Þjóðviljinn - 05.02.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.02.1950, Blaðsíða 4
1 Þ JÖÐ VILJINN Sunnudagur 5. febrúar 1950. IIIÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjórí: Jón Bjarnason. Biaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Askriítarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f, Sósiailstaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur) Er Framsékn ráðin á Éhaldsskúitma? „Ábyrgðartilfinning og falslaust samstarf" heitir leið- ari Morgublaðsins í gær. Er þar lýst ástandinu í efnahags máium þjðarinnar á þessa ieið. „Togaraútgerðin á heljarþröm". „Gömlu togaramir bundir“. „Nýsköpunartogararnir reknir með tapi“. „Vélbátaútgerðin fengið bráðabirgðalausn.“ „Afleiðingin af þessu hörmungarástandi er gjörsam- Jega óviðunandi verzlun og viðskiptaástand, vöruþurrð og gjaldeyrisbrask. Það sem blasir við er stöðvun atvinmilífsins, f járþrot ríkisins, atvinnuleysi og algert öryggisleysi.“ Þannig er lýsing Morgunblaðsins á efnahagsástandi áslenzku þjóðarinnar eftir þriggja ára stjóm þejrra þriggja „ábyrgu“ flokka, sem við völdum toku í byrjun febr. 1947. Og eftir þessa lýsingu kemur svo grátklökk áskomn, vel orðuð, til gömlu samstarfsflokkanna um að hef ja nú sam- starfið aftur til björgunar úr þessu öngþveiti. Hins vegar láist höfundi leiðarans að geta iþess, ihvernig lýsing þessi er játning þess sannleika, sem þjóðin er þegar farin að reyna, að loforðin, sem fyrrv. stjóm gaf.þegar hún settist að völdum, hafa verið svikin hvert af öðru og afleiðing þeirra brigða er núverandi efnahags- ástand. Og þess er ekki heldur getið að aðalforsprakki þeirrar stjórnarstefnu sem leitt hefur yfir þjóðina þetta efnahagshrun er Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, maðui’ sem glatað hefur beztu mörkuðum sem þjóðin hefur nokkru sinni fengið og nú hefðu haft úrslitaþýðingu fyrir efnahagsafkomu hennar, ef þeim hefði verið haldið. Nú er að verða að veruleika sú staðreynd sem Sósíal- istaflokkurinn sagði fyrir að koma mundi, þegar gengið var inn í hina svokölluðu efnahagssamvinnu, eða Marshall- áætlun, að þeir tímar væru ekki langt undar. að hin %'est- rænn viðskiptalönd lokuðu mörkuðum sínum fyrir frani- leiðsluvörum okkar, vegna þess að þá yrðu þau sjálfum ‘sér nóg á því sviði. Þetta var talinn ósvífnisáróður af borgaraflokkunum, en nú „hafa þeir síðustu játað“. En annar leiðari Tímans þennan sama dag er líka fróðlegur. Hann fjallar um viðskiptin við Sovétríkin og er sýniiega skrifaður til þess að þvo Bjarna Ben. hreinan af þeim ásökunum, að hann eigi sök á markaðstapinu þar. Það er mjög eftirtektarvert, að hér tekur Tíminn að sér að vinna verk, sem jafnvel Morgunblaðið treystir sér ekki til lengur. Svo augljósar liggja staðreyndirnar fyrir í þessu efni. í þess stað vill Tíminn skella þeirri sök á Sósíalista- flokkinn, með gamla songnum um framleiðslukostnað okk- ar. Hins vegar væri fróðlegt að fá svar við þeirri spurningu hvað Framsókn 'hefur gert til að iækka framleioslukostnað •á Xslandi. Almenningur hefur a.m.k. lítið orðið þess var. En bæði þessi flokkamálgögn ganga fram hjá því sem iáður en nefnt, að núverandi markaðir eru að lokast, ekki vegna framleiðslukostnaðar, því dýrtíð fer ekki lækkandi £ þeim löndum sem við höfum selt til, heldur vegna þess að þær þjóðir eru að fullnægja þörf sinni með eigin fram- leiðslu og neita að hleypa okkar vörum inn, til samkeppni við þeirra eigin sjómgnn og útgerðarmenn. Það er þetta, sem er alvarlegasti þátturinn í efnahagsmálurn okkar, þáttur sem ekki verður leystur á nokkurn annan hátt en að vinna aftur þá markaði sem Marshallstjórnin týndi vegna -pólitísks ofstækls. Með gengislækkun þeirri sem gerð líÆJApOSTim^N Útvarpsstjóri um mið- bylgjuútvarpið. Jónas Þorbergsson, útvarps- stjóri, skrifar: — „I bæjarpóst inum 1. febr. birtist bréf frá ónafngreindum lesenda, þar sem hanh lýkur lofsorði á þá nýbreytni, að útvarpað