Þjóðviljinn - 16.08.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1950, Blaðsíða 3
■'?; y-.zi'. ,r>f ":.'líiíí:'(iv?jl¥ Miðvikudagur 16. ágúst 1950. n h,.j .. t vi v, t, m ÞJÓÐV1LJ1NN fy'W 1V-- EStíULYflSSÍÐRN Eonráð Eyjólfsson Mlnningarorð Á ferðalagi með f. f\ R Revnir á bolrifin Þegar.ég sá í Þjóðviljanum auglýsingu um ferðalag Æ.F. R. um Verzlunarmannahelgina, ákvað ég strax að verða sam- ferða. Bæði var það, að ferð- inni var heitið vestur í Reyk- hólasveit og gisting ákveðin í Bjarkarlundi, og svo hitt, að ég hafði tekið þátt í ferðalagi með Æ.F.R. sumarið áður og líkað ágæta vel. Þetta tvennt réð mestu um ákvörðun mína, og svo auðvitað það, að far- gjaldið var lágt, miðað við far- gjöld hér yfirleitt. Það hafði verið ákveðið að leggja af stað klukkan hálf þrjú á laugardag, og klukk- an um tuttugu mínútur gengin í þrjú mætti ég ásamt félaga mínum á Þórsgötu 1. Það var þegar kominn álitlegur hópur fólks þar, og smátt og smátt bættust fleiri í hópinn, unz allir voru mættir. Klukkan varð hálf þrjú, en enginn bíll kom. Klukkan varð svolítið meira en hálf þrjá, en ekki kom bíllinn. Við fórum að verða óþolinmóð. Klukkan varð þrjú en ekki kom bíllinn. Eg var orðinn voða- lega óþolinmóður, og hegðaði mér nákvæmlega eins og óþol- inmóður maður hegðar sér. Eg æddi fram og aftur um gang- stéttina, tautaði ókvæðisorð nið ur í barminn, bölvaði heiftar- lega í hljóði, til þess að draga úr taugaæsingunni, og skamm- aðist mín jafnharðan fyrir ó- þolinmæðina. Félagi minn stakk upp á því, að við fengjum okkur kaffi og pönnukökur á Miðgarði, með- an við biðum. Jú, ég var til í það. Við settumst að kaffi- drykkju og pönnukökuáti og ræddum um Sjálfstætt fólk. „Sjálfstæði er betra en kjöt,“ sagði Bjartur í Sumarhúsum, og fannst okkur afburða vel mælt. Taugarnar róuðust smátt og smátt, og cg gerði þá uppgötvun ,að gisnar pönnu- kökur með sultutaui og rjóma innan í, eru eins og abstrakt málverk. Og kaffið á Miðgarði er ekkert blávatn, skal ég segja ykkur. Loksins kom bíllinn. Farangr inum var kó'mið fyrir uppi á þaki og aftur í skotti, og far- þegarnir settust inn í bílinn. Síðan var ekið af stað, og þá var klukkan fjögur. Vestur í Efarkarlund Það rigndi talsvert um það leyti, sem við lögðum af stað, og veðurútlitið var fremur ó- yndislegt. En við vorum bjart- sýn og hress í bragði og kváð- um miklar sögur fara af veður- sældinni þama fyrir vestan. TJppi í Kollafirði byrjuðum við strax að kvíða fyrir veginum kringum Hvalfjörð. Hvalfjörð- urinn er fallegur sjálfur, en veg urinn þar er með afbrigðum leiðinlegur, hlykkjuóttur og ó- sléttur. Hérna í Hvalfirðinum gerist sem kunnugt er Harðar saga og Hólmverja. Flestir kannast við Helgu jarlsdóttur, hina glæsilegu konu Harðar og sundafrek hennar, þegar hún synti úr Geirshólma til lands eftir að Hörður hafði ver- ið veginn heldur illmannlega. Kvæði Davíðs, Helga jarlsdótt- ir, var ákafiega vinsælt, og mér finnst, að það mimdi vera enn þá leiðinlegri vegurinn kring- um Hvalfjörð, ef kvæðið væri ekki til. Hinsvegar munu þeir færri, sem kannast við aðra kvenpersónu úr Harðarsögu, og á ég þar við Þorbjörgu Grím- kelsdóttur, systur Harðar. Hún var skörungur mikill og lét hefna bróður síns, en ól önn fyrir mágkonu sinni og bróður- sonum um tíma, af þeirri rausn, sem stórlátar og höfð- inglyndar konur kunna einar að sýna. Við ökvim yfir Brynjudalsá, og mér dettur í hug, að það er tiltölulega stutt síðan ég komst að því, að að Brynjudalur heitir ekki eftir herklæðinu brynja, heldur eftir kú einni kynsælli, er Brynja hét. Þama uppi í Brynjudaln- um bjó Refur inn gamli. Hann var bróðir Kjartans, þess er sveik Hólmverja og ginnti þá í