Þjóðviljinn - 18.12.1949, Side 8
Mretmr kmf-m rið orð mS neita heldur her-
væðingmrmðstoð em gmmgm
I
Enn ein deila er komin upp milli Vesiurveld-
anna, í þeiia skiptið í sambandi við Atlanzhafs-
bandalagið. Hafa skilyrðin, sem Bandaríkjastjórn
Setur fyrir hervæðingaraðstoð við bandalagsríkin
í Evrópu reynzt þannig, að stjórn Bretlands og jafn-
vel Frakklands hafa við orð að hafna frekar að-
stoðinni en ganga að skilmálunum.
Bandaríkjaþing kvað svo á,
að hvert það land, sem fá vildi
hernaðaraðstoð, skyldi áður
undirrita samning við Banda-
ríkin. Viðræður um þessa samn-
ingagerð hafa nú staðið á aðra
viku í Washington. Rétt eftir
að samningamir hófust lýsti
Acheson utanríkisráðherra
Bandaríkjanna yfir, að samn-
ingagerðinni væri svo gott sem
lokið. Næsta dag gekk Sir
Oliver Franks, sendiherra Bret
'ands í Washington, á fund
Acheson, og að viðræðum
(þeirra loknum tók bandaríska
utanríkisráðuneytið yfirlýsingu
„Glatt á 9iþ91a“
l
Nýtt gamanblað hefur hafið
göngu sína og neínist það „Glatt'
á hjalla“, útgefandi „Ærslabelg-j
ur“. Þetta er ljósprentað blað í
inörgum litum.
Efni blaðsins er amerískar skop
myndasögur, ætlaðar fyrir unga
og gamla. Persónur ýmissa þess-
ara sagna eru kunnar fólki liér,
aðallega úr dönskum heimilis-
blöðum: en þarna fylgir íslenzkur
texti hverri mynd, endursagður
af Thorolf Smith, blaðamanni. —
Blaðið er prentað í Liíhoprent.
Acheson aftur og sagði að „ein-
stök atriði“ í samningnum
þyrftu frekari athugunar.
Vilja fá að nota vopnini gegn
nýlenduþjóðunum
Fréttaritarar í Washington
þykjast hafa komizt á snoðir
um, að Sir Oliver hafi flutt
Acheson þau skilaboð frá
brezku stjórninni, að svo kynni
að fara, að hún tæki þann kost
að verða af allri bandarískri
hernaðaraðstoð heldur en upp-
fylla kröfur Bandaríkjastjórn-
ar, einkum þá, að vopn frá
Bandaríkjuniun verði ekki not-
uð utan Atlanzhafssvæðisins.
Brezka biaðið „Manchester
Guardian“ segir í ritstjórnar-
grein í fyrradag, að betra sé
að þiggja engin bandarísk vopn
en að fallast á skilmála, sem
hljóti að leiða til árekstra síð-
armeir.
Franska blaðið „Monde“ seg-
ir, að Bandaríkjastjórn ætli að
reyna að fyrirbyggja, að banda
rísk vopn verði notuð í nýlendu
styrjöld Bx-eta á Malakkaskaga
og Frakka í Indó-Kína, því að
slíkt mundi mælast afar illa
fyrir meðal bandarísks almenn-
ings. jMonde", sem oft er
talið túlka skoðanir franska
utanríkisráðuneytisins, segir
þessa skilmála Bandaríkjanna
hina óaðgengilegustu.
