Þjóðviljinn - 07.07.1950, Side 5
Föstudagur 7. júlí 1950.
ÞJÓÐVJLJUiN
■
Þegar ég var kominn alla
leið til tJkrainu hins græna og
frjósama lands sem kallast
kornforðabúr Evrópu (þess
vegna vildi Hitler ásælast það),
bað ég einn dag leyfis að
mega fara út I sveitina og sjá
og kynnast sveitalífinu. Mig
langaði einkum til að heim-
sækja þess háttar bændabýli
sem kallast samyrkjubú og rek-
in eru á sameignargrundvelli.
Morguninn eftir kom bíllinn
snemma að dyrunum hjá mér.
Eftir hálftíma akstur vorum
við komnir út að litlu sveita-
þorpi, sem heitir Demidovo.
Raunar hef ég ekki mikla
þekkingu á landbúnaði, en ég
hef séð svo margar myndir frá
stórum nýtízku samyrkjub. þar
sem geisistórar dráttarvélar
bruna áfram eins og einhver
skelfileg undradýr og slá akra
þar sem komið var mannhæðar
hátt, og vissi að einmitt í Úkra
inu er hin fræga „svarta mold“,
og þess vegna brá mér í brún
þegar bíllinn stanzaði i litlu,
fátæklegu sveitaþorpi milli send
inna akra, og hélt að við hefð-
um farið villt, enda höfðum við
farið villt og seinna var mér
sagt að þeir x Moskvu hefðu
ætlað að sýna jpér miklu glæsi
legra landbúnaðarfyrirtæki. En
samt lentum við þarna, óvíst af
'hvaða ástæðu.
Báðum megin við veginn var
óskipulögð röð af litlum hvít-
kölkuðum húsum. Þökin voru
úr hellum, pappa og strám og
blómlegir garðar umhverfið hús
in. Akrarnir voru illa sprottnir
og okkur sveið í augun undan
sandfokinu og hér og þar sá
í berar klappir eins og úti við
Vesturliafið.
Bændumir sátu á bæjarstétt
unum og ■ sieiktu sólskinið og
litu varla við gestkomunni. Það
var eitthvað annað en hér gæfi
að líta músjíka Leós Tolstoys,
einsog hann lýsir þeim í bókum
sínum: síðhærðum, síðskeggjuð
um og úfnum, heldur voru þetta
snoðklipptir nýrakaðir menn,
og búnir að þvo af sér margra
alda skít. Mér hefði getað fund
izt .þetta vera dýrðar dagar í
einhverri sveit heima ef ekki
hefði verið ólukku útvarpið,
hvar vetna héngu mikrófónar
á símastaurum og hér sem ann-
arsstaðar í þessu volduga ríki
glumdi tónlistin og fréttirnar
viðstöðulaust fyrir eyrum
manns. Það voru ljótu lætin.
Brátt birtist forráðamaður
fyrirtækisins félagi Vasilief
Teslenko, ásamt nokkrum trún-
aðarmönnum og fórum við til
klúbbhússins sem mér fannst
líkjast sveitaskóla, í öðrum
enda þess var fundasalur, en
hann er hafður íyrir leikhús og
kvikmyndahús, í miðju húsinu
er sameiginlegt útvarp og lágu
þaðan leiðslur út um allt þorp-
ið (í hverju heimili glymur ut-
varpið) og í hinum enda bygg-
ingarinnar skrifstofan þar sem
trúnaðarmenn hittast á hverj-
um morgni og skipuleggja dags-
verkin.
Áður en klukkustund var lið
in var vasabókia mín útskrifuð
\r\
MEÐAL RUSSNESKRA
BÆNDA
af töium um sáningu og upp-
skeru um hektara og vættir
um vélanotkun og raforku, en
áður en ég skýri frá nokkru
af þessu, gef ég formanni þessa
litla sveitarfélags, féiaga Tes-
lenko orðið og læt hann segja
sögu samyrkjubúsins með
nokkrum orðum.
