Þjóðviljinn - 28.12.1950, Síða 6
ÞJÖÐVILJINN
Fimmtudagur 28. des. 1950.
PIÓÐVILIINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Hagnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöiuverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Hvers vegna dylgjur?
Utanríkisráðherra íslands, Bjarna Benediktssyni,
hef ur hrívegis veriö stefnt utan á því herrans ári sem nú
er að liða. Um viöræðui- þessa íslenzka lepps viö yfirboð-
ara sína, samsærismenn nýrrar styrjaldar, er fátt vitaö
annað en það að utanríkisráðherrann hefur mjög breytzt
á þessu ári í framkomu; hann er orðinn hlédrægur og
talfár. Hann hefur margsinnis verið krafinn sagna um
utanfarir sínar, en allar þær kröfur hafa reynzt árangurs-
lausar; hann hefur talið þögnina hæfa bezt erindi sínu
og erindislokum
Þó brá svo við eftir síðustu utanstefnuna, að útvarps-
hlustendum var allt í einu tilkynnt að utanríkisráðherr-
ann ætlaði að skýra frá för sinni. Vakti þetta talsverða
eftirvæntingu og ugg: ætlaði nú ráðherrann að opinbera
það sem hann hafði byrgt með sér í heilfr ár og valdið
haföi hinni annarlegu þögn og hinu nýstárlega fálæti?
En ráðherrann létti ekki af sér farginu. Að megin-
efni til var ræðá hans venjulegur stríðsáróður, eins og
daglega má sjá í Morgunblaðinu og öðrum afturhalds-
blöðum landsins, og bætti ráðherrann þar engu við. Og
þaö litla sem hann minntist á ísland var í dylgjuformi,
þegar frá er skilin yfirlýsing um að íslendingar þurfi
ekki að senda her til meginlands Evrópu!
Eflaust hefur ráðherrann þó haft ákveðnar stað-
reyndir í huga með dylgjum sínum, og skulu þær því
rifjaðar upp hér. Ráðheri'ann ságði m.a.:
„Hvarvetna gera menn sér nú grein fyrir að eina
ráðið til að koma í veg fyrir árás er það að efla sam-
tökin til varnar friðnum, AÐ HVER ÞJÓÐ, STÓR EÐA
SMÁ LEGGI ÞAÐ SEM HÚN MEGNAR AF MÖRKUM
friðnum til varðveizlu. — Þessi sannleikur á ekki síður
við um íslendinga en aðra. Sá sem nú reynir að telja
þjóðinni trú um að hættan sé ekki til, hann gerist
ehimitt sjálfur beinn flugumaður árásaraflanna. — Að-
staða íslendinga er að ýmsu leyti sérstæð og á því er
fullur skilningur meðal allra hinna Atlamhafsþjóðanna.
En hættan vofir jafnframt yfir okkur, sem öðrum þeim
sem frelsinu unna. FRAM HJÁ ÞEIRRI STAÐREYND
KOMUMST VIÐ EKKI OG VIÐ ÞAÐ VERÐUM VIÐ AÐ
MIÐA GERÐIR OKKAR.“
Bandaríkin hafa sem sé fullan skilning á sérstööu
okkar og af þeirri ástæðu þurfum við ekki að taka þátt
í hinum almenna Evrópuher á meginlandi Evrópu! Hins
vegar veröum við að leggja af mörkum allt sem við meg-
um. Framhjá því komumst við ekki og við það veröum
viö að miða gerðir okkar.
Þetta voru dylgjur íslenzka utanríkisráðherrans eftir
lieimkomuna af þriðju stríösráðstefnunni í ár. Og nú er
þjóðinni spurn:
Hvað er það sem við eigum að leggja af mörkum af
öllum okkar kröftum? >
Hverjar eru þær gerðir sem við komumst íneð engu
móti hjá að framkvæma?
Svörin við þessum spurningum veit Bjarni Bene-
diktsson. Hann hafði alveg ákveðnar staöreyndir, ákveðn-
ar bandarískar kröfur, í huga þegar hann setti fram
dylgjur sínar; þeim var ætlað að búa þjóðina undir' það
isetm koma skal.
En hvers vegna ekki að leiða þjóðina í allan sannleik-
ann strax? Hvers vegna að dylgja um jafn göfug ætlun-
arverk og þau að tryggja frið og frelsi og farsæld ættjarð-
arinnar? Hvers vegna ekki undirbúa hinar göfugu gerðir
Aldrei meir
gleðileg rest
Nú ervu hinir raunverulegu
hátíðisdagar jólanna liðnir.
Samt má maður passa sig að
segja ekki gleðilega rest. 1
hitteðfyrra sagði ég gleðilega
rest, og það komu kynstrin öll
af bréfum til að skamma mig
fyrir það. Aldrei skal ég aft-
ur segja gleðilega rest. Það
er nefnilega komin upp sterk
hreyfing á móti gleðilegri rest.
