Þjóðviljinn - 05.01.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.01.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Miðvikudágur 5. janúar 1949, Þióðviljinn litgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstiórar: Magnús Kjartansson- Sígurður Guðmundsson (áb). Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmið.ia, Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði.—Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmlðjá Þjóðviljans h. f. Bóslalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Slmi 7510 (þrjár línur) Faltisii maSar gsngur aftisr Síðan Ólafur Thors hrökklaðist úr ríkisstjórninni við smán, staðinn að ódrengskap, óheiðarleika og algerum svik- um við málstað íslenzkra manna, hefur hann haft hljótt um sig í íslenzkum stjórnmálum. Hann hefur þagað þótt nýskopun sú, sem hann taldi eitt sinn einlægasta áhuga- mál sitt, hafi verið svikin að fullu. Hann hefur þagað þótt reynt hafi verið að eyðileggja það allt sem bezt \ur gert í tíð fyrrverandi stjórnar. Og hann hefur raunar gert meira. Þegjandi hefur hann stutt núverandi stjórn, hrunstjórn- ina, ’hvenær sem hún hefur þurft á liði hans að halda. En hann hefur dregið sig í hlé, búið við örlög þess manns sem eitt sinn var fiestum vinsælli en sveik í ti*yggðum það íólk, sem treysti honum. En nú er allt í einu svo komið að Ölafur Thors getur ekki þagað lehgtir, nú er allt í cinu komið á dagskrá rhál sém er honum svo hjai’tfólgið að hann fær ekki orða bundizt heídur birtir langlokugrein í Morgunblaðinu ásamt til- heyrandi bandarískri fígúrumynd. „Fallinn er Öli fí- gúra“ var sungið. í Atómstöðinni, en það hefur löngum gerzt á íslandi að fallnir menn gangi aftur. Og hvað er það þá sem hefur raskað svo grafró þessa fallrta manns, að hann fær ekki haldizt kyrr. Það ér framhald herstöðvamáls- ins, áframhald Keflavíkursamningsins,' alger innlimun Is- lands í hernaðarkerfi Bandaríkjanna. Þégar á að svíkja sjálfstæði ísienzku þjóðarinnar, afsala landsréttindum, gera íslendinga að bandarískri leppþjóð, þá verður Ólafur Thors að fá að vera með — og helzt fremstur í flokki. Hin- 'ir bandarísku yfirboðarar vérða að fá að vita að þarna er maður sem slægur er í, maður sem hægt er að'verzla við, maður sem hægt er að kaupa. Hin nýju herstöðvaskrif Ólafs Thors eru í engu frá- brugðin greinum þeim sem þjónn hans Valtýr Stefánsson hefur fyllt Morgunblaðið af undanfarnar vikur, enda eru þær allar innblásnar vestrænum dollaraanda. Þó má nefna eitt dæmi um heilindi þessa manns, sannleiksást og stefnu- festu. Hann segir nú að Islendingar hafi af ásetningi af- salað sér hlutleysi sínu, þegar hem-jrndarsamningurinn var gerður 1941. En 9. júlí 1941 sagði þessi sami Ólafur Thors, þá atvinnumálaráðherra og beinn aðili herverndar- samningsins í þingræðu: ,,ég neita því að með þessu hafi ísland brotið í bág við yfirlýsta stefnu um ævarandi hlutleysi. Háttvirtir al- Jiingismenn spyrja, hver nauður hafi rekið ríkisstjórnina til þessara aðgerða. Eg bið menn að gæta þess, að sú rík- isstjórn, sem þessa ákvörðun tók, var ríkisstjÖrn hins hetnumda Islands.' Það, sem ríkisstjórnin gerði, var að skipta á hernámsliði styrjaldaraðila og herliði hlutlauss stórveldis, að þiggja hervarriir hlutlausrar þjóðar ,í stað hernáms, ófriðaraðila. Þetta eru forséndur málsins. Þetta er höfuðatriðið". En síðan er liðið’ hálft áttunda ár og ihargt hefur breytzt á þeim tíma. M. a. það að nú gengur samvizka áslenzkra manna kaupum og sölum í kauphölium dollai- ans, og það virðist vera auðveit að gleyma ef nógu hátt ■er boðið. Það er óþarfi að furða sig á afstöðu Ölafs Thors, hann viidi ganga skrefið að fullu 1946, láta af hendi her- stöðvar til 99 ára, en kom vilja sínum ekki fram vegna haráttu sósíalista. Hitt er geigvænlegra að árið 1946 voru til þéir menn meðal forustumaima