I októberbyltingunni 1917
fíýði óðalsbóndinn og ríkið gaf
bændunum óðalið, en þeir
skiptu því milli sín. Þá. voru
þeir nærri allir ólæsir. RejTidar
var þarna skóli, ef skóla skyldi
kalla, handa 35 börnum, en að-
eins börn efnafóiksins fengu
aðgang.
Litla þorpið tók nú skjótri
breytingu. Á fyreta ári var
stofnaður skóli með 7 ársdeild-
um og þar fengu öll börn ó-
keypis fræðslu. Tveimur árum
seinna urðu böniin skólaskyld
í 10 ár. Jafnhliða risu upp aðr-
ar menntastofnanir, heilsuvernd
arstöð með skipuðum læknum,
fæðingardeild, bókasafn, funda-
hús o. fl. Nú eru allir orðnir
læsir. Auk þessa er „mennta-
mannadeild“, 70 karlar og kon-
ur, og eru í henni námsfólk,
verkfræðingar og kennarar og
þessir menn vinna að því að
koma á hinum nýjustu vísinda-
legu aðferðum í landbúnaðinum.
Jarðvegurinn hefur ætíð verið
nokkuð sendinn og afrakstur-
inn var tiltölulega lítill, vegna
þess að hver einstakur bóndi
megnaði ekki af eigin ramleik
að koma á hinum nauðsynlegu
umbótum. Það var ekki fyrr en
tíu árum eftir byltinguna,
að bændurnir fóru að vinna
saman, hvort sem það nú hefur
verið að tilhlutun stjómamnar
eða af sjálfsdáðum. Fyrst voru
aðeins 40 býli í samtökum þess
um en tveimur árum . siðar
(1929) voru öll bændabýlin
komin í samtökin. Jókst nú af-
raksturinn úr 7 vættum af hekt
ara í 12. Bændumir gátu nú
fyrst hafið vélyrkju, og fengu
þeir dráttarvélar og landbúnað-
arvélar, áburð og önnur efni,
sem jarðvegurinn þarfnaðist.
Þegar Þjóðverjar hertóku
alla Úkrainu árið 1941, gerðu
þeir þessar ráostafanir að engu,
Erindrekar hinna þýzku júnkara
rufu þessa þróun og reynau
að koma á hinni fyrri skipan.
Þeir rændu búfénu og landbún-
aðarvélum, létu loka skólanum
og sendu allt það frumvaxta
fólk, sem þeir náðu í, í þræl-
dóm til Þýzkalands. Þegar
rauði herinn brauzt yfir Dniépr,
brenndu Þjóðverjar hvert hús
í þorpinu en urðxi þó höndum
seinni að brenna samkomuhús-
ið og skólann. Öll önnur hús
varð að reisa frá gnmni. Bú-
fénaður er nú orðinn jafnmarg
ur og fyrir stríð og eru allir
hestar, kýr og svín höfð í
þremur löngum gripahúsum,
bændurnir hafa útvegað sér
hinar nauðsynlegustu landbún-
aðarvélar og fimm vörubíla.
Byggðin blómgast að nýju yfir
rústum og gröfum.
Þegar hér var komið sögu
þóttist ég þurfa að skjóta inn
spurningu og beindi henni til
Vasiliefs.
— Hve mikið land á sam-
yrkjubúið ?
Síðan fæ ég að vita hvernig
hagað er sáðskiptum en þeim
sem óska fyllri greinargerðar
um þessa hluti vil ég benda
á hagskýrslur landbúnaðarins.
(Hér skal aðeins á það bent
að allt akurlendi í öllum ríkj-
unum var árið 1949, 6 milljón-
um ha. stærra en árið áður, en
jafnframt jókst tala nautpen-
ings á samyrkjubúunum um
20% og svína 79%). En nú
spyr ég ráðsmanninn hinnar
mikilvægustu af spurningunum:
— Hve mikill er afrakstur
landsins í þessu samyrkjubúi!
