Þjóðviljinn - 26.04.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.04.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. apríl 1949 Úr sjúkdómsannál Framhald af 5. síðu. semdafærslu“ Bjarna er sú stað hæfing hans að hann hafi ævin lega barizt fyrir því að við- skipti við Austurevrópu yrðu aukin, og m. a. aukið viðskiptin við Rússa um 1100%! Sú rök- semd er byggð á þéirri stað- reynd að 11 aurar eru 1100% meira en 1 eyrir. Þó smælki sé margfaldað nokkrum sinnum verður það aldrei annað en smælki, enda eru viðskiptin við Pólland aðallega fólgin í hrossa sölu og slíku sem ekki er grund völlur að neinum framtíðarvið- skiptum. Öðru máli skiptir um viðskiptin við Tékkóslóvakíu. Þrátt fyrir stöðuga skemmdar- verkastarfsemi hefur Bjarni Benediktsson ekki treyst sér til að rifta þeim að fullu og nema þau nú um 30 milljónum. Ástæð an er sú að ýmsir voldugir heild salar hafa gróðvænleg viðskipti við Tékka og vilja halda þeim. Aðalatriðið í þessu máli er þó hitt að heildarviðskiptin við Austurevrópu hafa minnkað margfaldlega í tíð Bjarna og engilsaxar hafa fengið algera einokunaraðstöðu aftur eins og fyrir stríð. Verðið fer eftir fram- komu íslendinga I þessu sambandi er það lær dómsríkt að þegar Bretar lækka afurðaverð Islendinga um tugi milljóna króna þá lítur utanrík isráðherra Islands á það sem hlutverk sitt að skrifa hól um þá fyrir vikið. Hann segir að lága verðið sé „mun hagstæðara verð en ætla hefði mátt‘‘ talar um„góðvild brezkra stjórnar- valda,“ segir í Reykjavíkurbréfi að árangur samninganna sé „framar vonum, eins og verð- lagi er nú háttað á heimsmark- aði,“ lýsir yfir því að „verðið sem við fáum fyrir frosna fisk- inn er mikið fyrir ofan raun- verulegt markaðsverð“ og klykkir út með því að þessi þakkarverða og vingjarnlega“ framkoma Breta „stafi af því að þeim hafi líkað vel framkoma Islendinga í síðustu styrjöld.“ Þetta er eins og menn sjá hvort tveggja í senn vísbending til Breta um að lækka verðið enn að mun, Islendingar telji sig ekki eiga slík ósköp skilin, og hótun til þjóðarinnar um það að afurðaverðið fari eftir ,,framkomu“ hennar og hvernig Bretum líkar hún. Þetta er á- líka afstaða og þegar Bjarni Benediktsson betlaði í fyrra Marshallpeninga að gjöf fyrir íslenzkan freðfisk. Afkoma Is- lendinga er orðin háð vilja og duttlungum engilsaxa sem að launum vilja fá að ráða „fram- komu“ íslenzku þjóðarinnar. „Mikið veikur maður“ Að öðru leyti skal mönnum ráðlagt að lesa grein Bjarna á annarri síðu Morgunblaðsins í fyrradag og hluta hans af Reykjavíkurbréfinu sama dag. Slík skrif eins utanríkisráð- herra munu vera einsdæmi; í veraldarsögunni. Þau eru ótví- ræður vottur þess að þarna er um að ræða „mikið veikan mann“ sem er í engu hæfur til að gegna ábyrgðarstörfum fyr- ir þjóð sína og er nú einnig orð inn að gjalti í hlutverki svikar ans. Það er sannast sagna öm- urlegt að eiga orðastað við slík an mann en nokkur léttir í þeirri vissu að pólitískur ferill hans er senn á enda. — Panl Sobesan Framhald af 1. síðu væri leystur frá samningi sin- um og aðgöngumiðar að söng- skemmtun hans, sem höfðu selzt upp á klukkutíma, yrðu endurgreiddir. Robeson verður í Kaupmannahöfn 27.-29. þ.m. á vegum „Land og folk.