Þjóðviljinn - 05.05.1950, Side 3

Þjóðviljinn - 05.05.1950, Side 3
Föstudagur 5. mai 1950. 3 ÞJó ÐVILJIN N ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRl: FRÍMANN HE LGAS ON Reykjavíkuimóiið: Fram vann Val í:0 Annar leikur Reykjavík- urmótsins fór fram s. 1. sunnudag og lauk með sigri Fram 1:0. Valur lék undan nokkrum kalda í fyrri hálfleik og var leikurinn nokkuð jafn. Fram átti þó fyrsta tækifærið. Ósk ar og ítíkharður leika lag- lega upp hægra megin og gefa vel fyrir markið. Magn- ús stóð þar fyrir, en skall- aði framhjá. Við og við brá fyrir samleik hjá báðum, en oftast var það fremur laust í reipum. Ekkert mark kom í þessum hálfleik. f síðari hálfleik lá heldur Englendingar „finnau efnilegan knluvarpara í Englandi hefur komið fram kúluvarpari, sem Bretar gera sér nokkrar vonir um að geti orðið framarlega á Evr- ópumeistaramótinu í sumar. Maður þessi heitir John Sa- vidge og hefur verið sjó- maður. Fyrir ári síðan var hann gjörsamlega óþekktur í íþróttaheiminum og hafði þá ekki tekið þátt í neinu almennu íþróttamóti. Savidge var snemma á vorinu 1949 viðstaddur frjálsíþróttasýn- ingu hjá landsþjálfara Breta, Dyson. Við það tækifæri veitti Dyson þessum 1,94 m háa manni í sjóliðabúningi athygli og bað hann að varpa kúlunni. Dyson leizt svo vel á Savidge og tilraun hans að hann sagði við hann: Leyfðu mér að annast þjálfun þína, þá skal ég gera þíg að met- hafa innan 12 mánaðrr.^Þao varð að samkomulagi og vísindaleg þjálfun hófst þeg- ar. Nú á Savidge enska met- i8, sem er 15,67 m, en aldrei áðu'r hefur nokkur Breti kast að yfir 15 m. Dyson er sann- færður um að Savidge heldur áfram að fara fram og hef- ur sett honum sem markmið að ná 16,16 m með von um að ná 16,50 m. Jack Crump Olympíuþjálf- ari Breta álítur að hann verði aðal„von‘ Breta á Olympiu- leikunum í Helsinki og ætti að geta nálgazt kúluvarpara Bandaríkjanna. á Val og virtust Frammarar hafa meira vald á leiknum, sérstaklega á miðju vallar- ins. Var samleikur þeirra meiri, án þess þó að vera hnitmiðaður eða virkur, og vantaði úthald. Þeir voru líka yfirleitt fljótari á knöttinn. Miðað við fyrsta leik þessara félaga á vorinu var hann all sæmilegur. Jafnari og fjör- ugri en leikur KR og Vík- ings, þrátt fyrir slæmt veð- ur, slyddu og storm. Markið setti Magnús Á- gústsson er 25 mín. voru eft- ir af síðari hálfleik. Vörn Fram var fljótari og ákveðn- ari en Valsvörnin, þó voru staðsetningar öftustu Vals- varnarinnar betri en Fram, en framverðir Fram, Sæ- mundur og Hermann, bættu það upp og réðu oft skemmti lega á miðju vallarins. Beztu menn Fram auk þeirra sem nefndir hafa ver- ið voru Haukur Bjarnason og enda Karl Guðmundsson og Lárus Karl Bergmann ger- ir margt laglega. í Valslið- inu voru þeir Sveinn Helga- son og Sigurður Ólafsson beztir. Valur tefldi fram nýjum manni, sem hægra út- herja, Gunnari Gunnarssyni, sem lofar góðu. Yfirleitt sameiginleg veila beggja: ónákvænmi í send- ingum og of háar, nota ekki opnu svæðin, standa of kyrr- ir þegar þeir hafa ekki.knött inn og leika of bvert yfir völlinn. Dómari var Þorlákur Þórð- arson, og slapp hann engan vegin vel frá því starfi. Það var ekki hugulsamt af vallarvörðum að nýta ekki þæg indi vallarins og hafa ekki heitu kerlaugarnar tilbúnar er leikmenn komu gegnblaut ir og hrollkaldir úr leiknum. son sextugur Svarlir og hvítir mega ekkl lelka saman í frétt frá U,P. til eins af norðurlandaiblöðunum segir að æðsti dómstóll Bandaríkj- anna hafi komið sér hjá að dæma í svonefndu „tennis- vallarmáli" í Baltimore, sem hófst er 7 hvítir menn léku tennis við svertingja í Druid Bill Park 1948. Dómstóllinn lét aðeiirs í ljós að „það væri ekkert við því að gera‘‘ þó kynþáttaofsóknir væru rekn- ar í Baltimore, þar sem lög þess mæla m. a. svo fyrir, að hvitum mönnum er bann- að að leika tennis við svaita! Síðast liðinn miðvikudag, eða 3. maí, átti Helgi H. Ei ríksson forseti Golfsambands ins sextugsafmæli. Frá því golfíþróttin kom hingað til lands hefur Helgi verið mik ill áhugamað'ur um þá íþrótt bæði sem þátttakandi í i- þróttinni og leiðbeinandi maður urn mál kylfinga. Hann var einn af stofnend- um Golfklúbbs Reykjavíkur og lengi í stjórn hans. Hann hefur verið íorseti Golfsam- bandsins frá stofnun þess og haldið þar á stjórnartaumun- um með mikilli prýði og á- huga. Hann hefur beitt sér