Þjóðviljinn - 08.09.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1950, Blaðsíða 6
? * ,.rs, j iMWff ÞJÖÐVÍLJINN ,0S6Í Jq$& .8 itrgf btiízö'% ; - ; Föstudagur 8. sept. 1950. ... v, vijneiits4 æj.'4 --------------------'■ -JrUl,-, rr'oft »*í .■ *>^<%p<w«wrHgjyvr-;.j^'yv>hp,vyy<yywvv>ieyevvvvyvvyw; ii Eniiaiiiiiiii ERS GREIFA Sigurðor Haralz íslenzkaði Luckner greifi er þekktur maður um allan heim. Sæ- úlfurinn var gælunafn á lionum, og hann var hreykinn af því nafni. Þessa dagana er hann á ferð til Vestur- heims, að rifja upp fomar minningar. Endurminningar greifans hafa aukið frægð hans og eru mikið lesn- ar. Rithöfundurinn Lewell Thomas ritar skemmtilegan og ítarlegan formála fyrir bókinni. Hann segir m.a.: Vinur minn Luckner greifi er skrýtinn maður. Hann hefur ferðast um Bandaríkin síðastliðin tvö ár og hald- i'ð þar fýrirlestra, sem óhemju aðsókn hefur verið að. Hann er líka aílt það, séhi þú getur búizt við af aðals- fhanni, sem strauk að heiman, þegar hann var drengur, og fór til sjós. Sjómaður var hann í mörg ár, en varð síðan liðsforingi í hinum keisaralega þýzka sjóher. 1 fyrra heimsstríðinu lagð’, hann a.f stað frá Þýzkalandi á gömlu seglskipi, komst fram hjá Englendingum og sökkti mörg um skipum Bandamanna á Atlantshafi cg Kyrrahafi. Þá gáfu Bandamer.n honum naftiið ,,Sædjöfullinn“. Þessu hélt hann áfram, ';ar til háhn að lokum strandaði skipi sínu á kóralrifi í ifLióúrhöfum. Eitt sinn á þeún lögum, er hann var í siglirigum. vann hann sem tjaldmaðnr'hjá indverskum fakírum í Astralíu, og af þeim lærði hann svolítið í sjónhverfingalist, sem hann þreyttist aldrei á að leika. Lowell Thomas segir; Margt kvöld hef ég setið við á Sæúlfihri segja söguj frá dögum fórum t ckemmtisiglingar kringum ■ ha-finu á hinu stóra seglskipi hans, '.r.ili sitt, og á þessu ferðalagi var ;gja sögur. Eg. náði í mikið af ævin- •f stárfsferli hans í bók mína: ju-i oíum daglega úryals tómata og annað grænmeti í öllum bnðum vortim. Lesið smáaugiýsingarnar á 7, síðu árininn og hius'. seglskipanna. Vi eyjarnar í Karab sem hann kallar góður t:mi til að ,xej týrura og áðalþraðir Endurminningar I. .:c!<iiers greifa. Nú er bókin kýmir. í úíenzkri þýðingu Sigurðar Har- alz. Þessi fcók vei$ ir lesin. Hún er ein skammtilegasta. bokin, sc:n koœi.ð h?:ur lengt. 3 ® k a n e i s 1 si«- J s a I a I d a r í '•AW.V.VVl,,V«*Ar»,»VS%W»*.V»,VA",V.’,V»"wW\iV^V’/«W úv;....................................................................."'■« /■> '""HllfBMMp g -y - L V # G e r 11 n d L i 1 j a : Hamingjuleitin 44. DAGUR. Og um leið og hún s.æi nafnið á nafnspjaldinu mundi bylgja hita, andstöðu, þrjósku, blíðu og áhyggjuleysis — og reiði við guð og menn um- lykja haná. Og þær dyr yrðu opnaðar. TÓLFTI KAFLI Sjung og studentens.... Hinrik Tómasson stóð í auðri kennslustofu og horfði niður á skólavöllinn. Þar voru leikin hin gömlu, velþekktu atriði, faðmlög, gleðitár, tolleringar, fagnáðáróp, blóm. Allir dimittend- arnir höfðu vérið jafnir og duglegir, einkunna- gjafimar gengið slysalaust, engir árekstrar milli kennara og prófdómara. Bengtsson umsjónarmaður rölti um völlinn. Næsta ár mundi hann eiga son í hópi stúdent- anna, ekki Hugo, heldur Ragnar, duglegan, ið- inn og gáfaðan pilt. Hann mundi ekki valda föð- ur sínum eða skólanum neinum óvæntum von- brigðum. Bengtsson hafði átt erfitt með að fyrirgefa Borgström rektor og Hinrik, sem hann áleit að bæm ábyrgðina á brottvísun Hugos. , .Hann á skilið hýðingu“, hafði Bengtsson sagt hvað eftir annað. En svo átti allt að vera gleymt. „Hýðingu“, hafði hann endurtekið og látið sem hann heyrð.i ekki skýringar þeirra um skólareglur, slæm fordæmi og því um