Þjóðviljinn - 01.06.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1948, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. júní 1948. ÞJÖÐVILJINN ÍPRÓTTiR Ritstjóri: FRlMANN HELGASON E.O P. Sjaldan hefur meira verið hætt um íþróttakeppni hér á landi en þetta E.Ó.P.-mót. Ekki vegna þess að okkar gamli góði E.Ó.P. er 55 ára og að þetta mót er í minningu þess heldur vegna þeirra erlendu gesta er mótið sóttu. f fyrsta lagi voru það allt heimsfrægir menn, í öðru lagi var einn keppandinn blökkumaður frá Trinidad, og i þriðja lagi var einn úr fjar- lægustu heimsálfunni — Ástr- alíu. Við þetta bætist svo að einn er gamall olympíuþátttak- andi og meistari — Finley. Ann ar heimsmeistari stúdenta í 800 m. Tarraway, Patterson há- stökkvari, Harris 400 m. hlaup. (skæðasti maður þeirrar grein- ar í heiminum í fyrra) og Bailey, munu allir verða þátt- takendur á Olympiuleikunum i London í sumar. •— Það var þvj vonbrigði mörgum hvernig veðrið var á laugardag, tölu- verð rigning'og völlur og braut ir löðrandi í vatni. Var því furða hve góður árangur náðist og hve margir komu til keppn- innar. Að vísu lofaði Erlendur að kvöldi hins raka og dimma dags, sólskini og blíðviðri. Er- lendur stóð við loforð sitt, við .hvern sem hann liefur nú sam- ið um það, og varð sunnudag- urinn sérstaklega skemmtilegur eins og raunar margar keppnir þessa móts.. Áður en keppni hófst síðari daginn gengu keppendur fylkt.u liði með hina erlendu gesti V broddi fylkingar, og staðnæmd- ust við stúku. Skemmtilegra hefði verið að ,bornir hefðu verið fyrir þeim fánar. Þar á- varpaði Erlendur Pétursson keppendurna í gegnum hátalara. Þeir sem í stúku sátu heyrðu ekkert til hans og var svo um aðrar tilkynningar sem þá leið fóru. Fararstjóri Brétanna Jack C G. Crump mælti þar einnig nokk ur orð ,og fyrir stúkugesti fór það á sömu leið, ekkert heyrð- ist. Ung stúlka færði farar- stjóranum fagran blómvönd. Þá voru leiknir þjóðsöngvar íslands og Bretlands. Baitey setur vallarinet Keppnin á laugardag hófst á 100 m. hlaupi og virtist Bailey ekki taka undaurásiua nærri sér og hljóp á 11.. Það var ekki fyrr en í úrslitum sem við fengum að sjá hvað hann getur, enda þá í keppni við Hauk Clausen. Finnbj. er ekki heill heilsu ennþá. Þá hleypur hann á 10,6 en Haukur á 10,9. Haukur náði ekki góðu við- bragði. 200 metra keppninnar síðari daginn var því beðið með mik- illi eftirvæntingu. Hún byrjaði á „þjófstarti". 4 keppendur byrja 2 í riðlinum og hlaupinu, . en Kjartan nr. 3 í riðlinum en nr. 4 í hlaupinu, þvi Páll Halldórs- son náði ágætum tima á 52,3 og varð sá þriðji. Harris var í sérflokki og hljóp sérlega fallega og kröftugt. Viðureign þeirra Kjartans og Harris í boðhlaupinu varð miklu jafnari og hélt Kjartan þar nokkuð í við hann mikinn hluta hlaupsins þó Harris væri aldrei í hættu. erindi Finns Stefán Gunnersson úr Ármanni vinnur Kristjánsbikarinn. Loka- spretturinn í 3000 m. hlaupinu var mjög tvísýnn. Stefán hafði haft forystuna síðustu hringina, en á síðustu 200 m. dró Þórður mikið á hann, og var Stefán aðeins 2/10 úr sek. á undan í mark. aftur