“ Hátíðahöldin 1. maí Framhald af 1. síðu. á vaxandi dýrtíð, og er þarna því um hrein stéttarleg hagS' munamál að ræða. Alþýðusam- bandsstjórnin hefur nú jafnvel svikið sínar eigin kröfur um bætur, sem hún hvatti verka- lýðsfélögin þó að hefja baráttu fyrir. Vaðall Alþýðublaðsins um að meirihlutinn hafi látið afstöð- una til Atlanzhafssáttmálans sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmuna kröfum verkalýðsins eru stað- lausir stafir, sem bezt sést á því að meirihlutinn tók upp í 1. maí ávarpið allt sem máli skipti úr till. minnihlutans og umburðarbréfi Alþýðusambands stjórnarinnar og féllst enn- fremur á að sleppa úr ávarpinu kaflanum um Atlanzhafsbanda- lagið — nema að verkalýðssam tökin væru andvíg hvers- konar hernaðaraðild Islands. Fulltrúar Alþýðusambands- stjórnarinnar gátu með engu móti sætt sig við að verkalýð- urinn lýsti sig andvígan hern- aðaraðild Islands! Þó að þjónar ríkisstjórnar- innar teldu óhugsandi að minn- ást á Atlanzhafssáttmálann, þá klígjaði þá ekki við því í um- burðarbréfi Alþýðusambands- stjórnarinnar að hvetja verka- lýðsfélögin til að minnast At- lanzhafssáttmálans sem eins þýðingarmesta sigurs verkalýðs ins á undanförnum árum!!! l.-maí ávarp fulltrúaráðsins var samþykkt með 25 atkvæð- um geng 11. I fyrra gerðu pólitískir flokk ar tilraun til þess að stela 1. maí frá verkalýðnum. Allir vita hvernig það fór. Því verður held ur ekki trúað að nokkur maður láti hafa sig til þess að sundra röðum alþýðunnar á þessum degi, heldur fylki sér um hags munámál alþýðunnar undir merkjum samtaka sinna og láti flugumenn auðmannastéttarinn ar og ríkifestjómarinnár standá einangraða. ý. . EVELYN WAUGH: 13. DAGUR. KEISARARIKIÐ AZ ASM. JÖNSSON þýddi. heppnaðar forsetakosningar, buðust honum margar opinberar stöður, og af þeim kaus hann hiklaust sendiherrastöðuna í Debra-Dowa, þó hún gæfi langsamlega minnst í aðra hönd. En evrópskt uppeldi hans hafði umvafið sendiráðið ljóma, sem þekking hans á umheiminum hafði ekki ork- að að deyfa. Hann var búinn að græða alla þá peninga, sem hann kærði sig um. Það var sagt, að loftslagið í Debra-Dowa væri holt og umhverf- ið rómantískt, svo hann valdi þessa stöðu, og hafði ekki iðrast þess, því síðustu átta árin hafði hann verið vinsælli og í meira áliti, en sennilegt var að hann hefði notið í heimalandi sínu Franski sendiherrann, M. Ballon, var frímúr- ari. Sendiherra hans hátignar, bretakonungs, var sir Samson Courteney. Hann var frámunalega inndæll og hámenntaður maður, og óheppni hans í ' utanríkisþjónustunni var mikið fremur að kenna skorti á áhuga en hæfileikum. I æsku var honum spáð glæsilegri framtíð. Hann hafði staðist öll próf með glæsilegum árangri, sem bar vott um einstæðar gáfur, og fjölskyldu hans var það ljóst, að afrek hans í utanríkisþjónustunni yrðu ekki í samræmi við þær vonir, sem bundnar höfðu verið við hann. Þegar hann var þriðji varamaður í Peking, vanrækti hann öll önnur störf, til að geta gefið sig óskiptann að því, að búa til pappalíkan af sumarhöllinni frægu. Þeg- ar hann var fluttur til Washington, varð hann gripinn skyndilegu hjólhestabrjálæði. Hann hvarf dögunum saman, sinn eftir sinn, og kom sigri hrósandi aftur, eftir að hafa sett ný hraðamet eða þolmet á hinum og þessum leiðum. Hneykslið, sem þessi ástríða hans olli, náði hámarki, þegar liann tilkynnti þátttöku sína í alþjóðameistara- móti í hjólreiðum. Frændi hans í utanríkisráðu- neytinu fékk hann fluttann til Kaupmannahafn- ar — og notaði tækifærið, þegar hann kom til London á leiðinni til Kaupmannahafnar, til að gifta