Þjóðviljinn - 26.08.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.08.1950, Blaðsíða 6
•> V-A. 6. V K U .11V «1Ö1A ÞJÓÐVILJIN N ■*\ }iví UJ3 S7 ’J'? .Ö<í6í 'híi'gh ,<)S snTJ'.'f-I Laiígardagur 26. ágúst 1950, 1 “ " ~ Sæmundur og Co viðurkenna að kaía þröngvað svikasamningiium frá 1949 upp á sjómenn Mogginn þvæ? hcndnr sínar a! stjórn Sjémannafé- lags Reykjavíkur Á sínum tíma, þegar stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hafði neitað sjómönnum og bak nefn-d þeirra í samningunum 1949 um að fá að fylgjast með því sem hún var þá að pukrast með á bak við tjöldin ásamt út- gerðarmönnum, án vitundar fulltrúa sjómannasamtakanna úti á landi — og þegar hún hafði síðan svikizt aftan að sjómönnum hér og 1 Hafnar- firði með samningana illfrægu og ruglað saman atkvæðum sjó manna úr Hafnarf. og Reykja- vík, til að bera ofurliði meiri hluta sjómanna í sínu eigin fé- lagi, ■— þá lustu landgeneral- arnir upp sigurópi miklu í Al- þýðublaðinu, lýstu samningi þessum eins og hcr væri á ferð einstakt kosta plagg fyrir sjó- menn og stimpluðu þá, sem gagni'ýndu samninginn og vinnubrögð Sjómannafélagsfor- ystunnar sem ósanninda— og óþurftarmenn í samtökunum. 1 vandræðum sínum og rök- þroti andspænis vel rökstudd- um málflutningi Bjarna Þórðar- sohar í grein er hann skrifáði í Þjóðv. nú fyrir skömmu, reyn- ir Sæmundur axaskaftastjóri að fela nekt sína og sinna sálu fclaga með fáránlegri uppdikt- an, sem enginn virðir svars, um persónur þeirra Lúðvíks Jósefssonar og Bjarna. I þessu ómerkilega orða- skvaldri Sæmundar kemur þó óvart. fram merkilegur hlutur, en það er viðurkenning hans á því, að svikasamningur hans frá 1949 hafi verið hinn for- kastanlegasti og að sjómenn á Norðfirði sem nnnars staðar Úti á landi hafi neyðzt til að fallast á samningana, „sem þeir viidu ekki ganga að“, vel að merkja, eftir að stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur hafði unnið Júdasarverk sitt, í fyrra vetur. En úr því axaskaftastjórinn álpaðist út á þá gljá að fara að vekja upp endurminningar frá* 1040. 'skál /' h'ann hér með' minntur á, að það voru ekki aðeins sjómenn Norðfjarðár, Akureyrar, Siglufjarðar, Vest- mannaeyja o. fl. staða, sem með svikum hans og hans sálu féiaga í stjórn S.R. voru neydd- ir til þess að sætta sig við kjör, sem þeir „ekki vildu“. Maður líttu þér nær: Með því að hella saman atkvæðum Reykjavíkur- og Hafnarfjarðarsjómanna voru c'nnig reykvískir sjómenn þvert ofan í . meirihiutavilja sinn þvingaðir til að hlíta smánar- saroningi þeirra Særaundar. & Co. og sviptir sjálfsákvörðuti- arré'ti. sínum.. c. / Þ»ð <jr kalðhíaðipv tilvHjun;.að sama daginn og. Sæmundur fer í gegnum sjálfan sig í Alþýðu- blaðinu, yfirgefinn og bersjald- aður, skuli blað útgerðarauð- valdsins, Moggi, lýsa því hrein- Framhald á 7. síðu. Alþýðusambandsstjócnin og hagsmunamálin Framhald af 3. síðu. lega gengið í lið með stéttar- andstæðingnum, en lífskjörin urðu æ óbærilegri með hverj- urn mánuði sem leið, hlaut að koma að því að stærstu og reyndustu verkalýðsfélögin tækju sjálf að sér það forustu- hlutverk sem Alþýðusamband- inu er ætlað að rækja undir venjulegum kringumstæðum. Þetta fór líka svo. Verkamanna félagið Dagsbrún, Verkámanna félagið Þróttur á Siglufirði og Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar tók'u að sér undir- búning kaupgjaldsbaráttunnar sumarið 1949 og höfðu alla for ustu um rekstur hennar og nýja samninga. Nýir samning- ar voru gerðir um 10% kaup- hækkun eftir mjög stutta virnustöðvun. 