líkt. Mánuðir höfðu iiðið án þess að hann vildi líta í augu rektorsins og Hinriks. Starf sitt annaðist hann eins og vanalega, en hann sagði ekkert nema hið allra nauðsynlegasta, vingjarnlegt rabb kom ekki til greina. Staðhæfingar þeirra um að Hugo væri bezt fallinn til einhverrar iðnar, hafði hann látið sem vind um eym þjóta og endurtekið: Hýðingu á hann skiiið.... Rektor- inn og Hinrik höfðu verið famir að óttast að Bengtsson mundi aldrei sættast við þá, þeir höfðu verið farnir að forðast hann og líta á hann sem þeirra svörtu samvizku. En einn góðan veðurdag fékk Hugo prýðilega stöðu sem afgreiðslumaður í fataverzlun. Bengtsson varð aftur vingjarnlegur við rektorinn og Hinrik, varð föðurlegur og hlýlegur við þá eins og áður. Stúdentarnir' voru að kveðja. Smádrengirnir hlupu eins og hvolpar kringum stúdentahóp- inn. Ár eftir ár var hið sarna endurtekið. Fáninn blakti við hún. Hinrik liorfði á hann þenjast í vindinum, og hanga máttlausan niður á næsta augnabliki, eins og hann vildi sýna sigur- hrós, stolt, vonleysi og sorg. Yfir skólavöllinn þakinn pappír, blómum, blöðum og basti, gengu félagar hans tveir og tveir, eða í smáhópum, sumir voru enn ungir og gengu greitt, aðrir voru eldri .og þreytulegri i göngulagi. Hinrik var gripinn samúð með þeim, næstum við- kvæmni: höfðu þeir ekki verið sviknir? Eða var það þetta sem þá dreymdi um, þegar þeir rudd- ust sjálfir út um skóladymar, örvita af gleði? Loks var enginn maður eftir á skólavellinum. Hinrik ætlaði sjálfur að fara að leggja af stað heim, þegar hann kom aftur auga á Bengtsson. Hann kom frá íbúð sinni í útbyggingunni og gekk að flaggstönginni. Hann rjálaði við línuna, endaþótt H.inrik gæti ekki séð að neitt væri að. Nú var hann búinn að losa hana og byrjaði með hægð að dí'aga fánann niður. Hvern fjandann átti þetta að þýða? Stúdent- amir máttu gjarnan vera komnir úr augsýn áður en fáninn var dreginn niður.... Hinrik flýtti sér út til að mótmæla. í útidymnum nam harui staðar: fáninn var nú aftur kyrr — en í hálfa stöng, Hann stóð hreyfingarlaus og horfði á fán- ann. Neðar í götunni hljómaði hávaði og söngur hinna nýju stúdenta. — Inge sorger án I vára sinnen------Och den ljusnande framtid---------- Hinrik gekk til Berigtsson sem stóð kyrr við stöngina. „Hvað hefur komið fyrir?“ „Hefur lektorinn ekki heyrt það? Borgström rektor .... Hann er dáinn“. --------Án klappar hjártat með friska — — „Hann fékk aftur slag. Ég var að frétta það gegnum símann....“. --------frjödas i ungdomens----------- Hinrik og Bengtsson horfðu þögulir hvor á annan. Bengtsson dró upp rauðan vasaklút og snýtti sér. ,3ara þeir verði nú ekki komnir alla leið áður en þeir frétta hvað hefur komið fyrir“, sagði hann og benti niður götuna, þar sem söngurinn fjarlægðist óðum. „Það gerir ekkert til, honum hefði þótt vænt um það“, sagði Hin.rik loðmæltur. Stúdentarnir voru einmitt. á leið til Borg- ströms rektors. Það átti að þakka honum og hylla hann og það strax. Staðgengill hans hafði ,ekki verið þeirra rektor. Á einu götuhornmu staðnæmdust þeir, ráku burt alla óviðkomandi, og héldu loks í fylk- ingu inn í götuna þar sem rektorinn bjó. Það var til of mikils mælzt að þeir þegðu þangað til þeir kæmu að húsinu; raddir þeirra, ' sem voru að byrja að verða hásar, sungu stúd- tntasöngvana án afláts af innri gleði. Allt í einu nam foringinn staðar. Hvað í.... ? Fánar dregnir upp eins og vera bar, en í hálfa stöng. Hann leit á hús rektorsins: fáninn var í hálfa stöng. Hann sneri sér við. „Haldið þið kjafti“. Piltarnir þögnuðu undrandi; hlýðnin við for- ingjann var ennþá rík í þeim, Hann benti á fán- D a v i 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.