Þjóðviljinn - 08.03.1949, Síða 4
4
ÞJÖÐVILJINN
Þriðjudagnr 8. marz 1949.
Ctgrefandl: Sameiningarfíokkur alþýSu — Sósíalistafloklmrinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansaon. Sigurður Guðmundsson (áfa>
Préttarltstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu-
stíg 19 — Sími 7500 (þrjái línur)
Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuði.—Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviijans h. f.
Sðsialistafíokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur)
Tiiræði úfgerðarbnrgeísanna
Sjaldan hefur verið vegið jafn ósvífið að atvinnuvegum
þjóðarinnar og með stöðvun togaraflotans undanfarnar vik-
ur. IJtgerðarauðvaldið sem valdið hefur þessari stöðvan á
mikilvirkustu f járöflunartækjum þjóðarinnar hefur sýnt
hve gersneytt það er öllu tilliti til þjóðarhags, gersneytt
tilliti til alls annars en gróðahagsmuna burgeisanna — og
óðfúst til svívirðilegra árása á launastéttir landsins, í sam-
íáði við hin skuggalegu pólitísku afturhaldsöfl sem nú
vaða uppi.
Útgerðarburgeisarnir skildu ekki nýsköpunarhugsjón
sósíalista. Þeim fannst það fjarri öllu lagi að Islendingar
hugsuðu til að verða brautryðjendur í togarakaupum eftir
stríð, f jarstæða að Islendingar yrðu á undan öðrum að koma
upp glæsilegum nýtízku togaraflota. Útgerðarburgeisarnir
tóku dræmt í þá fyrirætlun nýsköpunarstjórnarinnar að
semja þegar í stríðslok um smíði þrjátíu togara. Þeir héldu
því fram að ekkert vit væri að semja strax. Englendingar
biðu. Auðvitað hlytu þeir að \*lta betur en Islendingar!
En svo hittist á að til voru á Islandi stjórnmálamenn, sem
vissu betur og reiknuðu réttar ástand og horfur í heimin-
um en enskir togaraeigendur, og svo stóð á að þessir menn,
íslenzkir sósíalistar, fengu því ráðið að Islendingar riðu
hiklaust á vaðið, urðu á undan sjálfum Bretum að koma
sér upp ágætum togaraflota eftir stríð, og hafa setið að
miklum markaði síðustu árin vegna dirfsku og áræðis ís-
lenzkra stjórnarvalda, öfundaðir af samkeppnisþjóðum
sínum.
En útgerðarburgeisarnir höfðu hvorki vit né dirfsku til
að sjá þessa möguleika þá. Það þurfti að ganga á eftir þeim
að eignast nýsköpunartogara. Einkar fróðlegt er að athuga
hve marga nýsköpunartogara Kveldúlfur, Thorsararnir,
gátu hugsað sér að leggja 1. Seinna, þegar reynslan hafði
sannað að sósíalisfar höfðu rétt fyrir sér í hverju atriði
varðandi nauðsyn togarakaupanna þóttust allir hafa verið
iklókir alltaf.
Og nú hefur burgeisaklíka togaraeigenda látið binda all-
an flotann, á tíma uppgripaafla og metsölumarkaðs, á
tíma þegar togararnir gætu mokað upp milljónatugum á
mánuði hverjum. Það er lærdómsríkt að hugsa sér útlit
afturhaldsblaðanna ef sjómenn hefðu stöðvað togaraflot-
ann þegar eins stendur á og nú. En tilræði útgerðarbur-
geisanna við þjóðina þykir afturhaldinu sjálfsagður hlut-
ur, ef takast mætti að hef ja árás á alþýðuna á þessum víg-
stöðvum.
Hver dagur sem verkbannið varir þýðir stórkostlega
hættu fyrir íslenzka afurðasölu. Útgerðarburgeisarnir vita
hvað í húfi er að loka fyrir fiskflutninga til Englands og
Þýzkalands einmitt nú. Ábyrgð þeirra er ótvíræð, glæpur
þeirra augljós allri þjóðinni. Reiðialdan gegn þessari vesælu
burgeisaklíku, sem fengið hefur í hendur dýrmætustu fram-
leiðslutæki þjóðarinnar, er enn að rísa. Tilræði þeirra við
íslenzka atvinnuvegi á eftir að verða þeim dýrt spaug, jafn-
vel þó þeir sjái sitt óvænna og þori ekki að framfylgja ætl-
unum sínum nema að nokkru leyti. Þjóðin hefur séð út-
gerðarauðvaldið berstrípað, svipt öllum blekkingarspjörum,
séð hroka þess og tillitleysi, séð ós\ffni þess og afturhalds-
þjónustu. Þeirri lexíu gleymir íslenzka þjóðin ekki, hvern-
ig sem fer með lausn verkbannsinr>
HMraSBB
BÆ J AHPOSTl Kl M N
@flÍ®aIHllsíillÍdhdifdí}ÍHhr:UÍHuiUH^:i:ni!ihn»!ln:!ísHjirLhT:.€s:ffi
urjónsson): Sónata op. 164 eftir
Schubert. 20.40 Erindi: Loftslag-s-
breytingar á jörðinni; VII. og síð-
asta erindi: Orsakir loftslagsbreyt
r^r
Ljóslaleysið á Seltjarn-
arnesinu.
