Þjóðviljinn - 18.12.1949, Síða 4
’4
Þ JÖÐVIL JINN
Suanudagtir 18. des. 1949
PIOÐVILIINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (á.b.), SigurSur Guðmundsson
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
etig 19 — Sími 7500 (þrjár línur)
Prentsmiðja Þjóðviijans h.f.
Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Súnl 7510 (þrjár línur)
j4 Fígúrustjórn Ólafs Thórs
Ó]afur Thórs, toppfígúra íhaldsstjórnarinnar, sagðist
á þingfundi í gær ekki hafa komið auga á leiðirnar til þess
að láta útveginn halda áfram í vetur.en í því eina máli
hefur verið búizt við að íhaldsstjórajn gerði einhverjar ráð-
etafanir fyrir jól, því fremur sem það var eina málið sem
stjcrnin boðaði að hún ætlaði að ]eysa, og ætiaði ekki að
reyna þar neitt frumlegt, 'heldur fara. „troðnar sióðir“.
Og í gær, er Eysteinn Jónsson, einn þeirra manna sem
aðaiábyrgð bera á óstjórn þeirri og öngþveiti. sem er
arfur samstjórnar hans með íhaidi og aðstoðaríhaldi, fann
að þessu, þá fannst Thórsaranúm það koma úr hörðustu
átt, að einmitt Eysteinn, einmitt einn aðairáðherrann úr
þeirri stjórn sem komið hafði fjáxmálum þjóðarinnar í hið
ægiiegasta ástand, að sögn Ó]afs, skyldi krefjast úrræða!
Upplýsingar Ólafs Thórs um ástandið í fjármálum
Jandsins og atvinnumálum stinga óneitanlega nokkuð 5
stúf við þá hugmynd sem auðtrúa ]esandi Morgunbiaðsins,
■Vísis, Alþýðublaðsins og Tímans kynni að hafa fengið um
stjóraarfar landsins síðustu. árin. Það er gott ef ekki var
taiið í þessum blöðiun að hér á ]andi væri komin til vaJda
góð stjórn, stjórn sem kynni ráð við öHum erfiðleikum,
og ætlaði að bæta úr öllu, einmitt á sviði f jármála og
atvinnulífs. Nú kemur sjálfur Ólafur Thórs og finnur varla
nógu sterk og hryllileg orð til að ]ýsa ástandi f jármála og
atvinnuvega er Bjarni Benediktsson, Jóhann Þ. Jósefsson,
Eysteinn Jónsson, Bjarni Ásgeirsson, Stefán Jóhamn og
EmiJ Jónsson hafa fengið að þjóna Jund sinni og fram-
ikvæma stefnu sína og hugsjónir í æðstu stjórn landsins
í þrjú ár! Og meira að segja Þjóðviijinn. hefur verið svo
miskunnsamur að skrifa ekki nein ýtarleg eftirmæli stjórn-
8,r þeirra Bjarna Ben., Eysteins og Stefáns Jóh. þó nekt
hennar og vesöld væri nógsamlega afhjúpuð með því einu
að birta brot af ]oforðum þeim sem hún hcf með óþokka-
göngu sína. Þjóðin veit efndirnar.
Hin nýja leppstjórn Bandaríkjanna sem hrófað var
vpp í vetur með þeirri afsökun, að nú riði á að fá tafar-
laust stjórn sem snéri sér tafariaust að lausn brýnna
vandamála, hefur til þessa ekki sýnt af sér annan dugnað
en áð hanga við völd, nema ef telja sky]di framtak hennar
í að sækja vestur um haf „sérfræðinginn“, sem nú virðist
treyst á austan hafs og vestan ti] ]ausnar vandræðum
auðvaldsins á íslandi.
