Þjóðviljinn - 25.11.1949, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 25.. aóvember -1949
Ástandið í afurðasölumálunum
, Framhald af 5. síðu.
þess að geta yfirleitt losnað
tvið afla sinn, og að fjórir ný-
sköpunartogarar hafa nú þeg-
ar valið þann kost að skipa
;upp salt hér á landi, heldur en
að sætta sig við eymdarkjörin í
Bretlandi.
! Marsjallsamsiaríið átti
í að tryggja markaði
J Þannig er ein staðreyndin um
í>að mikla verk og góða sem
Bjar.ni Benediktsson hefur 'unn-
5ð i afurðasölumálunum. líann
• fog blað hans munu að sjálf-
sögðu kenna óviðráðanlegum
Öflum um þetta ömurlega á-
Stand, en sú kenning stenzt
ekki. Ástandið er afleiðing af
Steínu, annarHvegar stefnu
IBjarna Benediktssonar, hins
tvegar stefnu engilsaxa gagn-
tvart íslandi.
1 Þegar íslendingar gengu í
jnarsjallkerfið, eða urðu þátt-
jtakendur í „efnahagssamvinnu
iEvrópuþjóðanna“, eins og
Bjarni Benediktsson orðaði það,
ivar það talið einstæð trygging
ifyrir efnahagslegu öryggi Ie-
lendinga, tryggum mörkuðum
iog góðri afkomu. Hin eðlilega
iforsenda að slíku samstarfi
Ihefði einnig verið sú, að íslend-
ingar gerðu það að skilyrði að
: itá að sjá um fisköflun samvinnu
þjóðanna samkvæmt getu sinni,
en þær einbeittu kröftum sínum
að öðrum verkefnum. Á þetta
lögðu sósíalistar áherzlu þegar
I upphafi, og Bjarni Benedikts-
son hét góðu um.
En það kom fljótt í Ijós að
þetta var ekki ætlun marsjall-
jþjóðanna. Þegar er Islendingar
gerðust þátttakendur lýsti einn
iaf hinum bandarísku yfirmönn-
ium marsjallkerfisins yfir því
að Islendingar myndu geta lagt
ífram fisk um skeið, en eftir
árið 1950 myndi framlag þeirra
„litla þýðingu hafa“. Þes=i al-
yarlegu ummæli lét Bjarni Bene
diktsson sem vind um eyru
Þjóta. Fulltrúar hans á marsjall
ráðstefnum munu að vísu eitt-
livað hafa ymprað á því að
Islendingar þyrftu að selja fisk,
en um það voru engir samning-
ar gerðir og allt slíkt tal fékk
daufar undirtektir, enda eru
íhelztu keppinautar Islendinga,
jnestu ráðamenn marvjallkerf-
jsins í Evrópu.
Flotinn aukinn
aí oíurkappi
Og það kom fljótt í Ijós hvert
istefndi. Á sama tíma og marsj-
allstofnunin reyndi að koma í
,veg fyrir að Islendingar eign-
fuðust 10 nýja togara, juku við-
ekiptaþjóðir Islendinga flota
sinn af kappi, til þess að verða
sjálfbjarga og þurfa ekki að
yera háðar „samvinnu“ við Is-
iendinga. Bretar hafa nú komið
sér upp svo miklum flota, að|
þegar er talað um að binda;
yerði togarana vissa hluta árs-j
ins. I Þýzkalandi hefur sama
Bagan gerzt, þar hafa Banda-
ríkjamenn birgt leppsfyrirtæki
©ín upp af togurum og fiski-
skipum, þannig að Þjóðverjar
þykjast nú vera að verða sjálf-
bjarga, miðað við núverandi
neyzlu. Afleiðingin er sú sem
allir vita, að þýzki markaður-
inn er að lokast og brezki mark
aðurinn svo lélegur að hann er
naumast viðskiptahæfur.
Fulltrúi engilsaxa
Þetta er ekki óviðráðanlegt
áfall, heldur afleiðing af stefnu.
Ef Bjarni Benediktsson : hefði
stjórnað með hagsmuni íslands
fyrir augum, hefði aldrei til
þes:a komið. Framlag Islend-
inga í þágu engilsaxa hefur á
þessum tíma verið svo afdrifa-
ríkt sem allir vita, og þau yfir-
ráð sem engilsaxar sældust
eftir hefðu án efa verið því
verði keypt að tryggja Islend-
ingum markaði meðal „sam-
vinnuþjóðanna" ef haldið hefði
verið á málunum af einurð og
festu. Bjarni Benediktsson hef-
j ur ekki komið fram sem full-
trúi íslands í viðskiptum við
engilsaxa, Iieldur sem fuiltrúi
engilsaxa í viðskiptum við þjóð
sína.