og .ná ailir góðu og jöfnu. viðbragði. Til að byrja með er| ekki gott að sjá hvernig fer en brátt sést greinilega að Bailey er á undan og á binu brautinni er hann 3—4 m. á undan og er það svo við mark. Er tími Bailey bezti tími sem maður hef ur á brautinni hér og tími Hauks 1/10 frá meti hans á 200 m. sem er 21,9. Tími Arnar er líka góður í þessiK hlaupi 22,5. I hástökkinu ■ sigraði Allan Patterson auðveldlega á 1,90; þar vantaði illa- Skúla Guð- mundsson. Kolbeinn stökk 1,70 og varð annar. Síðari daginn gerði Allan aukatilraun í há- stökki og stökk 1,92, reyndi síð an 1,96 sem er 2 cm. hærra en met Skúla .Guðmundssonar en felldi þó litlu munaði. I 400 m. hlaupinu var almennt búizt við því að það yrði Kjart- an Jóhannsson sem stæði í Ný- sjálendingnum Herris, en; þár varð Magnús Jónsson úrKR nrí Því miður missti ég af Jóni Sigurðssyni á sunnudagskvöld- ið. Vona ég, vegna þeirra er ekki misstu af honum, að það hafi verið mér mikiil skaði, enda hlýtur svo að hafa verið. Og ég náði ekki nema i skottið á fyri-a Jónssonar frá kjaftaklúbbnum i Haag. Mu:i það hafa verið mér lítill skaði, og marka ég það af síðara er- indinu, því þau hljóta að hafa dregið dám hvort af öðru. Ekki veit ég, hvað fyrir útvarpinu hefur vakað að fá þessi leiðin- legu erindi flutt hér. En sé það meining þess að beita sér fyrir Bandaríkjum Vestur-Ev- rópu, þá er hér um að ræða mjög athyglisverða stefnubreyt ingu þess í heimsjiólitikinni, því hingað til liefur manni virzt útvarpið eiga sitt kærleiks- objekt í allt öðrum bandaríkj- um. Svo er það fimmtudagssagan. Kl. 20.44 segir þulurinn: Erindi frá útlöndum hefst eftir stutta stund. Kl. 20.47 segir hann: nú Erindið frá útlöndum fellur nið ur að þessu sinni. Kl. 21.38 seg- ir hann: Erindið frá útiöndum verður flutt eftir síðari fréttir í kvöld. — Aldrei nein skýring, og hún er ókomin enn. Eg veit ekki, hver það er, sem leggur þulunum lífsreglurnar, ef þeir hafa eiiihverjar. En ég veit, að svona. verklag og svona fram- koma eins útvarps gagnvart hlustendum sínum er þess hátt- ar tegund dónaskapar, að ástæðulaust er að skrifa fyrir henni syndakvittun að bragði. Og maður efast um, að verk- lag af þessu tagi þekkist nokk- urs staðar nema á íslandi, enda starfrækja Ástralíu-negrar ekki útvarp. Sjálft erindið, þegar það loks ins kom, -var þeim mun ísmeygi legri áróður sem Axel Thor- steinsson virðist sniðugri í sér en félagar hans i þessum vín- garði. Það hljóðaði hér um bi.l á þessá leið: Stalín er nú bú- inn að sofa lengi við sömú sæng ina og þarf að viðra hana og nú er verið að setja upp matinn ;.t Finnlandi. Það er senniiegt, .að Stalín skreppi upp á bæjarhól- inn finnska og dusti sængina þar í sólskininu, og það verður heilmikið ryk. En hann gæti líka átt það til að bregða sér inn í eldhúsið og spretta fiðrr inu (það er sko undirsængin) oní pottinn hjá finnsku frúnni. En það er ekkert víst, að Stalía geri þetta í dag, því hann veit> að hann getur gert. það hvenær sem honum sýnist. Hitt er stað- reynd, að það er ryk í sænginni og Stalín dustar hana fyrr eða síðar á bæjarhólnum í Finn- landi, ef hann dembir þá ekki fiðrinu í súpupottinn frúarinn- ar. Það kvað nefnilega vera gott að sjóða fiður. Annars- er ég búinn að gleyma dagskránni, nema mig rámar í smáleikrit á laugar.