Hitt verða Ólafur Thórs og Bjarni Ben. að gera sér
Jjóst, ao nú þegar rísa um al!t ]and öldur reiði og fyrir-
litningar gegn þeirri vesælu auðva]dsstjórn sem hrifsað
hefur völdin í landinu. Og Eysteini Jónssyni, manninum
sem ber fulla ábyrgð á hneykslum fyrrverandi stjórnar og
aðalábyi’gð á því að ekki hefur tekizt að mynda heiðarlega
stjórn upp úr kosningum, er hollt að gera sér ljóst, að
loddaralæti á stjórnarandstöðuiínu blekkja hvorki flokks-
menn hans né aðra. — Framsóknarmenn, sem vilja íhalds-
stjórn Ó]afs Thórs feiga, krefjast athafna en ekki orða-
skaks, samsekra ráðherra, fyrrverandi og núverandi.
Með þeirri ábyrgðartilfinningu, sem einkennir starf
Sósíaiistaflokksins, hefur hann, einnig á þeim reynslu-
tímum sem nú eru vegna glæpsamlegrar óstjórnar þrí-
fiokkanna, tjáð sig reiðubúinn til þátttöku í þjóðhoilri rík-
isstjórn. Og þjóðin sættir sig ekki við öilu lengur að
hinum „ábyrgu“ þríflokkum haldist uppi að sökkva þjóð-
inni í óbotnandi vandræði með stjómarfari sem einkennist
fif algeru ábyrgðarleysi og auðvai dajþjónustu.
BÆJ*RP0STCB1M'
Hvar er eftiriitíð?
Kon ein, sem alloft befur sett
á framfæri athugasemdir ýmsar
og uppástungur hér í Bæjar-
póstinum, kom að máli við mig
í fyrradag og sagði: „Enn verð
ur mér spurn: Hvar er verðlags
eftirlitið? Til eru kökur, sem
kallast makkarónukökur. Um
margra ára skeið höfum við
húsmæðurnar ekki fengið efni
það, sem aðallega þarf til að
baka slíkar kökur, en það er
kókosmjöl. Hinsvegar eru kök-
urnar öðru hverju á boðstólum
í bakaríum. Nú nýlega vissi ég
t. d. til þess að þær fengust-í
þremur bakarium, og er það i
sjálfu sér ekki frásagnarvert.
En það vakti athygli mína i
þessu sambandi, hve geysilegur
verðmunur var á kökunum í
þessum þremur bakaríum, þó
að gæðamunur yrði hinsvegar
enginn greindur. Kökurnar
kostuðu sem sé 25 aura stykk
ið í einu þeirra, 30 aura í öðru
og 60 aura í því þriðja. Virðist
mér, að hér sé um að ræða mál,
sem verðlagseftirlitið mætti
gjarnan taka. til athugunar."
□
Pentedókarnir sem
hæbkuðu í verði.
Og konan nefndi annað dæmi
um undarlegt verðlag: „Ný-
lega fengust pentudúkar úr
pappír — eða. „servíettur“ eins
og við köllum þær oftast — í
búð einni hér niðri í bænum.
Þær voru seldar í pökkum, 2
krónur pakkinn. Nokkru seinna
rakst ég á samskonar „serví-
ettur“ í annarri verzlun, en nú
höfðu verið prentaðar eða teikn
aöar á bær ákaflega lítilf jörleg
ar eg ósmekklegar myndir, og
áttu siöan að heita jóla-„seví
ettur.“ Og hvað halda menn,
að verðið hafi þá verið orðið?
Pakkinn, sem áður hafði kostað
2 krónur, var kominn upp í 6
krónur!“ — Kcnan mseltist til
þess, að verðlagseftirlitið athug
aði einnig þetta mál.
Ekkert rúfiugler
iáanlegt.
Dg. skrifar: ..........I húsi
einu, þar sem ég þekki til,
brotnaði rúða, brotnaði alveg
í mask, svo að glugginn stóð
eftir galopinn fyrir öllum veðr
um og vindum. Og þannig á
hann sjálfsagt eftir að standa
yfir heilaga jólahátíð, að
minnsta kosti eru engar líkur
til að í hann komi nokkur rúða
fyrir þann tíma.......Það fæst
nefnilega ekkert rúðugler í
neinni verzlun, hvernig sem
maður ieitar......Maður einn,
sem ég þekki, hefur verið að
koma sér upp þaki yfir höfuð
ið, og nú, þegar húsið er loks
ins komið upp, þá getur hann
ekki flutt inn, af því að ekki
er hægt að fá neitt gler í glugg
ana!........Það er skemmtileg
ur jólaglaðningur, sem þetta
fólk fær frá stjómarvöldunum.