Hér hefur helzt verið dvalið
við ísfisksöluna, en eins og allir
vita er ástandið eins í afurða-
sölumálunum öllum, þeim mál-
um sem Bjarni Benediktsson
sölsaði undir sig persónulega af
ofríki og einræðishneigð. Ýms-
ar þýðingarmestu afurðir ís-
lendinga, svo sem freðfiskur og
þorskalýsi, eru enn ótaldar, og
framundan er boðað verðhrun
og kreppa í þeim löndum sem
afkoma íslands er nú tjóðruð
við. Hins vegar hefur Bjarni
Benediktsson eyðilagt bezta
markað sem íslendingum hafði
tekizt að vinna, markaðinn í
Sovétríkjunum, með þeim af-
leiðingum að þjóðin stendur nú
varnarlaus gegn auðhringiun
engilsaxa, ofurseld þeim og
þeirri kreppu sem þeir hafa
þegar leitt yfir Vesturevrópu.
Þannig er hið „mikla og góða
verk“ Bjarna Benediktssonar.
KeSIavík
Framh. af 8. síðu.
að höfðu, væri fyrirvaralaust
sagt upp starfi.
Kl. 4 síðdegis í gær, er ný
vakt átti að koma inn, neituðu
níu félagar þeirra, sem reknir
höfðu verið, að mæta til vinnu,
nema að félagar þeirra yrðu
aftur teknir.
Fyrir milligöngu Alþýðusam-
bandsins, flugmálastjóra og
fulltrúa hans, náðist samkomu-
lag síðast í gærkvöld á grund
velli þess, að þessir fjórir
menn er vikið hafði verið yrðu
teknir til vinnunnar aftur og
þá til þeirra starfa eingöngu
er þeir höfðu urinið við áður,
en jafnframt yrði áfram unnið
að því að ná heildarsamkomu-
lagi um kaup og kjör hins ís-
lenzka stárfsfólks svo og um
vinnutilhögun og starfsskipc-
ingu og kaþpkostað að þessi
mál yrðu komin í lag fyrír
árarnót.
Rvík 24. nóv. 1949
f.h. Alþýðusambands Islands
Jón Sigurðsson."
FRAMHALDSSAGA:
BRDDARHRINGURINN
EFTIK
Mignon G. Eherhart
■
nrai
raaumnraiiiunnua
29. DAGUK.
hann fastan. Hann er hættulegur, en láttu okk-
ur vita.“
Andlitið á Stuart var fölt-og þreytulegt í'
sterkri, skærri birtunni frá leitarljósi lögreglu-
þjónsins. Picot gekk með þeim til hússins. Það
var svartamyrkur á stígnum undir háum grein-
um eikartrjánna, en Picot þurfti ekkert að hafa
fyrir því að rata. Stuart studdi Róní þar sem
vegurinn var vondur. Hann tók fast og örugg-
lega um handlegg hennar.
En það var ekkert hægt að tala við hann —
ekki hægt að segja, Hvers vegna var giftingar-
hringurinn minn þarna líka? Átti hann að verða
til þess að varpa grun á mig, eins og bréfið sem
við brenndum? Picot myndi heyra og segja,
Hvaða bréf ?
Eric hafði haft hringinn. Það gat því ekki ann-
að verið en einhver skynsamleg skýring fengist
á því hvernig hringurinn gat verið í káetunni.
Þau komu út úr trjágöngunum á grasblettinn.
Stóra húsið var uppljómað eins og hafskip á
næturþeli. Bílar voru á veginum. Ljósin á þeim
lýstu yfir grasblettinn og traðirnar; það var
fólk á svölunum, Maður kom hlaupandi á móti
þeim yfir túnið, og sagði við Picot: „Frú Sedley
er hér. Hún hefur ekki farið með Sedley. Allir
bílarnir eru á sínum stað.“
Nú var það, sem Róní var andartak ein með
Stuart. Picot snarsnerist eins og gúmmíknöttur
og tók manninn sem kom til móts við þau (það
var leynilögregluþjónn óeinkennisklæddur) af-
síðis og hvíslaði einhverju að honum. Stuart
færði sig nær Róní og mælti lágt í eyra henni:
„Hringurinn líka. Það hefur verið gert af ásettu
ráði — það gat ekki verið tilviljun."