land í hendur óvinanna. Móðir þeirra bræðra hél Þorbjörg katla og var voðalegt flagð og galdrakind. Mér hefur alltaf verið heldur í nöp við þessa fjölskyldu, síðan ég las Harð- arsögu fyrst, þegar ég var inn- an við fermingu. Sömuleiðis stendur mér enn þá jafnan stuggur af Þyrlinum, og ég held það sé af því, að Þorsteinn jgullknappur bjó að Þyrli. En það var hann, sem kom aftan að Herði og hjó hann banahögg, og mér fannst víst þá (og finnst reynda ennþá), voðalega brútalt og villimann- legt athæfi að vega að mönnum aftan frá, auk þess sem það bendir til þess, að það sé nokk- umvegin jafnræði með ill- mennsku og ragmennsku veg- andans. Svona rifjar maður upp fyrir sér viðburði liðinna alda, og saga lands og þjóðar stendur manni fyrir hugskots- sjónum, skýrar en endranær. Og nú ökum við fram hjá nokkrum hermannabröggum, tákni vestrænnar siðmenningar, og nýr þáttur í sögu lands og þjóðar blasir við okkur. Hverjir skyldu annars móta næsta þátt sögunnar þama í Hvalfirðin- um? Fyrsta áfangann frá Reykja- vík ókum við um riki Ólafs Thórs, nú ökum um ríki Péturs Ottesen, og bráðum komum við í riki Bjarna Ásgeirssonar. Það eru engir labbakútar, sem ráða ríkjum á íslandi núna. 1 aftasta sætinu sitja fjórir glaðlyndir náungar og syngja ákaflega, og smám saman taka fleiri undir, unz bifreiðin titrar af söng hins blandaða kórs, sem syngur hér undir stjóm sjálfs sín. Kannski em sumir (t. d. ég) dálítið falskir, en það gerir ekk.ert til: Það syngur hver með sínu nefi, og sumra nef eru fölsk. En hvað hefur nefsins söng- ur að segja, ef sálin er músíkölsk? Við ökum fram hjá Hreða- vatni, þar sem einn ágætui vert hefur hreiðrað um sig und- ir Brók. Ætli þeir hafi annars nokkrar brækur í ítaliunni ? Liklega ekki. Innan skamms leggjum við á Bröttubrekku, fjallveginn milli Norðurárdals í Borgarfirði og Dalanna. Vegur- inn er allglæfralegur þama sumstaðar, en það er verið að lesa Hálsmenið eftir Maupas- sant í útvarpið, og við erum að hlusta og gleymum veginum. Það er orðið nokkuð dimmt, svo að við verðum að geyma okkur að virða fyrir okkur landslagið, þangað til við förum suður aftur. Við sjáum heim að Sauðafelli í Dölum, bæ Sturlu Sighvatssonar. Þar var það sem erindreki danska kon- ungsvaldsins, Daði bóndi í Snóksdal, handtók Jón biskup Arason, og fór heldur kauða- lega að, eftir því, sem sagan segir. Erlent vald hefur jafn- an notið aðstoðar innlendra manna til óþurftarverka, þann- ig var það á öld Sturlunga, öld siðaskiptanna, og -þannig er það enn. Og maður minnist þess með dálítið tregablöndnu stolti, að þá voru til embættismenn á Islandi, sem þorðu að bjóða er- lendu valdj byrginn. Mikið hefur embættismanna- stéttinni hrakað síðan. Loksins komum við í Bjarkarlund, og nú er komin rauða nótt. Við reisum tjöldin í skyndi, tökum upp nestið og borðum af of- boðslegri græðgi og notum guðs gaflana, rétt eins og siðmenn- ingin væri enn þá í frum- bernsku. „Hvez á sér feqra föður- land" Bjarkarlundur er eins konai Eden Barðstrendingafélagsins í Reykjavík. Það hefur reist þarnp myndarlegan skála 'og heldur samkomur þar á hverju s.umri .Þetta er einn vinaleg- asti útiskeramtistaður,; sem ég hef komið á. 1 miðjum dalnum Konráð Eyjólfsson var fædd- ur á Eskifirði 20. marz 1933. Fyrir rúmum mánuði síðan, hitti ég hann í fullu fjöri, með öll einkenni hins þróttmikla og lífsglaða æskumanns. Nú er hann dáinn og við höfum fylgt honum til hinstu hvíldar. Eg minnist þess er ég vann að stofnun Æskulýðsfylkingar- innar í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum, að þá var Kon- ráð sonur kaupfélagsstjórans Eyjólfs Eyjólfssonar og Stein- unnar Pálsdóttur konu hans, yngsti