Seltirningur skrifar: ,,Kæri
Bæjarpóstur! — I aðalmálgagni
bæjarstjórnarmeirihlutans —
Morgunblaðinu var nú fyrir ca.
1 ári farið mjög vorkunnsömum
orðum, um þá er byggju á Sel-
tjarnarnesinu og í Skjólunum
vegna þess götuljósaleysis er
þar ríki — og það jafnframt
sagt að nú ætti að vinda bráðan
bug að því að bæta úr þessu.
S.l. sumar voru svo settir hér
upp margir ljósastaurar. Síðan
hef ég svo enga breytingu séð
á þessu máli, nema hvað staur-
arnir eru smátt og smátt að
velta um koll og liggja síðan
óhreifðir í götunni. Annars er
að mínum dómi annað af völd-
um stjórnarfars hér í Rvík sem
meira hrjáir þetta hverfi, og
jafnvel fleiri úthverfi, en ljós-
leysið. Það eru strætisvagna-
samgöngurnar.
★
Vagnarnir troðfullir.
„Hingað á að ganga strætis-
vagn á hálfum og heilum tím-
um. Undantekningarlítið eru
þeir svo fullir sem mögulegt er
að troða í þá sérstaklega síðari
hluta dags. En látum það samt
vera, ef þeir fylgdu áætlun eða
gætu alltaf tekið alla sem biðu.
Það sem af er þessu ári hef ég
fjórum sinnum orðið að bíða
um hálfa klukkustund í hríð og
ofsaroki niður á torgi vegna
þess að sá eini vagn sem fer
þessar ferðir hafði annaðhvort
bilað eða einhvernveginn ekki
getað annað því sem var að
gjöra.
★
Hvað eftir annað.
„Fyrsta skipti sem þetta
skeði, fór ég inn á afgreiðslu
strætisvagnanna og spurði
hverju þetta sætti, og var mér
þá svarað ósköp hversdagslega
„ að nú hefði fallið niður ferð“,
eins og það væri algengt. I ann
að skiptið spurði ég einnig, og
var þá sagt að hann færi bara
strax aftur þegar hann kæmi,
þá fór hann 3—4 mínútum fyrir
næstu áætlun, enda þá svo full-
ur að ómögulegt hefði verið að
troða fleirum í einn vagn þó
hann hefði viljað bíða. I þriðja
sinn spurði ég einnig og var þá
svarað að vagninn væri bilaður
og ómögulegt að segja um hve-
nær næst yrði ferð. I fjórða
sinn spurði ég einskis. Þarna á
torginu biðu meðal annarra kon
ur með grátandi börn, skjálf-
andi af kulda.
Ferðuin fjölgar ekkert í
7—3 ár.
„Eg veit að engin mannleg
yfirvöld geta ráðið við það þó
tíðarfarið hafi verið svona síð-
ustu vikurnar, og auðvitað get-
ur það alltaf komið fyrir að
einn strætisvagn bili án þess
neinum sérstökum sé um að
kenna, en mér finnst einkenni-
legt að sú stjórn sem hefur
getað veitt gjaldeyris- og inn-
flutningsleyfi fyrir þúsundum
lúxusbíla handa heildsölum sín-
um og öðrum gæðingum skuli
ekki hafa getað flutt inn það
mikið af strætisvögnum að hægt
væri að halda uppi reglulegum
ferðum á hverju kortéri í hvert
úthverfi 'bæjarins, og ólíklegt
er, ef fleiri en einn vagn er á
hverri rútu að báðir biluðu í
einu. Þó ólíklegt megi virðast
veit ég ekki til að strætisvagna
ferðum hér suður á Seltjarnar-
nes hafi fjölgað (fyrir utan eina.
ferð í hádeginu) nú sl. 7—8 ár
þó risið hafi hér upp heil hverfi
utan við bæinn á þeim tíma. —
Þýðir ef til vill ekki að gjöra
sér vonir um bót á þessu sem
alþýðuna eina svo mjög varðar
fyr en ef við berum gæfu til að
skipta um bæjarstjórn.
— Seltirningur."
?105 T'nleikar (plötur). 21.15 Úr
UagfaOK Gunnu istmu. -21.4u Ton-
leikar. 21.45 Upplestur: Kvæði
(Einar Pálsson leikari). 22.00 Frétt
ir og veðurfregnir. — 22.05 Pass-
iusálmarnir. 22.15 Endurteknir tón
leikar: Kvartett i F-dúr op. 59 nr.
1 eftir Beethoven. 22.45 Dagskrár-
lok.
Skagafirði
ISFISKSALAN:
Sl. laugardag, 5. þ. m., seldi Júpí
ter 3121 vættir í Aberdeen fyrir .
6221 pund. Vörður 5012 vættir
í Fleetwood fyrir 12500 pund.'