Undanfarið hei'ur verið allitíkið talað manma á meðal
um margendurtelínar dvalir forseta Islands á flugvallar-
liótelinu í Keflavík. Hefur foi-setinn oft farið þangað und-
anfarna mánuði og dvaiizt J>ar að næturlagi, en Mrair er-
lendu ráðamenn valiarins hafa haldið honum samsæti. I
síðasta hefti Syrpu er vakið máls á [less.um atburðum og
nokkrir menn svara" eftirfarandi •spuriungu:
„Þykir yður fara vel á því, að forseti fslands velji
sér gistihúsið á KefiavíkurflugveOi sem dvalarsíað, þegar
hann tekur sér hvíld frá störfum.“
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
svarar á þessa leið:
„Eg' er nú svo mikill unnandi
persónufrelsis, að ég vil helzt
láta menn sjálfráða um það, hvar
þeir eyða fríum sínum. Að hinu
leytinu liggur það þó í augum
uppi, að forseti íslands er þjóð-
inni tákn lýðveIcJisiri.s, lífca þegar
hann er í fríum, og hlýtur hoimrn
að vera það jafnljóst og öðrum.
Persónulega skil ég ekki, að
nokkur íslendingur, nema átta-
viltir unglingar, velji sér jafn
ömurlegan stað og' særandi fyrir
íslenzkan þjóðarmetnað og Kefla-
víkurflugvöllur er, því varla get-
ur hann heldur verið ímynd hins
heilbmcJi erlencfa síórbæjariífs.“
Ef veður leyfir verður ein-
hvern daginn fyrir jólin í fyrsta
sinn 'efnt til jólafagnaðar fyrir öll
börn, er sækja leikvelli bæjarins.
Tilhögunin verður sú, að börn-
in safnast saman á þá leikvelli
þar sem gæzla er og ganga síð-
an í skrúðgöngu niður í Hljóm-
skálagarð. Þar verður fyrir upp-
ljómað jólatré, jólasveinar,
hljómsveit o. fl. Munu börnin
dansa þar og syngja, einnig flytur
Regína Þórðardóttir leikkona á-
varp. Að' því loknu verður aftur
safnazt saman í hópa og gengið
heim á vellina.
Foreldrum er bent á að hafa
börnin vel búin og athuga að
senda smábörn ekki einsömul.
Einnig væri æskilegt að bílstjór-
ar tækju tillit til skrúðgangn-
anna.
16 keppeidur á
hnefaleikamólinu
Meistaramót íslands í hneíaleik
hefst kl. 4 í dag í iþróttahúsi Jóns
Þoi'steinssonar við Lindargötu.
Islandsmeistarinn í þunga-
vigt, Jens Þórðarson, keppir nú
ekki vegna fjarveru úr bænum,
en í þeim flokki keppa nú Þorkell
Magnússon og Sigfús Pétursson.
í léttþungavigt keppa: Björn Ey-
þórsson, Þórir Konráðsson og Jón
Ólafsson. MlHivigt: Óskar Ingi-
marsson og Davíð Haraldsson.
Veltivigt: Kristján Jóhannsson og
Kristinn M. Gunnarsson. Létt-
vigt: Sigurður Jóhannsson og
Gissur Ævar. Fjaðurvigt: ■ Guð-
mundur Karlsson og Baldur
Guðmundsson. Fluguvigt: Hörð-
ur Hjörleifsson, Bragi Bjarnason
og Rafn Kjartansson.
Jóel B. Jakobsson verður leik-
stjóri, en Guðmundur Arason
hringdómari.
Aðgöngumiðar að mótinu
verða seldir í íþróttahúsinu frá
hádegi í dag.
Sótt hefur verið til bæjar-
stjórnar um framiag frá bæa-
um til að standast kostnað af
væntanlegri Symfóníuhljóm-
sveit Reykjavíkur. Á bæjar-
stjórnarfundi s. 1. fimmtudag
var erindi þessu. vísað til af-
greiðslu við næstu . f járhagsá-
ætlun bæjarins.
LEYNISAMNINGUR sem stjórn Sjómannafélagsins j
taefur gert við úígerðarmenn. LEYNISAMNINGUR er
rýrir kjör sjómanna fer hér orðrétt á eftir. En han®
mun verða útskýrður í einstökum atriðum í grein frá
sjómanni í næsta bíaði.