Sjálfstæðisflokksins sem BÆ J AUI*0ST|iRI M N Tillaga um útvarpsum- ræður. Sem kunnugt er kom fram á stúdentafundinum sl. sunnu- dag tillaga frá Guðmundi Thor- oddsen prófessor þess efnis, að í útvarpinu yrðu teknar upp um ræður um þátttöku íslands í Norðuratlanzhafsbandalagi. Til- laga þessi var samþykkt ein- róma. Nú er það á valdi út- varpsráðs, hvort látið verður að tillögu þessari, sem áreiðanlega túlkar, ekki einasta afstöðu menntamanna, heldur allrar þjóðarinnar- Það er sjálfsögð og eindregin krafa þjóðarinnar, að þetta alvarlega mál verði rækilega rætt á opinberum vett- vangi. -— En verði þessum til- mælum neitað, þá má það auð- vitað skoðast sem dæmi um ást núverandi ríkisstjórnar á hinu margrómaða málfrelsi; því að verulega stenctur á bak við á- það er ríkisstjórnin sem raun- kvarðanir útvarþsráðs. — Við sjáum hvað setur. fioldi í Hafnarf jarðar- strætó. Yfirleitt held ég .að fólk sé mjög ánægt með strætisvagna þá, sem ganga milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar. Samt 'virð ast þeir ekki vera gallalausir, ef 'dæma skal af ummælum éíns hréfritarans, sem segir: — „Hr. Bæjarpósturl Míg langar áð koma eftirfárandi áleiðis: •—"í • ■■ ■ !j-< m-<- dag fór ég með strætisvagni súð ur til Hafnárfjarðar. Þegar ég var setztur upp í vagninn varð ég undrandi ýfir því, sem ég sá þár. Rúðurnár á bílnum vbru allar hvítar af hélu að því únd- anskildu að sumum farþegum hafði tekizt að bræða smágat á íslagið, sem var orðið nokkuð þykkt. Farþegarnir sátu í hnipri, skjálfandi af kulda og stúlkan, sem afgreiddi farmið- ana var með rauðar og kaldar hendur og munnherkju. — Eg hélt fyrst að upphitunartæki þessa vagns hefðu bilað, en þeg- ar ég kom til baka fór ég með öðrum vagni, og þúr endurtók sama sagan sig. Á engan hátt forsvaran- „Mér. finnst það óverjandi sinnuleysi, sem . komið hefur fram í sambandi við þetta, auk þess sem það ber vott um kæru- leysi og óviðeigandi framkomu gagnvart þeim, sem þurfa að nota þessi farartæki. — Gagn- vart stúlkunum, sem afgreiða farmiðana er þetta algjörlega óverjandi- Starfi þeirra er þannig varið að engin leið er að halda á sér hita við það. Þessar ungu stúlkur eru dæmdar til að standa í helkulda, (þegar þann- ig viðrar), mestallan timann, sem þær eru við vinnu. Slíkt getur á engan hátt talizt for- svaranlegt. Eg veit að úr þessu er hægt að bæta með tiltölulega lítilli fyrirhöfn, og ég skora á viðkomandi aðila að gera það sem fyrst. — Reykjavík 1/1 — 1949. — Magnús“. Geir kom frá Englandi í gær. Belgaum og Jón forseti komu frá Englandi síðdegis i gær. Tröliafoss fór áleiðis til Ameríku kl. 6 í gær- kvöld. RIKISSKIP: Esjá Var- á Þórshöfn i gærmorg- un á norðurleið. Hekla fór frá Akureyri í gærmorgun á austur- leið. Hérðúbreið fór !fí-á RVik kl. 19 í gærkvöld tii Vestfiafðá: Skjald breið ya.r á Siglufirði i gærmorg- ibn. Súðin fór frá Rvík kl. 18 í gær kvöld aleiðis til Hornafjarðar. Þyr- ill ep,!í Reykjavik. ‘‘Í: í U,t>K .(’■ Skip Elnarsson & Zoega: Foldin fór frá Reykjavík kl. 10 á þriðjúdagsmorgun vestúr og no'fð Ur, lestav frosinn lisk. Lingestroom, fermir. í Amsterdam 6. þ. m. Eemst room er í Amsterdam. Reykjanes er í Reykjavík. i ; ,:r . , K I M S K I P : Brúatfoss fór frá Vestmannaeyj um í fyrradag til Grimsby. Fjall- foss fór frá Gdynia 31. 12 til Rvík- ur. Goðafoss er i Rvík. Lagarfoss hefur væntanlega farið frá Imm- ingham í fyrradag til Rvíkur. Reykjafoss fór frá Rvik 1. 1. ’49 til Kaupmannahafnar. Selfoss er væntanlega á Siglufirði. Tröllafoss fór frá Rvík kl. 18.00 i gærkvöld til N. Y. Horsa kom til Rvíkur í fyrradag frá Leith. Vatnajökull fór frá Norðfirði 31. 12. til Eng- lands. Halland kom til Rvíkur 1. 1. frá N. Y. Gunhild fór frá Rvik 31. 12. til Englands. Katla kom til Rvíkur 2. 1. frá N. Y. Gullfaxi fór til Prestvíkur og Kaupmannahafnar ,1*!. 