Athugasemd frá Steini
Steinarr.
Steinn Steinarr biður Bæjar-
póstinn fyrir þau skilaboð til
ritstjóra Landnemans, að
sænska orðið ,,mál“ þýði mark
mið eða tilgangur. Þess vegna
mundi bókin Resor utan mál
heita Marklaus ferðalög, Til-
gangslaus ferðalög eða éitt-
hvað slíkt, en ekki Ferðir án
fyrirheits, því mál og förjátt-
else er ekki hið sama.
□
Na.uðsyri feetra húsnæfiis
handa Bæjarbókasafn-
ánu.
„Gestur“ hefur sent mér bréf
um Bæjarbókasafnið, eða „Al-
þýðubóka.safnið,“ sem svo var
nefnt fyrrum, þegar Sigurgeir
Friðriksson frá Skógarseli
stjórnaði því, einhver smekk-
þroskaðasti bókasafnsmaður,
sem þjóð vor hefur alið“, eins
og segir í bréfinu. — Bréfritar
inn bendir á, að safnið nýtur
allt of lítils húsrúms fyrir verð-
mæti sín. „Mikinn hluta af bók
unum verður að geyma. á ringul
reið niðri í kjallara" — Lætur
bréfritarinn í ljós undrun yfir
því, hversu mikil þögn rikir
um þetta ástand, en það sé orð
ið þannig, að nú verði ekki leng
ur við unað, Bæjarbókasafnið
verði hið bráðasta að fá hús-
næði, sem um pláss og aðrar
aðstæður fullnægir þörfum
þess.
★
Soffía .áheit hr. 100.00. Finnbj.
Höskuldsson kr. 50.00. Einar Sig
urðsson kr. .25.00. •
Kærar þakkir
Þ. Bj.
Bómkirkjan.
Messa kl. 11 f. h.
— Séra Jón Auð-
uns. Fríkirkjan.
Messað kl. 5 e. h.
— Séra Sigurbj.
Einarsson. — K.F.U.M.F. Afmælis
fundur í Aðalstræti 12 kl. 8.30
Vígsla Laugarneskirkju.
1 dag kl. 11.30 vígir bisk-
upinn yfir Islandi Laugarneskirkju.
Honum til aðstoðar verða dóm-
prófasturinn í Reykjavík sr.
Bjarni Jónsson vígslubiskup, sr.
Jón Auðuns, sr. Jón Thorarensén
E I Sí S E I P:
Brúarfoss hefur væntanlega far
ið frá Hull 16.12. til Reykjavíkur.
Fjallfoss fór frá Gautaborg 15.12.
til Reykjavíkur. Dettifoss kom til
London 16.12. til Reykjavíkur.
Goðafoss fór frá N. Y. 16.12. til
Reykjavíkur. Lagarfoss fer frá
Reykjavik 19.12. til Leith, Ham-
borgar Gdynia og Kaupmannah.
Selfoss fór írá Fáskrúðsfirði 16.12.
til Leith. Tröllafoss kom til R-
víkur 16.12. frá N. Y. Vatnajökull
fór frá Hamborg 16.12. til Reykja
víkur.
RfRTSSKXP:
Hekla fcr frá Reykjavík kl.
22.00 í kvöld vestur um land til
Akureyrar. Esja er á Austfjörð-
um á suðurleið. Herðubreið er á
Austfjörðum á norðurleið. Skjald
breið fer frá Reykjavík kl. 24.00
í kvöld til Snæfeilsness- og Breiða
fjarðarhafna. Þyrill er í Reykja-
vík. Helgi fer frá Vestmannaeyj
um annað kvöld til Reykjavíkur.
SKIPADEILD S. J. S.
Arnarfell fór frá Siglufirði ld.
21.00 á föstudag áleiðis til Grav-
arna í Svíþjóð. Hvassafell er í
Aalborg.
