Þjóðviljinn - 04.03.1951, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.03.1951, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN^ Sunnudagur 4. marz 1951. 3' Við bakdyrnar Rússneskt bók- menntatímarit á ensku Margir lesendur munu kann- ast við tímaritið „Sovétbók menntir" sem gefið er út á nokkrum tungumálum, þar á meðal ensku. Ensku útgáfuna „Sovét Literature“ er nú hægt að fá í Bókabúð KRON. Þetta er mánaðarrit og flyt- ur hvert hefti venjulega skáld- verk frá sovétþjóðunum í enskri þýðingu, og er hægt að fjdgjast með því bezta sem út kemur af skáldsögum austur þar með því að lesa þetta tímarit að staðaldri. Auk þess flytur rit- ið ýtarlegar greinar um bók- menntir alþýðulýðveldanna og fleiri landa. l###############################################################* EINAR BRAGI: Seg mæðrunum öllum . . . Til friðarhreyfingarinnar Ó, móðir, ég heyri í hjarta mér niöa þitt heita blóð. Kallar mig lífið að leggja mitt brenni á logans glóð, - glædda við aldanna sorgarsöng og sólarljóö. í dag hefir safnazt úr álfunum öllum einvala-lið og svarið hollustu sólskinsdraumnum sama og viö um óvopnaöa voröld lífs: * vinnu og frið. Seg mæörunum öllum, sem aldalangt grétu ófrið á jörö, áð lífiö þær biöji um lokka í fjötra í á Loka og Mörö, | svo hætta megi regnið rautt > aö renna í svörð. < >###############################################################* SKAK Það hefur verið sagt um Chateaubriand að hann hafi fundið upp þunglyndi nútím- ans. Slík bókmenntasaga er dálítið tvíeggjuð fyrir þá sem telja sig framganga í eðlislægu þunglyndi: úr því hægt er að finna það upp, liví skyldi þá ekki mega læra það? Höfum vér þá kannski af vitandi viti áunnið oss vora prýðilegu böl- sýni? Hvort sem Chateubriand, sem fæddist fyrir meira en 180 árum, innleiddi þrákelknisfulla svartsýni vora í bókmenntirn- ar, eða öðrum verður þakkað það eða kennt með fyllri rétti, þá fylgir þeim meistara enn mikil fjöld lærisveina. Jafnvist er' hitt að þunglyndi er hægt að læra utan að — það er meira að segja létt námsgrein. IJm langa liríð hefur það talizt fínt að vera í stórum dráttum þunglyndur. Hér í vesturlönd- um Evrópu er skáldskapur varla talinn til bókmennta, nema hann sé fyrst og síðast harmsögulegs efnis, en það mat og viðhorf grundvallast á einkar djúpsærri háspeki um tragískt eðli mannverunnar. Hinn nýlátni André Gide, „vest- rænn“ fagurkeri og háspeking- -ur, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að vér vesturmenn hefð- um ekkert til rússneskra bók- mennta að sækja. Rússneskur skáldskapur er nefnilega barna- legur af því hann er þrunginn bjartsýni; austræn list er simpil af sömu rökum. En þá erum við komin út fyrir tízku- mörk bölsýninnar, alla leið út á víðavang7' þjóðskipulagsins. Það er í sjálfu sér náttúrlegt að bókmenntir í deyjandi þjóð- skipulagi sC;U tragískar að inni- haldi, þ.e.a.s. bckmenntir þeirra sem ekki bera skyn á þjóðfé- iagið, og halda i staðinn að manneskjan sé harmsögulegt sköpunaiverk, dauða nær á hverjum tíma. Hitt er lakara þegar sósíalistar og kommún- istar gegnsýrast þessu sama viðhorfi, þótt það. þjóðskipulag sem umlykur þá hljóti vita- skuld að setja vissan svip á verk þeirra - þó ekki kæmi annað til en efnið sem þeim er lagt í hendur. Og enn er það óftæfa að ungu fólki sé kennd sú lygi að bölsýni og þunglyndi séu nauðsynlggir þættir í hverju stóru bókverki — og mætti kannski lánast að gera því efni ofurlítil skil, þó síðar yrði. En svo á þunglyndi manna stundum