Skýamfair á ýmsui ákvæðu samæim§s
PJ.®. viS sléitarfélög sjémania
A fundi sem haldinn var í fundarsal F.I.B. Hafnar-
hvoli mánud. 11. júlí 1949 þar sem mættir voru full-
trúar sjómanna og útgerðarmanna, varð samkomulag
um aftirfarandi skýringar á ofangreihdum samningi.
1. Matsveinn skal hafa aðstoð í eldhúsi á siglingu í
8 stundir á dag.
2. Leyfi byrjar um leið og skip leggur úr höfn á
leið á erlendan markað. Skipshöfn hafi frítt uppihald
og ferðakostnað til heimahafnar, en þá byrjar greiðsla
fæðispeninga skv. 16. gr. (mun eiga að vera 6. gr.).
3. Háseitar og matsveiuar eiga að skila 8 stunda
vinnu á sólarhring fyrstu tvo sólarhringana í erlendri
höfn, miðað við tímann sein skipið kemur í höfn, enda
sé þá sjóvöktum siitið Sú regla héfur skapazt að háseti
sem kyndir kolatogara í söluferð, fær aukagreiðslu fyr-
ir kyndinguna skv. 7. gr.
4. Kyndarar skulu ekki standa sjóvaktir í erlendri
höfn, en skila 8 stunda vinnu á sólarhring á sama hátt
og hásetar. Eftir eigin ósk er kyndara á kolatogara efeki
heimilt að sigla oftar til útlanda en samningurinn grein-
ir, en beri brýna nauðsyn til, vegna þess að annar mað-
ur fæst ekki tii starfans og útgerðarmaður óskar þess
að kyndari sigli oftar er það leyfilegt enda ber þá
kyndaranum aukagreiðsia samkv. 7. gr. samningsms
fyrir kyndinguna.
5. Útgerðarmenu' lýsa því yfir að {æir munu brýna
fyrir vétstjórum að sjá um að vinnutími og siglingafrí
kyndara verði jafn.au í samræmi við ákvæði samnings-
ins.
Á fundi neðri deildar Alþlitig-
is í gær spurðist Eysteinn -Jóns
sora fyrir um það hvort ríkis-
stjórniu hyggðist ekki að
leggja fyrir þingið ráðstafanir
tii að tryggja rekstur útvegsins
áður en jólaleyfl hæfist.
Ölafur Thórs talaði lamgt
'mál tim hve ægilegt f jármálaá-
stand landsins vssri, ea lofaði
engu uin að rfkisstjórnin legði
nokkuð fratti fyrir jól til lausn-
ar á vandamálum úfcvegsins.
Kl. rúmlega 6 í gærkvöld var
slökkviliðið kvatt að Fjölnisvegi
7. Hafði kviknað þar í miðstöðv-
arklefa. Eldurinn var fljótlega
slöklctur og skemmdir urðu "litlar.
Upplætur á sIIáSaM
I Framhald af 1. síðu.
| þingi og ríkisstjórn hafa séð sig
tilneydd að hækka laun opin-
berra starfsmanna um 20%, og
má þá nærri geta, hvernig af-
koman er hjá gamla fólkinu, sem
á að lifa á 300 kr. eða 225 kr. á
mánuði. Uppbætur á ellilaun og
örorkubætur eru mannúðarmál,
sem ekki verður komizt hjá að
samþykkja.“
Skógrækt í Ártúnskélma
Áhugamenn um skógrælct
áttu þá hugmynd að friða Ár-
túnshólmann og ^planta þar
trjám. Umsögn rafmagnsstjóra
og ræktunarráðunauts bæjarins
liggur nú fyrir. Rafmagnsstjóri
telur ekkert til fyrirstöðu frá
Rafveitunnar hálfu og Ræktun-
arráðunautur telur að hægt
muni að láta a. m. k. birki
vaxa þarna. Mun því verða
friðað þaraa nokkurt svæði og
komið upp skógargróðri.