Þjóðviljinn - 01.08.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.08.1948, Blaðsíða 5
Sunnud&gur í. ágúst 1948 Þ JÖÐVILJIN N 5. Jónas Árnason: tieyrt og séð Á FORNUM SLÓÐUM (Framhald). Eg er búinn að ganga um bamaskóla Seyðisfjarðar og heilsa uppá sjálfan mig í gerfi gamalla minninga, hef aftur fundið lyktina af upphafi bekk- ingarinnar, — held nú áfram unz á enda er sá vegur sem liggur innað Tjöminni. Á veírarkvöldnm forðum I heiðríkri lognkyrrð vetrar- kvöldanna forðum, þegar snævi- þaktar hlíðamar, glitrandi af geislum tunglsins, upphófust í veldi hinna æðri málma, var svellið á Tjöminni stundum sva slétt, að himinninn gekk í sam- band við það, -— og seyðfirzk æska renndi sér á skautum eftir Vetrarbrautinni. Þá fannst ekk- ert merki þess, að til væri þyngd arlögmál — nema 1 kannski stjörnuhrap yfir Strandartindí. A sumrum fóru þeir fáu, sem kunnu að synda, innað Tjörn til að sýna, að þeir kjTinii að syhda. En um kénnslu í sundí var þá ekki að ræða á Seyðis- firði. — Jú, einu sinni kom maður að sunnan og kenndi sund í Tjöminni. Hann spennti kúta á okkur krákkana og við supum hveljur í fáeina daga. Svo fór maðurinn og óg veit ekki, hvort Seyðfirðingar voru nokkru nær um þá kúnst, sem kallast bringusund. — En koma hans hafði samt þau áhrif, að sumir okkar strákauna tömdu sér nýja tilbuiði í göngulagi. Maðurinn sveiflaði nefnilega höndunum þannig, þegar hann gekk, að aftur sneru lófarnir. Þetta álitum við strákarnir á- kaflega merkilegt göngulag og sérlega. eftirbreytnivert. Mig minnir, að einn okkar hafi ekki hætt fyrren' hann var búinn að fá snert af sinaskeiðabólgu. Sfeinbm í sfað trébrúar Síðan sný ég til baka aftur framhjá spítalanum, framhjá barnaskólanum, framlijá apótek iriu og stend þar sem hin nýja steinbrú liggur yfir Fjarðará. Forðum var hér gömul trébrú, sem framkvæmdamaðurinn mikli, Otto Andreas Wathne, hafði á sínum tima gefið bæn- um. Þessvegna stendur þarna um hann minnisvarði á árbakk- anum. — 1 tilefni hinnar nýju steinbrúar, sem var byggð árið 1938, hefur ekki verið reistur nelnn slíkur minnisvarði — því hún er hjuti af framkvæmdum þeirrar aldar þegar gefendur brúa eru ekki prívatmenn. Gangi maður yfir þessa brú, tekur við sá hluti bæjarins, sem heitir Aldan, Spottakorn frá brúnni liggur vegur frá aðál- götunni innað kirkj.ugarðinum. Unglingurinn, sem áður var nefndur í sa.mbandi við neftó- baksævintýri nokkurra smá- stráka, brá eitt sinn í myrkri yfir sig sauðargæru og tók að hringja líkklukkunum ákaflega. Það mun vera eina dæmið um að draugur hafi notað sauðargæru til að villa á hér heimildir og haft gama.n af að hringja lík- klukkum. x Um þær mundir, minnir mig, barst ?.ð sunnari mikið af frétt- um um draug á stultum í Hafn- arfirði, draugaflugvél í Reykja- vík, allskonar undarleg drauga- fyrirbrigði, og er ekki ólíklegt að umræddur luiglingur hafi orðið ftair áhrifum af því. En sennilega má segja, að allt þetta hafi verið eðlileg viðbrög) þeirrai' kynslóðar, sem var hætt að geta umgengizt hina klass- isku drauga landsins og þurfti því að búa til nýja, ef myrkrið átti ekki að glata sinum sögu- legú eigindum. Fiirauí blámi í áósum Svo geng ég í gegnum Ölduna og aftur til baka. Fyrir framaa Kaupfélag Austfjarða standa á götunni ær með lambi og svart- ur hundur og horfast í augu. Það er engin óvinátta í tillitiriu, enginn fyrirboði friðslita, held- ur samskonnr afskiptaleysi og þegar menn horfa liugsi frarii- fyrir sig, áður en þeir taka á- kvörðun um eitthvað, óviðkom- andi því sem á er horft. Svo hætta þau skyndilega að horfast í augu, ærin fer niðrí fjöru en hundurinn inní Kaupfélag Austfjarða. Og þá fæ ég allt í einu löngun til að vita, hvort ekki sé á Seyðisfirði hægt að kaupa eitt- hvað, sem ófáanlegt er í Reykja vík, — fer inn á eftir seppa og spyr um filmur. Afgreiðslu- stúlkan