hefur verið umræðum fyrir bæjar- stjórnarkosningar í ýmsum kaupstdðum landsins, og er jafnframt skorað á útvarpsráð að taka upp þessa nýbreytni að því er varðar dagskrárefni Ríkisútvarpsins. — Til þess að leiðrétta misskilning, sem ber- sýnilega virðist ríkja í sam- bandi við þetta mál, óskar Rík- isútvarpið að upplýsa, að fyrr- nefnt útvarp á umræðufundum í ýmsum kaupstöðum )andsins hefur ekki farið fram á. v<-gum Ríkisútvarpsins heldur á veg- um stjórnmálaflokkanna á hverjum ‘stað, að fengnu leyfi Ríkisútvarpsins og að tilskildu fullu samkomulagi allra flokka um tilhögun. □ Stöðvarnar í eigu Landssímans. „Stöðvarnar, sem notaðar hafa. verið tii þessa miðbylgju útvarps, munu flestar eða all- ar vera 1 eign og þjónustu Landsímans og hafa ákveðnu fjarskiptahlutverki að gegna. Ríkisútvarpið á því miður eng ar útvarpsstöðvar nema Vatns endastöðina og endurvarpsstöð- ina á Eiðum, sem útvarpar á miðbylgjum. Framkvæmdir eru hafnar til þess að setja niður sterkari stöð að Eiðum og flytja núverandi Eiðastöð í Hornafjörð. Ennfremur sækir Ríkisútvarpið um heimild til þess að mega setja upp endur varpsstcýð á Akureyri á næst- unni. — Af þessu verður ljóst, að það - er ekki á valdi Ríkis- útvarpsins að hefja slíkt mið- bylgjuútvarp víðsvegar í kaup stöðum landsins, með þvi að allar þær stöðvar, ■ sem um er að ræða, eru í eign Lands.ím- ans og eiga fullu hlutverki að gegna. Reykjavík, 3. -febrúar 1950. Jónas Þorbergsson. □ Svanasöngur í ntvarps- umræðum. „Hlustandi í Borgarnesi" skrifar: — „1 útvarpsumræðun um þann 26. janúar dró Jó- hann Hafstein upp mjög dökká og ömurlega mynd af bugsana gangi og sálarástandi „komm- únista“, en endaði svo máls- greinina með þessum orðum: „Þetta og þetta er þeirra venju legi svanasöngur.“ í tilefni af þessum ummælum datt mér í hug eftirfarandi visa; Margt þó leyfist Jífs í þröng Júmslíum auSvaldsþrjótum, aldrei s!á þeir svanasöng úr svörtum íhaldsnótum. Það er kannski vegr.a minnar alþýðlegu fákunnandi, að ég gat ekki fundið listasamræmið í þessari samlíkingu ræðumanns ins. — Hlustaixdi í Borgarnesi.“ □ Köll og hróp í strætó. S. T. skrifar: — „Kæri bæj- arpóstur! — Þú ert stundum að tala um það, að tæknin og vísindin hafi ekkj verið tekin nógu rækilega í þjónustu reyk vísku strætisvagnanna. Sízt skyldi ég andmæla þeirri skoð un þinni...... Eitt merkilegt atriði, sem snertir þetta efni, hefur þú þó aidrei nefnt, svo að ég viti til. — Eins og við öll vitum, þá er því svo varið með strætisvagnana okkar, að menn verða að kalla tii vagn- stjórans, ef þeir vilja komast einhversstaðar út. Þetta fyrir- ★ Framhald á 7. síðu. HÖFNIN: Helgafell kom af veiðum síð- degis í gær. EINARSSON & ZOfiGA H.F. Foldin fermir í Hull á mánudag. Lingestroom er í Amsterdam. RÍKISSKIP: Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er væntanleg til Rvík ur um hádegið í dag að vestan og norðan. Herðubreið er í Reykja- vík. Skjaldbreið var í Stykkis- hólmi í gær á suðurleið. Þyriil er í Reykjavík. Skaftfeliingur átti að fara frá Reykjavík síðdegis i gær til Vestmannaeyja. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. Katia er væntanleg til Reykja- víkur í dag. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Reykjavík kl. 16.00 í gær til Huli og Ábo í Finnlandi. Dettifoss kom til Hull 1. 2. frá Antwerpen. Fjalifoss fór frá Reykjavík 31. 