9 i gærmorgun. Væntanlegur ’kl. 5 ; 'é.’h. í dag. Geysii' og Hekla eru í Reykjavik. Á gamlársdag voxu gefin sám- an í hjónaband, ungfrú Ester Sigurbjarnar- dóttir og Gunri- ilaugur Þorsteinsson verkamaður, Kaplaskjólsvcg 56, Reykjavík. Séxa Hálfdán Helgason að Mosfelli gaf hrúðhjónin saman. — Á gamlárs- dag voru gofin saman í hjóna- mótmæltu herstöðvum, en nú kwður enginn þeirra sér hljóðs. Hafa nú borizt þau boð sem duga, eða hvað veldur? Er enginn íslenzkur maður tii meðal forustumanna þessa flokks sem kermir sig við þá hugsjón sem þjóðinni .er helgust? band, ungfrú Guðjóna Benedikts- dóttir og Jakob Einarssor), þóndi að Noi'ðui'-Reykjum í Mosfellsdal. — Nýlega voru gefin samar. í hjónaband, ungfrú Erna Þórðar- dóttir, Brekku i Norðurárdal og Andrés Sverrisson. bifreiðastjóri frá Hvammi i sömu sveit. Sr. Berg ur Björnsson í Stafholti gaf brúö- hjónin sáman. A gamlárskvöld ^ opinberuðu trúlof- | un sina, PáSína v' Guðjónsdóttir frá Siglufirði og Ragn ar GuSmundsson frá Hafnarfirði. —• Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, Bergþóra Friðgeirsdóttir, Sur.dlaugav. 25, og Guðmundur Steinbach stud. polyt., Bei'gþóru- götu 55. — Á gamlárskvöld opinb. trúlofun sína Björk Dagnýsd., Laugav. 40, og Bolli Sigurhansson, rafv.nemi, Laugav. 93. — Á gaml- árskvöld opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Anna Loftsdóttir, Hagamel 8 og Veturliði Gunnarsson, list- málari, Laufásveg 45 B. — Á gaml- árskvöld opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Sjöfn Hafliðadóttir, Sjafn- argötu 6 og Rögnvaldur Finnboga son stud. mag. — Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína, Dag- björt Hafliðadóttir, Sjafnargötu 6, og Guðmundur Helgason, starfs- maður i Tollstjóraskrifstofunni. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína, Anna Aðalsteinsdóttir, Stórholti 39 og Kristján Jökull, húsasmíða- moistari, Holtsg. 34. — Á nýárs- dag opinberuðu trúlofun sína, ung- frú Þórey Edith Kristjánsdóttir Eyri Glerárþorpi, og Agnar Jóns- ,son, Grandaveg 37, Reykjavik. — Á 'gamlárskvöld opinberuðu trúlof- un: sína ungfrú Jóhanna. Erlends- dóttir, símamær, Keflayik, og. Bragi Sigurðsson, Grundarstíg 2, Reykjavík. — Nýlega opinberuðii trúlofun sína, ungfrú Herdis G. Ólafsdóttir, hárgreiðslustúlka, Bergþprugötu 19, og Gunnar Bjar'nason vélvirki, Njálsg. 104. — Nýlega opihfcerúðu trúlofuri sína; ungfrú Guðrún Siteinsen, . skrif- stofumær,'Sólvallagptu 55 og Emil Ágústsson, stud. jur. Sólvallagötu 22. -j- Á gamlárskvöld opinfcerúðu trúlpfun' sína, Sigurborg Helgaj dóttir,, hjúkrunarnemi frá Unaðs- dal ;við Isafjarðardjúp og Björn Andrés Óskarsson járnsmiður. 18.30 Islenzku- kennsla. — 19.00. Þýzkukennsla. 19.25 Tónleikar: Lög leikin á gitar og mandólin (plöt- ur). 20.30 Kvöldvaka: a) Gísli Guð mundsson fyrrv. alþm. flytur er- indi: Þegar Alþingi var endurreist. b) Kristján Eldjárn þjóðminjav. les kaflann „Rómverskir peningar á Islandi" úr bók sinni „Gengið á reka“. c) Upplestur: „Valsinn", smásaga eftir Dorothy Parker. Ennfremur tónleikar. 22.05 Óska- lög. Hjóirunum Guð- björgu Guðmanns- dóttur og Magnúsi Ólafssyni, Grana- skjóli 13, fæddist 10 marka dóttir í fyrrad., 3. jan. — Hjönaeíniinutn Únni Johannésdóttur, Nönnug. 10, og Vali Jóhannssyni, pi'entara fæddist 17 marlca sonur á nýárs- dag. — Hjönunuin Þorbjörgu Þor- valdsdóttur og Ólaíi Guðmunds- éýni, Stórholti 32, fæddist dóttir þapn 3. janúar. •.«..•• - ui l . • ; . : ' ..’i Næturvörður er í Reykjavíkur- ápóteki. — Sími 1760. Næturakstur í nótt Hreyfili — Sími 6633. Næturlæknlr er í ueknavarðstot unni, Austurbæjarskólanutu. — Sími 5030 Veðurspáin í gærkvöld: Vax- andi austanátt í nótt. Sumstað- ar allhvass og snjókoma með morgninum. Gengur senniLega. í norðaustan átt og birtir til síð- degis í dag„

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.