miklu persónulegri rætur en þessar. Sumar eru auvirðilegar og að engu haf- andi, aðrar stórar og víttgreind ar. Ein hinna síðarnefndu er 'sérstök tegund af sulti sem er álíka algengur og hann er hættulegur. Þunglyndi manna, lekki sízt unglinga, stafar geisi- oft af því að þéir standa í lífs- sVelti. Þeit- finná ekki kröftum sínum verkefni, nó hjartíi sínu fullnægingu; hyggja síðan að líf þeirra sé glatað, enda er heimurinn að farast. Því er heldur ekki að leyna að í auð- valdsþjóðfélögum fer margt mannslífið fyrir lítið. En ver- öld stendur. Eftir þennan langa formála ikemur stutt umsögn um nýlega ljóðabók. Hún nefnist VIÐ BAKDYRNAR, en höfundurinn heitir hins vegar Sverrir Har- aldsson, prestsonur af Augtur- landi, háskólastúdent. Þéssi þunglyndisformáli er ekki alveg út í hött, því Sv. H. er haldinn því á sama hátt og menn voru áður haldnir illum öndum: Það fylgir honum hvert fótmál, og hann kemst. ekki undan því í hálft skipti, hvað þá meira. Bölsýni höfundar — eigum við að spyrja um rök hennar? En undarlega kyrrstæð er sorg hans, furðulega hlutlaus er raun hans — og þó er eitt merkilegt: hann unir sér eigin- lega með ágætum. A.m.k. sýn- ist hann ólíklegur til að leggja í umbætur á þessum bölvaða heimi, né sjá draumi sínum far- borða í öðru dugandi verki. Hyggur hann kannski að listin þurfi að vera sorgleg? Það er skáldæð í þessum höf undi. Tilfinning hans er vissu- lega ósvikin öðru hvoru. Spurn- ingin hérna á undan er þar í bláinn spurð. Hann kemst líka allvíða lipurlega og laglega að orði, í nokkrum kvæðanna fel- ast ákveðin drög að byggingu, og skáldið vill alltaf vera að liugsa. Mál hans í sjálfu sér hreinlegt þótt ekki sé það með öllu flekklaust. En gallarnir á bókinni bera því miður kostina ofurliði: Og þeir eiga sumir rót sína að rekja til þess hve létt höfundinum veitist að kveða. Það vellur og sýður á honum, hann kveður með hundr að kílómetra hraða, og er hugs- un hans iðule^a flaumósa eftir því. Það verður bílslys, því á slíkum hraða fer viðleitni til listrænnar mótunar út um þúf- ur. En stundum ekur höfund- urinn áfram þó vegurinn sé bú- inn: yrkisefninu er lokið, en það kemur dálítið af orðum og rími, svona’ au'kalega. Þrátt fyrir hagmælsku höf- undar yrkir hann stundum klaufalega, orðaröð stórum ó- eðlileg og snúin, rangri stuðla- setningu bregður fyrir. Kvæðin eru fábreytt að efni, hættirnir gamlir og slitnir, og mörgum góðskáldum okkar bregður þar einhverntíma fyrir að ví:.u- baki. Skáldið skortir frumleik og vinnugleði og einbeitingu huga og hugsunar, en án þess kemst hann ekki langt fremur en önnur skáld. Og nú látum vér hér staðar numið, og erum , jar fremur skuggalegir á svipinn eftir þennan háskalega akstur. Mun sá ökuþór hagmælskunn- ar, Sverrir Haraldsson, gefa brúnum verum ástæðu til að SÆNSKA SKÁKBLAÐIÐ AFLAR SÉR ÁSKRIFENDA Aðstandendum sænska skák- blaðsins þótti nauðsyn bera til að fjölga áskrifendum þess og fóru nýja leið að því marki. Þeir auglýstu í' dagblöðunum, og auglýsingunni fylgdi skák- þraut og skyldu lausnir á henni sendar með áskriftabeiðn- um. Þess var getið innan sviga, að þrautin væri þung. Blað .stjórnin þurfti ekki að bíða und irtektanna lengi lausnirnar bár- ust inn hver af annari. Ýmsir sendu með bréf og töldu að illa hefði skáklistinni hrakað, ef slíkar þrautir væru taldar þungar og kváðust sjaldan hafa séð annað eins léttmeti. Blað- stjórnin svaraði með nýrri aug- lýsingu: Teflið betur og bentu á bezta svarleik svarts. Enn bárust lausnir að í þungum straumi og enn var blaðstjórn- inni núið því um nasir, að ekki riði glámskyggnin við einteym- ng hjá henni, úr því að hún sæi ekki, að leikurinn, sem hún stingur upp á, væri sízt betri en hinn. Ekki er þörf 'að orð- lengja þetta frekar, yfir 90% af þeim lausnum, er bárust blað stjórninni, voru rangar. En nú langar mig til að sýna lesend- j V' v V / þm skákþáttarhis þessa frægu þraut og sjá, hvernig þeim gengur glímarí við ’liána. Staðan er.