Andlit hans var fölt í daufum ljósbjarmanum
frá húsinu. Hann hafði ekki augun af Picot,
sem var aðeins nokkur skref frá þeim, og talaði
svo lágt, að hún heyrði með naumindum. „Hring-
I urinn hefur verið látinn þarna í ákveðnu augna-
miði — og bréfið. Róní — Hver — “ Hann þagn-
aði þegar Picot nálgaðist þau aftur. Þau héldu
áfram að húsinu. Döggfallið var svo mikið, að
jskórnir hennar voru orðnir gegnblautir. Hver
jgerði það? hafði Stuart ætlað að segja. Hver er
ihér sem þarf nauðsynlega að koma þér fyrir
kattarnef? Hver hatar þig svona mikið? Hver
getur beitt öðrum eins fantabrögðum ?
En Eric hafði haft hringinn, og ekki gat Eric
hafa myrt Yarrow dómara; hann hefði heldur
ekki farið að skilja hringinn og bréfið eftir í
þessari daunillu káetu til þess að láta lögregluna
halda að hún hefði framið glæpinn. Stuart hlaut
að skjátlast.
Lewis Sedley hafði heldur ekki myrt Yarrow
dómara. Það vissi hún nú, og sömuleiðis var
henni ljóst hvernig hún vissi það. Henni flaug
það allt í einu í hug, þegar þau komu að inngang-
inum, og lögregluþjónar, einkennisbúnir og ó-
éiílkennisbúnir, sneru sér gláþandi að þeim á-
samt fréttamönnum, sem ékki létu á sér standa.
Lewis Sedley hafði ekki myrt Yarrow dömara,
því að ef morðinginn hafði skrifað bréfið (og e.
t. v. lagt hringinn undir lík dómarans í sama til-
gangi og hann hafði skrifað þetta svívirðilega
kæruskjal á hendur henni), þá hlaut hann að
vita deili á henni; vita um hjónaband Erics;
hafa aðstöðu til þess að ná í hringinn; vita um
skoðanir Yarrows dómara á erfðaskrá Erics. En
Lewis Sedley hafði ekki þekkt hana, vissi ekki
einu sinni, að Eric væri kvæntur.
Þetta virtist henni augljóst og sannfærandi.
En mundi lögreglan verða sömu skoðunar. Það
var sem hún fengi yfir sig kalda dembu, þegar
henni datt það í hug. Um leið var henni annað
ljóst: ef hún segði þeim hvers vegna hún væri
sannfæð um, að Lewis Sedley hefði ekki myrt
Yarrow dómara, þá yrði hún líka að segja þeim
frá bréfinu sem hún og Sedley höfðu brennt.
Hún hafði ekki myrt Yarrow dómara; hún
gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum myrt
nokkurn mann. En — mundu þeir trúa því?
Þetta var vandamál hið mesta, og enginn
tími til þess að hugsa um það nú. Það var allt
fullt af fólki í kringum þau. Stuart fylgdi henni
fljótt inn. Hann vildi losa hana sem fyrst
við fréttaritarana, sem umkringdu þau, og
spurðu í þaula. Yarrow dómari hafði verið al-
þekktur; sömuleiðis Chatonier fólkið. Á morg-
un mundu verða margir dálkar í blöðunum og
myndir. Leifturljós myndavélanna eltu þau yfir
svalirnar og inn í húsið. Þreklegar herðar Stu-
arts voru henni hvarvetna til skjóls, svo féll
hurð að stöfum.
En það var einnig fullt af fólki í anddyrinu.
Blanche var í morgunslopp og hélt honum að
sér með annarri hendi, en í hinni hendinni hafði
hún vasaklút og þerraði augun með honum ann-
að veifið. Eric var þarna líka, sveipaður í slopp.
Hann hallaðist aftur á bak í bakháum stól; aug-
un glömpuðu í fölu andlitinu. Honum hafði þá
verið skýrt frá þessu. Turo sat í stiganum og
gaf nánar gætur að öllu sem fram fór, með at-
hugulli forvitni eins og köttur, sem bíður færis.
Jilly gamli var í borðstofudyrunum, andlitið á
honum var næstum því eins grátt eins og hárið.
Tvær eða þrjár vinnukonur gægðust yfir öxlina
á honum. Magnolía, alklædd, í hvítum kjól, stóð
hjá Eric. Catherine var einnig viðstödd. Hún
var enn í dökkbláa morgunkjólnum.
Róní tók eftir þeim öllum. Það varð nokkur
þys þegar þau komu inn með Picot. Hún veitti
því einnig eftirtekt, að Mimi kom aðvífandi.
Mimi var snyrtileg og stillt eins og hún var vön.
DAVÍÐ
Hifi