EINARSSON&ZOfiGA,
Foldin kom til Reykjavíkur kl.
1 í gær frá Hafnarfirði. Linge-
stroom er Amsterdam.
Jólagjafir tál blindra:
Ó.G. kr. 100.00. Ónefnd kr. 15.00.
G. Þ. kr., 20.00. G, J. lcr. 50.00.
13.30 Vígð Laug-
arneskirkja i R-
vík. (Biskup Is-
lands framkvæm
ir vígsluna; sókn
arpresturinn, sr.
Garðar Svavarsson, prédikar).
15.15 Útvarp tii Islendinga er-
lendis: Fréttir. — Erindi (Thor-
olf Smith blaðamaður). 15.45 MiS
degistónleikar. 18.30 Barnatimi
(Þorsteinn Ö. Stephensen): a)
Stefán Jónsson kennari les frarn
hald .sögunnar „Margt getur
skemmtilegt skeð“. b) Leikþáttur:
„Jólasveinninn í fjósinu.“ c) Tón-
leikar o. fl. 19.30 Tónleikar: Píanó
lög eftir Liszt. 20.20 Samleikur á
klarinett og píanó (Egill Jónsson
og Fritz Weisshappel). 20.35 * Er-
indi: Fæðing Jesú Krists, bernska
og uppvaxtarár; siðari hluti (Ás-
mundur Guðmundsson þrófessor).
21.05 Kirkjutónlist. 21.15 Jólabréf
frá séra Jónmundi Halldórssyni
(Emil Björnsson, cand. theoi. flyt
ur). 21.35 Tónleikar: Rapsódía eft
ir Rachmaninoff um stef eftir
Pgganini. 22.05 Danslög. 23.30 Dag
skrárlok.
Útvarpið é noorgun:
20.30 Útvarpshljómsveitin. 20.45
Um daginn og veginn (Gísli Guð-
mundsson alþm.). 21.05 Einsöngur
(ungfrú Anna Þórhallsdóttir; Páll
Isólfsson leikur undir á dómkirkju
orgelið). 21.25 Upplestur: „Frá,
mönnum og skepnum;" bókarkafli
(dr. Broddi Jóhannesson). 21.40
Tónleikar. 21.45 Sjórinn og sjávar
lífið (Ástvaldur Eydal licensiat).
Dagskrárlok.
i, í gær voru
gefin saman í
njónaband af
séra Bjarna
Jónss., Unnur
Sch. Thorsteins
son og Sigmundur Guðmundsson.
Heimili þeirra verður i Sóleyjar-
götu 1. — 1 gær voru gefin saman
í hjónaband af séra Jakobi Jóns-
syni, ungfrú Maggý Jónsdóttir
(Jóns Magnússonar forstjóra)
Stórholti 28 og Gunnar Loftsson
(Lofts Ólafssonar vélstjóra) flug-
vélavirki. Heimili brúðhjónanna
verður í Eskihlíð 23.
Nýlega hafa opin
berað trúlofun
sína, Sigriður K.
Pálsdóttir, Grcttis-
götu 48 og Tómas
Magnússon, húsa-
smiður, Selfossi.
Helgidagslæknir: Gunnar Cortez,
Barni2hlíð 27. — Sími 5995.
Næturlæknir í nótt og aðra
nótt Hreyfill. --- Sími 6633.
Síðustu ferðir fyrir jól frá Ferða
skrifstofu ríkíslns.
Þriðjudagnr 20. des.: Landeyjar
kl. 11 (Bíli Kaupfél. Rangæinga),
Miðvikudagur 21. des.: Krísuvík—
Selvogur kl. 10. Fimmtudagur 22.
des.: Akureyri kl. 8. Stykkishólm-
ur kl. 10. (Bíll Kaupfél. Stykkis-
hólms). Eyjafjöll kl. 11. (Bill
Kaupfél. Rangæinga). Föstudag-
ur 23. des.: Dalir kl. 7. (Eins
langt og færð leyfir). Þingvellic
Framh. á 7, síðu.