fyrir stofnun golffélaga út um landið og öðrum þeim málurn sem golfíþróttinni má að •gagni' vér'ðá: Haiiti' vsrrit- stjóri blaðsins „Kylfmgsí1 meðan Golfkíúbbur Reykja- víkur gaf hann út, og var skemmtilega og smekklega frá blaðinu ger.gið undir rit- stjórn hans. Þó Helgi hafi lengst af borið hag golfíþróttarinnar mest fyrir brjósti þá hefur hann tíðum tekið þátt í störf um í þágu íþróttahreyfingar- innar yfirleitt, þ. á. m. má nefna að hann situr í Olymp- íunefnd íslands og gegnir þar stöðu varaformanns. Er í- þróttahreyfingunni mikill fengur í því að njóta starfs- krafta manna eins og Helga, A u g I ý s i n g um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gullbringu- og Kjósasýslu og Hafnarfjarðarkaupstað, 1950. Samkvæmt bifreiðalögum tilkjmnist hérmeð, að hin árlega skoðun bifreiða. og bifhjóla, fer á þeissu ári fram sem hér segir: Mánudaginn 8. maí, þriðjudaginn 9. mai, miðviku- daginn 10. maí, fimmtudaginn 11. maí og föstudaginn 12. maí n. k. kl. 10—12 árd. og 1—5 e. h. við lögreglu- stöðina. á Keflavíkurflugvelli. Skulu þá allar bifreiðar og bifhjól af Keflavíkurflugvelii og Njarðvíkur- og Hafnarhreppi, mæta til skoðunar. Mánudaginn 15. mai og þriðjudaginn 16. maí n. k. kl. 10__12 árd. og 1—5 e. h. við Vörubíiastöðina. í Sand- gerði. Skulu þá allar bifreiðar úr Miðness- og Gerða- hreppi mæta til skoðunar. Miðvikudaginn 17. maí n. k. kl. 10—12 árd. og 1—5 e. h. við Barnaskólahúsið i Grindavík. Skulu þá allar bifreiðar og bifhjól úr Grindavikurhr. mæta til skoðunar. Föstudaginn 19. mai n. k. kl. 10 12 árd. og 1 5 e. h. við Hraðfrystihúsið í Vogum fyrir bifreiðar og bifhjól úr VatnsleysuStrandarhreppi. Mánudaginn 22. mai, þriðjudaginn 23. maí og miðviku- daginn 24. maí n. k. kl. 10—12-árd. og 1 5 e. h. að Brú- arlandi. Skulu allar bifreiðar og bifhjól úr Mosfells-, Kjalarness- og Kjósarhreppum mæta þar til skoðunar. Fimmtudagimr 25. maí, föstudaginn 26. maí, þriðjudag- inn 30. maí, miðvikudaginn 31. maí, fimmtudaginn 1. júní, föstudaginn 2. júní, mánudaginn 5. júní, þriðjudag- inn 6. júní, miðvikudaginn 7. júní, íimmtudaginn 8. júní og föstudaginn 9. júní n. k. kl. 10—12 árd. og 1 5 e. h., skulu allar bifreiðar og bifhjól úr Hafnarfirði, Bessástaða-, Gárða-, Kópavogs- og Seitjamameshreppi, mæta til skoðunar við Vörubílaístöð Hafnartjarðar. Ennfremur fer þá fram skoðun á öllum bifreiðum, sem em í notkun á áður tiigreindum stöðum, en skrá- settar em annarsstaðar. Við skoðun skulu þeir, sem eiga tengivagna eða far- þegabyrgi, koma með það um leið og bifreiðin er færð til skoðunar. Þá skulu ökumenn bifreiða ieggja fram fúligild öku- skirteini við skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum ðegi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögum og bifreiðin tekin úr umferð af lögregl- unni hvar eem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi (um- ráðamaður), getur ekld af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sina til skoðunar á réttum tíma, ber honum að tilkynna það. Tilkynningar i síma nægja ekki. Bif- reiðaskattur, skoðunargjald og iðgjöld fyrir vátrygg- mgu ökumanns, sem áfallið er og ógreitt verður inn- heimt um leið og skoðun fer fram. Séu gjöld þessi ekki greidd við skoðun, eða áður, verð- ur skoðun ekki framkvæmd cg bifreiðin stöðvuð þar til igjöldin eru greidd. Sýna ber skiiríki fyrir þvi, að iög- boðin vátrygging fyrir hverja bifreið isé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávallt vera. vel læsileg, og er því hér með lagt fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn), sem þurfa að endurnýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafarlaust nú, áður en bifreiðaskoðunm hefst. Þetta tilkynnist hér með ölium, sem hlut eiga að máli, til eftirbreytni. Bæjarfcgetinn í Hafnarfirði. V ■ Sýslumaðurinn í Guilbringu- og Kjóss|§|s3tí, 3.jm ' GUÐM. I GUÐMBNBSSON. '50. sem eru raunsæir og hleypi- dómalausir og eiga gott með að skapa sér yfirsýn yfir þau mál sem leysa á. Hér hefur htillega verið drepið á þátt Helga í málum íþróttahreyfingarinnar. Afskipti Helga H. Eiríks- sonar af iðnaðarmálum, og öðrum málum svo og skóla- stjórn hans á IðnskólanumL eru merkir þættir sem engani vegin eru á færi þess semt þetta ritar að gera skil og: munu það aðrir kunnugri gera.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.