þessi:- HVlTUR: Ka2, IIe2, Rh5, Pa4, Pb4. SVARTUR: Iíh8, Dg8, Pf7, Ph7. Nú er spurt: -Get'ur livítur unnið með 1. Rh5—1'6? ATVIK ÚR FJÖLTEFLI Á fyrstu fjölskákunum, sem Rossolimo téfldi hér, átfi hann •lyftast,- einhvern tíma : síðar, vegna öruggrar hantéringar lians á því mikla stýrishjóli ? - B, B. í höggi við tíu unga taflmenn flesta úr meistaraflökki. Um- hugsunartíminn var takmarkað- ur, og miklu naumari hjá Rossolimo en andstæðingum hans, því að jafnan gengu fleiri klukkur en ein á hanti í senn, en hann gat hins vegar ekki verið nema á einum stað í einu. Eg ikom þarna að nokkru eftir að skákirnar hófust, og mér varð einkum starsýnt á eina skákina. Hún var komin talsvert áleiðis, rúmlega tuttugu leiki, og svartur, en það var Ingvar Ásmundsson, einn af okkar upprennandi taflmeist- urum, var sýnilega á góðum vegi með'að kveða Rossolimo í kútinn. Ingvar átti að öllu leyti betra tafl og liafði þá þegar unnið peð. „Þarna er Rosso- limo búinn að tapa einni skák“ hugsaði ég með mér og hvarfl- aði að öðrum töflum. Nokkru síðar sá c.g að eitt- hvað var um að vera við borð Ingvars, svo að ég gekk þangað aftur. Þar stóð þá annar hrók- ur Rossolimos i uppnámi, var að fórna sér fyrir biskup. Þessi skiptamunarfórn kom augsýni- lega flatt upp á aíla, menn stóðu umhverfis og ræddust við i hálfum hljóðum. I stað þess að bíða,,dauða síns með ró og undirgefni hafði Rossolimo gripið til þess að fórna. Fórnin virtist örþrifaráð, en við hana fékk hann "þó aukið rými fyrir menn sína og hrifsaði til sín frumkvæðið, sem um langt skeið hafði verið í höndum svarts. Það kom skjótlega í Ijós, að frumkvæðið var mikils virði og þá ekki síður hitt, að fórnin haí'ði komið flatt upp á hinn unga andstæðing og breytt viðhorfum öllum í skjótri svip- an. Ingvar hafði teflt vel og örugglega fram til þessa, en nú varð „ hann hikandi og óviss. tefldi hvergi nærri nógu. virkt nó ákveðið, og því snerist taflið eftir tæplega tuttugu leiki frá fórninni var baráttan orðin gersamlega vonlaus. Eg nefni þetta vegna þess, að mér virðist þessi skák varpa ljósi á beztu eiginleika Rosso- limo sem taflmanns, hina miklu liugkvæmni hans og dirfsku. (Hann fórnaði hróknum án þess að hugsa sig um nema andar- tak). Og ég birti hana hér, vegna þess að ég býst við, að margir ungir skákmenn — og jafnvel gamlir líka — geti lært af henni það sama og Ingvar hefur áreiðanlega lært af henni. N. Rossolimo Ingvar Ásm. c6 d5 Bg4 Bh5 c6xd5 Rc6 Bg6 Dd6 a6 b7xc6 Rf6 e6 Dd7 Bf8—d6 h5 Re4 RxB C—0 Hab8 Re4 a5 Rg3 T)d6 Hf—e8 Df4f Dxf3 Re4 BxR Dd3 DxDt d5xe4 IIb5 c5 IIxc5 g6 lle5 fir.i smám 'saman úr betri leik r tví- sýnu, úr tvísýnunni í lakara, og 1. e4 2. Rc3 3. Rf3 4. h3 5. e4xd5 6. Bb5t 7. g4 8. Re5 9. d4 10. RxR 11. Ba4 12. Df3 13. Bf4 14. 0—0—0 15. h4 16. g5 17. BxB 18. Hh—el 19. Bb3 20. Ra4 21. De3 22. f3 23rRc5 * 24. c3 25. Df2 26. Dd2 27. IIe5 28. RxR 2», Hdl—el 30. Helxe4 31. IixD 32. Ilxaó 33. Ha6 34. tÍ4xc5 35. Ke3 36. Ha4 Framh, á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.