hann mjög sæmandi ráðherradóttur. I Danmörku fór ferill hans loksins alveg í hund- ana. Hann hafði um tíma verið áberandi þögull í kvöldveizlum, þar sem erlend mál voru töluð, og seinast opinberaðist sá óttalegi sannleikur, að hann var jafnvel búinn að gleyma að tala frönsku. Margir rosknir stjórnarerindrekar höfðu lag á því, að haga samtölunum í samræmi við takmarkaðann orðaforða sinn í hinum og þess- um málum, en sir Samson sló þá bara yfir í ein- hverskonar stöfnensku, sem hann reyndi að bjarga sér á. En frændurnir voru vinfastir. Hann var kvaddur til Londonar, og látinn vinna á skrifstofu í utanríkisráðuneytinu. Loksins, þegar Prudence dóttir hans var þrettán ára, var hann sleginn til riddara af St. Michael og St George og flæmdur til Azaníu. Þessi ráðstöfun gladdi hann ósegjanlega. Hann hefði orðið yfirþyrmdur af undrun, ef hann hefði orðið þess áskynja, að til væru menn, sem álitu hann óheppinn, eða að hann væri kallaður „hinn einstæði sendi- herra.“ Sendiherrabústaðurinn var tíu kítómetra utan við borgina, það var einskonar vasaútgáfa af afgirtu sveitaþorpi, sem indverskt riddaralið gætti. Það var í þráðlausu sambandi við Aden, og meira og minna stopulu símasambandi við borgina. En vegurinn var skelfilegur. Meiri hluta ársins var hann sundurgrafinn af vatnsföllum og þvergirtur stórgrýti, jarðskriðum og föllnum trjám, en morðingjar og ræningjar í launsátri meðfram honum. Forgenglar sir Samsons höfðu sennt azanísku stjórninni fjölda mótmæla vegna þessa ástands, með þeim afleiðingum að slatti saklausra vegfarenda höfðu verið hengdir í mis- gripum fyrir ræningjana og morðingjana — en það var ekki hróflað við veginum. Bréfaskriftum um málið hélt áfram, og endalok þeirra voru sá hluti í starfsferli sir Samsons, sem nálgaðist það mest, að vera vel heppnaður. I gleðivímunni yfir nafnbótunum og af umhyggju fyrir eigin vellíðan, hafði „hinn einstæði sendiherra" í fyrsta sinn á æfinni kastað sér af lífi og sál út i póli- tískt viðfangsefni. Hann hafði lesið öll bréfa- skiptin um málið, og áður en vika var liðin frá því að hann hafði afhennt embættisskjöl sín, var hann búinn að sækja um einkaviðtal við manninn drottningarinnar og fá málið tekið aft- ur á dagskrá. Mánuð eftir mánuð rak hann á eftir bréfaskriftum milli hirðarinnar, sendiráðs- ins, utanríkisráðuneytisins og ráðherrans yfir opinberum framkvæmdum, (en stöðu yfirkamm- erherra, utanríkismálaráðherra, og ráðherra yfir opinberum framkvæmdum skipaði þessa stund- ina æðsti maður þjóðkirkjunnar), þangað til einn góðan veðurdag, þegar Prudence kom heim úr reiðtúr, að hún tilkynnti, að hún hefði séð á veginum heila lest af hlekkjuðum tugthúsföng- um með uxavagna hlaðna grjóti og vegagerðar- tækjum. En hér kom afturkippur í málið fyrir sir Samson. Ameríski verzlunarfulltrúinn hafði í hjáverkum sínum umboð fyrir dráttarvélar, jarð- yrkju og gufuvaltaverksmiðjur í Bandaríkjun- um. Hann kom því nú til leiðar, að fangarnir voru látnir hætta vegavinnunni, en drottningin og hirðráð hennar fóru að athuga möguleikana á því, að nota gufuvalta í staðinn. Hún hafði nú alltaf haft ákaflega gaman að myndaverðlistum, og eftir nokkurra vikna vangaveltur pantaði hún eina þreskivél, eina garðsláttuvél og eina band- sög — aftur á móti ákvað hún ekkert um gufu- valtann að svo komnu máli. Erkibiskupinn, (sem DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.