segir jú, það fáist film- ur, rekur seppa út og hvað ætl- aði ég að fá margar? — Film- urnar eru þá ekki einu sinni skammtaðar. Á öðrum stað við afgreiðslu- borðið standa tvær konur, að- komandi eins og ég, og láta í Ijós undrun sína yfir því, að liér fæst ákveðin tvinnátegund og blámi í dósum, sem hvorugt hefur fengizt í kaupstaðnura þeirra síðan þær muna ekki hvenær. Svona er lífið, alltaf að koma manni á óvart. Fólk úr bláma- Iausum landshlutum veit ekki fyrr en það er komið i kaup- stað, þar sem hægt er að fá nóg af honum í dósum. Ölþyrst hross Seinna er ég aftur staddur út- frá þar sem ég hóf göngu mína inneftir Búðareyri neðst á fyrsta dálki fyrri greinarinnar, og nú stefni ég í öfuga átt. Þama er bryggjan með hús- unum, þar sem bruggað var öl fyrir mörgum árum. Eitt siun setti maðurinn tunnu útfyrír dyrnar, því hann vildi kæla öl- ið. Rauður hestur, sem var mjög vel látinn af öllum bæjarbúum, komst í tunnuna — og kunna menn ekki önnur dæmi þess, að hross hafi drukkið frá sér vitið á Seyðisfirði. Þegar Rauður hafði slökkt ölþorstann, lagði liann leið sína um allt plássið og liljóp annaö slagið. En það var einmitt þetta sem rnenn höfðu til marks um, að hann hefði drukkið frá sér vitið. í normölu ástandi var hann nefnilega þekktur fyrir að hlaupa aldrei. — Annars gerð- ist þessi atburður áður en ég kom til Seyðisfjarðar, og má vera, að ekki sé alveg rétt með farið í smáatriðum. Á sömu bryggju tókst mér það, sem enginn vill trúa: Eg veiddi grásleppu á sígarett.i- stubb. ... Þegar ég gekk heirn með grásléþpuna mætti ég mánni, sem átti afarstóran hund, geðstirðan mjög. Hann sagði, að grásleppa væri ekki | mannamatur, það mætti í liæst 1] lagi bjóða hundi slíkt, tók uppl tíeyring og spurði, hvört ég vildi okki selja sér fenginn. Nú vissi ég fullvel, hvo mikið af döðlum var hægt að fá fyrir 10 aura, og svo var hitt, að hundurinn mannsins hafði ekki farið dult með löngun sína til að éta mig og leikbræður mína, — en það mundi hann sennilega síður gei’a, ef hann fengi aðra næringu; — auð» vitað seldi ég manninum grá* sleppuna. „Sólarkaffi" Næst geng ég uppmeð lækn. um og ætla að skoða „damm- inn'\ þar sem við leikbræðurn- ir slepptum að vorlagi heilmiklu af hornsílum í því augnamiði að veiða stóra silunga um haustið. En nú er „dammurinn" ekki meir, — klakstöð liðinna ára brotin og full af grjóti. Eg fer yfir lækinn og inná lóð, sem ég þekki vel. Hérna í garðinum var drukkið „sólar* kaffi". I hinum þröngu fjorðum. Austurlands sér fólkið ekki sólina lengi vetrar. En þegar hún hefur aftur náð þeirri hæð á himninum, að géislar hennar komast niðrí f jarðarbotninn, verður fólkið mjög fegið og fær sér hátíðlegt kaffi með pönnu- kökum. Það er kallað „sólar- kaffi". — Mér er sagt, að samí siður tíðkist víða á Vestfjörð- um. Niðrundan þcssari lóð er garí ur símstöðvarinnar, prýddoi' fögrum blómum og miklum trjám en þar næst fyrir utans gamla Wathneslóðin og suux trjánna vaxin uppfyrir húsin, í sjónum rétt við land sjásfc leifar gamalla skipa. Þorsteiiv.i stöðvarstjóri segir mér, að þetta hafi verið barkar, sem Wathne . hafði i kolaflutningum skömmu i fyrir aldamót. En þegar menu j töldu þá ekki lengur færa í I flestan sjó, var þeim sökkt, og annar þeirra, að minnsta kosti. lengi notaður sem geymsluhús, brú lögð út hann. Seinna var söguð af honum yfirbyggingin og send t,il bryggjugerðar suðrá firði. En síðan hafa hinir göniiu kolabarkar legið í afskiptaleysí, nema hvað ýmsum þótti gott að geta höggvið úr þeir uppkveikju í gamla stríðinu. . . . að ógleYsndiim sjálí- um Tyrosie Fewer Og emi held ég áfram göngu minni úteftir. - Uppá lofti ■ gömlu pakkhúsi er netjavi; :- stæði, sem sett var á. stcfm þegar togarinn kom í vetmv Þarna vinna tíu r.r.gar stúlku.JT Framhald á 7. síðu. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.