— í fyrra var hann 14,3
vættir af vorsánu lcorni á ha.
Beztu reitirnir gefa af sér 16
vættir, en það er takmark okk-
E F T I R
Anker Kirkeby,
ÞÝTT ÚR POLITIKEN
V.
— Fyrir stjórnarbyltingu,
svarar hann, notuðum við 850
ha. undir akuryrkju en 360 ha.
voru hafðir til beitar. Nú hefur
tekizt að þurrka mýri sem er
600 ha. en hún var áður súr og
ónothæf. Við notum 1500 ha.
til akuryrkju. Jarðvegurinn er
ekki frjósamur og því höfum
við grafið 25 km. langa skurði
og við vökvum akrana með
vatnsveitu sem rekin er með afl
stöð í Dnjepr í einnar mílu fjar
lægð héðan.
Allt þorpið er byggt af nýju
og höfum við byggt 150 hús
af grunni. Fyrir stríð áttum við
150 dráttarhesta, 300 fullorðna
nautgripi, 300 svín og 200 bý-
flugnabú. Nú höfum við jafn-
marga dráttarhesta, en hins-
vegar fimm dráttarvélar, hundr
að kúm fleira en áður og helm
ingi fleiri svín. Samyrkjubúið
á 1500 alifugla auk þess sem
einstakir menn eiga og 60 bý-
flugnabú og er þetta allt of lit-
ið, en erfitt er að útvega bý-
flugur. Fyrir stríð höfðum við
1100 vermireiti fyrir hreðkur,
lauk og agúrkur, en nú höfum
við 1500 nýja vermireiti sem
eru langtum betri en hinir fyrri,
-— Hve miklar tekjur hefur
hver einstakur bóndi af sam-
eignarbúinu ?
— Fyrir hvert dagsverk fær
hann 3 kíló af komi, 10—12
kíló af kartöflum en auk þess
fóður og grænmeti og sjö rúbl-
ur út í hönd.
— Hve stórt land fær hver
bóndi til eigin afnota ?
Hver bóndi fær 5/6 af
hektara og hann getur haft
2—3 kýr, 2—3 svín og hænsn
eftir vild, auk þess getur hann
ræktað grænmeti handa sér,
annast blómagarðinn sinn og
nokkur býflugnabú.
að komast upp í 26. (Próf.
Milthers áætlaði meðalafrakst-
ur í öllum ríkjunum fyrir tveim
ur árum 12 vættir, hagskýrslur
herma að i Danmörku séu með-
altalið 30 vættir (18 af rúgi),
en í Bandaríkjunum er meðal-
talið hið sama og í Ráðstjórn-
arríkjunum).
— Hvernig er vinnubrögðum
skipað niður á þessu sameign-
arbúi ?
— Það er unnið í tíu flokk-
um og hver flokkur er ábyrgur
fyrir sinn verkahring. Verk-
stjóri hvers flokks skiptir verk-
um milli karla og kvenna eftir
því sem hentast þykir. Á hvei ju
ári eru kosinn ráðsmaður fyrir
allt samyrkjubúið og á hann að
gefa skýrslu um reksturinn að
árinu loknu. Það eru lög, að
fundi skili halda mánaðarlega,
fundi skuli halda mánaðarlega,
og menningarleg vandamál all-
ir saman.