-: dagskvöldið. Það þurfti ekki nema tæpan hálftíma til að sýna, livað lítið byggi í því — og hætti þá agðvitað. Stundum er spurt: Noh, hvað segirðu nú um útvarpið ? Af- skaplega væri gaman að géta alltaf svarað á þessa leið: Jú takk fyrir, allt bærilegt. B. B. Finley 39 ár, en 15.4 í 110 m. grindahlaupi Áhorfendum mun hafa þótt nokkuð undarlegt að sjá mann hvítan fyrir hærum vera að mýkja sig upp til keppni. Við eigum því ekki að venjast að keppendur okkar hér láti sig endast svo lengi við keppnir að þeir kembi hærurnar, en þessi. Breti og gamli Olympíukappi og' heimsfrægi maður lætur liærurn ,ar ekkert á sig fá. Hann er, með, og keppir. Keppnislaust i og í glæsilegunv stíl hleypur þessi fertugi unglingur 110 m. grindarhlaup á 15,4. íslenzkt met er 15,8 og á SkúlL Guðm. það. Bezti tími á 800 m. hér 1 þessu hlaupi tekur þátt heims meistari stúdenta á 800 m. H. G Tarraway. Spurningin er hvern ig tekst Óskari? 100 m. er Ósk- ar fyrstur, en þá tekur Tarra- way forustuna en Öskár sleppir ; hömim' ekki langt ,'frá .sér, eftir < :400 ra; er um-það bil 5 m. á| milli þeirra, en þá herðir stú- dentinn hlaupið og dregur nú óðum sundur með þeim, og þeg- ar Bretinn kemur að marki er Óskar um 25 m. á eftir. Hörð- ur Hafliða dró verulega á Ósk- ar er á leið hlaupið. Sennilega hefur Óskar tekið of nærri sér byrjun hlaupsins. Spennandi boðhlaup. Síðasta keppnin sem Bretarn- ir tóku þátt í að þessu sinni var 1000 m. boðhlaup og var það mjög skemmtilegt. Aðal- keppnin var milli Í.R.-inga og Breta. Fyrstu 100 m. hlupu þeir Finley og Örn Clausen og skil- ar Örn keflinu aðeins fyrr1 til bróður síns Hauks sem nú berst við Baily á 200 m. öðru sinni. Þegar um 50 m. eru eft- ir eru þeir mjög samsíða en Haukur herðir á og fær Reyni Sigurðss. boðið aðeins á . und- an; Reynir á í höggi við Tarra- way, næstu 300 m. og heldur forustunni allan tímann og .fær. ■ Kjartani . augnabliki fyrr. Ny- sjálendipgurinn tekur nú á öllu sínu og kemst strax spölkorn fram fyrir Kjartan, en úr því breytist bilið lítið og var það góð frammistaða hjá Kjartani. Margar góðar keppnir. í þessu móti voru margar góðar keppnir og má þar nefna keppni þeirra Stefáns Gunn- arssonar og Þórðar Þorgeirs- sonar, sem endaði með sigri Stefáns eftir harðan lokasprett. I spjótkastinu voru utanbæj- armenn í 2. og 3. sæti, Adolf Óskarsson I. B. V. og'Hjálmar Torfason H. S. Þ. en Jóel vann það örugglega. Langstökkssig- urinn fór. til utanbæjarmanns, var það Halldór Lárusson, U.M.S.K., og er árangur hans 6,74, sem er gott. Margir ágætir íþróttamenn komu þarna fram og með tilliti til tímans éru margir árangrar góðir. Það er .athyglisvert hvað Sigfús Sig- urðsson frá Selfossi bætir stöð- ugt árangur sinn í kúluvarpi. Annars voru margir góðir ein staklingar bg efnilegir, sem vert-væri að- geta, og gef-st t-æki færi til þess siðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.