BiKISSKIP:
Hekla er í Reykjavík. Esja fór
frá Reykjavík kl. 21.00 í gærkvöid
vestur um land í hringferð. Herðu
breið er á Austfjörðum á norður-
leið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á
norðurleið. Súðin er i Trapani á
Italíu. Þyrill er á leið frá Eng-
landi til Reykjavíkur. Hermóður
er í Reykjavík.
Einarsson & Zoega:
Foldin er i Reykjavík. Linge-
stroom er á Akranesi, lestar fiski
mjöl til Hollands. Reykjanes er
i Trapani
Hjónunum Guðm.
Eriendsdóttur og
Val Þorgeirssyni,
brunaverði, Mið-
túni 11, fæddist 14
marka dóttir 3.
marz.
Söfnin: Landsbókasafnið er oplt
kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virm
daga nema laugardaga, þá kl. 10—
12 og 1—7. Þjóðskjaiasafnið kl. 5
—7 alla virka daga. Þjóðminjasafn-
ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga. Listasafn Einarp
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á eunnu
dögum. Bæjarbókasafmð kl. 10—í(
alla virka daga.
Áfengisvarnarnefnd hefur fyrst
um sinn viðtalstíma fyrir áfengis-
sjúklinga og aðstandendur þeirra
í Elii- og hjúkrunarheimilinu
Grund. Herbergi nr. 40. Viðtalstimi
nefndarinnar er daglega kl. 5—6.
Bólusetning gegn barnaveiki
heldur áfram og er fólk áminnt
um, að koma með börn sín til bólu-
setningar. Pöntunum er veitt mót-
taka í síma 2781 aðeins á þriðju-
dögum kl. 10 — 12.
Hekla fór kl. 8 í
morgun til Prest-
víkur og Kbh. með
42 farþega. Vænt-
anleg hingað kl.
5—7 síðdegis á morgun. Geysir er
í Reyltjavík. G-uIifaxi kom frá
Kaupmannahöfn lti. 4 í gær. Fiug-
vélar Flugfélags Islands fóru í gær
til Akureyrar, Vestmanríaeyja,
Kirkjubæjarklausturs og Hvamms
f jarðar.
Si. laugardag
voru gefin sam-
an í hjónaband,
ungfrú Áslaug
Rósa Pálmad.,
Reykjavöllum,
Pétur Guðmunds-
son bóndi að Hraunum í Fljótum.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
í Reykjavík heldur fund í Bað-
stofu iðnaðarmanna í kvöld, þriðju
dag J»l. 8.30. Á dagskrá er Island
og Atlanzhafsbandalagið, og önnur
mál.
Happdrætti Háskóla íslands. Á
fimmtudag verður dregið í 3.
flokki happdrættisins. Þar sem
engir miðar verða afgreiddir þann
dag, eru aðeins 2 söludagar eftir,
og eru síðustu forvöð á morgun
að kaupa miða og endurnýja.
Næturvörður er í lyfjabúðinnl
Iðunn. — Sími 7911.
■ ■■*€• ’ ■.
Næturaktsur í nótt annast Hreyf-
ill. Sími 6633.
Nýlega opinberuðu
trúlofun sína, ung-
frú Hjördís Bjarna
dóttir, Hallveigar
stíg 9 og Hörður
Karlsson bókbind-
ari, Ásvallagötu 29.
Kvenfélag sósíaíista heldur árs-
skemmtun sína í Tjarnarcafé
í kvöld.
18.00 Barnatími:
. lO.Uu Ddi liaUl.
I Framhaldssaga
v (frú Solvcig Péti
7 A \ dóttir>- 1 * * * * * * * * * * * * * * * * 18'25 v
Péturs
Veð-
urfregnir. 19.25
■Þingfréttir. 19.45
Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20
Tónleikar Tónlistarskólans: Ein-
leikur á pianó (Rögnvaldur Sig-
1 ræðuþvætting, sem Vaffi
litli flutti fsl. erlendis á sunnu-
daginn var í útvarpi byrjaði
hann á því að skýra frá því,
að hér væri hih mesta veður-
blíða og líkiega væri vorið að
koma. Fáeinum mínútum síðar
tilkynnti viðurstofan frost og
snjókomu víða um landið.
En þetta var nú tiltölulega
meinlaus vitleysa. Næst skýrði
Vaffi frá því, að togararnir
lægju bundnir, af því að „verk-
fall“ væri. Frá þessu mátti ekki
skýra rétt af því sjómenn áttu
í hlut. Verkbann útgerðarmanna
og ríkisstjórnarinnar, sem allir
vita að er orsök stöðviinarinnar,
veröur í munni Alþýðuflokks-
rnannsins að verlífalli sjómanna
— í fréttum til útlanda. Hér
lieima hefði ekki þýtt að um-
snúa saiinleikanum ■ svona. Til
útlanda er þó alltaf reynandi að
Ijúga sökum stórútgerðarinnar
og ríkisstjórnarinnár upp á sak
lausa — sjómennina íslenzku.
Þreytast þessir armingjar
aldrei á því að afflytja og sví-
virða þá alþýðu, sem þeir kenna
sig við?
Hlustandi.