaladrykkur í heitu veðri á sumrin, en á vetrum held ég, að volg nýmjólk eða kaffisopinn, hafi þótt hæfari hressing er gest bar að garði. Og alltaf var þó á „peninga- skömmtunartímabilinu,“ reynt að- koma með kaffi heim úr kaupstaðnum. Og hvaðan er þetta komið í málið, „sín ögnin af hvoru, kaffi, sykur og rót?“ ★ Hversvegna rifu þau sig uppúr eymdinni? „En það lítur út fyrir að þessir húsmæðrakennaraskóla- nemar, eigi að læra að kenna fólki að lifa aftur í tímann. En eitt langar mig að benda frk. Helgu Sig. á: hversvegna held- ur hún að. afar okkar og ömm- ur hafi rifið sig upp úr eymd- inni og baslinu — ekki þó af því, að þeim hafi fundizt bræð- ingurinn og drukkurinn of mik- ið bílífi? Þó danska drottningin segði á eymdardögum okkar: „Hví éta þeir (íslendingar) ekki brauð og smjör?“ Þá hélt ég að það hæfði ekki íslending að segja á velmegunartíma þjóðar- innar. (Því við vitum að hægt er að kaupa smjör og hráefni í margarín): Étið bræðing og drekkið drukk.“ Þá kem ég að bræðingnum. Bræðingur er ef til vill hollur og góður — og íslendingar hafa getað lifað á honum o. s. frv. En hvað kem- ur,'til að þarf að bæta í lianu súkkulaði, (sem hvergi sést á markaðnum) eða kakaó og púð- ursykri? (Og er ekki full erfitt fyrir húsmæður að komast af með þennan sykurskammt?). ★ Kakaó í drukk? „Og enn vill þessi kona stíga eitt skref aftur á bak. Og hvers eiga blessuð börnin að gjalda, að það á að minnka kaffiskammtinn við þau? (Eg er ein, sem ekki trúi að kaffið sé ohollur drykkur — og þá betri en öl). Kakaó, segir fjöld- inn. Jahá, en allur sykurinn, sem í það fer — mætti þá ekki um leið nefna aukinn sykur skammt fyrir börnin. Nú, svo þarf í það mjólk. En það er víst í flestum kaupstöðum svo á vetrum að erfiðlega gengur með aðflutning hennar. Og þá er það vatn, sem hægt er að nota. — — Nema frk. Helga Sig. vilji nú gefa enn eina af sínum frum legu uppskriftum — og við lær- um að búa út kakaó í drukk. Til bragðbætis fyrir börnin, mætti svo setja tólgarmola út í, í stað rjóma eða smjörs. —- Og svo endurtæki hún uppskrift ina. Með kveðju til „Póstsins“ frá húsmæðrum, sem vilja sinn skammt af kaffi og smjöri F. h. húsmæðranna E. J. fsaf. Bevin hreinsar til Framhald af 1. síðu uðborg Guatemala, sem heitir sama nafni. Þyrptist fólk utan- um brezka sendiráðið og grýtti það. Voru ýmsar svívirðingar um Breta málaðar á veggi húss ins. Klifruðu menn upp á liúsið og drógu þaf við hún fyrst fána Guatemala en síðan sjóræningja fánann gamla, hauskúpu og krosslagða lærleggi á svörtum feldi. (Það voru brezkir sjó- ræningjar, sem á sínum tíms lögðu Honduras og aðrar riý- lendur Breta við Karíbahaf und ir brezku krúnuna). Stjórn Guatemala hefur til- kynnt, að hún muni á ráðstefnu Ameríkuríkjanna, sem kemur samaju í Bogota í Kólumbíu bráðlega leita stuðnings ann- arra Ameríkuríkja til að fá kröf um sínum gegn Bretum fram- gengt. Gonzales Videla, forseti Chile, hefur hið sama við orð. Þjéðlegir sósíal- istar heita stjórn Gðttwalds stuðningi Stjórn þjóðlega sósialista- flokksins, stærsta borgara- flokksins í Tékkóslóvakíu, hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við hina endurskipulögðu þjóð- fylkingarstjórn Gottwalds. Jafn framt hefur flokksstjórnin svipt fimm af þingmönnum flokksins umboði, en samkvæmt stjórnar- skrá Tékkóslóvakíu geta stjórn- málaflokkar hvenær sem er svipt kjörna fulltrúa sína um- boði og skipað aðra í þeirra stað. Sendiherrar Tékkósló- vakíu í Washington og Ottawa hafa sagt af sér og segjast ekki vilja þjóna hinni nýju stjórn. hrifsa völdin úr höndum alþýðunnar í Tékkóslóvakíu. Til- ræði það sem hægri öflin þar eystra áformuðu að undir- lagi bandaríska auðvaldsins mistókst með öllu og nú reyna hinir vestrænu að öðlast nokkra fró með ofboðslegum áróðri og ósannindavaðli sem tekur flestu fram af því sem áður hefur tíðkazt.og er þá mikið sagt. Og bandarísku leppblöð- in hér á landi láta ekki sitt eftir liggja, enda hefur utan- ríkisráðuneytið bandaríska stóraukið fjárframlög sín til áróðursstarfsemi. Italska vcrkalvðs- j • sambandiS vísar klofmngsmönnum á bug Stjóm ítalska Alþýðusam- bandsins hefur samþykkt með 13 atkv. gegn 4 að taka ekki þátt í ráðstefnu þeirri um Marshalláætlunina, sem stjórn brezka Alþýðusambandsins hef- ur boðað til í London. Segir ítalska sambandsstjórnin, að nógur tími sé til að ræða Marsh alláætlunina á stjórnarfundi Al þjóðasambands verkalýðsins í Róm í apríl. Stríðsæsingar s Framhald af 1. síðu ana komið sér saman um hana í fyrrakvöld. Teldu þeir, að Marshalláætlunin væri allsendis ónóg gegn kommúnismanum. Tillaga Balls er á þá leið, að Bandaríkin og Marshalllöndin geri með sér hernaðarbandalag, er starfi ekki á grundvelli SÞ. Sé hernaðarbandalagi þessu beint bæði gegn utanaðkomandi liættu og „undirróðri" í hverju landi um sig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.