1 kjölfar þessara félaga komu svo flest verka- lýðsfélög landsins og hækkuCu kaupið með nýjum samning'um, Aðeins þrjú félög sættu sig við þá smánarbót sem sambands- stjórnin lagði til að keppt yrði að. íslenzkur verkalýður hafði unnið mikilsverðan sigur þrátt fyrir undanhald og svik Alþýðu sambandsstjórnar, sem reynst hafði þægt verkfæri í höndum atvinmirekendavaldsins og rík- isstjórnarinnar, þótt hún vegna eimlrægni og stefnufestu verka iýðsins kæmi ekki skaðsemd- arfyrirætlunum sínum í fram- kvæmd. Kaupgjaldsbaráttan 1949 3annaði raungildi þeirra stað- hæfinga sameiningarmanna frá sambandaþinginu 1948 að sam- bandsstjórn svörtu samfylking arinnar yrði beitt gegn hags- munum alþýðunnar þegar á hólminn kæmi og að árangrar verkalýðsbaráttunnar á undan- förnum árum væru í hættu. Engar skýrslur liggja fyrir um þá fjárupphæð sem stefna sambandsstjórnar um 3% kaup hækkun í stað 10—18%, sem félögin náðu fram, hefði spar- að atvinnurekendum ef hún hefði reynzt sigursæl í viðleitni sinni. En hitt er óhætt að full- vrða að sá mismunur nemur engri smáupphæð ef saman væri tekinn yfir það ár sem síðan er liðið. Frá þeim stuldi björguðu for- ustufélög verkalýðsins undir sLjórn sameiningarmanna ís- iéhzkum launþegum. Framhald. G e r t r n d Lilja: Hamingjuleitin 35. DAGUR Ég held að guð almáttugur hafi hugsað sér mannfólkið þannig, þegar hann skapaði aldin- garðinn sinn. Fagurt, heilbrigt, feimið og undr- andi yfir þeirri dýrð að hafa hitt hvort annað, vini úlfs, ljóns og dreka. Og Rolf er flugmaður, svo að tilvera þeirra er aldrei örugg og ást þeirra verður ekki væmin — sérhver dagur getur verið hinn síðasti.“ Hilla þagnaði og hlustaði. „Mér heyrist Mats vera vakandi. Viltu koma inn og líta á hann?“ Mats var vakandi. En hann gerði enga tilraun til að rísa á fætur. „Þekkir Mats ekki Mörtu frænku?“ Mats horfði á hana með alvörusvip. Hann fitlaði dálítið við armbandsúrið hennar og þegar hún tók það af sér og rétti honum það, hél’t hann því upp að eyranu, en næstum af skyldurækni og hann sagði þeim ekki hvað klukkan segði. „Hann er ekki eins og hann á að sér,“ sagði Hilla óró. „Hann er kannski varla vaknaður ennþá.“ Mats lá og fitlaði lítið eitt við úrið. Allt í einu breyttist svipur hans,hann varð hræðslu- legur og skyndilega varð andardráttur hans hryglukenndur. Hilla tók hann upp úr rúminu. Eftir nokkrar mínútur var kastið liðið hjá. „Nú líður Mats vel,“ sagði Hilla fjörlega, en þegar hún snéri sér aftur að Mörtu var andlit hennar náfölt af ótta. „Á að hringja á lækninn?" Hilla kinkaði kolli. Hún var búin að leggja Mats í rúmið og beygði sig brosandi yfir hann eins og hún gæti komið í veg fyrir ný köst með því að gera 'hann rólegan. Sólin skein á ljósa veggina, blómin, á allt hið bjarta og glaðlega í þessu herbergi þar sem Hilla hafði í mörg ár vaknað til nýrra gleðidaga. Klukkan tifaði — hér gat ekkert illt komið fyrir. En út úr anddyrinu heyrði hún Mörtu tala við læknirinn í símann. . „Jú, Þökk fyrir, undir eins.