1. til Leith. Frederikstad og Menstad í Nor- egi. Goða'foss er í Vestmanna- eyjum, lestar frosinn fisk. Lagar- foss kom til Reykjavílsur í gær var gagnvart dollar á s.l. hausti, var aðstaðan um sölu til Sovétríkjanna bætt því Sovétríkin hafa ekki lækkað sitt gengi gagnvart dollar. En það þarf bara enginn að halda sá hafi verið tilgangur Marshallstjórnarinnar. En af þessum tveimur leiðurum má líka sjá fleira. Sósíalistar sögðu það fyrir á s.l. hausti, að kosningarnar væru aðeins skripaleikur, sem ætti að blekkja fólkið, lof- orðin mundu gleyirfast og allt mundi falla í ljúfa löð að þeim loknum. Nú er þetta að koma fram. Morgunblaðið hrópar á samstarf, Tíminn hefur svarið tilbúið fyrirfram. Og svarið er þetta: Mesta vandamáíið er svo sem ekki Sjálfstæðisfiokknum að kenna, heldur kommúnistum. Þann- ig er samstarfið þegar hafið bak við tjöldin, og blöðin tekin að búa liðsmenn sína undir það sem koma skal: „ábyrgöartilfirmtngu og faislaust samstarf“. frá Álaborg. Tröllafoss kom til Reykjavíkur í gær frá N. Y. Vatnajökull kom til Hamborgar 19. janúar. t gær voru gef- in saman í hjónaband i Hafnarfirði, ungfrú Bryndís Kristinsdóttir og Albert Þorsteinsson, Langeyr- arveg 12. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband af séra Þor- steini Björnssyni, ungfrú Auður Elíasdóttir og Kjartan Guðmunds- son, blikksmiður. Heimiii brúð- hjónanna verður á Njálsgötu 73. Næturakstur i nótt annast Hreyf- ill. — Simi 6633. Aðra nótt annast Litla bílstöðin, sxmi 1380, nætur- aksturinn. Helgidagslæknir: Bei-gsveinn Ólafsson, Ránarg. 20. Sími 4985. Yfirlýsing. Á fjölmennum fundi, sem stuðn- ingsmenn séra Árelíusar Níelsson ar í prestkosningunum til Frí- lcirkjunnar, héldu 1. febrúar s.l. var eftii-farandi tillaga samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna: „Að gefnu tilefni skal það skýrt tekið fram, að við viljum vinna að einingu Fríkirkjusafnaðarins í núf tíð og framtíð eftir beztu getu samkvæmt óskum þeim, er séra Árelíus bar fram í lok ræðu sinn- ar 15. janúar s.l.“ Ofanskráð yfirlýsing barst Þjóð viljanum í gær. Hinsvegar er blað- inu ekki kunnugt um að boðað hafi verið til neins opinbers fund- ar með stuðningsmönnum sr. Ár- líusar, veit heldur ekki hvar fund urinn hefur verið haldinn, né frá hverjum yfirlýsingin er komin. Laugarnesklrkja. Messa kl. 2 e. h. — Séra Garðar Svavarsson. Barna guðsþjónusta kl. 10 f. h. —■ Séra Garðar Svavarsson. — Foss- vogskirkja. Messa kl. 4 e. h. — Séra Garðar Svavarsson. — Dóm- klrkjan. Messa kl. 11 f. h. — Séra Bjarni Jónsson. Messa ki. 5 e. h. — Séra Jón Auðuns. — Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 f.h. —Séra Jakob Jónsson. Ræðuefni: Trúmennkka. Barnaguðsþjónusta kl, 1.30 e. h. — Séra Jakob Jóns- son. Messað kl. 5 e.h. Séra Sigurjón Árnason. —• Fríkirkjan. Messa kl. 2, séra Sigurbjörn Ein- arsson setur hinn nýkjörna prest, séra Þorstinn Björnsson, inn í em- bættið. Séra Þorsteinn Björnsson. prédikar. — Nesprestakall. Messað í Mýi’arhúsaskóla kl. 2,30 e. h. Gísli Kolbeins stúd. theol. prédik- ar. — Séra Jón Thorarensen. 11.00 Morguntón- leikar (plötur). 14.00 Messa í FrÞ kirkjunni í Reykja vík (séra Sigur- björn Einarsson setur hinn nýkjörna prest, séra Þorstein Björnsson, inn í embætt- ið; — séra Þorsteinn Björnsson prédikar). 15.15 Útvarp til Islend- inga eriendis: Fréttir. — Erindi (Margrét Indriðadóttir fréttamað- ur). 15.45 Útvarp frá síðdegistón- leikum í Sjálfstæðisbúsinu (Carl Billich, Þorvaldur Steingrímsson og Jóhannes Eggertsson leika). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen): a) Frásaga: „Gvend- ur Jóns í sjóorustu" (Hendi’ik Ottósson). b) Söngur með gítar- undirleik (Huldumeyjar). c) Tvö ævintýri: „Kötturinn með ljón's- hjartað" og „Refurinn með pok- ann" (Guðmundur M. Þorláksson). d) Stefán Jónsson kennari les framhald sögunnar „Margt getur skemmtilegt skeð“. 19.30 Tónleik- ar: Kvartett í Es-dúr op. 50 nr. 3 eftir Haydn (plötur). 20.20 Tón- leikar: Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Debussy (Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson leika). 20.35 Er- indi: Sjónleikir og trúarbrögð; I.: Með fornþjóðum (séra Jakob Jóna son). 21.00 Tónleikar: Gerharfi Húsch syngur lög eftir Kilpinen (plötur). 21.20 Upplestur með und- irleik á píanó: „Bergljót" cftir Björnstjerne Björnson, í þýðingu Þorsteins Gíslasonar (Þóra og Emilía Borg flytja). 21.35 Tónleik ar: Tilbrigði eftir Brahms um stef Fraiahald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.