Þjóðviljinn - 29.09.1948, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.09.1948, Síða 6
ÞJÖÐVI LJINN Miðv-ilcúdagTar 29. sept. 19-tS. 40. Gordon Sehaffer: AUSTUR- ALAND grundvöll góðra verzlunarsambanda myndi fóst góður markaður fyrir þýzkar vörur. ' 4 Eg átti mjög eftirtektarverðar viðræður við fulltrúa fyrirtækis 'er framleiddi ljósmyndavélar á brezka her- námssvæðinu. Þegar hann komst að því að ég var Eng- lendingur byrjaði hann strax að útskýra það fyrir mér, að hann hefði ekkert saman að sælda við Rússana, og að erindi hans á sýninguna væri einungis að sýna það, að þeir á brezka hernámssvæðinu gætu líka gert sitc. „Þar þurfum við ekki að láta allt ganga upp í stríðs- skaðabætur,“ sagði hann. „Fer framleiðsla ykkar á þýzka innanlandsmarkað- inn?“ spurði ég. „Nei, það fer hún ekki,“ svaraði hann, „við seljum allt til N.A.A.F.I. (birgðamáladeild brezka hersina); Þjóðverjar fá ekkert af henni, en við vonum að geta fljótlega hafið drjúgan útflutning til dollara- landaona!“ 4. kapífuli HREINSUNIN Á ríissneska hemómssvæðinu eru allir þekktir nazistar, sem sannanlegt. er að hafi í verki stutt Hitlersstjóminn, annaðhvort bak við lás og slá eða undir eftirliti á ein- Irvem hátt. Margir hinna' „smærri“ nazista hafa venð látnir halda stöðum sínum, en sjaldan, sé um verulegat' ábyrgðarstöður að ræða. Eg ræddi um nazistahreinsunina við Þjóðverja á öllum starfssviðum í opinberu lífi og sannfærðist um að þetta er raunverulega þannig. Vitanlega er hægt að spyrja hvemig útlendur áhorfandi geti fengið nokkra örugga vitneskju og hve vandlega hann rannsaki ástandið á her- n'ámssvæðinu. Embættismenn, sem nú hrópa hástöfum um andúð. sína á nazismanum geta vel hafa verið naz- istar áður fyrr. Útlendur áhorfandi getur enga vitneskju haft um fortíð þeirra, en hann hefur rétt til að segja skoðun sína um heildarmyndina og draga ályktanir sínar af þeim mönnum er gegna trtmaðarstöðum............. Það er staðreynd að þeir menn og konur sem - nú gegna þýðingarmestu störfunum í stjórn landsins, ■værkalýðssamtökunum og opinberu lífi er allt fólk sem getur fært sönnur á að það hafi áður fyrr beitt sér gegn nazismanum. Þegar maður hittir fyrir lögreglulið sem skipað er mönnum er hafa setið í fangábuðum cg eiga auk þess langa starfsögu að baki í verk^lýðssamtök- unum og stjórnmálasamtökunum hefur maður fulla á- stæðu til þess að álíta að síðasti nazistinn hafi verið hreinsaður burt úr sveitinni. Á sama hátt trúir maður fulltrúaráðum verkalýðsfélaganna þégar þau segjast hafa gengizt fyrir nazistahreinsuninni. Andrúmsloftið hjá stjómarvöldnm her.námssvæðisins er þannig að full ástæða er til þess að álíta að frá þeirti ákvörðun verði ekki kvikað að uppræta na^istísk áhrif úr opinberu lífi. Þótt stjórnai völdin vildu gjarnan náða einhvern þekktan nazista myndu þau ekki geta það; í fyrsta lagi vegna þess að þá myndi krafa þeirra um na::- istahreinsun ekki verðá tekin alvarlega, jafnvel gætu þau Louis Mromfield 80. DAGUR. STUN&lií. sem vildu aðeins sofa hjá manni komu upp um á- form sín áður en þeir létu þau í ljós með orðtun. Og hún hugsaði með sér hversu heppilegt það væri ið maðurinn sem byðist til að gera hana auðuga og tigna, væri einnig svona fríður og viðfelldinn. Það var að vísu satt, sagði hún við sjálfa sig, að hann var hvorki fjörugur né skemmtilegur, en það var ekki hægt að búast við öllu. Og á meðan Oktavía setti kjólinn yfir höfuðið á henni fór hún að setja sig inn í hlutverk konu sem var mjög ástfangin -— hreinnar konu ,sem ástin værí vakning og könnun nýs lands og hún fór að hafa yfir setningar, sem hún hélt að væru frumlegar, en voru í rauninni teknar úr sögum sem hún hafði lesið. Hún hugsaði um ,,hið kæra dökka höfuð hans", og þáð „hversu fallega hárið yxi í hnakkanum" og um „hinar sterku hendur hans'' og „hvernig varirnai- bugð- uðust við munnvikin" og „snertingu hinnar sterku handar hans á handleggi hennar, þegar ha*m hjálp- aði lienni yfii troðfullt strætið." - Þegar hún var búin að jafna lokkana í kolsvörtu háfinu, púðra-snoturt nefið og setja á sig hattinn, var hún orðin nrjög ástfangin í honum, og- jafnvel gagntekin vissri þrá, sem vár sprottin óeðlilega af heilastarfsemi og hugmyndafiugi fremur en af hjarta og líkaipa. Það var, þegar allt kom til alis, ekki erfitt, vegna þess að hann var ungur og ferskur* og fríður og viðfelldinn, í samanburði við hinar ógeðfelldu endnrminnirgar um Duncá'n Kane, leiiíarann, og Herman Livingstöne, lei.kstjó'i-ánn; Hún dró fortjaldið til hliðar og stóð frammi fynr honum, grönn og spengileg, varimar aðskiidar i blíðu brosi. „Eg er til, Philip! Mig langaði ekki ti' að borða á veitingahúsi svo að ég bað Oktavíu að litbúa ofurlítinn kvöldmat heima hjá mér. Við verð- um tvö ein. Þér finnst það ekki verra, er það ? Verra? Hann-fékk hjartslátt.