“ « Var það áríðandi? Mats var orðinn góður, dáiítið þreyttur. . . . Það korraði aðeins í hálsi lians þegar hann andaði, það heyrðist varla.... „Læknirinn er á leið hingað“, sagði Marta. „Þakka þér fyrir.“ Hilla þorði ekki að mæta augnaráði Mörtu. Hversvegna ságði Marta ekki neitt. Hversvegna sagði hún ekki, að svona smálasleiki skipti engu máli, smábörn yrðu svo oft kvefuð.... Otidymar voru opnaðar, Hinrik var að koma heim. Marta kvaddi Hillu í skyndi. 1 anddyrinu mætti hún Hinrik. „Er það ég sem hræði ungfrú Bergström burt?“ spurði hann vingjarnlega. „Alls ekki, ég var að fara,“ tautaði Marta. Hún gekk hægt niður tröppumar, gripin þeirri óþægilegu tilfinningu, að nú hefði ólánið dunið yfir heimili Tómassonar kennara. „Það var sorglegt, að Tómasson skyldi missa son sinn,“ sagði rektorsfrúin. „En frú Tómasson hefur sjálfsagt verið óvarkár." Marta leit á móður sína. Móðirin sat með gleraugun á nefinu og beindi allri athyglí sinni að prjónaskapnum, buxum handa Klas Göran. „Bamaveiki getur varla stafað af óvarkárni," sagði Marta. „Hvað sagðirðu? Já sonur Tómassonar..:. “ Hún lauk við prjóninn. „Þegar ungböm deyja, stafar það yfirleitt af vanrækslu móðurinnar, segir Lennart." f I „Já, ef til vill ungböm. Þessi drengur var ekkert ungbam." Að nokkur skuli voga sér að vera svona viss í Sinni sök, hugsaði Marta. Hvers vegna töluðu sumar manneskjur eins og þær væru ónæmar fyrir óláninu. Heimskingar, segja þær með viðbjóð í rómnum,. rétt eins og sjúkur heili og sjúkar taugar tilheyrðu fólki af lægra sviði og kæmi þeim ékki við. Þessi veslingur heyrir hvorki né sér. Og hann er bæklaður, ræfillinn. Þær höfðu einkaleyfi á eilífri heilsu. og eilífu lífi -— dauðinn ætti bara að voga sér. Af hverju læt ég svona smámuni koma mér úr jafnvægi, spurði Marta sjálfa sig í sömu andránni. Hvers vegna kem ég alltaf með mót- bárur, í stað þess að láta samtalið falla niður af sjálfu sér. Ef til vill var það vegna þess, að hana langaði að geta litið á móður sína sem dómbæran og vitiborinn einstakling, Hún vildi halda dauðahaldi í draum sinn um aðdáunarverða og virðulega persónu. Hún átti eftir að koma fram með þessi máttlausu andmæli í þeirri von, að í dag, á morgun, eftir tíu ár, tækist henni að lokka fram mannlegar tilfinningar. Hún gafst aldrei upp." ' Hún þjáðist stöðugt og án afláts eins og móðir vangefins bams: Einhvemtíma hlyti barnið að vakna, éinhvemtíma hlyti það að geta lært lexíuna. „En eins og ég sagði, þetta er sorglegt fyrir kennarann,“ lauk móðirin máli sínu. Hilla hafði eyðilagt barn hans, punktum og basta. „Mamma, .'. . “ Þetta kom ósjálfrátt eins og auðmjúk bæn frá innstu hjartarótum Mörtu. Ákall, basn, skip- un:-vertu góð. Vertu blíð,. vitur, móðurleg —• vertu þannig, að ég geti elskað þig. Marta vissi varla sjálf að hun hafði talað upphátt. „Hvað þá? Sagðirðu eitthvað. Marta mín, hnyk illinn minn. . . * D a v i 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.