Og sterkar hreyfingar láta ekki
að sér hæða. Þær vaxa með
jötunkrafti kringum þýðingar-
mikil mál, og hætta ekki fyrr
en að fullu er framkvæmt það
hlutverk sem þær settu sér — í
þessu tilfelli að kveða niður
gleðilega rest.
Víkverji er duglegastur
Ötulasti baráttumaðurinn
gegn gleðilegri rest held ég sé
hann Víkverji. Það er ég viss
um að í dag verður stór hluti
dálkanna hans helgaður nauð-
syn þess að segja ekki gleðilega
rest. Maður á að segja gleði-
leg jól allaleið frammá þrettánd
ann. — Að svo mæltu ætla ég
að birta bréf sem fjallar um
jólin og útvarpið og er í raun-
inni óviðkomandi gleðilegri rest.
Höfundur kveðst skrifa bréfið
að kvöldi dags annan í jólum:
Eintómur Bach
og Handel
„Ef ég vissi ekki betur,
mundi ég halda, að stjórnend-
ur íslenzka útvarpsins — og þá
fyrst og fremst stjórnendur
tónlistardeildarinnar — væru
einhverjir mestu og einlægustu
trúmenn veraldarsögunnar. —
Það er aldrei svo kristin hátíð
haldin í landinu, að músik út-
varpsins upphefjist ekki öll
eins og hún leggur sig í hæðir
háleitustu kirkjutónlistar og
hafist þar við unz hátíðinni
linnir. . . . 'Ekki er það samt
ætlun mín hér að amast við
háleitri kirkjutónlist. Kannski
hefur tónlistin aldrei risið
hærra en einmitt hjá Bach og
Hándel. En of mikið má af
öllu gera. Eintómur Baeh og
Hándel getur orðið þreytandi
dag eftir dag.
•
Hlustendtir þurfa
að hvílast
„Hvers vegna má ekki á jól-
unum t. d. blanda ofurlitlu
af léttari klassískum lögum
saman við verk þessara heið-
ursmanna og þeirra líkra?
Hversvegna alltaf stöðugt þessi
afskaplega lyfting í andanum?
Ég er ekki að panta jazz eða
danslagagaul. En það er á
jólum, ekki síður en annars,
ástæða til að slaka tónlist út-
varpsins ofboðlítið niður úr því
himneska í áttina til þess ver-
aldlega, bara svoað hlustendur
fái að hvíla sig lítið eitt. -—
Vona ég, að þessar ábending-
ar mínar verði teknar til at-
hugunar fyrir næstu kirkjuhá-
tíð, páska. — Þ. Þ.“
•
Kúltúrleysi jóla-
sveina
Kafli úr öðru bréfi, skrifuðu
í tilefni jólanna: „.... Loks
leyfi ég mér að biðja um kar-
akterbreytingu hjá þessum jóla-
sveinum sem koma fram í
barnatímunum. Mér virðist sem
sé, að þeir þurfi ekki endilega
að vera óheflaðasta tegund
jólasveina, hávaðasamir, næst-
um öskrandi allt sem þeir
segja......Sem sagt: Meiri,
kúltúr í jólasveinana, ef mögu-
legt er. — Kardó.“
Loftleiðir li.f.
1 dag ér áætlað að
fljúga til: Vestm.-
eyja kl. 13.30 og
til Akureyrar kl.
10. Á. morgun er
áætlað að fljúga
til: Vestmannaeyja kl. 13.30 og til
Akureyrar kl. 10.
* ^ *
Ríklsskip
Hekla fer frá Reykjavik í dag
vestur um land til Akureyrar.
Esja fer frá Reykjavík á morguú
austur um land til Siglufjarðar.
Herðubreið fer frá Reykjavík í
dag austur um iand til Vopnafj.
Skjaidbreið fór frá Reykjavík í
gaerkvöld til Húnaflóahafna. Þyr-
ill er í Reykjavík. Ármann fer frá
Reykjavík í dag til Vestmánna-
eyja.
Eimskip
Brúarfoss kom til Hull 23.12.,
fer þaðan 28.12. til Warnemiinde
og Kaupmannahafnar. Dettifoss
er í Keflavík, fer þaðan til Hafn-
arfjarðar og Reykjavíkur. Fjall-
foss kom til Bergen 26.12. fer það-
an til Gautaborgar. Goðafoss hef-
ur væntanlega farið frá Leith um
miðnætti 26.12. til Reykjavíkur.
Lagarfoss kom til Cork í írlandi
27.12. fer þaðan til Amsterdam.
Selfoss er í Antverpen, fer þaðan
væntanlega 29.12. til Reykjavíkur.
Tröllafoss kom til N.Y. 10.12. fer
þaðan væntanlega 27.12. til Reylcja
víkur.