stofnandinn. Eg var svo lánsamur að hafa mjög náin kynni af heimili hans. Það sem einkenndi það framar öllu öðru var góðvild og greiðvikni, á- samt eindæma fórnarlund ef í hiut átti einhver sá er farið hafði halloka í harðri lífsbar- áttu, eða fyrir illum örlögum og má af því marka að hinum unga manni,. var af hálfu for- eldranna, búið undir lífið hið dýrmætasta veganesti. Að því athuguðu og þess einnig gætt að hann var einliabarn foreldra sinna, verður fráfall hans í blóma lífsins hörmulegra en svo, að því verði lýst með orð- um. Við kveðjum þennan unga vin okkar, hinztu kveðju og þökkum hina stuttu samveru. 1 hugum okkar lifir minningin um hann, björt og hlý eins og fyrirheit um þá æsku sem mun lifa á þessari jörð, glöð, frjáls og örugg, þegar hugsjónir okk- ar hafa náð að rætast. Lárus Bjarnfreðsson. una endur og svanir á litlu stöðuvatni, en hlíðarnar allt í kring eru vaxnar kjarri og berjalyngi. Og efra gnæfa há fjöll og tignarleg; svona er Is- íand. „Hlíðin mín fríða,“ Barmahlíðin blasir við, og ég held að Jón Thoroddsen hafi ekkj farið með neitt oflof i kvæði sínu, hún verðskuldar hið unaðslega nafn; „Blómmóð- ir bezta.“ Eftir hádegi á sunnudag stig um við aftur inn í bílinn og nú var ferðinni heitið að Reykhól- um, hinu forna höfuðbóli. Frá Reykhóluum er yndislega fall- egt útsýni yfir Gilsfjörð, yfir á Skarðsströnd og Fellsströnd og suður yfir Breiðafjörð, suður á Snæfellsnes, Eyjaklasinn úti fyrir ströndinni gefur Reykhól- um staðarlegan svip ok eykur mikið á fegurð umhverfisins. Við skoðuðum gamla bæinn á Reykhólum, og sumt af fólk- inu fékk sér bað í sundlauginni þar. Þarna sáum við líka Grettislaug, en það er heitur pollur, sem Grettir sterki kvað hafa baðað sig í. Það mætti segja mér, að hann hafi fengið sér ærlegt bað, þegar hann hafði rogazt með uxann á bak- inu heim til bæjar. (Annars hef ég alltaf haldið, að Grettir hafi verið fádæma jarðvöðull og hirðulítiir um þvotta og snyrt- ingar). En tíminn líuður, og við höld- um af stað sömu leið til baka. I kvöld ætlum við að dansa í Bjarkarlundi. Það er bezta veður, en ekki verulega , hlýtt. Sólin" er að hverfa vestur fyrir heiðárnar, enda er dagur kominn að kveidi. Ágústkyöldið færist yf- ir, hljóðlátt og fullt af róman- tík,- sem orð fá ekki lýst. Og það á að dansa 1;il kl. eitt í nótt í Bjarkarlundi. j Á mánudagsmorgun leggjum við af stað heim. Við fáum bjart veður í Gilsfirðinum; Ól- afsdalur er baðaður í sólskini og það er fallegt að sjá þar heim. Torfi í Ölafsdal var mik- ill nýsköpunarmaður í búnaðar- málum á íslandi, og raunar á fleiri sviðum en sviði búnaðar- mála. Nú er bjart yfir Saurbæn um, og þama blasir Hvítidalur við, bærinn, sem Stefán skáld frá Hvítadal kenni sig við. Ein- kennilegt, að jafngrösug sveit skuli heita Saurbær. Það er mikið sungið í bílnum hjá okk- ur, en milli laga berast leiftr- andi brandarar fram eftir bíln- um. Þeir verða til í aftasta sæt- inu. Og nú emm við komin í Búðardal, en þar ætlum við að borða hádegismatinn, kaupa mat og sitja til borðs eins og siðað fólk. I Revkholti Það var ákveðið að koma við í Reykholti á heimleiðinni. Þangað komum við í hellirign- ingu, en hlýju veðri. Við virt- um Snorra bónda fyrir okkur, þar sem hami stendur keikur og höfðingdjarfur og býður öllu byrginn, lika erlendu kon- ungsvaldi. „Ut vil ég“, sagði glæsilegasti fulltrúi íslenzkrar bændamenningar forðum. Hvað mundu fulltrúar ísl. bænda- menningar núna, t. d. Jón Pá og Pétur Ottesen segja í hans Framhald á 7. síðu. f£5tf mni Málgagn Æskulýðsfylk- ingarinnar ---- sambands ungra BÓsíalista. RITSTJÓRAR: Páll Bergþórsson Ólafur Jensson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.