-Nú var það full- komnað. Hann yrði einn með henni. Nú gæti hami sagt henni hversu mjög hann elskaði hana, og þarna yrði enginn til að trufla þau, ekki einu sinm með því að horfa á hana. Þegar hann leit á hana gat hann ekki einu sinni komið upp orði. Ást hans var svo rík að hún særði hann. Hún bjó í íbúð á þriðju hæð i endurbyggðu múr- steinshúsi í East Fifties. Það var enginn dyravörður og enginn lyftumaður,-og þau opnuðu sjálf fyrir sér með lykli. Það var- yfirlætislaus íbúð fyrir svo fræga leikkonu .— sem ævinlega átti vísan félagsskap, en Janie kunni vel við sig í henni, og hún gerði henni fært að leggja til hliðar að minnsta kosti helming- inn af tekjum sínum. Hún eyddi ekki fé sínu i dýrt líferni og fékk 'oft að gjöf loðkápur og'gim- steina frá aðdáendum símim, sem fengu litið meira ■en vafasama ánægju fyrir að gefa henni slíkar gjaf- ir. Vinir hennar komu fé hennar haganlcga fyrir, og nú þegar hún ætlaði að giftast Philip sem var sjálfur fésýslumaður, myndi hann sjá um alla fjár- festmgu hennar, og hún þyrfti ekki á minnsta hátt að vera háð neinum lengur. Philip stóð rétt við hana þegar þau fóru upp á við í lítilli lyftunni, og var snögglega altekinn löng- un til að kyssa hana, en hann hélt sér ; skefjum af ótta við að henni kynni að falla það illa og yrði þannig í slæmu skapi þegar hann færi að biðja hennar. Það var enginn í íbúðinni því negraþjónustufólk- ið fór meira að segja heim til sín í Harlem á kvöldin, en i setustofunni var breitt á borð fyrir framan eld- inn og þar voru kaldir kjúklingar og svínakjöt, 'brauðsneiðar og rafmagnskaffikanna. Það var litið þokkalegt lierbergi, búið lágum þægilegum stóhun og skreytt ljóemy-ndum og teikningum af Janie í ýmsum stellingum og hlutverkum og á öllum mynd- unumrteygði hún hökuna fram til þess að sýna hina svanalíku drætt i hálsins. Kvenlegir aðdáendur og migar stúíkur höfðu sagt henni að í þeim stellingum liti hún út alveg eins og Dusé. • Með gáskafullu fasi tók hún af sér hattinn og henti honum ásamt kápunm sinni á dívaninn og iHiHitiiiirtHiriiiiiitmitHiinmtmitiiiiHiiiitiniiiitiiiiiiimiii iimiiHimimtHHniiHnmnnmmninimtiHnitHHHtiiitiiHii Bogmennirnir . ttaglingasaga um Hróa hött og féla^a hans — eftir — GEOFREY TREASE ----------------------------- D A V I Ð Þama var og háskólapiltur, sem flúið hafði írá Oxford eftir að hafa orðið manni að baná. Þá var förumunkurinn Tuck, sem iöngu hafði gefizt upp við pré- dikunarstarfið. Fleira var þar einkenni- legra manna. Flesta hafði drifið að úr þorpunum umhverfis Sherwood. Fáeinir komu alla leið . sunnan úr Jórvíkurhéraði, fræ-gð Hróa haí'ði laðað þá norður á bóginn. Nokkrir komu frá Gnípuskógi í Derby- héraði, eins og t. d. Litli-Jón, þetta góð- hjartaða heljarmenni. Og enginn kunni full skil á, hvaðan hermennina hafði borið að, þeir voru flestir Normannar. Hvaðan Hrói sjálfur var upprunninn, vissi enginn. Hann var þeim óráðin gáta,. Sumir kváðu hann aðalsættar, eigin- lega jarl. En hefðu þeir orð á því í hans áheyrn, hló hann í skeggið, dökkgult á lit. „Getið þið ekki gert ykkur ánægða. méð að hafa alþýðumann að í'oringja,“ var hann vanur að spyrja, og varð þá skyndilega alvarlegur á svip. ,,Ef þið viljið jarli fylgja, — já, þá er víst enginn hörgull á þeim, — en þið verðið ekki með mér. Sum-fífl eru ekki fyrr laus úr klóm eins yfirdrottnarans, en þau fara að- svipast um eftir öðrum.“ Dikon braut aldrei heilann um, hver Hrói væri. Honum fannst mestu máli skipta, hvað hann segði og gerði nú. Og pilturinn vissi, að hanp var vinur al- þýðunnar, en á móti kúgurum :hennar. ;

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.