Nú slítum við þessu tali og
leggjum af stað í langa og erf-
iða göngu um hina malarbornu
vegi þessa þorps. Búfénu hefur
verið komið fyrir í löngum
bráðabirgðaskýlum: Áður en
við förum inn, verðum við að
þurrka af fótunum á mottu sem
vætt hefur verið í sótthreins-
andi efni. Útihús þessi eru
björt og loftgóð og óvanalega
þrifaleg. Áður var venjan að
hafa bara eitt kúakyn, en þarna
voru mörg og þ. á m. austur-
frísneskt. Við komum í gróðr-
arstöðina en þar vinna einkum
ekkjur hermanna, við skoðum
vatnsveituna eða dælistöðina,
þaðan sem vatninu er veitt yfir
akrana með 22 úðurum sem
flytja má eftir hentisemi (Þeir
eru líkastir venjulegum garð-
úðurum), við lcomum í sjúkra-
húsið, en þar eru tuttugu rúm,
og fórum þaðan til skólans,
mjólkurbúsins, og myllunnar
og sögunarmyllunnar. Við fá-
um að sjá hvernig farið er að
því að verjast uppblæstri með
því að reisa garða.
Lengst frá, við útjaðar þorps-
ins, þar sem jarðvegurinn er
betri, komum við að 150 nýjum
íbúðarhúsum. Þetta eru einbýl-
ishús, öll með sama sniði og
gerð úr rauðum múrsteini og á
hverju þeirra svalir og kvistur
fallega útskorinn úr tré, ómál-
uðu, nýsmíðuðu og ijósu. Mér
var sagt að seinna ætti að mála
þetta með þeim sterkustu lit-
um sem algengastir eru í þessu
glaðværa landi.
— Hvernig fara menn að því
að eignast slík hús?
— Öll nýgift hjón eignast
hús.
Eg bið leyfis að mega líta
inn í eitt þeirra og við berjum
að dyrum á því xiæsta.
Þar býr bóndinn Vasili Al-
eksevitsj ásamt konu sinni,
móður sinni og ungum synu
Það kostaði 22 000 rúblur að
byggja húsið og af þeirri upp-
hæð hefur hann fengið 20.000
rentulaust að láni hjá ríkinu,
og á hann að endurgreiða upp-
hæðina á 10 árum. í garðinum
framan við húsið sprettur
urmull blóma, en að húsabaki
vaxa ávaxtatrén og eru al-
biómguð. I smáhýsi heyrast
grísir rymja. Innanstokks er
þrifalegt og snoturt líkt og á
dönsku hfxsmannsheimili, mynd-
ir á veggjum, afarstór biek-
bytta og glymjandi útvarp.
Niðri eru tvær setustofur, uppi
tvö svefnherbergi. Bóndanum er
frjálst að selja húsið hvenæf
sem er og einnig kýr sínar tvær
að tölu og svín sín, hæns og
býflugur og verja andvirðinu að
vild sinni.
— Hve miklar tekjur höfðuð
þér í fyrra? spyr ég Vasili.
— 1 fyrra höfðum við ekki
miklar tekjur því okkur kom
öllum saman um að betra væri
að verja ágóðanum til þess að
koma á ýmsum umbótum, sem
munu koma að gagni í fram-
tíðinni, svo sem vélabúnaði,
vatnsveitum og menningarstofn
unum. Þessvegna fengum við
aðeins 2y2 kg af korni á dag, 8
kg. af kartöflum og 4J4 rúblu.
Samyrkjubúið okkar er því
miður ekkert fyrirmyndar sam-
yrkjubú.
— Hvernig er vinnubrögðun-
um hagað á samyrkjubúi?
— Klukkan 5 að morgni eru
mjaltakonurnar komnar til
verka ~Klukkan 7 förum við til
vinnu á ökrunum og við vinn-
um til kl. 12. Síðan fáum við
tveggja tíma hlé til hádegis-
verðar og vinnum siðan frá kl.
14 til 19. Á kvöldin getum við
farið í kvikmyndahús eða á
fund.
-— Þetta er tíu stunda vinna.
— Já, okkur bændunum
nægja ekki átta stundir.
— Fáið þið sumarleyfi?
— Bændur fá ekki sumar-
leyfi. En ef við þörfnumst vist-
Framhald á 7. síðu.