Happdrætti verkstjórafélagsins.
Dregið var í happdrætti Verk-
stjórafélags Reykjavíkur 22. þ. m.
Upp komu þessi númen 5601 Is-
skápur, 7207 Strauvél, 4213 Rafha
eldavél, 2927 Rafhaþvottapottur.
(Birt án ábyrgðar).
með því að tryggja sér strax eldlegan áhuga óg þátttökn
þjóðarinnar sem byggir þetta land? Hvers vegna á enn
að láta hina stærstu atburði dynja yfir þjóðina eins og
reiðarslag, fyrirvaralaust, án þess að almenningur eigi
þess nokkurn kost að mynda sér sjálfstæða skoðun og
taka sjálfur þátt í mótun örlaga sinna?
Á Þorláksmessu
opinberuðu trúlof-
un sína ungfrú
Sigríður Stefánsd,
Grandaveg 39 og
Gísli Vilmundar-
son, símavirki, Drápuhlið 25. —
Nýlega opinberuðu trúlofun sína,
Guðlaug Guðjónsdóttir frá Vest-
mánnaeyjum og Jón Sigurðsson,
Innri-Njarðvíkum. — Um jólin
opinberuðu trúlofun sína JSlínborg
Jónsdóttir, Laufholti og Sigurður
Jónsson, Vestmannaeyjum. — Enn
fremur Magnea Jónsdóttir, Lauf-
holti og Garðar Ingimarsson, Laug
arási. —- Á aðfangadag opinberuðu
trúlofun sína- ungfrú Hólmfríður
Ágústsdóttir, Laugaveg 42 og Á-
gúst Heigason, húsgagnabólstrari,
Kárastig 2. — Á aðfangadag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Guð-
björg Fjóla Þorkelsdóttir frá Fag-
urhól í Grundarfirði og Stefán
Helgason, húsasmiður, Kárastíg 2.
Á annan jóla-
dag voru gefin
saman í hjóina-
bárid ungfrú
Auður Pálsdótt
ir, símamær,
Freyjugötu 4 og Ágúst Atli Guð-
mundsson loftskeytamaður, Gretfc-
isgötu 55. Heimili brúðhjónanna
verður fyrst um sinn að Grettis-
götu 55. Sr.' Jakob Jónsson gaf
brúðhjónin saman.
20.30 Jólatónleikar
útvarpsins, III.:
Guðrún Símonar
syngur; við hljóð-
færið: Fritz Weiss
happel: a) Gluck:
O, del mio dolce drdor. b) Schu-
mann: Widmung. c) Respighi:
Nelbie. d) Hagemann: Do not go
My Love. —- Fritz Weisshappel
leikur á píanó. — e) Árni Björns
son: Við dagsetur. f) Karl O. Run
ólfsson: 1 fjarlægð,- g) Emil Thor
oddsen: Sortnar þú ský. h) Sig-
valdi Kaldalóns: Eg lít í
anda liðna tíð. i) Mascagni: Aria
úr óp. „Cavaiieria Rusticana". j)
Puccini: Aria úr óp. „Manon Les-
caut.“ 21.00 Erindi: Biblian túlkuð
af konu (frú Lára Sigurbjörnsd.).
21.25 Tónleikar. 21.30 Upplestur:
Kvæði eftir Einar Benediktsson
(Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöð-
um). 21.40 Upplestur: Grísk forn-
öld og ungar stúlkur bókarkafli
eftir skáldkonuna Mazurkiwitz
(ungfrú Snót Leifs). 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.10 Tónleikar.
23.45 Dagskrárlok.
Gjafir til Vetrarhjálparinnar
Einar Markússon kr. 20; Ágústa
Vigfúsdóttir 100; A.S. Laufásv. 30
Smjörlíkisg. Ásgarður 500; Sanítas
500; Vinnufatagerð Isl. h.f. 500
Daníel Þorsteinsson og Co. 500
Einar 200; Fríða og Jón 100; N.N
20; Starfsfólk Útvegsbankans 585
Starfsfólk Búnaðarbankans 125
Vinnufl. Siggeirs Bjarnasonar 130
Vinnufl. Eiríks Einarssonar 295
Ónefnd 25; K.F. áheit 25; N.N.
20; S.G.B. 100; Starfsfólk Raf-
magnsveitunnar 870; R.S. 50; N.N.
100; R.E. 100; N.N. 50; G.J. 50;
Skógerð Kristjáns Gíslasonar 200;
Hlutafél. Hreinn 200; Hlutafél.
Nói 200; Hlutafél. Síríus 200; Erla
M. Hólm 50; Ragna Magnúsdóttir
10; T.V. 500; Trausti Björnsson
30; Hallur Hallsson 200; Olíuverzl.
Islands 300; Vélsm. Bjarg 300;
Olíufélagið h.f. 250; Hið ísl. stein-
olíuhlutafélag 250.